Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 57 ÁRLEG móttaka Fulbright-stofnunarinnar í Iðnó 23. maí sl. var haldin til heiðurs þeim íslensku styrkþegum er hlutu Fulbright-styrk í ár til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Þetta árið hlutu alls 15 nemendur styrk og var þeim veitt viðurkenning. Á myndinni er Lára Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fulbright- stofnunarinnar ásamt styrkþegunum, en nokkrir styrk- þegar voru erlendis. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hlutu styrk frá Fulbright-stofnuninni ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns Íslands hefur nýlega gefið út og sent til heimildarmanna sinna spurningaskrá 101 um útileiki ásamt aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku Skrá 101 er samstarfsverkefni safnfræðslu og þjóðháttadeildar í Þjóðminjasafni. Þar er spurt um útileiki af ýmsu tagi á 20. öld, m.a. gullabú, eltingaleiki, feluleiki, farartæki, útileiktæki, vetrarleiki, úrtöluþulur, prakkarastrik og margt fleira. Efni sem safnast verður skráð á þjóðháttadeild og notað í safnkennslu Þjóðminja- safnsins. Mikilvægt er, að heimild- armenn úr sem flestum héruðum svari skránni og er hún ætluð fólki á öllum aldri. Sama er að segja um aukaspurn- ingu um öskudag og hrekkjavöku, en þar er meðal annars spurt um þróun öskudagstilhalds undanfarin ár/áratugi svo og dæmi um hrekk- javökusiði á Íslandi og notkun á grímum og grímubúningum við ýmis tækifæri. Spurningar um útileiki, öskudag og hrekkjavöku eru aðgengilegar á heimasíðu Þjóðminjasafnsins: www.natmus.is. Þörf er fyrir fólk á öllum aldri sem er reiðubúið að vera á skrá hjá þjóðháttadeild og svara reglulega spurningaskrám, hvort heldur er með penna eða á netinu. Sjálfboðaliðar geta hringt í síma 5302226 eða sent tölvupóst í netfangið halla@natmus.is. Spurninga- skrá um eltingaleiki og öskudag ÁRLEG vorferð Foreldrafélags misþroska barna verður farin sunnudaginn 10. júní næstkomandi í sumarbústað Normannslaget í Heiðmörk. Stefnt er að því að hittast þar um tvöleytið síðdegis, fara í leiki og gönguferðir og snæða saman nesti. Á staðnum er útigrill ef fólk kýs að grilla sér í matinn. Best er að finna bústaðinn með því að aka Suðurlandsveg og beygja til hægri við vegarskilti sem vísar inn í Heiðmörk nokkru áður en komið er að Lögbergsbrekkunni. Svo er ekið inn áfram uns bústað- urinn sést á vinstri hönd, svo er beygt til vinstri og stansað á bíla- stæði þar. Upplýsingar um ferðina má einn- ig fá á heimasíðu félagsins á www.obi.is/ADHD.htm Vorferð for- eldrafélags misþroska barna ♦ ♦ ♦ DAGSKRÁ verður í Skálholti í til- efni „Bjartra daga“ í Biskupstung- um nk. laugardag og sunnudag. Laugardaginn 9. júní verður há- degisverður, gönguferð á söguslóðir, staðarskoðun og kaffihlaðborð. Kl. 16.00 heldur Árni Þ. Árnason fyrr- verandi skrifstofustjóri erindi um veraldarvafstur Skálholtsbiskupa. Tónleikar verða í kirkjunni kl.17 og tíðagjörð að fornum sið kl.18.00 og miðaldakvöldverður með dagskrá undir borðum. Sunnudaginn 10. júní verður messa kl. 11 f.h. Eftir hádeg- isverð verður gönguferð á söguslóðir og tónleikar verða í kirkjunni kl. 17.00. Um kvöldið verður á boðstól- um 17. aldar kvöldverður með við- eigandi dagskrá undir borðum. Dagskrá í Skálholti ÁRLEG veiði- og skemmtiferð barnahóps Gigtarfélags Íslands verður haldin að Reynisvatni laug- ardaginn 9. maí nk. Mæting við Reynisvatn kl. 10:30. Grillað verður kl. 11:30 og við áætlum að vera á staðnum til kl. 14:00. Allir eru vel- komnir og það er ekki skilyrði að vera félagi í barnahóp Gigtarfélags- ins. Nauðsynlegt er að hafa með sér veiðistöng. Verð kr. 750 á mann. Pylsa, gos og veiðileyfi innifalið. Barnaferð Gigtarfélagsins ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.