Morgunblaðið - 06.05.2001, Page 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 37
ari. Hófst brátt með okkur mikill
vinskapur sem fólst í alls konar
bralli og fikti að ungra manna hætti
og langtímasnakki í símann þess á
milli. Ég held mér sé óhætt að
ljóstra því upp núna, 30 árum síðar,
að við náðum töluverðri leikni í að
svindla okkur inn í kvikmyndahús á
heimatilbúnum bíómiðum. Þetta
þótti okkur ævintýraleg og spenn-
andi iðja.
Svo tóku við menntaskólaárin og
ný áhugamál. Bíóferðir unglingsár-
anna breyttust í glaum og gleði tví-
tugsaldursins með tilheyrandi
brennivíni, galskab og vitleysu. Í
háskólanum lagði Ásgeir fyrir sig
efnafræði en gaf sér jafnan tíma til
að sinna félagsstörfum með vinum
sínum um helgar og fóru slíkir
fundir iðulega fram heima hjá þeim
Sibbu áður en haldið var á öld-
urhús. Síðan hélt Ásgeir til fram-
haldsnáms í Bandaríkjunum og var
þar ásamt fjölskyldu sinni um
margra ára skeið þar til hann var
búinn að landa doktorsnafnbótinni.
Dvaldist ég eitt sinn um vikutíma
við mikla gestrisni hjá þeim hjónum
og kynntist jafnframt ýmsum siðum
og háttum íslenskra stúdenta í
Madison í Wisconsin á þeim árum.
Eftir að heim kom skildi leiðir
Ásgeirs og Sibbu og kom þá meira
los á vin minn en verið hafði. Hann
steypti sér út í vinnuna og áhuga-
málin, leitaði að lífshamingjunni,
var fjörmikill og glaður löngum en
hin síðari ár dapur og leiður á köfl-
um.
Þráðurinn milli okkar tveggja
slitnaði aldrei. Við hittumst alltaf
annað slagið eða kjöftuðum í sím-
ann að fornum hætti, skiptumst á
skoðunum, fræddum hvor annan um
hvað á dagana hefði drifið eða hvað
við hefðum lesið nýjast, ræddum
um dægurmálin, stjórnmálin,
heimsmálin, allt það sem vinir þurfa
um að spjalla.
Ásgeir var mikill gleðinnar mað-
ur, ærslafenginn og orðheppinn,
hrókur alls fagnaðar þegar sá gáll-
inn var á honum. Gáski hans kom
stundum fram í að slá fram alls
konar fullyrðingum sem espuðu
óvana til snarpra viðbragða, þá
glotti hann við tönn og hafði gaman
af. Í fárra vina hópi gat hann verið
ákaflega einlægur og opinskár, tal-
að hreinskilnislega um einkamál sín
og tilfinningar, játað yfirsjónir sínar
og mistök ef því var að skipta. Í
honum bjó stórfengleg tónlistar-
gáfa, ef hann hefði lagt píanóleik
fyrir sig fullyrði ég að hann hefði
náð verulega langt. Hann var ákaf-
lega vel að sér á ýmsum sviðum
mannlífs og fræða, las jafnan mikið
og jók þannig á almenna þekkingu
sína. Þannig tók hann sig til einn
veturinn og las megnið af Íslend-
ingasögunum sér til yndis og
ánægju enda hafði hann ýmislegt úr
fornritunum og öðrum bókmenntum
á hraðbergi. Hann sagði oft stór-
skemmtilega frá, hafði gaman af ís-
lensku máli, sat raunar í orðanefnd
efnafræðinga um skeið.
Hinu er ekki að neita að Ásgeir
hafði sína galla. Hann átti til að tala
og hegða sér af tillitsleysi og ónær-
gætni við annað fólk. Það var eins
og hann hefði ekki alltaf þann hemil
á sér sem flestir hafa til að eiga far-
sæl og áfallalítil samskipti við aðra.
Honum hætti til að sleppa beislinu
af einhverju hamsleysi sem margir
túlkuðu sem siðleysi, rugl. Þeir sem
aldrei kynntust annarri hlið á hon-
um en þessari þekktu ekki hvílíkum
mannkostum hann var búinn. Mér
var Ásgeir trölltryggur vinur. Við
fundum sennilega hvor í öðrum ein-
hvern samhljóm, gagnkvæma virð-
ingu, traust. Nú er samverustund-
um okkar lokið. Við förum ekki
framar á fjöll í rjúpnaveiði né sitj-
um saman inni í stofu að hlusta á
góða tónlist og spjalla. Ég sakna
vinar í stað.
Dætrum Ásgeirs, systkinum og
öðrum ættingjum votta ég samúð
mína.
Ragnar Hauksson. Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Þorbjörg Möller
fæddist í Reykjavík 21.
nóvember 1947. Hún
andaðist á Landspítal-
anum 2. apríl síðastlið-
inn.
Hvert er réttlætið í
heimi þessum? Þessi spurning vakn-
aði þegar ég frétti um andlát Þor-
bjargar, eða Tobbu, eins og hún var
kölluð. Hvers vegna stöndum við
vanmáttug gagnvart þeim bölvaldi
sem krabbameinið er, nú í upphafi
21. aldar, þegar framfarir eru á öll-
um sviðum og læknavísindin aldrei
verið fullkomnari.
Samt erum við ráðþrota gagnvart
þessum illvíga sjúkdómi. Það er sárt
að þurfa að kveðja góða vinkonu sem
er hrifin á brott í blóma lífsins.
Ég kynntist Tobbu þegar ég bjó á
svipuðum slóðum í Afríku fyrir um
25 árum og var ég tíður gestur á
glæsilegu heimili hennar og Magn-
úsar í úthverfi Salisbury í Rhodesiu,
sem þá hét. Starfs míns vegna var ég
yfirleitt á þvælingi vítt og breitt um
landið, en hélt alltaf tengslum við
ÞORBJÖRG
MÖLLER
✝ Þorbjörg Möllerfæddist í Reykja-
vík 21. nóvember
1947. Hún lést á
Landspítalanum 2.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 10. apríl.
þau hjónin. Alltaf þeg-
ar á móti blés átti
Tobba bjart bros
handa mér og oft var
heimili þeirra hjóna
eini fasti punkturinn
sem ég gat treyst á
þegar blés á móti. Það
var mér mikil gleði að
geta svo endurnýjað
kynni okkar eftir að við
vorum öll komin til Ís-
lands upp úr 1980.
Tobba breyttist aldrei
þau ár sem ég þekkti
hana. Alltaf brosandi,
glæsileg og jákvæð.
Frá henni stafaði alltaf einhver óút-
skýranleg hlýja sem gat ekki annað
en haft góð áhrif á alla sem hana
þekktu. Þess vegna er fráfall hennar
þungbærara en einhver fátækleg
orð geta tjáð, og við sem þurfum að
takast á við missinn og sorgina sitj-
um eftir í heimi sem er aðeins kald-
ari fyrir bragðið.
Þakka þér fyrir allar minningarn-
ar, Tobba mín, öll brosin og vinátt-
una sem þú sýndir mér í gegnum ár-
in.
Maggi minn, Sonja, Helga og fjöl-
skyldur, Guð styrki ykkur í sorginni,
hugur minn er hjá ykkur.
Blessuð sé minning Þorbjargar
Möller, konunnar með bjarta brosið,
kátu augun og hlýjuna. Þannig
minningu ætla ég að geyma.
Haraldur Páll Sigurðsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ömmubróðir okkar, Hjalti Páll
Þorsteinsson, hefur kvatt þessa jarð-
vist, hægt og hljótt, en það var ein-
mitt sá máti sem Hjalti frændi hafði
á hlutunum meðan hans naut við.
Honum lá ekki hátt rómur, né átti
hann það til að ýkja áherslur sínar
með handapati. Hann leið hægt yfir
sviðið og sagði fátt, en þegar hann
kaus að tala þá var á hann hlustað.
Hann var barn síns tíma, hluti þeirr-
ar aldamótakynslóðar sem fært hef-
ur okkur þann þjóðarauð, sem við
búum við í dag, á silfurfati, af stakri
fórnfýsi og ósérhlífni. Fólk sem skil-
aði ekki þeim heimi sem það tók við í
betra ástandi með umkvörtunum,
heldur með vinnuhörku og gjafmildi.
HJALTI PÁLL
ÞORSTEINSSON
✝ Hjalti Páll Þor-steinsson fæddist
að Tröð í Álftafirði 8.
júní 1912. Hann lést í
Landspítalanum
Hringbraut miðviku-
daginn 18. apríl síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 26. apríl.
Hjalti og Billa voru
virkir þátttakendur í
þroskasögu okkar
systkinanna. Fastar
stjörnur á okkar tak-
markaða himni, sem
miðluðu þekkingu sinni
og hlýju til okkar á
þann hátt sem fólk lær-
ir fyrst að meta þegar
það sjálft hefur slitið
barnsskónum og tekur
að átta sig á því hvað
það virkilega er sem
veitir lífinu gildi. Að
yrkja frændgarð sinn á
þann hátt sem Hjalti og
Billa gerðu er því miður hverfandi
list, en eftir situr þakklætið í huga
okkar og hjarta fyrir þær stundir
sem þau gáfu okkur.
Að kveðja Hjalta frænda okkar
með þeirri virðingu sem hann á skilið
gerist ekki með orðaflaumi. Um
söknuð og missi vissi hann meira en
við. Um lífið og nú dauðann líka. Af
sömu lotningu og sama þakklæti sem
við kveðjum elskulegan frænda okk-
ar, erum við sannfærð um að fjöldi
ástvina tekur á móti honum á bjart-
ari, hlýrri og mýkri stað en þeim er
við þekkjum.
Elsku Óli, Steini og fjölskyldur,
megi minningin um stakt ljúfmenni
sefa sárustu sorgina.
Helga, Björg, Barði og Guðrún
Margrét Valdimarsbörn.
!"
#$%&'%
( )#*#+,% +- , + . /0#*
**# )#*#+,% *
1*0 )#*#+,% * ( 2-+- ,
3*3* 3*3*3*.
!!"
! " # $
! "
#$
%%&
!" #
$ $% &
!
"
!" #"$
!"
!
""!
# %&'(%)*+
,% '- .%/*+
%&'(%) &', , 0 / , *+
,%, %&'(%)*+
(%) + &', , 0 . +% 1%,*+
&'-
(%),0#
!
"# $# % % # !"#$ %" $$% &$ '$ % ()!!
%*$ &$()!! &
+,! ) &$()!!
&$ !"#$ '$ $ -%
. + '%/
-00() .% !"#$ '$
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.