Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI samþykkti á sjötta tím-
anum í gærkvöldi frumvarp til laga
um kjaramál fiskimanna og fleira,
en með því er stöðvað með lögum
verkfall sjómannafélaga og verk-
bann útvegsmanna.
Var frumvarpið samþykkt að við-
höfðu nafnakalli með 33 atkvæðum
gegn 20. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks
greiddu atkvæði með frumvarpinu
en þingmenn Frjálslynda flokksins,
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs auk
Guðmundar Hallvarðssonar, Sjálf-
stæðisflokki, greiddu atkvæði gegn
því.
Fjöldi þingmanna gerði grein fyr-
ir atkvæði sínu. Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra sagði að ef
lögin hefðu ekki verið með þessum
hætti hefði skapast alger ringulreið
í kjaramálum sjómanna og fisk-
verðsmálum.
„Það vita allir að sjómannaverk-
fall á Íslandi getur ekki staðið óend-
anlega. Þegar sjómannaverkfall hef-
ur staðið tvöfalt lengur en það hefur
lengst staðið síðustu tuttugu ár er
nauðsyn á því að Alþingi grípi inn í
til þess að verja þjóðarheill,“ sagði
Árni og bætti við að þeir þingmenn
sem áður og fyrr hafi staðið að laga-
setningum í svipuðum tilfellum en
mótmæli nú séu einungis að sýna
tvískinnung.
Hjálmar Árnason, Framsóknar-
flokki, sagði að með samþykkt frum-
varpsins væri verið að bregðast við
pattstöðu í samskiptum útgerðar-
manna og sjómanna. „Með sam-
þykkt frumvarpsins er verið að
höggva á hnút, koma í veg fyrir
gjaldþrot margra fyrirtækja og
heimila. Með samþykkt þess er ver-
ið að koma í veg fyrir efnahagslegt
öngþveiti hér á landi,“ sagði hann.
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
hins vegar lagasetninguna harðlega.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagðist ekki
geta stutt að LÍÚ nyti sjálfsaf-
greiðslu í sjávarútvegsráðuneytinu
og ekki heldur að rétti heillar starfs-
stéttar til að grípa til vinnustöðv-
unar væri mokað burtu.
Steingrímur J. Sigfússon sagði
ekki um að ræða lög heldur ólög og
lýsti hann allri ábyrgð á hendur rík-
isstjórninni og stjórnarmeirihlutan-
um. Sagði hann að um væri að ræða
mannréttindabrot og valdníðslu og
sérstaklega væri gagnrýnivert að
þeir sem ekki væru aðilar að deil-
unni skuli samt sviptir grundvall-
armannréttindum og stjórnarskrár-
bundnum réttindum. Slíkt væri
mikil óhæfa.
Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls-
lynda flokknum, sagði um valdníðslu
og óréttlæti að ræða af hálfu stjórn-
valda, en eini stjórnarliðinn sem
greiddi atkvæði gegn frumvarpinu,
Guðmundur Hallvarðsson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði að um skeið
hefðu báðir aðilar kjaradeilunnar
litið til Alþingis vonaraugum. Út-
gerðarmenn vonast eftir lögum, en
sjómenn vonað að þau kæmu ekki.
Sagði hann lagasetningu ekki leysa
vandann sem uppi væri og áfram
yrði því ósætti milli aðila.
Fjögurra sólar-
hringa ferli
Frumvarpið var samþykkt fjórum
sólarhringum eftir að það var lagt
fram á sk. útbýtingarfundi sl. laug-
ardag. Síðan hefur það tekið tvíveg-
is efnislegum breytingum í meðför-
um sjávarútvegsnefndar og í
tvígang verið gerðar við það breyt-
ingartillögur meirihluta nefndarinn-
ar. Í gærmorgun stóð til að þriðja
umræða um frumvarpið yrði fyrst á
dagskrá, en þegar í ljós kom að
framhaldsálit og breytingartillaga
meirihlutans í sjávarútvegsnefnd
voru ekki tilbúin, tók forseti Alþing-
is önnur mál á dagskrá. Gagnrýndu
fulltrúar stjórnarandstöðunnar mál-
ið þá harkalega og sögðu tafirnar
merki um hve fullkomið klúður
frumvarpið og smíði þess væri.
Umræðan hófst svo um miðjan
daginn og þá mælti Einar K. Guð-
finnsson, formaður sjávarútvegs-
nefndar, fyrir álitinu og breyting-
artillögu þess efnis að lögin nái til
verkfalls Sjómannafélags Eyjafjarð-
ar og aðildarfélaga Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands, auk
verkbanns aðildarfélaga Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna gagn-
vart aðildarfélögum Alþýðusam-
bands Vestfjarða og Sjómannasam-
bandsins.
Einar K. Guðfinnsson sagði að
staðan í kjaradeilu sjómanna væri
óbreytt þótt Sjómannasamband Ís-
lands hefði aflýst verkfalli í gær. Að-
ildarfélög Farmanna- og fiski-
mannasambandsins hefðu ákveðið
að halda áfram verkfalli sínu og
sama ætti við um Sjómannafélag
Eyjafjarðar. Þá stæði verkbann að-
ildarfélaga LÍÚ enn og hefði ekkert
komið fram um að til standi að af-
lýsa því, hvorki að hluta né í heild.
Staðan í vinnustöðvuninni væri því
óbreytt, skipin kæmust ekki á sjó og
deilan um kjaramálin væri í jafn-
miklum hnút og áður.
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði að
þetta þýddi að allir sjómenn, utan
félagar í Vélstjórafélagi Íslands,
féllu undir gerðardóminn, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir. Með
þessu væru stjórnvöld að ganga er-
inda útvegsmanna sem væru farnir
að beita verkbanni með nýjum
hætti.
Guðjón Arnar er í minnihluta
sjávarútvegsnefndar, auk þeirra
Svanfríðar Jónasdóttur og Jóhanns
Ársælssonar. Árni Steinar Jóhanns-
son er hins vegar áheyrnarfulltrúi í
nefndinni og sem slíkur samþykkur
áliti minnihlutans.
Í áliti minnihlutans var málatil-
búnaður stjórnvalda og þá einkum
sjávarútvegsráðherra harðlega
gagnrýndur og sagt að nú hefði
komið í ljós að málið snerist ekki um
að koma flotanum út á sjó, jafnvel
þótt það hefði hingað til réttlætt af-
skipti stjórnvalda af deilunni.
„Þótt félög séu ekki í verkfalli,
eins og aðildarfélög Alþýðusam-
bands Vestfjarða, eða hafi aflýst
verkfalli, eins og Sjómannasamband
Íslands, virðist ríkisstjórnin reikna
með að LÍÚ haldi áfram úti verk-
banni á þau félög. Þannig virðist
ríkisstjórnin ganga út frá því að
LÍÚ muni varna því með verkbanni
að flotinn komist á veiðar,“ segir í
álitinu og bent á að þessi staða hafi
orðið ríkisstjórninni tilefni til að
setja alla sjómenn, utan vélstjóra,
undir gerðardóm og gildi þá einu
hvort félögin hafi verið í verkfalli
eða ekki.
„Þau skulu öll undir sama ,,lands-
sambandsverðið“ og hin nýju mönn-
unarákvæði sem er að finna í vél-
stjórasamningnum og forskriftin er
gefin fyrir í 2. gr. frumvarpsins.
Þannig á sér stað sérstaklega nakin
valdbeiting gagnvart Sjómannasam-
bandinu sem aflýsti verkfalli til að
geta samið sem frjálsir menn.“
Meirihlutinn á hæpnum
forsendum
Svanfríður Jónasdóttir benti í
umræðunni á að sjávarútvegsráð-
herra hefði lýst því yfir á Alþingi að
ef aðili aflýsti verkfalli væri heldur
ekki ástæða til gerðardóms eins og
hann orðaði það við 1. umræðu
málsins, enda yrði þá megintilgangi
frumvarpsins náð og flotinn gæti
farið aftur til veiða. Þetta hafi ráð-
herrann svo endurtekið efnislega
við 2. umræðu málsins þegar ljóst
var að Sjómannasambandið hafði af-
lýst verkfalli sínu, í góðri trú vegna
yfirlýsinga sjávarútvegsráðherra.
„Meirihlutinn er á afar hæpnum
forsendum með málið allt. Þegar
stjórnvöld telja sig knúin til að hafa
afskipti af kjaradeilum er það lág-
markskrafa að þau inngrip séu eins
takmörkuð og nokkur kostur er,
bæði að umfangi og tímalengd.
Réttur launafólks til að semja um
kaup og kjör er varinn í stjórnar-
skrá Íslands og lögum um stéttar-
félög og vinnudeilur. Alþingi Íslend-
inga og íslensk stjórnvöld eru einnig
bundin af samþykktum Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar um
félagafrelsi og verndun þess um
réttinn til þess að semja sameig-
inlega, auk þess að vera bundin af
11. gr. mannréttindasáttmála Evr-
ópu. Þannig varinn telst kjarasamn-
ingsrétturinn og rétturinn til þess
að beita lögmætum aðgerðum til
þess að knýja á um kröfur í kjara-
deilu til helgustu mannréttinda
launafólks og verkalýðshreyfingar,“
sagði Svanfríður.
Lög á verkfall sjómanna og verkbann útvegsmanna samþykkt með 33 atkvæðum gegn 20
Morgunblaðið/Þorkell
Ráðherrar greiða atkvæði á Alþingi í gær um lögin um kjaramál sjómanna. Frá vinstri: Björn Bjarnason, Sól-
veig Pétursdóttir, Árni M. Mathiesen, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson.
Sjávarútvegsráð-
herra segir verið að
verja þjóðarheill
EKKI fer á milli mála að annir eru
framundan á Alþingi þegar dag-
skrá 127. fundar, sem hefst kl.
10.30 í dag, er skoðuð. Alls eru 56
mál á dagskrá, þar af mörg stór-
mál.
Meðal þess sem á að ræða í 2. um-
ræðu er frumvarp um sölu Lands-
símans, lögleiðingu ólympískra
hnefaleika, viðskiptabanka og
sparisjóði, málefni útlendinga, al-
mannatryggingar, breytingar á
tollalögum (grænmetistollar),
stofnun hlutafélags um Orkubú
Vestfjarða og lax- og silungsveiði
sem tekur til fiskeldis í sjó.
Til 3. umræðu eru einnig fjöl-
mörg mál, t.d. Seðlabanki Íslands
og frumvarp um sölu hlutar ríkisins
í Landsbanka og Búnaðarbanka.
Annir framundan
EFNAHAGSMÁL og áform stjórn-
valda í stóriðjumálum voru í nokkr-
um brennidepli í almennum stjórn-
málaumræðum á eldhúsdegi á
Alþingi í gærkvöldi. Nýsett lög á
verkfall sjómanna settu aukinheldur
svip á umræðuna, en ekki síður var
áberandi hversu mjög forystumenn
Framsóknarflokks og Vinstri hreyf-
ingarinnar – græns framboðs beindu
spjótum sínum hvor gegn öðrum.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra hóf umræðuna fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og kom fram í máli
hans að vilji beggja stjórnarflokka er
fyrir því að ýta undir frumkvæði og
örva atvinnulífið með breytingum á
skattakerfi. Þá sagði Árni að þegar
frumvarp að lögum um verkfall sjó-
manna hafi verið samið hafi verið
komin skýr merki um neikvæð áhrif
á efnahagslíf.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
verkfallið hefði haft áhrif langt út
fyrir raðir samningsaðila. Frést hefði
af karfamörkuðum í Þýskalandi að
viktoríukarfi hefði komið þar í stað
íslensks fisks og ennfremur að birgð-
ir freðfisks og saltfisks hér á landi
væru uppurnar. Þá sagðist hann ótt-
ast að menn gæfu sér fullmikið þegar
þeir héldu að Íslendingar eigi alltaf
afturkvæmt á markaði sem þeir
hefðu vanrækt sökum verkfalls.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, lagði áherslu á hagsæld
síðustu ára og rakti upptökin m.a. til
uppbyggingar stóriðju á Grundar-
tanga og stækkunar járnblendiverk-
smiðjunnar þar ásamt stækkun ál-
versins í Straumsvík fyrir nokkrum
árum. Við þetta hafi bjartsýni í sam-
félaginu farið vaxandi.
Hann sagði að áfram yrði að sækja
í stóriðjumálunum. „Ef ekki er byggt
álver á Austurlandi og álver á Grund-
artanga stækkað eru stjórnvöld að
bregðast íslensku þjóðinni,“ sagði
Halldór.
Samfylking vill stórauka
fjárfestingar í menntakerfinu
Bryndís Hlöðversdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
lagði áherslu á menntamál og sagði
Samfylkinguna vilja stórauka fjár-
festingar í menntakerfinu. Þá sagði
Bryndís að tryggja þurfi jafnan að-
gang allra landsmanna að mennta-
kerfinu og það væri vilji Samfylking-
arinnar að háskólanemar geti hafið
nám einu eða tveimur árum fyrr en
nú.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, sagði að
ríkisstjónarrýtingur hafi verið rek-
inn í bak sjómanna.
Ögmundur sagði að ekki væri við
sjómenn að sakast í kjaradeilunni
heldur stjórnarmeirihlutann á Al-
þingi, ríkisstjórnina og „sjálfa hús-
bændurna í LÍÚ, því þeir skipa hér
fyrir verkum“.
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður þingflokks Frjálslynda
flokksins, fjallaði einnig um nýsett
lög og gagnrýndi harkalega vinnu-
brögð stjórnvalda, ekki síst að félög
sem ekki hefðu verið í verkfalli og
félög sem aflýst hefðu verkfalli væru
sett undir gerðardóm.
Kommarnir og
Hollywood-liðið
Fram kom í máli Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra að
Vinstri grænir væru gamalt vín á
nýjum belgjum; þverklofinn flokkur
með gömlum allaböllum og kommum
og hins vegar Hollywood-liðinu. Árni
Steinar Jóhannsson, VG, sagði hins
vegar þakkarverðan hinn mikla
áhuga og það væri merki um að
Vinstri grænir væru verðugur and-
stæðingur. Kallaði hann Framsókn
taglhnýtinga sjálfstæðismanna og
bætti Ögmundur Jónasson um betur
og sagði formann Framsóknar-
flokksins svo blindan að hann sæi
ekkert annað en mengandi málm-
bræðslur.
Lokaorðin átti svo Ísólfur Gylfi
Pálmason, Framsóknarflokki, sem
sagði Vinstri græna eins og gamlan
handsnúinn grammófón sem sífellt
spilaði sama lagið; „Allir eru að gera
það gott nema ég.“
Halldór Ásgrímsson við eldhúsdagsumræður í gærkvöldi
Áfram verður að sækja
í stóriðjumálunum