Morgunblaðið - 17.05.2001, Page 68

Morgunblaðið - 17.05.2001, Page 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJI áratugurinn boðar byltingu, talið kemur til sögunnar. Þessi um- skipti hafa legið í loftinu, tilraunir með hljóðsetningu hafnar fyrir all- nokkru hjá flestöllum kvikmyndaver- unum. M.a. hafði Warner notað hljóð- upptökur með góðum árangri í hluta myndarinnar Don Juan, árið 1926. Nú stígur kvikmyndaverið skrefið til fulls, búið að ganga í gegnum erfið- leikatímabil, allt lagt undir, sakir óvæntra vinsælda Don Juan. Fyrsta talmyndin, The Jazz Singer, er frum- sýnd í október ’27, og viðtökurnar fara fram úr jafnvel villtustu draum- um Warner-bræðra. Um leið og Al Jolson hefur raust sína og syngur „Toot, Toot, Tootsie“, „Goodbye“ og „Mammy“, fer allt á annan endann í kvikmyndahúsum Norður-Ameríku. Ljóst að ekki yrði til baka snúið; nýtt tímabil hafið í kvikmyndasögunni. Ári síðar er talæðið búið að grípa um sig um allan hinn vestræna heim. Sovésku stórleikstjórarnir Pudovkin, Alexandrov og Eisenstein voru þó ekki á eitt sáttir; töldu að tal og hljóð- brellur gerðu kvikmyndina að „vondu leikhúsi“ (’28). Þetta ár frumsýnir Eisenstein stórvirkið Október, í til- efni 10 ára afmælis byltingarinnar, sem þegar er farin að éta börnin sín og þurfti leikstjórinn því að stytta verkið til muna. Klippa m.a. út alla kafla þar sem Trotskí kom við sögu. Myndin er þögul, en meistara Eisen- stein, sem öðrum vantrúuðum, átti eftir að snúast hugur. Hitchcock setti t.a.m. Blackmail, fyrstu, bresku tal- myndina, á markaðinn um jólin ’28. Liturinn kemur einnig við sögu, The Black Pirate (’26), nýjasta mynd Douglas Fairbanks, er sú fyrsta í fullri lengd, í tveggja tóna Techni- color-litum. Tvö, ný kvikmyndaver eru stofnuð, örlög þeirra verða ólík. MGM (’24), varð samstundis það stæsta um árabil, en RKO (’29), náði aldrei reisn „hinna stóru“, kvik- myndavera Hollywood. Óskarsverðlaunaveislan hefst Annar stórviðburður sem á sér stað á þriðja áratugnum er upphaf frægðarferils Óskarsins, eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaheimsins. Bandaríska kvikmyndaakademían (AMPAS) er stofnuð ’28, fyrir til- stuðlan Louis B. Meyer. Með þátt- töku fulltrúa úr flestum greinum kvikmyndagerðarinnar og fyrsta verkefni hennar er að koma á fót ár- legri verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi árangur á þeim svið- um. 16. maí ’29 er fyrsta Óskarsverð- launahátíðin haldin með tilheyrandi pompi og pragt. Verðlaunahafarnir eru þrettán, þeirra helstir leikarinn Emil Jannings (The Way Of All Flesh og The Last Command) og leikkonan Janet Gaynor (Sunrise, Seventh Heaven og Street Angel). Besti leikstjórinn er kjörinn Frank Borzage, en Wings besta mynd árs- ins. Tveir listamenn fá „sérstök verð- laun“; Chaplin fyrir fjölhæfni (leik- stjórn, handrit, leik og framleiðslu The Circus) og Warner-bræður fyrir tímamótaverkið The Jazz Singer. Líflegur áratugur Árið 1921 hefst með látum á meg- inlandinu. Victor Sjöström frumsýnir í Stokkhólmi Körkarlen, byggðri á sögu Selmu Lagerlöf. Une brute, mynd Daniels Pompard, særir sóma- tilfinningu hinna hreinlífu Frakka, og er bönnuð. Stórstjarnan Douglas Fairbanks móðgast svo hressilega út í sömu þjóð, að hann heitir því að stíga aldrei framar á franska grund. Ástæðan slæmir dómar þarlendra um frammistöðu leikarans sem D’Artagnan, í Musterisriddurunum þrem. Myndin er framleidd í nýju kvikmyndaveri Pathé í París. Frans- maðurinn Abel Gance kemst á blöð sögunnar með Napoleon. Myndin er þrír og hálfur tími á lengd og búin að ganga í gegnum ótrúlega erfiðleika, en þykir meistaraverk. Chaplin setur allt á annan endann er hann heimsækir heimaborg sína, London. Mikla athygli vekur sýning myndarinnar The Lodger (’26), fram- úrskarandi góðrar spennumynd, gerðrar af kornungum (25 ára) skrif- stofumanni, Alfred Hitchcock að nafni. Austur í Moskvu frumsýnir hinn 26 ára gamli Eisenstein Beitiskipið Pót- emkin. Eina af perlum kvikmynda- sögunnar með mörgum, ódauðlegum atriðum, Odessa-tröppunum o.fl. Í Danmörku setur leikstjórinn Benjamin Christensen landa sína úr jafnvægi með myndinni Heksen – Galdrar í gegnum tíðina. Áhrifarík í heimildarmyndastíl um galdra og dára, allt frá miðöldum til samtímans. Leikur Christensen paurann sjálfan en myndin á eftir að valda miklum deilum innan lands sem utan. Landi hans, Carl Dreyer, vekur nokkra at- hygli með mynd um Jóhönnu af Örk (’28). Fyrsta talmynd þýska fyrirtæk- isins UFA á eftir að verða klassík, sjálfur Blái engillinn (’30), sem gerir alþjóðastjörnu úr Marlene Dietrich, undir handleiðslu Josefs von Stern- berg. Hann snýr aftur heim til að stýra leikkonunni og hinum magnaða Emil Jannings. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um þann þriðja og Evrópu, án þess að geta hneykslunarhell- unnar L’Age d’or’ (’30) eftir meistara Luis Buñuel, með hjálp vina sinna og landa, Salvador Dali og Juan Miró. Súrrealísk myndin er hvöss og háðsk ádeila á borgarastéttina og fer ekki síst fyrir brjóstið á gyðingahöturum, sem í marggang vinna spellvirki í tengslum við sýningarnar í París. Vestan hafs gerir The Kid, nýjasta mynd Chaplins, stormandi lukku árið 1921. Ekki síst frammistaða hins unga Jackie Coogan í titilhlutverkinu. Fjórum árum síðar kemur meistara- verkið Gullæðið – The Gold Rush fram á sjónarsviðið, og er ákaflega vel tekið. Litli flækingurinn aldrei betri en japlandi á skóreimum sínum í fimbulkulda norðurslóða og brauð- snúðadansinn verður eitt af ódauð- legum augnablikum kvikmyndanna. Chaplin lýkur einnig við The Circus á áratugnum. Myndin inniheldur nokk- ur sígild atriði með litla flækingnum, en viðtökurnar ekki jafn stórkostleg- ar og hvað snerti Gullæðið. Stór- myndin The Four Horsemen Of the Apocalypse (’21), fær metaðsókn. Ári síðar hefst sigurganga Boðorðanna 10 (’22) eftir Cecil B. De Mille. 1925 kemur Ben Húr, önnur biblíumynd, talsvert á óvart. Kostnaðurinn, 4 milljónir dala, þykir himinhár og myndin er búin að vera á annað ár í framleiðslu, sem þá var óþekkt fyr- irbrigði. Hvað sem öllu líður á mynd- in eftir að skila stórgróða. Douglas Fairbanks viðheldur sinni slípuðu stórstjörnuímynd, með vel- lukkuðum, feykivinsælum ævintýra- og skylmingamyndum á borð við The Thief of Bagdad (’24). Sama ár vekur vestrinn Iron Horse mikla athygli, ekki síst á leikstjóra sínum, John Ford, sem siglir með myndinni inn í eftirminnilega frjótt tímabil hjá Fox. Hæfileikaflótti í vesturátt Allt frá því að bandaríski kvik- myndaiðnaðurinn nær yfirburðum, m.a. vegna rúmra peningaráða, markvissrar stjörnusköpunar og skilningi á mikilvægi góðra leikstjóra, fer að bera á gagnkvæmum vilja fyrir því að áberandi kvikmyndagerðar- menn flytji vestur um haf. Má segja að straumurinn hafi haldist óslitinn síðan. Við upphaf áratugarins fær ítalski hjartaknúsarinn Rudolph Val- entino bandarísk kvenmannshjörtu til að slá hraðar en áður þekkist. Ástæðan fimlegur lima- og vopna- burður og tangósveifla í The Four Horsemen Of the Apocalypse. Róm- anska kvennagullið hafði reyndar hlúð að rósabeðum og öðrum jarð- argróðri í Miðgarði, fyrst eftir að hann tók land í New York. Þaðan lá leiðin um San Fransisco, til Holly- wood og á hvíta tjaldið. Myndir hans náðu meiri vinsældum meðal kven- þjóðarinnar en áður hafði þekkst, lík- lega er hann fyrsta ofurstjarna kvik- myndasögunnar. Myndir á borð við Blóð og sand, Scaramouche og Fang- ann í Zenda setja aðsóknarmet. Frægðarferlinum lýkur snögglega, þegar Valentino fellur frá úr líf- himnubólgu árið 1926, aðeins 31 árs. Á toppi frægðarinnar, dáður af millj- ónum kvenna um allan heim. 1924 kemur Greta Garbo, óþekkt, sænsk leikkona, fram í sviðsljósið, í myndum leikstýrðum af Mauritz Stiller. Ári síðar vekur hún lukku í Joyless Street, mynd þýska leikstjór- ans G.W. Pabst. Meyer verður hug- fanginn af myndum Stillers og vill að hann endurgeri Gösta Berlingssögu í Hollywood. Stiller samþykkir með einu skilyrði – að Garbo fylgi með í samningnum. Þar með verður ein kunnasta goðsögn kvikmyndanna til, fyrir tilstilli hádramatískra stór- mynda. Málin þróast hinsvegar þann- ig í Vesturheimi að Stiller nær sér ekki á strik og fellur frá ’28, þegar sköpunarverk hans er að vinna að átt- undu mynd sinni vestra. Garbo siglir hraðbyri í að verða vinsælasta kven- stjarna samtímans með myndum eins og Flesh and the Devil (’26), Love (’27) og Wild Orchids (’29). Toppar áratuginn með Önnu Christie (’30), fyrstu talmynd sinni, sem auglýst er á einfaldan hátt: „Garbo Talks!“ Þýskir leikstjórar verða eftirsótt innflutningsvara í kvikmyndaborg- inni. Fritz Lang kemst á hvers manns varir með Dr. Mabuse (’21), Kriem- hilds Rache (’22) og ekki síst Metro- polis (’27). Undir lok áratugarins er hann farinn að pakka saman í Þýska- landi. F.W. Murnau er annar hæfi- leikamaður sem verður heimsfrægur fyrir snilldarverk á borð við Nosfe- ratu (’22), Der letzte Mann (’24), Tar- tüff og Faust (’27). Þá þótti Fox orðið tímabært að fá hann til starfa á Kyrrahafströndinni, þar sem hann lauk við nokkrar myndir á þriðja ára- tugnum, Sunrise (’27) þeirra frægust. Þýski leikstjórinn Ernst Lubitsch, sem getið hefur sér frægðarorð fyrir myndirnar Carmen, Madame Dub- arry, o.fl., kemur til Hollywood til að nema nýjustu tækni kvikmyndagerð- ar og kynna Ástir Faraósins, sem hann hefur í farangrinum. Fær fjölda tilboða, lífið brosir við hinum tæplega þrítuga hæfileikamanni. Mary Pick- ford verður fyrst til að ráða hann til stjórnunarstarfa vestra, í myndinni Rosita (’23). Þá er ógetið Svíans Vict- ors Sjöström, sem skapar meist- araverkið The Wind (’28) í sínum nýju heimkynnum, með Lillian Gish í aðalhlutverki. Hláturinn lengir lífið Frá fyrstu tíð eru gamanmyndir eitt eftirsóttasta skemmtiefnið í bíó- unum. Chaplin stórstjarna, The Key- stone Cops, o.fl. Á þriðja áratugnum koma ný, stórkostleg andlit fram á sjónarsviðið. Harold Lloyd er snill- ingurinn á bak við gleðigjafana Saf- ety Last (’22) og Why Worry (’23). Marx-bræður innleiða nýjan og ferskan tón í grínmyndina um miðjan áratuginn. Algjört virðingarleysi og yfirgangur er þeirra aðal; Chico, Harpo, Groucho og Zeppo, er ekkert heilagt. Líkt og kemur fram í Too Many Kisses (’25), The Coconuts (’29), og ekki síst, fyrstu klassíkinni, Animal Crackers (’30). Blómatími Busters Keaton er þriðji áratugurinn, er hann sendir frá sér gullmolana The Three Ages, Our Hospitality, Sherlock, Jr., The Navigator og síð- ast en ekki síst The General (’27). Þá er ógetið heiðurskarlanna Stans Laurel og Olivers Hardy, vinsælasta gamantvíeykis sögunnar. Þeir fá sjaldnast efni þeim samboðið, en nokkur verk frá þriðja áratugnum, t.d. Double Whooppy, Below Zero og Hog Wild, eru með þeirra bestu. Áratugur talmyndanna Napoleon. Myndin er 3½ tími á lengd, en þykir meistaraverk. Chaplin í The Gold Rush. Úr The Jazz singer frá 1927, fyrsta myndin í fullri lengd sem var með hljóði. Bíóöldin1921-1930 eftir Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.