Morgunblaðið - 06.05.2001, Page 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 43
BORGIR
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
F A S T E I G N A S A L A
HRÍSRIMI 7 - JARÐHÆÐ
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 14-16
Falleg og snyrtileg 93,1 fm 3ja herbergja
íbúð á jarðhæð með stæði í bílageymslu í
fallegu fjölbýlishúsi. Rúmgott anddyri
með máluðum viðarþiljum á veggjum,
náttúruskífur á gólfi. Eldhús með góðri
innréttingu. Stofa og borðstofa með
góðum gluggum, útgengi út á hellulagða
verönd (sandkassi). Baðherbergi með
tengi fyrir þvottavél. Rúmgóð svefnherbergi. Gerfihnattadiskur.
Ólafur og Linda (á bjöllu) taka vel á móti gestum.
LJÓSHEIMAR 12
TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 13-18
Íbúðin er 95 fm á fyrstu hæð með
sérinngangi frá svölum og skiptist í stofu
og borðstofu, tvö svefnherbergi og
þvottahús er í íbúðinni sjálfri o.fl.
Verð 11,7 millj. góð lán áhvílandi.
Bjalla merkt Sigurði og Sollu.
! " #$% & '$(
!
!"# $
%"
!
Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17
Básbryggja 15 - „PENTHOUSE“-íbúð
Suðurlandsbraut 20,
sími 533 6050,
www.hofdi.is
Í dag milli kl. 14 og 17 gefst
ykkur tækifæri á að skoða
glæsilega nánast fullbúna 150
fm 4-5 herb. endaíbúð á 3.
hæð + ris í Básbryggju nr. 15
í Bryggjuhverfinu sem nýtur
nú sívaxandi vinsælda. Stór-
ar svalir til suðvesturs með
útsýni yfir glæsilegan lysti-
garð og víðar. Parket og flís-
ar á gólfum. Verð 17,9 millj.
Sjón er sögu ríkari! Theódór
mun taka vel á móti ykkur.
MUNURINN á hæsta og lægsta
verði símafyrirtækjanna þriggja,
þ.e. Landssímans, Tals og Íslands-
síma, nemur 2 krónum þegar kem-
ur að mínútuverði dagtaxta milli
tveggja GSM-síma innan sama fyr-
irtækis í almennri GSM-áskrift.
Tal er með ódýrasta mínútuverðið
en þar kostar mínútugjaldið á
þessum þjónustulið 10 krónur. Hjá
Símanum GSM kostar mínútu-
gjaldið 11 krónur og hjá Íslands-
síma 12 krónur. Á kvöldin lækkar
Íslandssími mínútugjaldið sem
nemur 2 krónum, þ.e. úr 12 krón-
um í 10 krónur, og þar með eru Tal
og Íslandssími með lægsta verðið á
kvöldin.
„Mínútuverð á símtali úr GSM-
síma í almennri áskrift í annan
GSM síma hjá Landssímanum
(Síminn GSM) er eins og segir í
auglýsingunni 11 krónur á mínútu,
sama hvenær hringt er,“ segir
Guðjón Jónsson, forstöðumaður
einstaklingslausna Landssímans.
„Vert er þó að taka fram að með
því að skrá sig í PAR-áskrift geta
tveir GSM-símar í áskrift talað á
krónur 5,50 á mínútuna sín á milli.
Með afsláttarpakkanum Vinir og
vandamenn í GSM fæst nú 10% af-
sláttur af öllum símtölum í þau 3
númer sem oftast er hringt í innan
hvers mánaðar sem lækkar mín-
útuverð þeirra símtala niður í 9,90
kr,“ segir Guðjón.
Liv Bergþórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Tals,
segir öll símtöl á milli tveggja Tal
GSM síma kosta 10 krónur á mín-
útuna allan sólarhringinn. „Tal
leggur áherslu á einfaldleika í sinni
verðlagninu, 10 krónur Tal í Tal er
eitthvað sem viðskiptavinir okkar
eiga auðvelt með að muna og
kunna sömuleiðis að meta,“ segir
Liv.
Aðspurður hvað sambærileg
þjónusta kostar hjá Íslandssíma,
þ.e. mínútuverð milli tveggja GSM-
síma hjá fyrirtækinu í almennri
GSM-áskrift, segir Pétur Péturs-
son, upplýsinga- og kynningastjóri
Íslandssíma, að mínútugjaldið sé
12 krónur á daginn, þ.e. frá klukk-
an 07 til 19 og 10 krónur á kvöldin,
þ.e. frá klukkan 19 til 07.
Í umræddri auglýsingu Símans
GSM kemur jafnframt fram að
mínútuverð á dagtaxta lækkar um
25% í Frelsi, þ.e. fyrirframgreiddri
símaþjónustu. „Mínútuverð í Frelsi
lækkar úr 20 krónum á daginn inn-
an kerfis niður í 15 krónur. Kvöld-,
nætur- og helgartaxti helst
óbreyttur, þ.e. 15 krónur á kvöldin
og 11 krónur á næturnar og um
helgar,“ segir Guðjón.
„Tal býður ódýrustu fyrirfram-
greiddu farsímaþjónustuna á Ís-
landi undir heitinu Talfrelsi,“ segir
Liv. Mínútuverð allan sólarhring-
inn hjá Tali er 10 krónur, þ.e. 5
krónum ódýrara en mínútugjald
dagtaxta Landssímans.
Hjá Íslandssíma er mínútugjald
á fyrirframgreiddri símaþjónustu,
sem nefnist Rautt, milli tveggja
GSM-síma hjá fyrirtækinu 12
krónur á daginn, þ.e. frá 07 til 19
og 10 krónur á kvöldin, þ.e. frá 19
til 07. „Þetta verð á við hvort sem
er á dreifikerfi Íslandssíma eða í
reikiþjónustu,“ segir Pétur.
Landssíminn notar eingöngu
eigið dreifikerfi um land allt
Miðað við áðurnefnda þjónustu-
liði hve stór er þá hluti af öllum
GSM-símtölum fyrirtækjanna inn-
an kerfis?
„Ef litið er á heildarumferð sím-
tala úr GSM-símum Símans GSM í
aðra GSM-síma er hlutfall símtala
innan okkar GSM-kerfis yfir 70%
enda eru um 70% af öllum GSM-
númerum í landinu hjá Símanum
GSM eða 138 þúsund GSM-núm-
er,“ segir Guðjón. Ekki fékkst upp-
gefið hluti Tals og sagði Liv í því
samhengi því miður ekki vera
hægt að veita tölfræðilegar upplýs-
ingar úr símkerfinu, slíkar upplýs-
ingar séu trúnaðarmál.
„Samkvæmt útskrift úr símstöð
eru 35 til 40% símtala úr GSM-
síma hjá Íslandssíma innan kerfis,“
segir Pétur.
Í áður umtalaðri auglýsingu
kemur jafnframt fram að Síminn
GSM sé eina fjarskiptafyrirtækið
sem bjóði sama lága verðið innan
GSM-kerfis um land allt. Guðjón
segir því til staðfestingar að Sím-
inn GSM sé eina fjarskiptafyrir-
tækið sem á, rekur og notar ein-
göngu eigið dreifikerfi um land allt
og bjóði því viðskiptavinum sínum
sömu kjör án tillits til staðsetn-
ingar. „Hin tvö farsímafyrirtækin
leigja sér afnotarétt af hluta af
dreifikerfi Símans GSM, þ.e. gerð-
ur er samningur um innanlands-
reiki og kjósa hin farsímafyrirtæk-
in að gjaldfæra sína viðskiptavini
með hærra mínútuverði fyrir þá
þjónustu. Mínútuverð Tals og Ís-
landssíma innan dreifikerfis þeirra
gildir því ekki þegar viðskiptavinir
þeirra reika utan dreifikerfis Tals
og Íslandssíma heldur gjaldfæra
þeir þau símtöl eins og þegar
hringt er út fyrir þeirra kerfi,“
segir Guðjón.
Reikisamningur við
Landssímann
Aðspurð segir Liv að þjónustu-
svæði Tals nái til um 98% lands-
manna, þar af er um 90% svæð-
isins með eigin sendum fyrir-
tækisins og á öllu því svæði gildi
10 krónur á mínútu. „Á dreifðum
svæðum umfram það hefur Tal
gert reikisamning við Landssím-
ann. Þjónustugjöld Landssímans
hafa hingað til verið það há á reiki-
svæðum að viðskiptavinir Tals hafa
ekki getað notið þessara sömu
kjara á þeim svæðum. Þessi þjón-
ustugjöld Landssímans eru nú
væntanlega í endurskoðun,“ segir
Liv.
Samkvæmt útskrift úr símstöð
Íslandssíma fer að sögn Péturs
95% notkunar viðskiptavina fyrir-
tækisins hérlendis fram á kerfi Ís-
landssíma á meðan 5% fer fram í
reiki. „Þetta þýðir að 95% notk-
unar viðskiptavina okkar er á dag-
taxta og kvöldtaxta fyrirtækisins.
Þar með er ekki öll sagan sögð því
um 60 til 70% viðskiptavina er í
áskrift með 12 mánaða binditíma
og hringir því á verði frá 5,50 til
10,50 innan kerfis Íslandssíma. 5%
notkunarinnar sem er í reiki kost-
ar 17 krónur á daginn og 14,60 á
kvöldin,“ segir Pétur.
Pétur segir jafnframt að í
verðskrá Íslandssíma sé tekið tillit
til fjölbreytilegri notkunar en hér
er könnuð. „Til dæmis býður fyr-
irtækið að jafnaði lægsta verðið
þegar hringt er úr GSM-síma í
fastlínu innan áskriftarhóps eða
fyrirtækis. Það kostar 8,50 krónur
á daginn, þ.e. milli klukkan 07 og
19, að hringja úr GSM í fastlínu
innan kerfis fyrir áskrifendur og
10,50 krónur á kvöldin, þ.e. frá 19
til 07, “ segir Pétur.
Verðsamanburður á þjónustu þriggja símafyrirtækja
Dagtaxtinn ódýr-
astur hjá Tali
Nýlega auglýsti Síminn
GSM 27% lækkun á
mínútuverði dagtaxta
milli tveggja GSM-síma
hjá Símanum GSM í al-
mennri GSM-áskrift.
Hrönn Indriðadóttir
komst að raun um að
þrátt fyrir lækkunina er
Tal með lægsta verðið.
!
"
#
$% & '
$( &
$% &)
$$ & '
$% & '
$( &
$% &)
$* &
$* &)
$$ & +'
HANDVERKSSÝNING verður í
Félagsþjónustu aldraðra í Hraunbæ
105 í dag, sunnudaginn 6. maí, og á
morgun, mánudag.
Á sýningunni eru margir fallegir
munir, segir í fréttatilkynningu.
Kór frá Mosfellsbæ kemur í dag
og syngur í kaffitímanum, undir
stjórn Páls Helgasonar. Kaffiveit-
ingar eru á staðnum.
Handverks-
sýning í
Hraunbæ
105
ATVINNA mbl.is