Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 13 herra GARÐURINN KRINGLUNNI UTSALAN er hafin sumarbarða 4%. Svipuð nið- urstaða fékkst við talningu fjórum vikum seinna, en við þriðju talninguna var hlutfall negldra vetrarbarða komið niður í 44% og hlutfall sum- arbarða komið upp í 23%. Í síðustu talningunni hinn 17. maí, var hlutfall sumarbarða komið upp í 65% og hlutfall negldra vetrarbarða komið niður í 2%. Í könnuninni var hlutfall harðkornahjólbarða vart mælanlegt, en komst hæst í 1%, í þriðju talning- unni. Haraldur Sigþórsson og Sigríður Ragna Jónsdóttir hjá verkfræðistofunni Línuhönn- un unnu könnunina. NOTKUN harðkornahjól- barða var áberandi lítil í Reykjavík í vetur og vor, og náði vart 1% allra hjólbarða undir bifreiðum, samkvæmt könnun, sem unnin var fyrir gatnamálastjórann í Reykja- vík. Könnunin leiddi ennfrem- ur í ljós að hlutfall negldra vetrarhjólbarða hrapaði úr 45% í 2% á fjórum vikum, á tímabilinu 20. apríl til 17. maí en á árunum 1983-1997 var notkun negldra vetrarbarða um 10% þegar komið var fram í maí. Athugað var á hvernig hjól- börðum bifreiðir höfuðborg- arbúa voru, og voru alls gerð- ar fjórar viðamiklar talningar á fjögurra vikna fresti frá febrúar til maí, auk þriggja einfaldra talninga. Talið var á fjórum svæðum í Reykjavík, á bílastæðum Mjóddar, Kringl- unnar, Háskólabíós og á bíla- stæðum í miðborg Reykjavík- ur. 64% á negldum hjólbörðum Í fyrstu talningunni voru skoðaðir hjólbarðar á 1.024 bifreiðum og reyndust þá negldir vetrarbarðar vera 64% allra hjólbarða, 32% hjól- barðanna voru ónegldir vetr- arbarðar og þá var hlutfall Lítil notkun harðkorna- hjólbarða Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Hlutfall negldra vetrar- hjólbarða hrapaði úr 45% í 2% á tímabilinu 20. apríl til 17. maí. VINNUFLOKKUR, sem hefur verið að malbika Hringbrautina að undan- förnu, neyddist til að fara frá hálfkláruðu verki í gær vegna bilunar í malbikunar- stöð á staðnum. Þörf er á mikilli malbikunarframleiðslu við Hringbrautina og var ekki unnt að halda áfram vinnu þar þegar stöðin bilaði. Vinnuflokkurinn hefur tvær malbikunarstöðvar og brá á það ráð að nota þá sem í lagi er fyrir malbikun í Borgartúni og Höfðatúni þangað til hægt verður að hefja malbikunarframleiðslu af fullum krafti við Hring- braut á nýjan leik. Malbikunarvinna í Reykja- vík hefur að öðru leyti gengið vel í sumar ef frá eru taldar tafir vegna nýafstaðinna rigningarkafla að sögn Guð- bjarts Sigfússonar hjá gatna- málastjóra. Þrír verktakar annast malbikun fyrir gatna- málastjóra í sumar en alls eiga 26 þúsund tonn af slit- lagi að fara á götur borg- arinnar samkvæmt verkút- boðum. Umfang malbikunar- framkvæmdanna er álíka mikið og í fyrra. Götur borgarinnar teljast ekki vera illa farnar eftir til- tölulega hagstæðan vetur og því lítið um skemmdir um- fram eðlilegt slit. Ástand gatnanna er því lítt sambæri- legt við ástandið í fyrravor, en þá hafði einn versti vetur í áratug farið óblíðum höndum um göturnar, ökumönnum til mikillar armæðu. Morgunblaðið/Þorkell Borgartúnið malbikað en Hringbrautin bíður betri tíma. Hlé á malbikun vegna bilunar Vesturbær FJÖGUR sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu hafa sam- þykkt að stofnað verði einka- hlutafélag um rekstur fasteigna Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og að byggðasamlaginu eða einka- hlutafélaginu verði veitt heimild til lántöku allt að 190 milljónir króna vegna fram- kvæmda að Skútahrauni 6, þar sem verið er að byggja nýja slökkvistöð SHS. Borg- arráð, Hreppsráð Bessastaða- hrepps, bæjarráð Garðabæjar og bæjarráð Mosfellsbæjar hafa þegar samþykkt stofnun einkahlutafélagsins og verður málið afgreitt í Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi á næstunni. Í stjórn SHS, sem í eiga sæti borgarstjórinn í Reykja- vík og bæjarstjórar sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, var samþykkt á sínum tíma að stofna einkahlutafélag um rekstur fasteigna slökkviliðs- ins, annars vegar til rekstrar- hagræðis og hins vegar til samræmis við fyrirséðar breytingar á reikningsskila- venjum sveitarfélaga vegna fasteigna í þeirra eigu. Í kjölfarið var leitað sam- þykkis þeirra sjö sveitar- félaga sem standa að rekstri SHS og standa. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur yfir að ráða þremur slökkvi- stöðvum á höfuðborgarsvæð- inu, að Tunguhálsi og Skóg- arhlíð í Reykjavík auk hinnar nýju stöðvar sem verið er að byggja við Skútahraun 6 í Hafnarfirði. Leggja á þessar eignir inn sem hlutafé í vænt- anlegt einkahlutafélag en verðmæti þeirra nemur um 469 milljónum króna. Samþykkt að stofna einkahluta- félag um rekstur fasteigna SHS Höfuðborgarsvæðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.