Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SILFRINU á sunnudag var vitnað til ummæla minna þess efnis að Davíð Oddsson væri klass- ískur kommúnistaleið- togi. Eitthvað fóru þau fyrir brjóstið á hirðinni í veislunni og því ekkert sjálfsagð- ara en fara í gegnum skilgreiningaratriðin þar um lið fyrir lið. Skilgreiningaratriði um kommúnistaleið- toga er að fyrst og fremst keppa þeir að alræði flokksins og fyrir því markmiði víkur allt annað enda helgar tilgangurinn meðalið. Þótt hugtakið kommúnistaleiðtogi sé hér notað kenna slíkir forystu- menn sig við þá stefnu sem hentar og þann flokk sem fýsilegastur er til valda hverju sinni, eins og dæmin sýndu við hrun kommún- ismans í A-Evrópu og sömu menn héldu völdum undir nýjum merkj- um. Vísast verður ekki deilt um að alræðismarkmiðið sé kjarni stjórn- málastarfs Davíðs. Kommúnistaleiðtogar, í þessum skilningi, eiga margt sameiginlegt. Þar ber fyrst að nefna að þeir brjóta á bak aftur alla andstöðu og andóf innan flokks af „einurð og festu“. Í annan stað einkennir þá að þeir sýna svo takmarkalaust of- beldi í umræðu, að mál sem þeim eru ekki að skapi eru ekki á dag- skrá og fást ekki rædd. Af dæmum um þetta hérlendis er nærtækust afstaða forsætisráðherra til Evr- ópuumræðunnar. I þriðja lagi er höfuðatriði al- ræðisins að ríkisvaldið sé eitt. Ekki hafa ráðamenn hér þurft að hafa áhyggjur af sjálfstæðistil- burðum löggjafarvaldins eða dómskerfisins fyrr en nýverið að Hæstiréttur gerði virðingarverðar tilraunir til sjálfstæðis. Óþarft ætti að vera að rekja hvernig það hefur miskunnarlaust verið brotið á bak aftur, svo mjög sem um það var fjallað. En síðasti þáttur þeirrar sögu hefur legið í þagnargildi. Eftir öryrkjadóm Hæstaréttar hótaði forsætisráðherra nýjum lögum um Hæstarétt. Skömmu síðar sendi forseti réttarins Al- þingi bréf og endurútskýrði álit réttarins. Í þakklætisskyni hefur forsætisráðherra fallið frá því að þjarma að réttinum með nýjum lögum, en eflaust svæft það í nefnd. Um þessa augljósu kúgun og umbun Hæstaréttar hefur það sem í lýðræðisríkjum er nefnt fjórða valdið, fjölmiðlarnir, vand- lega þagað, enda er valdið hér eitt og aðeins eitt. Í fjórða lagi er undirstaða flokksræðisins að frama í atvinnu- málum eiga menn undir flokknum. Og enn í dag er purrkunarlaust ráðið til starfa eftir flokkslínum en ekki færni. Og þó aldrei eins og þegar formaðurinn stjórnaði einu stærsta atvinnufyrirtæki landsins, Reykjavíkurborg. Sannleiksmálaráðuneytið Í fimmta lagi hundsa þeir það grundvallaratriði upplýsingarinnar að embættismenn megi hafa sjálf- stæðar skoðanir. Segi embættis- menn ekki það sem sannleiksmála- ráðuneytið telur rétt eru störf þeirra og stofnanir lagðar niður, eins og ferskt dæmi um Þjóðhags- stofnun sýnir. Með þeim hætti er agavaldi óttans haldið yfir stjórn- kerfinu. Í sjötta lagi setur flokkurinn kommisara sína í lykilstöður í öll- um helstu geirum samfélagsins. Þannig er framkvæmdastjóri atvinnurekendanna gerður að forstjóra fjarskiptamála, vara- formaðurinn að for- stjóra orkumála, framkvæmdastjóri flokksins formaður bankaráðsins, út- varpsréttarnefndar- innar og stjórnarmað- ur í „Frjálsri“ fjöl- miðlun og borgar- stjóri flokksins gerður að útvarpsstjóranum, svo aðeins séu nokkur dæmi nefnd um það sem á Ítalíu heitir mafíustarfsemi, í A-Evrópu pólitísk spilling, en á Íslandi stjórnsýsla. Jafnvel í veikburða lýðræðisríkjum A-Evrópu hafa pólitískar ráðningar útvarpsstjóra leitt til óeirða. Í sjöunda lagi eiga þeir sameig- inlega minnisvarðahefðina. Hana einkennir takmarkalaust örlæti á fé annarra. Einkum er þeim lagið að reisa um minningu sína veislu- hallir. Sem er viðeigandi því hitt samkenni þeirra fléttast við það, sem er að stundum keyrir veislu- gleðin úr hófi fram. Í áttunda lagi nýtir flokkurinn auð og völd ríkisins til áhrifa í at- vinnulífinu. Við það vald fær eng- inn keppt á markaði. Þannig hefur Davíð breytt ríkisfyrirtækjum í hlutafélög og sent þau síðan út af örkinni til að kaupa upp einkafyr- irtæki. Kaup Landssímans á hug- búnaðarfyrirtækjum, Landsbank- ans á VÍS og Íslenskra aðal- verktaka á einkafyrirtækjum í byggingariðnaði eru skýr dæmi um þetta. Agavald flokksins á at- vinnulífinu er með þessu styrkt, enda vita menn hvað til síns friðar heyrir þegar pólitískir kommisarar fara um markaðinn með óendan- legar heimildir um ráðstöfun úr opinberum sjóðum. Því valdi er vissara að hlýðnast. Sölufélögin Hið níunda ber að nefna sem er sú sannfæring þessara miðstýring- arafla að best sé málum fyrirkom- ið þannig að einn til tveir aðilar ráði hverri atvinnugrein, svo þar megi skipulag og áætlunarbúskap- ur blómgast í hverskyns sölufélög- um, enda sé tvímælalaus óhag- kvæmni fólgin í margkeppni á markaði. Í tíunda lagi er sameiginleg að- ferðafræði við einkavæðingu. Valdi ríkisins er beitt til að kaupa upp samkeppni. Stjórnendum, ráðnum eftir flokksskírteinum, er raðað í stjórnunarstöður og við söluna tryggt að réttir aðilar eignist, þ.e. að tryggt sé að stjórnunarteymi flokksins haldi völdum. Reyni óæskilegir aðilar að kaupa er öllu afli ríkisins beitt til að varna því, eins og nýleg dæmi eru um úr sölu FBA. Í ellefta lagi er ástin á málm- bræðslum og stórvirkjanaþráin óháð öllum umhverfissjónarmið- um. Þótt þessi kommúnistahefð virðist vera tilviljun er svo ekki ef betur er að gáð. Hún afhjúpar ein- faldlega að hvað sem líður orðum manna trúa þeir því ekki að at- vinnulíf og einkaframtak geti stað- ið undir hagvexti. Heldur verði að koma til stórfelldar framkvæmdir stóra bróður svo að hjól sam- félagsins haldi áfram að snúast. Þá eru miðstýringarákvarðanir um flutning ríkisfyrirtækja út á land, til að varna búferlaflutning- um óþægilega líkar ófáum átökum kommúnistaleiðtoga í Kína og Sov- étríkjunum til að halda eða stofna til byggðar á afskekktum svæðum. Hver sá sem hefur lesið Orwell veit sem er að höfuðeinkenni flokksræðisins er að segja hvítt svart og komast upp með það. Allt hefur þetta verið rekið undir þeim formerkjum að verið væri að draga úr umsvifum hins opinbera. Staðreyndin er hins vegar sú að frá því árið 1991 hafa umsvif hins opinbera aukist úr 33% af lands- framleiðslu í 39%. Vegna þess að fjölmiðlarnir okk- ar lögðust í djúpsálarlegar pæl- ingar á sálarlífi leiðtogans með goðsagnakenndum vísunum á borð við „hinn fátæki karlsson er braust til konungdæmis“ og „hið við- kvæma skáld er þolir illa gagn- rýni“ er rétt að minna á lunderni þessara leiðtoga. Rétt eins og harðstjórar á heimili er það leikur þeirra að enginn veit hvort hann verður núna elskulegri og skemmtilegri en aðrir menn eða öskureiður og heiftrækinn. Og í óvissunni um hvort er felst óttinn. Nýlenduþjóð? Nú nenni ég ekki að telja leng- ur. Afmælið sjálft er órækastur vitnisburður um flokksræði okkar og persónudýrkun. Valdaafmæli eru einfaldlega samkvæmt skil- greiningu haldin í flokksræðisríkj- um. Og enn er það svo um þýlyndi okkar að þrátt fyrir einokunar- verslunina fögnum við afmæli kóngsins og léti hann svo lítið að koma við gæfum við honum okkar besta hest. Nú er það svo að flokksræði er ekki alslæmt, nema fyrir frjáls- borna menn. Víst höfum við notið svipaðrar kaupmáttaraukningar og á Vesturlöndum almennt, en und- irstaða verðmætasköpunarinnar er framleiðni. Hún er enn á Íslandi einhver hin lægsta á Vesturlöndum og hefur ekki aukist í góðærinu. Undirstaða velferðarsamfélagsins er menntun- in og skv. skýrslu OECD vermum við botninn í þeim málaflokki. En um þau grundvallaratriði er ekki umræða. Við erum einfaldlega of upptekin af umræðu um valdið sjálft og vegsemd þess. Stundum er hollt að horfa utan frá. Í sunnudagsblaði gæti birst svohljóðandi frétt: „Ríkisrekinn klámiðnaður flokksgæðinga. Í xlandi gerði forsætisráðherra kosningastjóra sinn að forstjóra Breiðvarps ríkisins. Sá hefur hafið sölu klámmynda um þetta dreifi- kerfi ríkisins. Er þessi ráðstöfun varin með því að klámefninu sé dreift fyrir einkaaðila er fyrst og fremst hafi gróða af því. Athygli hefur þó vakið að einkaaðilar þess- ir er græða á klámdreifingu ríks- ins eru frammámenn í stjórnar- flokknum.“ Góðlátlega myndum við hlæja að þessu bananalýðveldi, siðferðilegu gjaldþroti þess og pólitískri spill- ingu og hafa í flimtingum í heita pottinum. Verst að við getum það ekki. Því í þessu lýðveldi þorir enginn að segja fréttina. Því það er lýðveldið okkar. KLASSÍSKUR KOMM- ÚNISTALEIÐTOGI Helgi Hjörvar En nú er það svo, segir Helgi Hjörvar, að flokksræði er ekki al- slæmt, nema fyrir frjálsborna menn. Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. F lestir þeirra sem tóku þátt í mótmælaað- gerðum gegn hnatt- væðingu og auknu svigrúmi risafyr- irtækja í Quebec-borg í Kanada um þarsíðustu helgi voru náms- menn. Þeir komu hvaðanæva, sennilega flestir frá Kanada, en einnig frá Bandaríkjunum og öðr- um Ameríkuríkjum. Þannig voru þetta mótmælaaðgerðir með þeim hætti sem er orðinn vel þekktur í heiminum – mótmælaaðgerðir námsmanna. Sennilega eru ekki til í sögunni frægari mótmælaað- gerðir en mótmæli námsmanna á Tianamentorgi í Peking fyrir ekki svo löngu. En það var auðvitað grundvall- armunur á Quebec-mótmælunum og Tianamen-mótmælunum. Ann- arsvegar voru námsmenn að krefjast frelsis, en í hinu tilvikinu voru þeir að því er virðist að mót- mæla frelsi. Enda var tónninn í und- irtektum hefðbundinna fjölmiðla verulega frá- brugðinn, og talað um að aðgerðir stúdentanna í Quebec hefðu truflað fund leið- toga Ameríkuríkjanna. Stúdent- arnir voru aukinheldur sagðir vera andstæðingar frjálsra heimsviðskipta. Það er ljóst hvar samúðin ligg- ur, því sá sem fær einkunnina andstæðingur frelsis á ekki upp á pallborðið. Þetta er stimpill sem jafngildir því að vera sagður and- stæðingur lýðræðis og þar með ekki viðræðuhæfur. En raunveruleikinn er auðvitað aldrei jafneinfaldur og fjölmiðlar vilja vera láta. Margir þeirra námsmanna sem voru í Quebec um þarsíðustu helgi voru alls ekki fyrst og fremst að hugsa um það hvað frelsi er nú vont. Þeir voru þarna af því að þeim finnst orðið heldur lítið til koma lýðræðisins sem þeir búa við. Það er að segja, þeim finnst þeir ekki vera nógu frjálsir. Þeir litu svo á að þeir væru – þveröfugt við það sem helstu fjölmiðlar heims greindu frá – að berjast fyrir frelsi, og gegn ofurvaldi. Það er að segja, fyrir sömu gildum og námsmenn- irnir á Tianamentorgi. Á fundinum í Quebec komu saman 34 leiðtogar Ameríkuríkja (bæði suður-, norður- og mið-) til að setja niður rammasamning um fríverslunarbandalag „sem á að ná pólanna á milli“ eins og það er orðað í fréttatilkynningum. Að mörgu leyti er þessi samningur (sem á ensku hefur skammstöf- unina FTAA) útfærsla á NAFTA, sem er fríverslunarsamningur milli ríkja N-Ameríku. Forsenda þess frelsis sem flestir íbúar hins vestræna heims búa við er lýðræði. Og það var einmitt lýðræði sem námsmönn- unum á Tianamen var svo umhug- að um að þeir fórnuðu sumir lífinu fyrir það. Í Kína stendur lýðræð- islegu frelsi ógn af ofurvaldi hins opinbera – Kommúnistaflokksins eina sem yfir öllu vakir. En getur lýðræði einungis stafað ógn úr þessari átt? Getur ekkert nema hið opinbera ógnað lýðræðinu? Það þarf ekki að útskýra ís- lenska orðið „lýðræði“. Það segir sig sjálft, eins og svo mörg önnur íslensk orð. Hugmyndin um lýð- ræði mun eiga ættir að rekja til Forn-Grikklands, þar sem talað var um „demos“, eða „fólk“, og „kratein“, eða „að ráða“. (Sakar ekki að geta þess að Plató var ekki par hrifinn af lýðræði og sagði að það þýddi í rauninni að enginn réði.) Þess vegna heitir þetta á flestum tungumálum demókratí. Það sem námsmennirnir sem voru að mótmæla í Quebec höfðu margir hverjir fyrst og fremst áhyggjur af, var að þessu mik- ilvæga lýðræði, sem er forsenda frelsisins, stafaði ógn af ofurvaldi – ekki hins opinbera eða einhvers kommúnistaflokks – heldur risa- fyrirtækja, sem með löggildingu FTAA fengju enn aukið svigrúm til að fara sínu fram án þess að lýðræðislega kjörin yfirvöld í Am- eríkuríkjunum fengju nokkuð um það að segja. Þegar lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn verða að sitja og standa eins og ráðamönnum stór- fyrirtækja sýnist og hentar, þá steðjar ógn að lýðræðinu. Íslend- ingar fengu beinlínis að sjá þetta gerast þegar Davíð Oddsson sat eins og lítil nellika í hnappagati Kára Stefánssonar þegar skrifað var undir samninginn við Hoff- man La Roche hérna um árið. Sí- fellt aukið áhugaleysi almennings um stjórnmál og kosningar stafar fyrst og fremst af því, að fólk veit orðið að stjórnmálamennirnir eru ekki lengur þeir sem ráða. Að þessir stjórnmálamenn hugsa nú- orðið fyrst og fremst um að per- formera – koma fram og leika ráðamenn. Það er þetta sem námsmenn- irnir í Quebec voru flestir að mót- mæla. Þeir eru ekki andstæð- ingar frelsis og lýðræðis. Þeim er í rauninni annt um lýðræði. En þeir hafa gert sér grein fyrir því, að „lýðræði“ ber að taka bók- staflega, og að því stafar ekki bara ógn af kínverskum komm- únistaflokkum. Kínverskir ráða- menn eru ekki lýðræðislega kjörnir (hvað sem þeir sjálfir segja). En yfirmenn vestrænna stórfyrirtækja, sem hafa sífellt meiri pólitísk völd, eru heldur ekki lýðræðislega kjörnir. Nú segir kannski einhver að þetta sé misskilningur sem stafi af því að gamla gríska hugmyndin um lýðræði sé tekin of bók- staflega. Auðvitað geti það aldrei orðið raunin að lýðurinn fái sjálf- ur að ráða í öllum málum. En þetta eru nákvæmlega sömu rök og kínversk yfirvöld bregða fyrir sig, hvað eftir annað, þegar vest- rænir stjórnmálamenn reyna að vinna sér prik hjá kjósendum með því að þykjast atyrða Kínverja fyrir skort á lýðræði. Kínverj- arnir segja þá föðurlega að maður megi nú ekki vera of bókstaflegur í túlkunum sínum – víst hafi þeir lýðræði, það sé bara með þeirra hætti. Íslenska þýðingin á demokra- tein er góð. Ekki bara vegna þess að orðið er fallegt, heldur ekki síður vegna þess að það minnir mann sífellt á hvað það í rauninni merkir. Að lýðurinn ráði. Og það skiptir máli að lýðurinn fái að ráða, og kannski er lýðræði eitt af örfáum orðum sem full ástæða er til að taka bókstaflega – ekki síst á íslensku. Þegar fólk hættir að taka þetta orð bókstaflega, þá er einmitt hugmyndin sem það vísar til komin í hættu. Lýðræði á hrakhólum Í Kína stendur lýðræðislegu frelsi ógn af ofurvaldi hins opinbera. En getur lýð- ræði einungis stafað ógn úr þessari átt? VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@- yorku.ca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.