Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 12.07.2001, Qupperneq 55
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 55 VARAFORMAÐUR Sjómanna- sambands Íslands, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, ber sig illa í fjölmiðlum og krefst þess að við hjá Sjómannafélagi Reykjavík- ur biðjum hann afsökunar vegna ásakana okkar á hendur þeim Ey- firðingum um að hafa rofið sam- stöðu sjómanna í verkfallinu. Staðreyndir málsins eru þær að þegar lagasetningin var yfirvof- andi varð samstaða um það innan samninganefndar Sjómannasam- bandsins að grípa til þess ráðs að aflýsa verkfallinu til að ónýta fyr- irætlanir ríkisstjórnarinnar um að setja lög á kjarabaráttuna eina ferðina enn. Konráð Alfreðsson tók ekki illa í þær hugmyndir í fyrstu. Degi síð- ar lét hann þau orð falla að Hall- dór Ásgrímsson hefði hringt í sig og virtist upp með sér af. Í beinu framhaldi af því varð það ákvörð- un Eyfirðinganna að standa ekki að aflýsingu verkfallsins til að ónýta ekki fyrirætlanir Halldórs og þeirra félaga í ríkisstjórninni um að setja lög á deiluna. Samn- inganefnd SSÍ gaf Konráði alla möguleika á að standa með félög- um sínum að aflýsingu verkfalls- ins. Samninganefnd Sjómannasam- bandsins beið í heilan sólarhring eftir ákvörðun Eyfirðinga – en allt kom fyrir ekki, samstaðan skyldi rofin til að lögin yrðu sett á alla línuna, nema flokksfélaga Kon- ráðs, Helga Laxdal, og Vélstjóra- félag Íslands. Að biðja Konráð Alfreðsson og þá félaga afsökunar nú jafngildir því að við ættum líka að biðja Helga Laxdal afsökunar á gagn- rýni SSÍ og FFSÍ á hendur Vél- stjórafélaginu fyrir að rjúfa sam- stöðu sjómanna með því að undirrita samning sem reyndist jafnvel lakari en sjálf lagasetning- in þegar til kom. Slík afsökunar- beiðni mun ekki koma frá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Þeir flokksfélagarnir Konráð og Helgi geta bara grátið saman, atvinnu- rekendum til skemmtunar, í öllum fjölmiðlum landsins ef þeim þykir það við hæfi. Væntanlega er allur landslýður fyrir löngu orðinn leið- ur á þessum kveinstöfum þeirra framsóknarmanna, enda skiljan- legt. Við hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur höfum leitast við að standa eftir mætti á rétti félagsmanna okkar,hvort sem í hlut hafa átt stórir atvinnurekendur eða stjórn- málaflokkar. Ástæðan fyrir tor- tryggni okkar í garð Konráðs þeg- ar Samherji er annars vegar er einfaldlega sú að Konráð og félag- ar hans hafa látið undir höfuð leggjast að láta þetta stórfyrirtæki sitt fyrir norðan sæta sektum fyrir að brjóta gerða kjarasamninga á félögum sínum. Af eðlilegum ástæðum kvarta síðan aðrir út- gerðarmenn í öðrum landshlutum undan sektargreiðslum til annarra sjómannafélaga vegna slíkra brota. Og nú leggur Konráð það til í fjöl- miðlum að sjómannadagurinn verði fluttur til haustsins. Hvar ætli sú hugmynd eigi upptök sín? Spyr sá sem ekki veit – en grunar um græsku sem endranær. Til að kóróna svo málið er staðið að kosningu Konráðs Alfreðssonar í miðstjórn ASÍ skömmu eftir lagasetningu ríkisstjórnarinnar. Hver ætli hafi átt hugmyndina að því framboði? Ætli Halldór Ás- grímsson hafi hringt? JÓNAS GARÐARSSON, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Afsökun- arbeiðni! Ekki að ræða það Frá Jónasi Garðarssyni: M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Kringlunni 8-12, sími 568 6688 Elégance boutique Laugavegur 25, sími 533 5500 Ú T S A L A Ú T S A L A ÚTSALAN ER HAFIN Skólavörðustíg 10, sími 551 1222 I Rússlandsferð 12. september Ferð verður til Moskvu og Pétursborgar 12.–26. september (15 dagar/14 nætur) og sem fyrr er Haukur Hauksson aðalfararstjóri en hann skipuleggur ferðirnar í samstarfi við rússneska ferðaskrifstofu. Flogið er til Moskvu frá Stokkhólmi og þaðan farið í næturlest á fyrsta farrými til Pétursborgar við Finnskaflóa. Ferðin endar í hinni gömlu höfuðborg keisaraveldisins – Pétursborg en þaðan verður flogið gegnum Kaupmannahöfn á heimleiðinni. Vandað er til dagskrár og menn kynnast hinni merkilegu sögu Rússaveldis. Í Rússlandi er meginlandsloftslag og sumarið nær út septembermánuð. Allar nánari upplýsingar eru á www.austur.com Sendið fyrirspurnir á bjarmaland@strik.is eða hringið í Hauk Hauksson á Íslandi í s. 848 44 29 eða 554 06 66. Ferðaskrifstofan Bjarmaland, Garðaríki ehf., O.O.O Tri kita – turagenstvo. Kringlunni, sími 553 2888 Útsalan byrjuð Mikil verðlækkun Dömu-, herra- og barnaskór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.