Morgunblaðið - 06.05.2001, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 53
DAGBÓK
70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 6. maí,
verður sjötugur Vilhjálmur
Sigtryggsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Reykjavík,
Lambastekk 3, Reykjavík.
Eiginkona hans er Herdís
Guðmundsdóttir. Þau verða
að heiman á afmælisdaginn.
70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 6. maí,
verður sjötug Þórhalla
Sveinsdóttir, verslunar-
maður, Fífuhvammi 15,
Kópavogi. Eiginmaður
hennar er Jón Kristinsson.
Hún dvelur í Prag á afmæl-
isdaginn.
50 ÁRA afmæli. Nk.mánudag 7. maí
verður fimmtug Jóhanna
Freyja Björnsdóttir. Hún
og eiginmaður hennar
Magnús S. Magnússon, taka
á móti ættingjum og vinum á
afmælisdaginn eftir kl. 7.30
(um morguninn) á heimili
sínu, Orrahólum 5.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 6. maí, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Esther Jóhannsdóttir og Skarphéð-
inn Guðmundsson, Sóleyjarhlíð 1, Hafnarfirði.
Í DV 24. apríl sl. mátti lesa
eftirfarandi fyrirsögn á
baksíðu blaðsins: Þre-
menningar stóðu að eld-
sprengjunni. Ég hnaut hér
um orðið þremenningar.
Ég skildi fyrirsögnin
svo í fyrstu, að hér hefði
verið um að ræða skyld-
menni í þriðja lið eins og
talað er um í ættfræði, sbr.
orð eins og fjórmenningar
um menn, sem skyldir eru
í fjórða lið. Þetta eru al-
þekkt skyldleikaorð. Við
nánari lestur kom í ljós, að
hér var um þrjá menn að
ræða, sem höfðu unnið
þetta verk og þurftu alls
ekki að vera skyldir.
Blaðamaður hefði því
eins getað sagt hér: Þrír
menn stóðu að eldsprengj-
unni í stað orðsins þre-
menningar og það þá eng-
um misskilningi getað
valdið.
Trúlega hefur þetta orð
þótt fara eitthvað betur í
fyrirsögninni. Við athugun
á OM (1983) kemur í ljós,
að ft. þremenningar getur
verið höfð um þriggja
manna hóp. Segja má, að
blaðamaðurinn sé hér því í
hróksvaldi með þessa notk-
un sína. Við athugun á no.
fjórmenningur í OM kemur
enn fremur fram, að það
getur táknað einn af fjór-
um félögum: þeir fjór-
menningarnir.
Þessum merkingum er
ég ekki vanur. Að sjálf-
sögðu er skyldleikamerk-
ing orðanna einnig tekin
fram í OM. Vissulega má
vel skilja orðin í þessu
sambandi. En þar sem ég
hygg, að menn noti þau
oftast í sambandi við
skyldleika, virðist óþarft
að nota þau almennt um
þrjá eða fjóra menn í hóp.
Í OM er no. fimmmenn-
ingur aftur á móti einungis
skýrt sem ættingi í fimmta
lið. Hér er þessum mis-
munandi merkingum
orðanna hreyft til um-
hugsunar fyrir lesendur
pistilsins.
- J.A.J.
ORÐABÓKIN
Þremenningur
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert mikill efasemdar-
maður og sérð stundum lít-
inn tilgang í lífinu og þarft
að breyta því viðhorfi.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Oft getur saklaus umræða
breyst í rifrildi. Reyndu að
forðast slíkt því að fæst orð
hafa minnsta ábyrgð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er skemmtilegt að eign-
ast nýja vini en vináttan get-
ur stundum breyst í martröð
ef ekki hefur verið búið vel
um hnútana í upphafi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Játningar náins vinar munu
ganga nærri þér en eina ráðið
er að taka sér tíma til þess að
hugsa málin í gegn og halda
síðan ótrauður áfram.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur gaman af því að
leika þér með börnum og full-
orðnum. Skemmtilegur leik-
ur er einmitt sú örvun sem þú
þarft til að fá hugmyndir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt hugur þinn standi til
annars verður þú að gefa vin-
um og vandamönnum meiri
tíma því annars áttu á hættu
að öll sambönd rofni og þú
standir uppi einn og vinalaus.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það hendir margan manninn
að kaupa hluti til þess að
ganga í augun á öðrum en
ekki af því að þörf sé fyrir þá.
Leggðu af þessa vitleysu og
notaðu fjármuni þína í annað.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einhver sem þú hefur treyst
veldur þér vonbrigðum.
Láttu þau samt ekki draga
þig niður því þú ertu þinnar
eigin gæfu smiður.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir að bregða örlítið út
af daglegum vanan þínum og
sjá hversu gefandi og hress-
andi það er þótt ekki sé um
neina stórvægilega hluti að
ræða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þér ói við þeim vandræð-
um sem framundan eru
skaltu ýta þeim hugsunum til
hliðar og ráðast ótrauður á
verkefnið. Þú hefur alla burði
til þess að leysa það vel.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gömul gáta er skyndilega
ráðin og það rennur upp fyrir
þér hvers þú hefur farið á
mis. Þú skalt samt ekkert
vorkenna þér heldur halda
ótrauður áfram.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ættir að ýta öllum vanda-
sömum samningaviðræðum
til hliðar í dag og leyfa sjálf-
um þér að blómstra stundar-
korn og síðan getur þú tekið
aftur til óspilltra málanna.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hlustaðu ekki á þá sem segja
þér að draumar þínir geti
ekki ræst. Það eru alltaf ein-
hverjir sem af öfund og ill-
girni vilja draga úr öðrum
kjarkinn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
Lífs er orðinn lekur knör,
líka ræðin fúin,
hásetanna farið fjör
og formaðurinn lúinn.
Því er bezt að vinda’ upp voð,
venda undan landi
og láta byrinn bera gnoð
beint að heljar sandi.
– – –
Páll Ólafsson.
UM MARGRA áratuga
skeið hefur opnun á tveimur
tíglum í merkingunni annar
hvor háliturinn og veik spil
notið mikilla vinsælda. Opn-
unin gengur undir nafninu
„Multi tveir tíglar“. Eins og
allar sagnvenjur er auðvelt
að tína til kosti og galla.Eitt
er óvissan um litinn. Það er
galli í þeim skilningi að
makker getur ekki hindrað
hratt með góðan stuðning á
móti. Á hinn bóginn er þessi
óvissa mótherjunum oft
skeinuhætt og einstaka
sinnum ruglast makker opn-
arans líka í ríminu. Setjum
okkur í spor norðurs:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ D982
♥ --
♦ Á
♣ KDG109632
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 tíglar *
Pass 5 lauf Dobl Pass
5 tíglar Pass 6 lauf Pass
6 tíglar Pass 6 hjörtu Pass
Pass ???
Makker vekur á Multi, sem
lofar sexlit í spaða eða
hjarta. Líklega á makker
hjarta, svo það er eðlilegt að
fara beint í fimm lauf eftir
pass næsta manns. En sagn-
ir eru rétt að byrja. Austur
doblar til að sýna góð spil og
vestur tekur út í fimm tígla.
Áfram krefur austur með
sex laufum, fær bara endur-
sögn í tígli frá vestri, en
breytir þá sjálfur í sex
hjörtu. Sú sögn kemur yfir
til norðurs. Hvað á hann að
segja?
Er hugsanlegt að makker
sé með spaða, þrátt fyrir
allt? Þegar spilið kom upp í
keppni í Hollandi taldi norð-
ur sér trú um að makker
hlyti að vera með spaðalit og
sagði sex spaða. Hann datt
ekki í lukkupottinn.
Norður
♠ D982
♥ --
♦ Á
♣ KDG109632
Vestur Austur
♠ 103 ♠ ÁKG76
♥ 82 ♥ ÁDG103
♦ KD1098754 ♦ --
♣ 4 ♣ Á87
Suður
♠ 54
♥ K97654
♦ G632
♣ 5
Suður breytti í sjö lauf, en
það kostaði NS 1100.
Var norður grunnhygginn
að melda sex spaða? Lík-
lega. Sagnir austurs bentu
til að hann ætti hálitina,
minnst 5-5 skiptingu, því ella
hefði hann sagt fimm eða
sex hjörtu strax við fimm
laufum eða fimm tíglum
makkers. Ef norður kemur
auga á þessa vísbendingu,
sér hann að suður getur ekki
verið með spaðalitinn, því þá
væru að minnsta kosti 15
spaðar í stokknum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Árnað heilla
Orlofsnefnd húsmæðra
í Hafnarfirði auglýsir
Konur athugið!
Rétt til þess að sækja um orlofsferð hefur
sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heim-
ili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.
Dvalið verður á Hótel Eddu að Laugum í Sælings-
dal dagana 19.-22. ágúst 2001. Farið verður út á
Látrabjarg. Siglt um Breiðafjarðareyjar og fleiri
áhugaverðir staðir skoðaðir.
Innritun og frekari upplýsingar veittar í
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í
Vonarhöfn, gengið inn frá Suðurgötu.
Laugardaginn 12. maí frá kl. 11-14
Þriðjudaginn 15. maí frá kl. 17-19
Orlofsnefnd
Áskorun hugljómunar
(Enlightenment Intensive)
í Bláfjöllum 17. til 20. maí
Áskorun hugljómunar er krefjandi en magnað
og hefur sl. 30 ár verið vendipunktur til auk-
innar meðvitundar fyrir þúsundir manna.
Nánari upplýsingar og skráning í símum
562 0037 og 869 9293.
Kynningarkvöld verður mánudaginn 14. maí kl. 20.00
í sal Lífssýnar, Bolholti 4, 3. hæð.
Leiðbeinandi:
Guðfinna Steinunn
Svavarsdóttir.
Fáðu sendan bækling.
Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ
Mánudaginn 30. apríl mættu 16
pör til leiks.
Úrslit urðu þessi:
NS-riðill
Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 110
Kristinn Pétursson – Jórunn Kristinsd. 90
Sjöfn Sigvaldad. – Guðmundur Ludvigss. 85
AV-riðill
Benedikt Franklíns. – Hjálmtýr Baldurs. 99
Páll Guðmundss. – Eiríkur Þorsteinss. 94
Jóhannes Jónsson – Dúfa Ólafsdóttir 89
Spilað verður næst mánudaginn 7.
maí en síðasta kvöld vetrarins verð-
ur mánudaginn 14. maí. Spila-
mennska hefst kl. 20.00 í Þöngla-
bakka 1, 3. hæð.
Allir velkomnir.
Sveit Roche sigraði í aðal-
sveitakeppni Bridsfélags
Reykjavíkur
sem lauk fyrir nokkru. Sveitin
hlaut 150 stig en sveit Helga Jó-
hannssonar varð í öðru sæti með 149
stig og sveit Skeljungs í því þriðja
með 143 stig, en þetta er annað árið í
röð sem sveitin vinnur þessa sterku
keppni. Sveitina skipa Haukur Inga-
son, Sigurður B. Þorsteinsson, Gylfi
Baldursson, Jón Steinar Gunnlaugs-
son, Jón Hjaltason og Steinberg
Ríkarðsson. Þeir eru allir þekktir
spilarar sem oft hafa náð góðum ár-
angri á Bridshátíð og í Íslands-
mótinu. Þeir félagar náðu ekki inn í
úrslitin í ár þrátt fyrir ágætt gengi í
undanúrslitunum að undanskildum
12 síðustu spilum mótsins þar sem
„örfáar rangar ákvarðanir“ voru
teknar.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Sveit Roche, sigursveitin í aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur
tvö ár í röð. Talið frá vinstri: Haukur Ingason, Jón Steinar Gunnlaugs-
son, Sigurður B. Þorsteinsson, Jón Hjaltason og Steinberg Ríkarðsson.
Fyrir framan þá situr Gylfi Baldursson
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Gullsmári
Beztum árangri í tvímenningi
eldri borgara að Gullsmára 13,
fimmtudaginn 3. maí, náðu:
NS
Sigurpáll Árnas. og Sig. Gunnlaugss. 136
Sig. Björnss. og Auðunn Bergsveinss. 135
Sigurj. H. Sigurjónss. og Björn Bjarnas. 134
AV
Fróði Pálsson og Þórarinn Árnason 148
Sig. Jóhannss. og Kristján Guðmundss. 139
Halldór Jónsson og Stefán Jóhansson 135
- Miðlungur var 126.
Mætum mánudaga og fimmtu-
daga kl. 12.45.