Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 21 Í DÖLUM er mikið um að vera þessa dagana. Daladagar verða haldnir allar helgar í júlí og er margt skemmtilegt í boði. Daladagar byrja um kl. 17 á föstudögum og þá verða ávallt óvæntar uppákomur. Þeim lýkur seinnipart sunnudags. Á laug- ardag og sunnudag verður Leifshá- tíð á Eiríksstöðum. Hún var fyrst haldin í fyrrasumar og tókst mjög vel. Hátíðin verður sett kl. 13 á laugardag og á sunnudag heldur hún áfram. Þá verður hátíð- arsvæðið opnað kl. 12 og verður op- ið til kl. 17 með ýmsum uppá- komum. Á laugardag og sunnudag verður frítt í veiði í Haukadalsvatni. Laugardaginn 21. júlí verður opið hús hjá bændum á Sauðafelli. Þar er hægt að sjá m.a. hunda, ketti, kálfa og íslenskar hænur. Frítt verður í veiði í Ólafsdalsá þá helgi. Laugardaginn 28. júlí verður söguganga á Laugum undir leið- sögn Birnu Lárusdóttur. Á milli kl. 15 og 20 verða bændur á Erps- stöðum með opið fjós hjá sér. Kýr verða sóttar kl. 17:30 og mjólkaðar kl. 18. Ferðamenn hafa verið áhuga- samir um þann merka sögustað sem Eiríksstaðir eru. Hópar komu í all- an vetur og vildi fólk bregða sér aft- ur í aldir á bæ Eiríks rauða og Leifs heppna. Margt verður hægt að gera sér til gamans á Leifshátíðinni um helgina. Á svæðinu verða um 30 innlendir og erlendir víkingar að störfum við handverk eins og vefnað, myntslátt, járnsmíði, útskurð o.m.fl. Einnig verða þeir með forna leiki, spil og þrautir, lesa í rúnir og starfa við eldunarstörf. Rimmugígur sýnir vopnfimi og handverk. Einnig verð- ur sala á handunnum vörum. Sagna- göngur verða farnar um söguslóðir í Haukadal með staðkunnugum leið- sögumönnum. Víkingamarkaður verður starf- ræktur báða dagana og þar verður hægt að sjá víkinga að störfum. Fjölskylduatleikir verða iðkaðir, glíma sýnd og sagt frá víkinga- og íþróttaleikjum, meðal annars verða sýnd fangbrögð, riðið til orrustu, ýmiss konar reipdráttur og krafta- sýning með fornu ívafi.Gamlir tafl- leikir verða kenndir og áhorfendum boðið að taka þátt í leikjum. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka með varðeldi og Nikkó- lína spilar undir sléttusöng. Halli Reynis spilar svo og syngur. Leifshátíð á Eiríks- stöðum um helgina Merkingarnar eru góðar og áberandi. Þetta skilti stendur við Haukadalsá, þar sem beygt er inn í Haukadalinn þar sem Eiríksstaðir eru. Morgunblaðið/GuðrúnEiríksstaðir, fæðingarstaður Leifs heppna. Búðardalur FRÁ og með næsta hausti verður vegurinn milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur bundinn slitlagi alla leið. Síðar í þessum mánuði hefjast framkvæmdir við um fjögurra kíló- metra kafla við Smyrlabjörg í Suð- ursveit, sem er síðasti kaflinn á þess- ari leið sem ekki er bundinn slitlagi. Sjö tilboð bárust í framkvæmdina og voru opnuð á mánudag. Það lægsta, frá SG vélum ehf. á Djúpa- vogi, hljóðaði upp á 35,5 milljónir og það hæsta, frá Jarðverki á Horna- firði, upp á tæpar 52 milljónir. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 41,7 milljónir. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni verður í næstu viku tekin ákvörðun um að hvaða tilboði verður gengið. Framkvæmdinni á að vera lokið í október. Vegarstæðið verður næstum því óbreytt og verð- ur hægt að aka um veginn meðan á framkvæmdum stendur. Vegaframkvæmdir í Suðursveit Lægsta tilboð 35,5 milljónir Suðurland VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð í endurbyggingu brúar á Ströngukvísl á Vesturheiðarvegi í Austur-Húna- vatnssýslu. Brúin, sem fyrir var, var byggð 1983 og tók yfirbyggingu hennar af síðla vetrar árið 2000. Ný endurbætt brú verður jafn löng gömlu brúnni eða 25 m en stöplarnir verða 1,8 til 2,3 metrum hærri en áð- ur. Heildarbreidd brúarinnar verður fjórir metrar. Brúin verður með nýj- um stálbitum og timburgólfi. Lægsta tilboðið af sex, frá Guð- laugi Einarssyni á Sauðárkróki, hljóðaði upp á rúmar 19,8 milljónir og það hæsta, frá Sólfelli ehf. í Borg- arnesi, upp á 25,9 milljónir. Kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar var 16,5 milljónir. Brúarsmíðinni skal vera lokið 30. september nk. Tilboð opnuð í brúar- gerð yfir Ströngukvísl Lægsta tilboð 19,8 milljónir Húnavatnssýsla ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.