Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 9. SEPTEMBER 2001 205. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Ég hef aldrei fallið í fjöldann Margeir Pétursson segist lltaf hafa verið þannig ð fái hann áhuga á ein- verju þurfi hann að vita llt um það. Það átti við m lögfræðina og skákina g nú um fjármálamark- ðinn. Margeir hefur ver- ð áberandi í íslensku við- kiptalífi síðan hann tofnaði fyrirtækið MP Verðbréf og þar áður sem unnur atvinnumaður og tórmeistari í skák. Skapti allgrímsson þyrði ekki yrir sitt litla líf að tefla ið Margeir en þeir sett- st hins vegar niður og æddu saman um eitt og nnað sem „sérvitring- rinn“ – eins og Margeir allar sig – hefur komið álægt.  2 ferðalögMeð trillukörlumbílarRými framtíðar börnSérstakt kærustuparbíóHarkan sex Sælkerar á sunnudegi Örvitseggjandi humar Skelfisk telja margir afar kynörvandi fæðu og beinlí is örvitseggj- andi. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 9. september 2001 B Ómeðhöndlaður kæfisvefn hættulegur 10 Dagur í Afríku 22 Stórkost- legur sigur 26 KÍNVERSKIR borgarar ganga í biðröð fram hjá minnismerki um hetjudáðir kínversku bylting- arinnar inn í grafhýsi Maó Tse-tung við Torg hins himneska friðar í gær þar sem smurt lík byltingarleiðtog- ans er til sýnis. Kínverjar minnast þess í dag að rétt 25 ár eru liðin frá andláti Maós formanns sem stofn- aði kínverska lýðveldið árið 1949. AP Maós minnzt MEÐ samningaviðræðum sem stóðu í alla fyrrinótt og fram eftir gærdeg- inum tókst fulltrúum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþátta- misrétti, sem staðið hafði alla vikuna í Durban í Suður-Afríku, að ná sam- komulagi um orðalag lokayfirlýsing- ar og þar með að koma í veg fyrir að ráðstefnan færi algerlega út um þúf- ur. Upprunalega stóð til að henni yrði slitið á föstudag. Náðist málamiðlun um orðalag þess kafla lokayfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um þrælasölu fyrri alda og kröfur um skaðabætur vegna hennar. En þótt Nkosazana Dlamini-Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku – sem hafði sem fund- arstjóri ráðstefnunnar beitt sér eftir megni til að miðla málum – hefði sagt í gærmorgun að samkomulag hefði tekizt um bæði þrælamálið og um átök araba og gyðinga í Mið- Austurlöndum virtist hið síðar- nefnda í uppnámi þegar bera átti ályktanirnar undir ráðstefnuþingið til endanlegrar afgreiðslu. Kröfur fulltrúa múslímaríkja um að máls- greinar þar sem vísað er til þjáninga fólks undir erlendu hernámi yrði haldið inni í yfirlýsingunni, þótt þessar málsgreinar hefðu ekki verið samþykktar, ollu deilum. Margir ráðstefnufulltrúar töldu of augljóst að þar væri átt við Palestínumenn og að þeir væru beittir misrétti af ísraelsku hervaldi. Síðdegis var lokayfirlýsingin loks afgreidd í sam- ræmi við það sem samið hafði verið um þótt fulltrúar múslímaríkjanna ítrekuðu óánægju sína. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eru aðilar að ályktunum ráðstefnunnar, þar sem fulltrúar beggja ríkja gengu út sl. mánudag í mótmælaskyni við meint „hatursfullt“ orðalag í garð Ísraels í umdeildum fyrstu drögum að umræddum ályktunum. Fulltrúar Evrópusambandsins létu sitja við hótanir um að ganga einnig af fundi og virðist þrautseigja þeirra hafa skilað árangri. Samkvæmt málamiðlunarsam- komulaginu um það hvernig ráð- stefnan álykti um þrælahald og þrælaviðskipti lýsir hún því yfir að þau væru glæpir gegn mannkyni – „og hefðu alltaf átt að vera litin þeim augum“ – og beðist sé afsökunar í formi viðurkenningar á þessu rang- læti fortíðarinnar og loforðs um að Afríkulönd fái meiri efnahagsaðstoð. Fulltrúar Evrópuríkja höfðu varizt kröfum Afríkumanna um að lönd sem högnuðust á þrælaverzlun og nýlendustefnu ættu að biðjast form- lega afsökunar þar sem slíkt var tal- ið geta orðið grundvöllur skaðabóta- greiðslukrafna fyrir dómstólum. Framlengdri ráðstefnu SÞ um kynþáttamisrétti lýkur Málamiðlun um lokaályktun Durban. AFP, AP. Flotinn stöðvar flóttafólk Sydney. AP. ÁSTRALSKT herskip stöðvaði í gær- morgun bát frá Indónesíu með 237 manns innanborðs. Talið er að fólkið hafi afráðið að flýja land og greitt smyglurum fyrir að koma því til Ástr- alíu. Báturinn var á siglingu í átt til Ash- more-eyju undan norðvesturströnd Ástralíu þegar herskipið HMAS Warramunga sigldi í veg fyrir hann. Áður hafði skipstjórinn virt að vettugi tilmæli um að stöðva fleyið. Flóttafólkið var flutt um borð í her- skipið HMAS Manoora en fyrir eru þar 433 flóttamenn sem norska skipið Tampa bjargaði nýverið af indónes- ískri ferju sem var að sökkva. Ákveð- ið var í liðinni viku að flytja fólkið til Papúa Nýju Gíneu eftir að stjórnvöld í Ástralíu höfðu neitað að veita því landvistarleyfi. Lögum breytt John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að fylgst hefði verið með bátnum og hefðu yfirvöld í Indónesíu verið beðin um að senda liðsafla um borð til að kanna ástandið þar. Þeirri beiðni hefði verið hafnað. Áströlsk yfirvöld hefðu því ákveðið að bíða uns báturinn væri kominn inn á alþjóðlegt hafsvæði. Þar hefði bátur- inn verið stöðvaður áður en hann kom inn í ástralska lögsögu. „Af þeim sök- um kemur ekki til álita að fólk þetta fái hæli í Ástralíu,“ sagði Howard og bætti við að hann hygðist fá gildandi innflytjendalögum breytt í Ástralíu þannig að tekið yrði fyrir að fólk sem kæmi til Ashmore-eyju og Jóla-eyju, þar sem Tampa-málið hófst, gæti sótt um hæli í Ástralíu. Smyglarar og aðr- ir þeir sem taka að sér flutninga á ólöglegum innflytjendum gegn gjaldi stunda að koma flóttafólkinu á land á Ashmore- og Jóla-eyju sökum ná- lægðarinnar við Indónesíu. Ástralía NEZANA Ugresic, fram- reiðslustúlka á Hotel Sacher í Vín, reiðir hér fram Sacher- tertu, súkkulaðikökuna frægu sem kennd er við hótelið, en í dag er þess minnzt með við- hafnardagskrá á hótelinu og í Vínaróperunni, sem er gegnt hótelinu, að 125 ár eru liðin frá því Sacher-fjölskyldan opnaði þetta sögufræga gistihús sem reynar hlaut orðstír sinn ekki sízt fyrir terturnar gómsætu sem enn þann dag í dag eru bakaðar eftir upprunalegri uppskrift frú Önnu Sacher. Á málverkinu í baksýn horf- ir Franz Josef Austurríkis- keisari yfir lúxusinn í kaffi- veitingasal hótelsins, en hann er mjög fjölsóttur af ferða- mönnum. Sacher 125 ára Vínarborg. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.