Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.08.2001, Qupperneq 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 27 VERA MÁ að hinir augljósu kostir léttvínsdrykkju felist eftir allt saman alls ekki í víninu sjálfu. Því sé hins vegar þannig farið að þeir sem taki glas af léttu víni fram yfir bjór séu bara einfaldlega gáfaðri, ham- ingjusamari og í betra jafnvægi en hinir bjórþambandi vinir þeirra og félagar eins og fram kemur tímaritinu Archives of Internal Medicine. Rannsókn dr. Erik L. Mortensen og félaga hans við Kaupmannahafnarhá- skóla benda til að þeir sem taki léttvín fram yfir bjór búi sjálfir yfir þeim eiginleikum sem rann- sakendur hafa hingað til bent á sem hina góðu eiginleika létt- vínsins sjálfs. Í hinni dönsku rannsókn tóku þátt 363 karlar og 330 konur á aldrinum 29 til 34 ára. Í ljós kom að léttvíns- drykkju mátti marktækt tengja menntun foreldra, þjóðfélags- stöðu og greindarvísitölu og var munurinn greinilegur hjá báð- um kynjum. Þannig var með- algreindarvísitala bjódrykkju- hópsins 95,2 en 113,2 hjá léttvínsdrykkjuhópnum. Vín- drykkjufólkið reyndist líka vera í betra jafnvægi og sýna færri einkenni um taugaveiklun. Bjór- drykkjufólk reyndist oftar mis- nota áfengi og reykja en ekki var marktækur munur á líkams- þyngd þessara tveggja hópa. Niðurstöðurnar telja vís- indamenn að megi túlka þannig að léttvín drekki frekar þeir sem búa við góðar félagslegar aðstæður, hafi góða greind og almenna starfshæfni en að- stæður bjórdrykkufólks séu hins vegar lakari að þessu leyti. Fyrri rannsóknir hafa aftur á móti verið túlkaðar þannig að þeir sem drekki léttvín í hófi verði hraustari en þeir sem neyti áfengis með öðrum hætti og jafnvel hraustari en þeir sem alls ekki nota áfengi. Rann- sóknir hafa einnig tengt hóflega notkun léttvíns lækkaðri áhættu á ýmsum sjúkdómum, svo sem heilablóðfalli, ýmsum melting- arfærasjúkdómum, lungna- krabbameini og mjaðmagrind- arbroti. Hvort viltu vín eða bjór? Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ólíkt fólk velur ólíkar tegundir áfengra drykkja. Algengt er að litið sé á þá sem beita fjölskyldu- meðlimi ofbeldi sem sadista sem hafa ánægju af að pína fjölskyldu sína og valda henni líkamlegu og tilfinningalegu og fórnarlambinu útlitslegu tjóni og jafnvel dauða. Þeir sem beita heimilis- ofbeldi njóta því sjaldan samúðar. En hversu ná- kvæm speglun er þessi „erkitýpa“ af hinum dæmigerða manni sem beitir heimilisofbeldi? SVARRannsóknir á einkennum karl-manna sem beita ofbeldi eru ekki einsleitar í aðferðafræði og er sennilegt að mismunandi niðurstöður megi rekja til þess. Til dæmis eru niðurstöður rannsókna sem hafa athugað karlmenn, sem hafa verið þving- aðir í meðferð með lagalegum hætti, aðrar en niðurstöður rannsókna sem hafa athugað karl- menn sem leita sjálfir eftir meðferð. Sömu- leiðis eru niðurstöður rannsókna mismunandi eftir því hvort upplýsinga var aflað með frá- sögnum frá mönnunum sjálfum, af rannsókn- araðila með beinu áhorfi á hegðun mannanna, með stöðluðum prófum og spurningalistum eða með frásögnum maka þeirra. Niðurstöður mismunandi rannsókna hafa þó leitt í ljós ákveðnar vísbendingar um hvað einkenni menn sem beita heimilisofbeldi. Óháð gagna- söfnunaraðferðum virðast ólíkar rannsóknir benda endurtekið á ákveðna þætti sem fylgj- ast að, þeir eru: Að alast upp við ofbeldi, að hafa neikvætt sjálfsmat, að skynja gerðir maka sem beina árás á sína persónu, að upp- lifa að þeir eigi við erfiðleika að stríða í hjóna- bandinu. Einnig hafa rannsóknir sýnt að samband er milli óhóflegrar áfengisnotkunar og heimilis- ofbeldis og að menn sem hafa lægri félagslega stöðu en konan, t.d. eru atvinnulausir, eru lík- legri til að beita heimilisofbeldi. Félagsleg ein- angrun, sem leiðir oft til þess að menn verða of háðir makanum, væntingar semvarða hefð- bundið kynhlutverk og þungun, sem leiðir oft til þess að heilsufar, þarfir, áhugi og geta kon- unnar breytist, auka einnig hættuna á að menn beiti ofbeldi. Enn fremur hafa ótal rann- sóknir sýnt að lítil færni í að tjá tilfinningar, sérstaklega gagnvart maka, og löng saga af aðlögunarerfiðleikum sem geta verið einkenni persónuleikaröskunar fylgjast að við mjög al- varlegt ofbeldi. Á hinn bóginn, ef maður hefur enga sögu aðlögunarörðugleika en hefur orðið fórnarlamb ofbeldis í æsku er frekar hætta á „minni háttar“ ofbeldi. Rétt er að minna les- andann á að fylgni milli þátta er ekki merki um orsök, allir þessir þættir sem tengjast því að beita ofbeldi eru ekki orsakir heldur þættir sem oft fara saman. Til að geta dregið álykt- anir um orsakir heimilisofbeldis þyrfti að framkvæma mun flóknari rannsóknir en hing- að til hafa tíðkast. Áður en lengra er haldið er forvitnilegt að bera saman niðurstöður rann- sókna um einkenni karlmanna sem beita heimilisofbeldi við niðurstöður rannsókna á einkennum þeirra sem beita heimilisofbeldi al- mennt, þ.e. óháð kyni. Margar rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós að börn og gam- almenni eru ekki síður fórnarlömb heimilis- ofbeldis og stundum eru það mæður, feður og yngri börn sem eru fórnarlömb ofbeldis ungs fólks á heimilinu. Einkenni þeirra sem beita heimilisofbeldi óháð kyni eru: Að hafa upplifað ofbeldi í uppeldinu, að skorta færni til að tjá sig, að skorta færni til að gegna hlutverki sínu í fjölskyldunni, að reiðast fljótt, að hafa lágt sjálfsmat, að þjást af þunglyndi, að sjá ekki margar leiðir til úrlausna vandamála, að bregðast við án þess að tala út um vandamálið fyrst. Hlutfall óæskilegra samskipta við aðra á heimilinu er hærra en hlutfall æskilegra sam- skipta. Það er eftirtektarvert að þessi einkenni eru mjög svipuð þeim einkennum sem niðurstöður ólíkra rannsókna benda til að menn sem beita konur sínar ofbeldi hafi. Þetta má túlka sem svo að þeir sem beita heimilisofbeldi, óháð kyni og valdastöðu, hafi mjög lík einkenni og að heimilisofbeldi sé hegðun sem kann að þróast hjá hverjum þeim sem er í ákveðnum aðstæðum þar sem ákveðnir þættir spila sam- an. Heimilisofbeldi er þannig sennilega ekki háð einum þætti svo sem kyni, genum, horm- ónum eða litningum, það er vandamál sem er mun alvarlegra og yfirgripsmeira. Ofbeldi inn- an fjölskyldna er algengt vandamál sam- kvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum, Kan- ada og almennt á Vesturlöndum svo og annars staðar. Svo virðist sem tíðni heimilisofbeldis á Vesturlöndum sé mjög svipuð. Á Íslandi hefur ein rannsókn verið gerð nýlega sem sýndi svipaða tíðni og mynstur í heimilisofbeldi og erlendar rannsóknir. Í ritum vísindamanna sem fást nú á dögum við heimilisofbeldi er al- mennt viðurkennt að ofbeldi er afrakstur af samspili milli einkenna gerenda, fórnarlambs og aðstæðna. Skilningur á hegðun fórnar- lamba skiptir einnig máli þegar leitað er að svörum við spurningum sem varða viðhald á vítahring heimilisofbeldis, hvernig það stig- magnast, hvernig það lærist og hvernig/hvort hægt er að aflæra það. Heimilisofbeldi Eftir dr. Zuilma Gabrielu Sigurðardóttur Ofbeldi innan fjölskyldna er algengt vandamál samkvæmt rannsóknum ........................................................... persona@persona.is Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Höfundur er atferlisgreinandi, sálfræðingur og lektor í sálfræði við HÍ. ÞEIR sem vilja halda í við sig ættu alls ekki að borða fyrir fram- an sjónvarpið, í símanum eða með spennandi bók í hendinni að því er fram kemur í nýjasta tölublaði American Journal of Clinical Nutrition. Rannsakendur við Hospital Hotel-Dieu í París báru saman hve margar hitaeiningar konur, sem venjulega höfðu góða stjórn á matarvenjum sínum, inn- byrtu við ólíkar aðstæður. Kon- urnar voru ýmist einar án utanað- komandi áreitis, einar undir leiðbeiningum um að taka vel eftir hvað þær væru að borða, eða einar undir lestri spennandi leynilög- reglusögu. Loksins borðuðu þær svo saman í hóp. Fram kom að konurnar innbyrtu flestar hitaein- ingar þegar þær hlustuðu á leyni- lögreglusöguna sem var svo spennandi að hún náði athygli þeirra nær óskertri. Það er því niðurstaða rannsakenda að vilji fólk léttast þarf það að beina at- hyglinni að því sem það er að borða. Að borða með athygli LÆKNASTÚDENTAR við háskólann í Arizona í Bandaríkjunum feta ótroðn- ar slóðir. Sérhvern föstudag fara þeir á búgarð í ná- grenni Tucson þar sem þeir læra að umgangast hesta undir leiðsögn yfirlæknis á skurðdeild skólans, dr. All- ans J. Hamilton. Tilgangur- inn er að auka skilning læknanemanna á tjáningu án orða. Dr. Hamilton segir að stúdentarnir skilji betur hvernig orðalaus boðskipti líkamans virka á fólk eftir að hafa séð hvernig áhrif þau hafa á hrossin. Á þann hátt geti þeir lært hvernig þeir geti bætt samskipti sín við sjúklinga þannig að framkoma þeirra hafi róandi áhrif á þá sem til þeirra leita. Námið felst í því að stúdentarnir læra hvernig þeir geta notað sinn eigin líkama til að þjálfa og um- gangast hesta án þess þó að snerta þá. Hestar eru svo næmir að þeim má stjórna með augnaráðinu einu saman, segir dr. Hamilton. Mildari og kurteisari Læknir getur, án þess að ætla sér, valdið sjúklingi sínum vanlíð- an meðklaufalegu látbragði. Dr. Hamilton segir að góður hesta- maður hafi skilning á því hvernig hann tjáir sig með líkamanum, bæði með líkamsstöðu og fram- komu, og að þess vegna hafi hesta- mennskan það í för með sér að læknastúdentarnir verði t.d. þol- inmóðari og mildari. „Við sjáum að stúdentarnir sem stunda hestamennsku eru orðnir varkárari í umgengni við sjúk- lingana og að þeir spá betur í það hvernig þeir nálgast þá. Þeir eru kurteisari. Þeir hafa t.d. vanið sig á að stansa á þröskuldinum á sjúkrastof- unum og spyrja hvort þeir megi koma inn fyrir,“ nefnir dr. Hamilton sem dæmi. Auk hestamennskunnar á föstudögum sækja stúdent- arnir tíma þar sem þeir æfa sig í framkomu við sjúk- linga. Æfingarnar eru tekn- ar upp á myndband sem stúdentarnir síðan horfa á og ræða um. Einn af stúdentunum, Jennifer Slack, segir að hestamennskan komi sér að góðu gagni. Hún segist nú taka mun betur eftir því hvernig hún beiti líkama sínum í návist sjúklinga. Hún var efins um að uppá- tæki dr. Hamilton hefði einhvern tilgang en er nú sannfærð um að námskeiðið geri hana að betri lækni en ella hefði orðið. The New York Times Syndicate Læra mannasiði af hestum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.