Morgunblaðið - 12.07.2001, Page 55

Morgunblaðið - 12.07.2001, Page 55
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 55 VARAFORMAÐUR Sjómanna- sambands Íslands, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, ber sig illa í fjölmiðlum og krefst þess að við hjá Sjómannafélagi Reykjavík- ur biðjum hann afsökunar vegna ásakana okkar á hendur þeim Ey- firðingum um að hafa rofið sam- stöðu sjómanna í verkfallinu. Staðreyndir málsins eru þær að þegar lagasetningin var yfirvof- andi varð samstaða um það innan samninganefndar Sjómannasam- bandsins að grípa til þess ráðs að aflýsa verkfallinu til að ónýta fyr- irætlanir ríkisstjórnarinnar um að setja lög á kjarabaráttuna eina ferðina enn. Konráð Alfreðsson tók ekki illa í þær hugmyndir í fyrstu. Degi síð- ar lét hann þau orð falla að Hall- dór Ásgrímsson hefði hringt í sig og virtist upp með sér af. Í beinu framhaldi af því varð það ákvörð- un Eyfirðinganna að standa ekki að aflýsingu verkfallsins til að ónýta ekki fyrirætlanir Halldórs og þeirra félaga í ríkisstjórninni um að setja lög á deiluna. Samn- inganefnd SSÍ gaf Konráði alla möguleika á að standa með félög- um sínum að aflýsingu verkfalls- ins. Samninganefnd Sjómannasam- bandsins beið í heilan sólarhring eftir ákvörðun Eyfirðinga – en allt kom fyrir ekki, samstaðan skyldi rofin til að lögin yrðu sett á alla línuna, nema flokksfélaga Kon- ráðs, Helga Laxdal, og Vélstjóra- félag Íslands. Að biðja Konráð Alfreðsson og þá félaga afsökunar nú jafngildir því að við ættum líka að biðja Helga Laxdal afsökunar á gagn- rýni SSÍ og FFSÍ á hendur Vél- stjórafélaginu fyrir að rjúfa sam- stöðu sjómanna með því að undirrita samning sem reyndist jafnvel lakari en sjálf lagasetning- in þegar til kom. Slík afsökunar- beiðni mun ekki koma frá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Þeir flokksfélagarnir Konráð og Helgi geta bara grátið saman, atvinnu- rekendum til skemmtunar, í öllum fjölmiðlum landsins ef þeim þykir það við hæfi. Væntanlega er allur landslýður fyrir löngu orðinn leið- ur á þessum kveinstöfum þeirra framsóknarmanna, enda skiljan- legt. Við hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur höfum leitast við að standa eftir mætti á rétti félagsmanna okkar,hvort sem í hlut hafa átt stórir atvinnurekendur eða stjórn- málaflokkar. Ástæðan fyrir tor- tryggni okkar í garð Konráðs þeg- ar Samherji er annars vegar er einfaldlega sú að Konráð og félag- ar hans hafa látið undir höfuð leggjast að láta þetta stórfyrirtæki sitt fyrir norðan sæta sektum fyrir að brjóta gerða kjarasamninga á félögum sínum. Af eðlilegum ástæðum kvarta síðan aðrir út- gerðarmenn í öðrum landshlutum undan sektargreiðslum til annarra sjómannafélaga vegna slíkra brota. Og nú leggur Konráð það til í fjöl- miðlum að sjómannadagurinn verði fluttur til haustsins. Hvar ætli sú hugmynd eigi upptök sín? Spyr sá sem ekki veit – en grunar um græsku sem endranær. Til að kóróna svo málið er staðið að kosningu Konráðs Alfreðssonar í miðstjórn ASÍ skömmu eftir lagasetningu ríkisstjórnarinnar. Hver ætli hafi átt hugmyndina að því framboði? Ætli Halldór Ás- grímsson hafi hringt? JÓNAS GARÐARSSON, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Afsökun- arbeiðni! Ekki að ræða það Frá Jónasi Garðarssyni: M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Kringlunni 8-12, sími 568 6688 Elégance boutique Laugavegur 25, sími 533 5500 Ú T S A L A Ú T S A L A ÚTSALAN ER HAFIN Skólavörðustíg 10, sími 551 1222 I Rússlandsferð 12. september Ferð verður til Moskvu og Pétursborgar 12.–26. september (15 dagar/14 nætur) og sem fyrr er Haukur Hauksson aðalfararstjóri en hann skipuleggur ferðirnar í samstarfi við rússneska ferðaskrifstofu. Flogið er til Moskvu frá Stokkhólmi og þaðan farið í næturlest á fyrsta farrými til Pétursborgar við Finnskaflóa. Ferðin endar í hinni gömlu höfuðborg keisaraveldisins – Pétursborg en þaðan verður flogið gegnum Kaupmannahöfn á heimleiðinni. Vandað er til dagskrár og menn kynnast hinni merkilegu sögu Rússaveldis. Í Rússlandi er meginlandsloftslag og sumarið nær út septembermánuð. Allar nánari upplýsingar eru á www.austur.com Sendið fyrirspurnir á bjarmaland@strik.is eða hringið í Hauk Hauksson á Íslandi í s. 848 44 29 eða 554 06 66. Ferðaskrifstofan Bjarmaland, Garðaríki ehf., O.O.O Tri kita – turagenstvo. Kringlunni, sími 553 2888 Útsalan byrjuð Mikil verðlækkun Dömu-, herra- og barnaskór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.