Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 57

Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 57 ÁRLEG móttaka Fulbright-stofnunarinnar í Iðnó 23. maí sl. var haldin til heiðurs þeim íslensku styrkþegum er hlutu Fulbright-styrk í ár til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Þetta árið hlutu alls 15 nemendur styrk og var þeim veitt viðurkenning. Á myndinni er Lára Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fulbright- stofnunarinnar ásamt styrkþegunum, en nokkrir styrk- þegar voru erlendis. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hlutu styrk frá Fulbright-stofnuninni ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns Íslands hefur nýlega gefið út og sent til heimildarmanna sinna spurningaskrá 101 um útileiki ásamt aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku Skrá 101 er samstarfsverkefni safnfræðslu og þjóðháttadeildar í Þjóðminjasafni. Þar er spurt um útileiki af ýmsu tagi á 20. öld, m.a. gullabú, eltingaleiki, feluleiki, farartæki, útileiktæki, vetrarleiki, úrtöluþulur, prakkarastrik og margt fleira. Efni sem safnast verður skráð á þjóðháttadeild og notað í safnkennslu Þjóðminja- safnsins. Mikilvægt er, að heimild- armenn úr sem flestum héruðum svari skránni og er hún ætluð fólki á öllum aldri. Sama er að segja um aukaspurn- ingu um öskudag og hrekkjavöku, en þar er meðal annars spurt um þróun öskudagstilhalds undanfarin ár/áratugi svo og dæmi um hrekk- javökusiði á Íslandi og notkun á grímum og grímubúningum við ýmis tækifæri. Spurningar um útileiki, öskudag og hrekkjavöku eru aðgengilegar á heimasíðu Þjóðminjasafnsins: www.natmus.is. Þörf er fyrir fólk á öllum aldri sem er reiðubúið að vera á skrá hjá þjóðháttadeild og svara reglulega spurningaskrám, hvort heldur er með penna eða á netinu. Sjálfboðaliðar geta hringt í síma 5302226 eða sent tölvupóst í netfangið halla@natmus.is. Spurninga- skrá um eltingaleiki og öskudag ÁRLEG vorferð Foreldrafélags misþroska barna verður farin sunnudaginn 10. júní næstkomandi í sumarbústað Normannslaget í Heiðmörk. Stefnt er að því að hittast þar um tvöleytið síðdegis, fara í leiki og gönguferðir og snæða saman nesti. Á staðnum er útigrill ef fólk kýs að grilla sér í matinn. Best er að finna bústaðinn með því að aka Suðurlandsveg og beygja til hægri við vegarskilti sem vísar inn í Heiðmörk nokkru áður en komið er að Lögbergsbrekkunni. Svo er ekið inn áfram uns bústað- urinn sést á vinstri hönd, svo er beygt til vinstri og stansað á bíla- stæði þar. Upplýsingar um ferðina má einn- ig fá á heimasíðu félagsins á www.obi.is/ADHD.htm Vorferð for- eldrafélags misþroska barna ♦ ♦ ♦ DAGSKRÁ verður í Skálholti í til- efni „Bjartra daga“ í Biskupstung- um nk. laugardag og sunnudag. Laugardaginn 9. júní verður há- degisverður, gönguferð á söguslóðir, staðarskoðun og kaffihlaðborð. Kl. 16.00 heldur Árni Þ. Árnason fyrr- verandi skrifstofustjóri erindi um veraldarvafstur Skálholtsbiskupa. Tónleikar verða í kirkjunni kl.17 og tíðagjörð að fornum sið kl.18.00 og miðaldakvöldverður með dagskrá undir borðum. Sunnudaginn 10. júní verður messa kl. 11 f.h. Eftir hádeg- isverð verður gönguferð á söguslóðir og tónleikar verða í kirkjunni kl. 17.00. Um kvöldið verður á boðstól- um 17. aldar kvöldverður með við- eigandi dagskrá undir borðum. Dagskrá í Skálholti ÁRLEG veiði- og skemmtiferð barnahóps Gigtarfélags Íslands verður haldin að Reynisvatni laug- ardaginn 9. maí nk. Mæting við Reynisvatn kl. 10:30. Grillað verður kl. 11:30 og við áætlum að vera á staðnum til kl. 14:00. Allir eru vel- komnir og það er ekki skilyrði að vera félagi í barnahóp Gigtarfélags- ins. Nauðsynlegt er að hafa með sér veiðistöng. Verð kr. 750 á mann. Pylsa, gos og veiðileyfi innifalið. Barnaferð Gigtarfélagsins ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.