Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 22
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fjölmenni hlýddi á mál Sigurðar Sigurðarsonar á fundinum á Flúðum um riðuveiki. SÝNI sem tekin voru úr vanmetafé á bæjum í Hrunamannahreppi vegna gruns um riðuveiki reyndust neikvæð. Þetta kom fram á fjöl- mennum fundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Flúðum síðast- liðið mánudagskvöld. Eftir að riðuveiki var staðfest á bænum Hrafnkelsstöðum hér í sveit 10. apríl sl. var sauðfé skoðað af héraðsdýralækni á öllum búum og allnokkrum ám fargað til sýnatöku. Sigurður Sigurðarson, dýralækn- ir á Keldum, sagði á fundinum að menn þyrftu þó mjög að halda vöku sinni og vera vel á verði gagnvart útbreiðslu þessa sjúkdóms. Hann sagði að baráttan við riðu- veikina hefði tekist betur hér en all- staðar erlendis enda hefði verið gripið til róttækra aðgerða með nið- urskurði hvarvetna sem riðuveiki hefði komið upp á síðari árum. Þessi veiki hefur verið landlæg hér á landi síðan 1878 en hámarki mun hún hafa náð 1986. Þá var vitað um riðuveiki á 104 bæjum en hún stað- fest á 66 bæjum það ár. Riðuveiki var aðeins greind á tveimur bæjum 1999 og einnig árið 2000 og síðan þetta eina tilfelli á þessu ári. Að sögn Sigurðar er að koma til ný ná- kvæmari og fljótvirkari aðferð til að greina veikina sem ætti að gefa góðan árangur. Fjölmörgum fyrirspurnum var beint til Sigurðar Sigurðssonar sem og Katrínar Andrésdóttur héraðs- dýralæknis sem var einnig á fund- inum. Settar hafa verið strangar reglur vegna veikinnar hér í Hrunamannahreppi. Stranglega er bannað að selja fé til lífs milli bæja, merkja þarf allt sauðfé með bæj- arnúmerum, umgengni rúnings- manna sem og annarra utanaðkom- andi sem koma í fjárhús eru settar vissar reglur o.s. frv. Skylda er að taka sýni úr öllu fé sem ferst eða þarf að lóga af einhverjum ástæð- um Sigurður lagði áherslu á að frið- ur ríkti um þessi mál og góður hug- ur, áríðandi væri að fara eftir settum reglum. Sauðfé hefur fækkað í Hruna- mannahreppi hin síðari ár, eins og víða annars staðar á landinu. Nú eru vetrarfóðraðar kindur rúmlega fimm þúsund. Sjö bændur hættu sauðfjárbúskap síðastliðið haust vegna uppkaupa á sauðfjárkvóta. Fleiri riðutilfelli hafa ekki verið greind Hrunamannahreppur LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Að sögn Gríms Gíslasonar yfir- matreiðslumeistara og annars af að- aleigendum Hallarinnar eru þeir mjög ánægðir með húsið sem er því næst fullbúið, aðeins nokkrir dagar eftir í frágangi á eldhúsi og ýmsu smáræði. Varðandi rekstur hússins sagði Grímur að öll ráðstefnu- og veisluhöld, dansleikir, leiksýningar og alls kyns mannfagnaðir gætu far- ið fram í húsinu enda er húsið 1215 fermetrar að stærð og skemmtisal- urinn einn og sér 700 fermetrar. Þegar hafa borist pantanir um ráðstefnur í húsinu á þessu ári, því næsta og á árinu 2003, auk þess sem árshátíðir og stórdansleikir eins og sjómannadansleikur á sjómanna- daginn hefur verið bókaður í húsinu. Þá er húsið tilvalinn staður fyrir fermingamót sem alltaf eru vinsæl í Eyjum og nokkur ættarmót hafa verið bókuð svo það er bjart fram undan, að sögn Gríms. Veisluþjónusta og framleiðsla fyrir ýmsa aðila Þá verður rekin umsvifamikil veisluþjónusta og framleiðsla í eld- húsi Hallarinnar og er ráð fyrir gert að með því skapist 15 ný störf á næstu mánuðum. Samningur hefur verið gerður við SS um framleiðslu á fiskibollum í 1944-framleiðslulínu SS. Veisluþjónusta Gríms gengur inn í fyrirtækið með sölu til Sam- kaupa-Sparkaupa og um allt Suður- land á ýmsum salatvörum, fiskiboll- um, fiskibuffi og reyktri ýsu svo eithvað sé nefnt. Þessa framleiðslu á nú að efla með tilkomu rúmbetra húsnæðis og RÁÐSTEFNU- og veisluhúsið Höll- in var vígt á vatnstankinum á Löngulá í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Hlutafélagið Karató stend- ur að byggingu nýju Hallarinnar í Vestmannaeyjum sem tekur 550 manns í mat, auk þess sem koníaks- stofa rúmar 70 manns í sæti og þá er lítill salur fyrir um 40 manns. Frá því að Samkomuhús Vest- mannaeyja hætti rekstri fyrir um 10 árum hefur enginn stór veitinga- staður verið í Vestmannaeyjum en nú hefur verið úr því bætt á glæsi- legan hátt. Hið nýja hús stendur á vatnstankinum eftst í Löngulá og er fallegt útsýni yfir bæinn úr Höllinni. Nafn hlutafélagsins, Karató, er einnig viðeigandi en fyrsta vatnsból Vestmannaeyinga var undir Löngu á stað sem heitir Karató og er nafnið því táknrænt í því ljósi. Það var samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sem vígði húsið 4. maí sl. að viðstöddum 350 boðs- gestum. Samgönguráðherra sagði m.a. við þetta tækifæri að með bygg- ingu þessa glæsilega ráðstefnu- og veisluhúss væri stigið stórst skref inn í framtíðina í ferðamálum í Vest- mannaeyjum og fjöldi möguleika opnaðist við rekstur svona húss. Séra Kristján Björnsson sóknar- prestur í Landakirkju blessaði síðan húsið og starfsemina og organisti Landakirkju, Guðmundur H. Guð- jónsson, vígði nýjan konsertflygil. Þá var boðið upp á ýmis skemmti- atriði og sýnt myndband þar sem rakin var byggingasaga Hallarinnar. Höllin á vatnstank- inum opnuð í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar stefnt er að frekari framleiðslu á fiskiréttum í framtíðinni. Kostar 170 milljónir króna Eins og fram hefur komið í spjalli við Grím Gíslason er húsið 1215 fer- metrar að stærð og byggt á vatns- forðatanki í Löngulá og er kostn- aðurinn að sögn Gríms um 170 milljónir króna en hutafé félagsins er 87 milljónir og stefnt er að því að það verði 100 milljónir svo eigið fé félagsins verði á bilinu 70% sem ekki er algengt í þessum atvinnurekstri. Grímur sagðist sjá gamlan draum rætast en hann hafi í langan tíma gengið með það í maganum að byggja svona hús á tankanum. Þeg- ar hann hafi sagt Sigmari Georgs- syni frá hugmyndinniog þeir reifað hana við Friðrik Friðriksson veitu- stjóra hafi boltinn farið að rúlla og árangurinn er Höllin í Löngulá. Þeir félagar hafa skipt með sér verkum, Sigmar Georgsson er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Grímur Gísla- son yfirmatreiðslumeistari, Ásta Kristmannsdóttir yfirþjónn og Jón Ólafur Daníelsson sér um bari húss- ins. ÞAÐ var mikið um að vera á lóðinni við Hafralækjarskóla í síðustu viku þegar allir sem vettlingi gátu valdið í 10. bekk skólans fóru út með kenn- urum sínum til þess að laga til og tína rusl. Það var einkum stóra lautin eins og hún er kölluð sem var hreinsuð en þar hafði safnast mikið af möl og grjóti af nærliggjandi vegi. Hrífur og rekur komu því í góðar þarfir, en með hjólbörum og fúsum höndum var allt lauslegt fjarlægt auk þess sem húsvörðurinn mætti á drátt- arvél með ámoksturstækjum sem létti verkið. Það er orðin hefð í skólanum að fara út í góðu veðri á vorin og laga til úti með nemendum og kunna allir vel að meta þessa tilbreytingu. Í þetta sinn ætla 10. bekkingar að skilja vel við skólann sinn þegar þeir kveðja í vor og ekki á að sjást neitt á lóðinni sem ekki á þar heima. Útivinna í Hafra- lækjarskóla Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Allir nemendur 10. bekkjar tóku virkan þátt í hreinsuninni. Ester Ósk Hilmarsdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir höfðu gaman af þessari tilbreytingu í skólastarfinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.