Morgunblaðið - 06.05.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 06.05.2001, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Þið munuð aldrei trúa því hversu nálægt heimsendi við vorum  HK DV  Ó.H.T RÚV  strik.is www.sambioin.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 224. Sýnd kl. 2 og 3.50. Vit nr. 203. Sýnd kl. 10.30. Vit nr. 225 2 fyrir 1 Sýnd kl. 2, 3.50 og 6. Íslenskt tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 2 og 3.50. Enskt tal. Vit nr 214 Sýnd kl. 3,50. Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207 Sýnd kl. 1.50. Ísl. tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i.16. Vit nr. 201 Miss Congeni i ality y Kvikmyndir.com Christopher McQuarrie leikstjóri Usual Suspects með annan smell með óskarsverðlaunahafanum Benicio Del Toro, Ryan Phillippe, Juliet Lewis og James Caan Óeðlilega snjöll! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. Vit nr. 228Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10. . Vit nr. 223 FRUMSÝNING  HK DV Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA. Frábær tónlist í flutningi DMX! Kvikmyndir.com HL Mbl Strik.is Tvíhöfði Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr 220. B.i.14.Forsýning í dag, sunnudag kl. 2 og 4. Vit nr. 231 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8 GSE DV ÓFE Sýn Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mánudag kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Mánudag kl. 5.45, 8 og 10.15. FRUMSÝNING kirikou og galdrakerlingin Sýnd sunnudag kl. 2 og 4.Sýnd sunnudag kl. 2 og 4.  Mbl Afmælismynd Filmundar eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Yfir 5 vikur á topp 20 Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johns Yfir 6000 áhorfendur Sýnd kl. 6 og 10.30.Sýnd kl. 3 og 10.30. Mánudag kl. 10.30.  HK DV Kvikmyndir.com  strik.is  Ó.H.T RÚV Sýnd kl. 7. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd kl. 5.45. B.i.16 ára. Sýnd aftur vegna fjölda áskorana Sýnd kl. 8. UM síðustu helgi fór fram Lands- lagskeppni Bylgjunnar. Var það lag- ið „Beint í hjartastað“ sem fór með sigur af hólmi í flutningi Einars Ágústs, en lagið á Grétar Örvarsson. Í kjölfar keppninnar hafa heyrst gagnrýnisraddir bæði frá keppend- um og F.T.T., Félagi tónskálda og textahöfunda. Er gagnrýnin á þá leið að framkvæmd keppninnar hafi ver- ið um margt undarleg; margt af því fólki sem að henni hafi komið, bæði úr hópi höfunda, flytjenda og full- trúa dómnefndar, tengist fjölmiðla- risanum Norðurljósum á einn eða annan hátt og forsendur heiðarlegr- ar og sanngjarnrar keppni hafi þar með verið brostnar. „Sex af átta höfundum sem tóku þátt í þessari keppni höfðu samband við mig,“ segir Jon Kjell Seljeseth, sem átti lagið sem hafnaði í öðru sæti. „Allir höfðu þeir fundið fyrir því að ekki væri allt sem sýndist. Ýmsu væri ábótavant hvað varðaði framkvæmdina og fyrirkomulagið á keppninni. Í framhaldi af því tók ég þetta mál upp fyrir hönd höfundanna á fundi hjá F.T.T. Ég hef tekið þátt í fjölmörgum svona keppnum og ég hef aldrei orðið var við eins mikið af skrýtnum hlutum og í þessari, ég verð bara að segja það.“ Jón bætir svo við: „Þar sem er reykur, er jafnan eldur.“ Norðurljósalagið Magnús Kjartansson, formaður F.T.T., hafði þetta um málið að segja: „Svona söngvakeppnir eru orðnar vinsælt skemmtiefni og eru ágætis vettvangur fyrir höfunda og flytjendur til að koma sér á fram- færi. En því miður eru margir að halda þetta án þess að vita hvað þeir eru að fara út í eða hvað þeir eru að gera.“ Magnús segir að F.T.T. ætli að beita sér fyrir því að samdar verði reglur og félagið ætli að fara að skipta sér af þessu á sama hátt og Arkitektafélagið og Rithöfundasam- bandið geri varðandi sambærilegar keppnir á þeirra vettvangi. „Það heldur enginn arkitekta- keppni án þess að tala við Arkitekta- félagið. Þar eru þá siðferðisreglur sem mönnum er gert að lúta, ætli þeir að halda keppni.“ Magnús segir vandamálið vera þetta: „Norðurljós heldur sönglaga- keppni og að henni kemur fjöldinn allur af aðilum sem tengist þessu félagi, með samningum eða eru bara beinlínis starfsmenn þess. Þeir eru svo heiðraðir í bak og fyrir, sigra í keppninni og taka þátt í henni. Samstarfsmenn þeirra eru svo úti á gólfi og í dóm- nefndinni. Þann- ig að þetta virtist vera einhver inn- anbúðarskemmt- un hjá þessu félagi eingöngu. Ég er samt alls ekki að halda því fram að það hafi verið meiningin hjá þeim en það þarf ekki mjög reynda menn í stjórnun til þess að átta sig á því hvenær menn þurfa að ganga af fundi af því að þeir eru of tengdir málum.“ Magnús segir að það hefði mátt standa að málunum á annan hátt. „Ég vil þó taka fram að það má ekki verða mönnum fjötur um fót þótt þeir vinni einhvers staðar eða séu með hljómplötusamning. En þá á þetta ekki að heita Landslagið; þá á þetta bara að heita Skífulagið eða Norðurljósalagið eða eitthvað slíkt.“ Það þykir einnig vera dálítið und- arlegt að á geisladiski sem út kemur með lögum keppninnar var búið að raða niður lögum – og merkilegt nokk er sigurlagið fyrsta lagið. „Ég veit að það fór alls ekkert vel í kepp- endur að vita að það var búið að raða inn á diskinn og það var ekki gert með neinu hlutkesti. Þarna var ein- hver sem vildi hafa þetta svona. Og þetta er náttúrlega afskaplega klaufalega að verki staðið gagnvart keppendunum,“ segir Magnús að lokum. Okkar keppni Ágúst Héðinsson, starfsmaður Bylgjunnar og einn dómnefndar- manna, hafði aftur á móti þetta að segja: „Við eigum nú að standa fyrir þessu. Þetta er okkar keppni; þetta er bara keppni sem Bylgjan er að standa fyrir. Við erum að gera þetta á okkar forsendum og ekki neinna annarra.“ Hann segir þetta vera landslags- keppni Bylgjunnar. „Bylgjan er að búa til sönglagakeppni fyrir sig, dag- skrárefni fyrir sig og er að koma til móts við höfunda og flytjendur, reynda og óreynda. Það er verið að gefa þeim tækifæri til að koma sínu efni á framfæri. Það er nú markmið- ið með þessu; að búa til skemmtilega uppákomu og styðja við bakið á tón- listarmönnum.“ Athygli vakti að þeir sem fengu heiðursverðlaun um kvöldið, Björg- vin Halldórsson og Þorgeir Ást- valdsson, tengjast báðir Norðurljós- um. „Við erum náttúrlega að heiðra okkar fólk – ég meina, þetta er okkar skemmtun. Við erum ekki að gera þetta fyrir einhverja aðra.“ Ágúst segist þó skilja þessar gagnrýnisraddir. „Þetta er 500 manna fyrirtæki sem er í þessum skemmtanabransa og hjá okkur starfa held ég 10 af þekktustu söngvurum landsins, þannig að þetta er afskaplega erfið staða. Einar Ágúst starfar á FM957 og þó að það fyrirtæki sé innan vé- banda Norðurljósa þá er það sam- keppnisaðili Bylgjunnar sem slíkt. Hver deild horfir á sig og hugsar um sinn rekstur þannig að við reynum að hugsa svolítið út fyrir þessar raddir sem ég skil þó alveg að séu á lofti.“ Ágúst segist ekki hafa haft vitn- eskju um uppröðunina á disknum. „Ég hélt að það ætti að raða þessu eftir þeirri röð sem lögin voru kynnt hérna á Bylgjunni. Annars vísa ég á Skífumenn hvað það varðar.“ Ágúst blæs að lokum á að fara þurfi eftir reglum hvað svona keppni varðar. „Ég held að hver sem er geti haldið lagakeppni án þess að þurfa að fara í gegnum F.Í.H. eða F.T.T., ég sé ekki að það skipti neinu máli. Þetta var uppákoma sem Bylgjan stóð fyrir, við lítum á það þannig.“ Landslagskeppni Bylgjunnar Óánægja með framkvæmd Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Einar Ágúst flytur sigurlagið í Landslagi Bylgjunnar. Gagn- rýnisraddir hafa komið fram í garð keppninnar sem segja að ekki hafi allt verið með felldu í framkvæmd hennar. Jón Kjell Seljeseth Magnús Kjartansson Ágúst Héðinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.