Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 28
ÚR VERINU 28 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ -hreinasta snilld TVEGGJA ÞREPA HREINSUN er hreinsikerfi sem hannað er til að ná fullkomnum árangri - án þess að erta húðina. Góð andlitshreinsun hjálpar húðinni til að viðhalda ferskleika sínum og ljóma, gerir hana fíngerðari og eykur virkni krema sem síðar eru borin á. TVEGGJA ÞREPA RAKAGJÖF Rakagjöf er nauðsynleg undirstaða heilbrigðrar húðar. Skortur á raka getur leitt til húðvandamála. Tveggja þrepa rakagjöf Kanebo ræktar húð þína af kostgæfni með því að veita henni það sem hún þarfnast daglega. Þannig mun húð þín haldast fersk, falleg og ljómandi. Ráðgjöf fimmtudag og föstudag kl. 12-17 Veist þú hvers húð þín þarfnast? BÚAST má við að síldveiðiflotinn fari að huga að norsk-íslensku síld- inni um leið og verkfall leysist en heildarkvóti íslensku skipanna á árinu er 132.080 tonn. Samkvæmt reglugerð er aflaheimildum ekki skipt eftir aflareynslu, heldur er þeim annars vegar úthlutað jafnt á skip og hins vegar eftir burðargetu skipanna. Freysteinn Bjarnason, útgerðar- stjóri hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað, segir að litlar fréttir hafi borist af síldveiðum en færeysk og dönsk skip hafa stundað þær að und- anförnu. „Síldin er ansi mögur ennþá og aflabrögð hafa verið mjög dræm.“ Freysteinn á ekki von á því að mörg skip haldi til veiðanna á allra næstu dögum, að minnsta kosti muni þau stærstu fara til kolmunnaveiða áður en þau halda á síld. „Á síðasta ári hófst síldveiðin ekki fyrr en undir mánaðamót maí-júní. Við fengum hins vegar fyrstu síldina hinn 10. maí árið 1999. Þetta er því mjög misjafnt á milli ára og ómögulegt að segja til um hvernig þetta verður núna. Það eru hins vegar vísbendingar um að síldin gefi sig ekki á næstu dögum,“ segir Freysteinn. Síldin er enn mögur  ,                 ! " #!       $%   ! & "'            ! "       ( '   ) *  + ,       )       '  # -  " -  ,  '  &     . / .   .  ! "          $%     "  , .    . 0 )    %      ,  . "   1% "      2 -, -, #- ,# -, (# 2 - 2 - ,# 3- ( ,#  - - 2 (#  #  -, - #- - 2 $ -, - 2 - # - # $  &$ $ 3- -, 2 - -, 3- (# # 3- 2  #- - # - -, ,# -, * - )3 ( 44 44 456 47 478 648 499 68 64 444 47 488 : ;8 ;8 <4 9:9 55 ;; 49= =94 <8< =<4 56 <= 4= 46 944 978 =88 <7 7: 97 ;7 5 557 98 9;9 :4 778 484 948 948 =58 =78 57 44: << 954 7; =98 78 74: 4 =4 =88 48 978 448 9;8 =8 4 78   5>4<5 =>:89 =><46 =>5:6 =>9<7 =>464 =>894 9>;6< 9>;<8 9>;89 9><:7 9><78 9><47 9>5:8 9>56= 9>556 9>54; 9>54< 9>58= 9>976 9>979 9>959 9>958 9>9=; 9>9=8 9>98< 9>8:6 9>8;6 9>856 9>884 4>:6< 4>:6= 4>:<= 4>:5< 4>:== 4>6:4 4>676 4>67= 4>655 4>6=8 4>686 4>;:8 4>;<; 4>;7< 4>;=8 4>;49 4><:7 4><;5 4><57 4>7:8 4>7<9 4>77: 4>79= 4>5;9 4>5;8 4>5<; 4>584 4>=:8 4>==8 4>9;; 6:: 7=; 7=;               ,     ?           7@9884  =4@   9884@ ALLAR stéttir sjómanna voru með samskonar sjúkratryggingar þar til á síðasta ári þegar sjómenn á kaup- skipum knúðu fram breytingar á slysatryggingum sínum. Samnings- bundnar tryggingar sem varða lík- amstjón sjómanna á fiskiskipum eru svokallaðar „summutryggingar“ og eru metnar samkvæmt læknisfræði- legri örorku. Slíkar tryggingar byggjast á einni hámarksfjárhæð fyrir þann sem verður fyrir tjóni. Verði þannig sjómaður fyrir slysi þannig að 100% örorka hlýst af, fær hann alla bótafjárhæðina. Hámarks- fjárhæð er um 3,5 milljónir króna en bæturnar margfaldast eftir örorku- stigi. Hámarksbótafjárhæð fyrir 100% örorku í summutryggingum yrði því u.þ.b. 8 milljónir króna, að meðtöldum margfeldisáhrifum. Þess- ar tryggingar eru greiddar án tillits til þess hvernig slys ber að höndum. Oft háar fjárhæðir í húfi Flestar útgerðir eru hinsvegar tví- tryggðar, þ.e. með sérstakar ábyrgð- artryggingar fyrir sjómenn, auk lögbundinna trygginga. Þessar tryggingar eru hinsvegar ekki greiddar út nema að atvinnurekandi, eða útgerð, sé ábyrgur fyrir tjóni samkvæmt reglum skaðabótalaga. Ábyrgðartryggingar eru, líkt og summutryggingar, miðaðar við líkamlegt ástand einstaklings eftir slys en einnig við möguleika hans á því að afla sér tekna. Þetta atriði skiptir meginmáli í kröfugerð sjó- manna, enda oft háar fjárhæðir í húfi. Verði sjómaður t.d. fyrir því að missa framan af handlegg til sjós vegna bilunar í búnaði eða tækjum um borð er atvikið bótaskylt. Sjó- maðurinn fær því sitt tjón bætt sam- kvæmt skaðabótalögum, enda ljóst að hann fer ekki til sjós á ný, auk þess sem möguleikar hans á annarri at- vinnu hafa skerst til muna. Sé tekið mið af sjómanni á hefðbundnum tog- bát, með 4–5 milljónir króna í árslaun má ætla að hann fengi um 39 milljónir króna í bætur vegna slíks tjóns, mið- að við 65% örorkumat. Væri hinsveg- ar ekki hægt að rekja orsakir slyssins til ábyrgðar útgerðarinnar og sjó- maðurinn því hlotið örorkubætur samkvæmt lögbundinni slysatrygg- ingu sjómanna má ætla að bæturnar hefðu numið um 6–7 milljónum króna. Sérstakar aðstæður sjómanna Þetta hefur sjómönnum þótt óvið- unandi og sett kröfuna um bætta tryggingastöðu á oddinn í viðræðum sínum við útvegsmenn. Þeir hafa t.d. bent á að sjómannastéttin sé almennt hálaunastétt en hinsvegar séu sjó- menn venjulega lítið menntaðir. Þeir hafi því aðeins möguleika á láglauna- störfum þegar þeir hætta til sjós, t.d. vegna slysa. Sjómenn hafa þannig krafist betri slysatryggingar umfram aðrar starfsstéttir, enda sé sjó- mennska í eðli sínu hættulegt starf. Nægi í því samhengi að benda á að vinnustaður þeirra sé alltaf á hreyf- ingu og þar af leiðandi skapist hætta af ýmsum búnaði og tækjum sem þeir vinna í námunda við í slæmu veðri. Sjómannasamtökin hafa í kjaravið- ræðum við útvegsmenn farið fram á að sjómenn á fiskiskipum fái það sem kalla má „kaskótryggingu“, þ.e. að líkamstjón sem þeir kunni að verða fyrir um borð í skipi verði bætt sam- kvæmt reglum skaðabótalaga eftir því hvaða áhrif slysið hefur á framtíð- armöguleika sjómannsins til að stunda atvinnu, burtséð frá því hvernig slysið ber að höndum. Sjó- menn á kaupskipum sömdu um slíkar slysatryggingar á síðasta ári. Trygg- ingar af þessu tagi kosta talsverðar fjárhæðir og sömdu farmenn um að taka á sig hluta af kostnaðinum með 10 ólaunuðum yfirvinnutímum á ári. Í samningi vélstjóra og útvegsmanna er kveðið á um að slíkar tryggingar verði greiddar af óskiptum hlut. Um þetta hefur hinsvegar ekki náðst samkomulag í viðræðum sjómanna og útvegsmanna. Viðræðurnar hafa hinsvegar ekki strandað á þessu at- riði og hefur miðað nokkuð hvað það varðar eftir því sem næst verður komist. Eins og fram hefur komið hafa sjó- menn gagnrýnt dómstóla mjög fyrir að ganga erinda útgerðarmanna í skaðabótakröfum sjómanna gegn út- gerðarmönnum. Björn L. Bergsson, hæstaréttarlögmaður, vill hinsvegar ekki taka svo djúpt í árinni að dóm- stólar hafi verið sjómönnum sérstak- lega andsnúir í þessum efnum. „Vandinn er að þegar á að reyna á bótaábyrgð útgerðinnar er um venju- legt skaðabótamál að ræða. Sá sem þannig vill byggja á því að annar hafi valdið honum tjóni þarf að sanna það með einhverjum hætti. Sjómenn eiga hinsvegar oft á tíðum erfitt með að sanna slíkt vegna aðstæðna sinna, þar sem slysin gerast oftast úti á sjó og þess er ekki nægjanlega gætt að halda til haga hvernig slysið ber að höndum, sem síðan leiðir til deilna við tryggingafélög um það hver ber ábyrgðina á því að slysið varð. Þessi sönnunarskortur hefur farið hvað verst með sjómennina. Það hefur hinsvegar gengið erfiðlega að fá dóm- stóla til að viðurkenna sérstöðu sjó- manna og að um þá eigi að gilda aðrar reglur en aðrar stéttir landsins,“ seg- ir Björn. Verulegur munur getur verið á slysabótum sjómanna Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Munurinn getur hlaupið á tugmilljónum króna Verulegur munur getur verið á slysatryggingum sjómanna eftir því hvort bætur eru greiddar sam- kvæmt samningsbundnum slysatryggingum eða samkvæmt reglum skaðabótalaga. Slysatryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál sjómannasamtak- anna í kjaraviðræðum við útvegsmenn, enda segja sjómenn tryggingar sínar óviðunandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.