Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 12.07.2001, Síða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 21 Í DÖLUM er mikið um að vera þessa dagana. Daladagar verða haldnir allar helgar í júlí og er margt skemmtilegt í boði. Daladagar byrja um kl. 17 á föstudögum og þá verða ávallt óvæntar uppákomur. Þeim lýkur seinnipart sunnudags. Á laug- ardag og sunnudag verður Leifshá- tíð á Eiríksstöðum. Hún var fyrst haldin í fyrrasumar og tókst mjög vel. Hátíðin verður sett kl. 13 á laugardag og á sunnudag heldur hún áfram. Þá verður hátíð- arsvæðið opnað kl. 12 og verður op- ið til kl. 17 með ýmsum uppá- komum. Á laugardag og sunnudag verður frítt í veiði í Haukadalsvatni. Laugardaginn 21. júlí verður opið hús hjá bændum á Sauðafelli. Þar er hægt að sjá m.a. hunda, ketti, kálfa og íslenskar hænur. Frítt verður í veiði í Ólafsdalsá þá helgi. Laugardaginn 28. júlí verður söguganga á Laugum undir leið- sögn Birnu Lárusdóttur. Á milli kl. 15 og 20 verða bændur á Erps- stöðum með opið fjós hjá sér. Kýr verða sóttar kl. 17:30 og mjólkaðar kl. 18. Ferðamenn hafa verið áhuga- samir um þann merka sögustað sem Eiríksstaðir eru. Hópar komu í all- an vetur og vildi fólk bregða sér aft- ur í aldir á bæ Eiríks rauða og Leifs heppna. Margt verður hægt að gera sér til gamans á Leifshátíðinni um helgina. Á svæðinu verða um 30 innlendir og erlendir víkingar að störfum við handverk eins og vefnað, myntslátt, járnsmíði, útskurð o.m.fl. Einnig verða þeir með forna leiki, spil og þrautir, lesa í rúnir og starfa við eldunarstörf. Rimmugígur sýnir vopnfimi og handverk. Einnig verð- ur sala á handunnum vörum. Sagna- göngur verða farnar um söguslóðir í Haukadal með staðkunnugum leið- sögumönnum. Víkingamarkaður verður starf- ræktur báða dagana og þar verður hægt að sjá víkinga að störfum. Fjölskylduatleikir verða iðkaðir, glíma sýnd og sagt frá víkinga- og íþróttaleikjum, meðal annars verða sýnd fangbrögð, riðið til orrustu, ýmiss konar reipdráttur og krafta- sýning með fornu ívafi.Gamlir tafl- leikir verða kenndir og áhorfendum boðið að taka þátt í leikjum. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka með varðeldi og Nikkó- lína spilar undir sléttusöng. Halli Reynis spilar svo og syngur. Leifshátíð á Eiríks- stöðum um helgina Merkingarnar eru góðar og áberandi. Þetta skilti stendur við Haukadalsá, þar sem beygt er inn í Haukadalinn þar sem Eiríksstaðir eru. Morgunblaðið/GuðrúnEiríksstaðir, fæðingarstaður Leifs heppna. Búðardalur FRÁ og með næsta hausti verður vegurinn milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur bundinn slitlagi alla leið. Síðar í þessum mánuði hefjast framkvæmdir við um fjögurra kíló- metra kafla við Smyrlabjörg í Suð- ursveit, sem er síðasti kaflinn á þess- ari leið sem ekki er bundinn slitlagi. Sjö tilboð bárust í framkvæmdina og voru opnuð á mánudag. Það lægsta, frá SG vélum ehf. á Djúpa- vogi, hljóðaði upp á 35,5 milljónir og það hæsta, frá Jarðverki á Horna- firði, upp á tæpar 52 milljónir. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 41,7 milljónir. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni verður í næstu viku tekin ákvörðun um að hvaða tilboði verður gengið. Framkvæmdinni á að vera lokið í október. Vegarstæðið verður næstum því óbreytt og verð- ur hægt að aka um veginn meðan á framkvæmdum stendur. Vegaframkvæmdir í Suðursveit Lægsta tilboð 35,5 milljónir Suðurland VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð í endurbyggingu brúar á Ströngukvísl á Vesturheiðarvegi í Austur-Húna- vatnssýslu. Brúin, sem fyrir var, var byggð 1983 og tók yfirbyggingu hennar af síðla vetrar árið 2000. Ný endurbætt brú verður jafn löng gömlu brúnni eða 25 m en stöplarnir verða 1,8 til 2,3 metrum hærri en áð- ur. Heildarbreidd brúarinnar verður fjórir metrar. Brúin verður með nýj- um stálbitum og timburgólfi. Lægsta tilboðið af sex, frá Guð- laugi Einarssyni á Sauðárkróki, hljóðaði upp á rúmar 19,8 milljónir og það hæsta, frá Sólfelli ehf. í Borg- arnesi, upp á 25,9 milljónir. Kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar var 16,5 milljónir. Brúarsmíðinni skal vera lokið 30. september nk. Tilboð opnuð í brúar- gerð yfir Ströngukvísl Lægsta tilboð 19,8 milljónir Húnavatnssýsla ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.