Morgunblaðið - 06.05.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.05.2001, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásgeir Bjarnasonvar fæddur í Hafnarfirði 2. mars 1958. Hann lést 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Beinteinsson hæstaréttarlögmað- ur, f. 31. október 1934, d. 4. júlí 1972, og Sigrún Hannes- dóttir, f. 22. mars 1936, d. 5. ágúst 1983. Systkini Ás- geirs eru Ragnhildur Erla viðskiptafræð- ingur, f. 7. desember 1961, og Hannes tölvunarfræðing- ur, f. 10. mars 1963. Föðurforeldr- ar hans voru Beinteinn Bjarnason útgerðarmaður og Þórunn Sigríð- ur Flygenring og móðurforeldrar Hannes Erlendsson klæðskerameistari og Ragnhildur Fann- ey Halldórsdóttir. Árið 1978 kvæntist Ásgeir Sigurbjörgu Pálsdóttur innan- hússarkitekt og eignuðust þau dæt- urnar Ragnhildi Lilju, f. 10. septem- ber 1980, og Gunn- hildi, f. 29. nóvem- ber 1987. Þau slitu samvistir. Þá á Ás- geir dóttur, Sögu Rut, f. 24. ágúst 1999. Útför Ásgeirs fór fram í kyrr- þey. Vinur minn og mágur, dr. Ásgeir Bjarnason, er látinn. Með honum er genginn mikill mannkostamaður. Ásgeir varð strax mjög bráðþroska, enda fór svo að hann var fljótt rif- inn inn í heim fullorðinna. Aðeins 14 ára að aldri missti hann föður sinn, Bjarna Beinteinsson hrl., en stuttu áður hafði móðir hans, Sigrún Hannesdóttir, greinst með sjúkdóm, sem síðar reyndist ólæknandi. Ás- geir var elsta barn þeirra hjóna og því kom það í hans hlut að taka á sig ábyrgð á yngri systkinum sín- um, þeim Hannesi og Ragnhildi Erlu, auk þess að styðja móður sína í hennar þungbæra sjúkdómi. Þrátt fyrir mikla ábyrgð og erf- iðar heimilisaðstæður breytti það ekki áformum hans að ganga menntaveginn enda kom fljótt í ljós að hann hafði fengið mikla náms- hæfileika í vöggugjöf. Ásgeir gekk fyrst í Hagaskóla og síðar í Mennta- skólann í Reykjavík. Að stúdents- prófi loknu nam hann efnafræði við Háskóla Íslands þar sem hann lauk B.Sc.-gráðu. Jafnframt námi kenndi hann bæði í MR og Tækniskólan- um. Að B.Sc.-prófi loknu þreytti Ás- geir svonefnt GRE-próf, sem er stöðupróf fyrir alla þá sem hyggjast leggja stund á raunvísindi við bandaríska háskóla. Glæsileg frammistaða Ásgeirs varð til þess að flestar bestu efnafræðideildir vestan hafs buðu honum inngöngu. Ásgeir kaus að nema við University of Wisconsin í Madison og lauk hann þaðan doktorsprófi árið 1987. Að námi loknu réðst hann sem sérfræðingur við Raunvísindastofn- un Háskóla Íslands, síðar í stöðu vísindamanns, sem er tímabundin staða, en svo síðast í stöðu dósents. Þá sinnti Ásgeir jafnframt stunda- kennslu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hin síðari ár. Ásgeir var vinsæll kennari enda öruggur í fasi, skýr í hugsun og tali en jafnframt velviljaður nemendum sínum. Þá er óhætt að segja að Ás- geir hafi verið óvenju afkastamikill og góður fræðimaður. Hann birti fjöldann allan af greinum í bestu tímaritum um efnafræði í Banda- ríkjunum og var kominn í þá virð- ingarstöðu að vera fenginn til þess að meta hvort greinar annarra fræðimanna væru hæfar til birting- ar í þessum sömu tímaritum. Sumarið 1998 varð bruni í til- raunastofu þeirri sem Ásgeir hafði til umráða í Háskóla Íslands. Við það hvarf Ásgeir nánast bæði vinum sínum og fjölskyldu í langan tíma og vann myrkranna á milli við upp- byggingu tilraunastofunnar svo nemendur hans mættu hafa sem minnstan skaða af. Eins og ávallt þegar Ásgeir tók að sér einhver verkefni, lagði hann allan sinn metnað í verkið og sökkti sér ofan í bækur, blöð og tímarit. Þá sótti hann heim fyrirtæki bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu til þess að finna þau tæki, sem að bestum not- um mættu koma til endurnýjunar á tilraunastofunni. Þar sannaðist sem oft áður sá mikli dugnaður og ósér- hlífni sem hann bjó yfir. Árið 1978 giftist Ásgeir Sigur- björgu Pálsdóttur, en leiðir þeirra höfðu legið saman í Menntaskólan- um í Reykjavík. Með Sigurbjörgu á Ásgeir tvær einstakar dætur, þær Ragnhildi Lilju og Gunnhildi. Þó að Ásgeir væri maður margra sigra fór ekki á milli mála að engu var hann stoltari af en þessum tveimur dætr- um sínum. Þrátt fyrir að leiðir Ás- geirs og Sigurbjargar hafi skilið var ætíð gagnkvæm virðing þeirra í milli og velferð dætranna þeim efst í huga. Ásgeir eignaðst lítinn sólargeisla, þriðju dótturina, fyrir einu og hálfu ári, sem hann kallaði ávallt „sponsið sitt“ og var öllum ljóst að hún veitti honum mikla gleði. Aðdáunarvert var hversu mikið hann lagði á sig til þess að geta verið sem mest með henni, enda ljómuðu augu hennar þegar pabbi var nálægur. Ásgeir var þeirrar gerðar að ef hann fékk áhuga á einhverju fang- aði það hug hans allan. Hann kynnti sér allt sem hægt var að finna um það málefni og náði þeirri færni sem einungis þeir bestu höfðu. Ung- ur byrjaði hann að læra á píanó hjá Ásgeiri Beinteinssyni föðurbróður sínum og náði fljótt svo góðum tök- um á hljóðfærinu að hann hefði átt mikinn frama vísan hefði hann lagt píanóleik fyrir sig af fullri alvöru. Þá fékk hann snemma mikinn áhuga á ljósmyndun og hafði æ síð- an á takteinum nýjustu upplýsingar um allt sem að því laut auk þess að skilja eftir sig einstakt safn ljós- mynda af sinni nánustu fjölskyldu. Á námsárum sínum í Bandaríkjun- um stundaði hann skotveiðar í frí- stundum, sem hann síðan sinnti af enn meiri elju og áhuga eftir að heim var komið. Nú síðustu árin tók laxveiðin við og þá var ekki hætt fyrr en búið var að ná fullum tökum á þeirri íþrótt, enda var hann orðinn afar eftirsóttur af erlendum stang- veiðimönnum sem leiðsögumaður í okkar bestu ám. Ásgeir var sterkur persónuleiki. Í góðra vina hópi var hann einstakur sögumaður þar sem naut sín leiftr- andi greind hans með glettnum og hnittnum tilsvörum samfara smit- andi hlátri, sem bæði konur og karl- ar hrifust af. Þá var Ásgeir einstakt glæsimenni, hár vexti, grannur og fríður sýnum. Hann var vel ritfær og greip oft til pennans þegar hon- um lá eitthvað á hjarta. En Ásgeir var meira en þetta; hann var vinur í raun, einlægur, hlýr, bóngóður og barngóður, sem lagði sig fram um að styðja þá og styrkja sem nánir honum voru. Segja má að Ásgeir hafi átt það sammerkt með mörgum góðum son- um þessa lands að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvuleiki. Undir niðri bjó ávallt með Ásgeiri depurð, sem varð sífellt meira áberandi í fari hans. Síðustu tvö árin má segja að þunglyndi hafi smám saman tek- ið yfir þann glaðværa mann sem við viljum minnast og leitt á þann stað sem hann hvílir nú í friði. Pétur B. Magnússon. Draumanna höfgi dvín, dagur í austri skín, vekur mig, lífi vefur mjúka mildings höndin þín. Kærleikurinn byrjaði með brosi, óx með vináttu og endaði með tár- um. Ég hafði aðeins dvalið í þessari undarlegu veröld rétt tæpt eitt ár þegar minn gáfaði, glæsilegi, besti vinur fæddist. Við böbluðum saman og kjöguðum hönd í hönd fyrstu skrefin út í lífið, ómeðvituð um vef- inn sem örlaganornirnar höfðu spunnið okkur til handa. Á meðan undu mæður okkar sér á þann hátt sem bestu vinkonum er eiginlegt. Bernskuárin liðu ljúf og góð. Ás- geir var ári á undan í skóla þannig að við fylgdumst að, ekki í sama skóla þó. Ásgeir varð sérfræðingur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt af mörgu sem hann kenndi mér og við dunduðum okkur við löngum stundum var að safna frímerkjum. Auðvitað átti hann fá- gæt frímerki sem hann meðhöndlaði af mikilli fagmennsku eins og allt fyrr og síðar. Við spjölluðum enda- laust, fórum á skíði og á skauta á Tjörninni. Jól, áramót og afmæli liðu ekki hjá án þess að fjölskyldur okkar fögnuðu saman. Bernskuheimili Ásgeirs var eitt af þessum heimilium sem maður fær aðeins að upplifa ef maður er heppinn. Náttúrulegur afburða glæsileiki einkenndi foreldra hans og heimili og er í minningunni líkast því að alltaf hafi þar verið hátíð og veisla. Móðir hans, Sigrún Hann- esdóttir heitin, alltaf kölluð Systa, var drottning í huga lítillar stúlku. Sumt fólk gerir veröldina sérstaka, aðeins með því að vera til. Dagleiðin erfið er, óvíst hvert stefna ber, leiðir mig, langa vegu mjúka mildings höndin þín. Ásgeir var rétt um fermingarald- ur þegar hann og yngri systkini hans upplifðu þann missi sem er allra verstur fyrir börn og unglinga, þegar faðir hans, Bjarni Beinteins- son, lést um aldur fram. Það að missa foreldri, sem maður dáir og tignar, á svo viðkvæmu aldurs- skeiði, getur sett mark sitt á fólk þannig að það verði aldrei samt. Í þá daga var enga hjálp að fá við sorgarúrvinnslu og ekki tíðkaðist að ræða mikið við börn eða útskýra fyrir þeim lögmál lífs og dauða. Í dag hefur þetta talsvert breyst til batnaðar og nú þykir sjálfsagt að börn og unglingar taki þátt í öllu því sem fylgir dauðsfalli. Ekki löngu áður en faðir Ásgeirs lést, greindist móðir hans með illvígan sjúkdóm og einkenndi sú reynsla og baráttan við hann öll hans unglingsár. Hún lést síðar af völdum sjúkdómsins. Allt of snemma setti almættið á herðar hans mikla sorg og mikla ábyrgð sem elsta barn. Við héldum áfram að vera vinir. Samtölin urðu sífellt lengri og dýpri og mikill trúnaður ríkti. Við gátum talað um flest, nema kannski sorg- ina sem var djúpt í hjarta hans og hann kærði sig aldrei um að ræða fyrr en nú á allra síðustu mánuðum lífs síns. Ásgeir fór létt í gegnum allt sem heitir nám vegna sinna einstöku námshæfileika. Það sama er að segja um systkini hans. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar í háskólum bæði hér og erlendis. Hann varð seinna frábær og afkastamikill vísindamað- ur. Ungur lærði hann að leika á píanó af Ásgeiri Beinteinssyni föð- urbróður sínum og vakti alla tíð undrun og aðdáun þeirra sem á hlýddu. Ég var alltaf heilluð af píanóleik hans og er ekki enn farin að skilja að ég muni aldrei njóta hans aftur. Hann hefði án efa náð langt í tónlist ef hugur hans hefði valið þá braut. Leiðir okkar skildu í nokkuð mörg ár, þegar Ásgeir eign- aðist sína góðu konu og börn og flutti til Ameríku til að mennta sig frekar í efnafræði. Að námi loknu fluttist hann heim. Við tókum upp þráðinn og héldum áfram að vera trúnaðarvinir á full- orðinsárunum. Við tókum okkur sérstakan tíma alla tíð til að tala saman löngum stundum tvö ein. Okkur voru hugleikin hugtök eins og ást, hamingja, sambönd, sál, líf, tilgangur, dauði, vinir, börnin okkar og fátt létum við okkur óviðkom- andi. Það margsannaðist að enginn var jafn mikill vinur og stuðnings- maður þegar á reyndi. Ásgeir átti einkar auðvelt með að tjá tilfinn- ingar sínar og var m.a. þess vegna svo dýrmætur vinur. Ásgeir var mjög flinkur veiðimað- ur hvort sem um var að ræða lax- veiði eða skotveiði. Eitt sinn fékk ég að fljóta með í einn túrinn í Norð- urá í Borgarfirði. Veiðin var mjög treg í ánni en einmitt þá sá ég með eigin augum hvers vegna hann var talinn frábær veiðimaður og eftir- sóttur leiðsögumaður í laxveiði. Einbeittur á svip stikaði hann sín- um risastóru skrefum upp eftir ánni. Það var eins og hann væri með laxaradar í höfðinu því allt í einu nam hann staðar við einhverja flúðina, kastaði og veiddi laxinn sem hann einhvernvegin vissi að var þarna. Hann fékk flesta þann dag- inn. Ásgeir var mjög óvenjulegur maður og það var ekki alltaf auðvelt að vera vinur hans. Hann var gáf- aðastur allra og hafði afburða hæfi- leika á mörgum sviðum, auk þess sem hann var þannig glæsimenni að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Ég var alltaf stolt af því að vera í hans fylgd. Engan þekki ég sem er jafn laus við hroka, snobb og sjálfshól. Eftir andlát hans hef ég heyrt ýmislegt um afrek hans sem hann sagði aldrei frá sjálfur. Það að tala við Ásgeir var mér al- veg sérstök ánægja og mikil ögrun oft á tíðum. Sá missir verður aldrei að eilífu bættur. Það mátti segja allt. Oft hugsaði hann svörin svo gaumgæfilega áður en hann svaraði að það reyndi verulega á þolinmæð- ina. Ég beið þó alltaf með eftir- væntingu eftir hverri setningu því þær voru allar innihaldsríkar, komu manni til að hugsa öðruvísi, hneykslast óskaplega eða hlæja og gleðjast innilega. Enginn hefur sagt mér sannleik- ann eins og Ásgeir, enginn hefur tjáð mér djúpa, gamla, innilega væntumþykju eins og hann og eng- inn hefur verið einlægari með álit sitt á hlutunum, en aðeins þegar beðið var um það. Þessum manni gat ég treyst. Sest ég við sólarlag, sátt er við liðinn dag svæfir mig, svefni værum mjúka mildings höndin þín. (Eygló Eyjólfsdóttir.) Þegar ég stóð frammi fyrir þess- um hávaxna, glæsilega manni og nærvera hans fyllti húsið mitt, leið mér alltaf vel. Besti vinur manns er eins og fjögurra laufa smári, erfitt að finna hann og maður er heppinn að hafa gert það. Jafnvel á þessum síðari árum þegar greinilegt var að andleg heilsa fór að breytast til hins verra, þá naut ég vináttu hans, kímnigáfu, greindar og sérstæðs persónuleika. Ég er hálfum metra minni en hann og leið þannig og gott betur þegar ég stóð frammi fyrir þjáningu sálarinnar sem var svo ógnar miklu stærri og sterkari en ég. Ég gat ekki hjálpað honum frekar en ég get stækkað. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hvernig lífið og örlögin léku besta vin minn. Hann átti sér vonir og drauma og ég vonaði fram til hinstu stundar að þær rættust. Vonin er sterk og nú vona ég heitt og innilega að sál hans hvíli í friði í betri heimi og að hann fái annað tækifæri til að láta drauma sína rætast, þegar honum fer að líða betur. Það var ekki möguleiki hér. Flest fólk gengur inn og út úr lífi manns, en aðeins vinir skilja eftir fótspor sín í hjartanu. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þennan merki- lega mann að vini. Ég bið Guð að blessa dætur hans þrjár, Ragnhildi Lilju, Gunnhildi og „litla sponsið“ hans, hana Sögu litlu, og alla aðra nána aðstandendur sem glíma nú við mikla sorg og margar spurn- ingar sem aldrei verður fullkomlega svarað. Hrund Helgadóttir. Kæri vinur. Það er sárt að leiðir skuli skilja núna, svona fljótt, og svona stuttu eftir að ég flyt aftur heim til Íslands. Ég hafði einmitt hlakkað sérstaklega til þess að vinna með þér við Háskóla Íslands, njóta greindar þinnar og kímnigáfu í meira mæli en ég hefi getað þau 20 ár sem langar fjarlægðir hafa skilið okkur að. Þú hafðir verið manna ötulastur við að hvetja mig til að flytja heim aftur og það er eitt af mörgu sem ég er þér þakklátur fyrir. Á námsárunum við HÍ, þar sem við kynntumst, var það sérstakt hvað þú hafðir lítið fyrir náminu. Minningarnar frá þeim stundum þegar við vorum að lesa saman og vinna að verkefnum saman eru ein- hverjar þær bestu sem ég á frá þessum tíma, svo og kvöldin þar sem námið var ekki aðalatriðið. Þú hafðir líka brennandi áhuga á svo mörgu sem þú gafst þér tíma til að kynna þér. Ég kalla mig sælan að við náðum að halda vinskap okkar og styrkja hann eftir að við fluttum til Banda- ríkjanna í framhaldsnám þrátt fyrir það að langar fjarlægðir skildu okk- ur að. Ég held ég hafi aldrei talað jafn lengi í símann við nokkurn mann. Sem betur fer náðum við að hittast oftar eftir að þú laukst námi og fluttir heim til Íslands, þótt ég yrði eftir í Bandaríkjunum. Það var oft mitt fyrsta verk að hafa sam- band við þig þegar ég kom í heim- sókn til Íslands og ég er feginn að þú náðir að koma og heimsækja mig nokkrum sinnum þegar þú varst í ferðalögum þínum sem oftast voru tengd rannsóknastarfinu eða vís- indalegum ráðstefnum. Þá var gam- an að sjá hversu miklum árangri þú náðir á öllum þeim sviðum sem áhugi þinn beindist að, þar á meðal vísindastarfinu, tónlistinni og veið- unum. Ég man sérstaklega eftir þeim tímum þar sem ég heyrði þig spila á píanóið, stundum á skemmti- stöðum, og þeim skiptum sem við náðum að renna fyrir lax saman. Þú náðir góðum árangri í rann- sóknum þínum, eins og fjöldi vís- indalegra greina í virtum tímaritum vitnar um. Þótt rannsóknasvið þitt hafi verið ólíkt mínu þá hitti ég allt- af við og við fólk í Bandaríkjunum sem vann á þínu sviði og það var alltaf gaman þegar ég varð var við það að nafn þitt var þekkt og störf þínmikils metin. Hér á Íslandi hefi ég líka oft hitt fyrrverandi nem- endur þína og það er greinilegt að þú varst vinsæll og góður kennari. Ég er hræddur um að það verði erf- itt að finna aðra manneskju sem getur tekið að sér þá sérhæfðu og krefjandi kennslu í efnagreininga- tækni sem þú hefur sinnt undanfar- in ár svo og umsjón með efnagrein- ingastofunni sem þú endurbyggðir upp úr brunarústum. Hér tókst þér með útsjónarsemi og hörkuvinnu að byggja upp kennsluaðstöðu sem er betri en það sem ég hefi séð við bestu háskóla erlendis. Þetta var óhemjuvinna sem bættist ofan á meira en fulla kennslu hjá þér. Sumar skáldsögur eru skrifaðar þannig að lokakaflinn virðist ekki vera í miklu samræmi við það sem á undan er gengið. Lesandinn er skil- inn eftir með spurningar frekar en svör, spurningar sem engin svör fást við. Það virðast hafa verið margir þættir sem gerðu þér lífið erfitt síðustu árin, margt sem lagð- ist á eitt til að gera þér veikindi þín óbærileg að lokum. Þegar ég hugsa aftur til þeirra fáu skipta sem við náðum að spjalla saman á síðasta ári og þegar ég les aftur í gegnum tölvuskeytin sem ég fékk frá þér er það sérstaklega eitt sem stendur upp úr: það hvað dæt- ur þínar voru þér mikils virði. Ég sendi þeim og öðrum aðstandendum þínum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hannes Jónsson. Vinur minn, Ásgeir Bjarnason, er fallinn frá með sviplegum hætti. Þar með er genginn afburðamaður á fjölmörgum sviðum, gáfumaður og gleðimaður en jafnframt breyskur maður sem stundum átti í basli með að höndla hamingjuna. Leiðir okkar lágu saman haustið 1969 er við settumst á fyrsta bekk í Hagaskóla. Ásgeir var ári á undan jafnöldrum sínum í skóla enda mikl- um námshæfileikum gæddur en jafnframt var hann glanni og grall- ÁSGEIR BJARNASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.