Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 18

Morgunblaðið - 09.09.2001, Page 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag kl. 11-16 Við erum á horni Brautarholts og Mjölnisholts, rétt fyrir ofan Hlemm. - persónulega eldhúsið Eldaskálinn Brautarholti 3, 105 Reykjavík S: 562 1420, www.invita.com Invita á Íslandi í 20 ár 20 ára ábyrgð Djúpt í ölduna R R Alain Allard, sem kemur frá Bretlandi, hefur mikla reynslu sem 5 Rhythms kennari og er í stöðugu læri hjá The Moving Centre. Þetta er fjórða námskeiðið hans hér á landi. 5 Rhythms dans 5.-7. okt. með Alain Allard Þetta er námskeið fyrir þá dansara sem vilja tapa sjálfum sér og finna sig aftur - aftur og aftur Danshöllin, Drafnarfelli 2, Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning: Sigurborg Kr. Hannesdóttir í heimasíma 553 6353. Netfang skrh@islandia.is Vefsíður www.mcauk.com www.ravenrecording.com LISTASAFNIÐ á Akureyri efndi í sumar til nýstárlegrar skoðana- könnunar á listasmekk sýningar- gesta undir yfirskriftinni „Smekkur 2001“. Gestir safnsins voru beðnir að svara spurningum um sýninguna „Akureyri í myndlist“, samsýningu 16 myndlistarmanna frá Akureyri sem leituðust við að túlka bæinn út frá eigin reynslu og listrænu for- sendum. Við úrvinnslu á þemanu notuðust listamennirnir við ólíka miðla, stíla og efnivið en markmið sýningarinnr var að gefa nokkurs konar þverskurð af myndlistarlífi Akureyrarbæjar. Fólst könnun í því að gestir völdu „besta verkið“ og lýstu í stuttu máli hvað það væri við þetta sama verk sem hrifi þá mest. Auk þess voru þátttakendur beðnir um að lýsa „hrifningu“ sinni á sextán völdum verkum, einu eftir hvern listamann sýningarinnar. Var hrifn- ingin mæld á fjögurra punkta skala, frá „ekki hrifin(n)“, „hlut- laus/óviss“, „frekar hrifin(n)“, til „mjög hrifin(n)“. Listasafnið á Akureyri skuldbatt sig til þess að festa kaup á því verki sem hlyti flest atkvæði í vali gesta á „besta verkinu“, en það reyndist vera verkið „Minningar“ eftir Amí. Auk þess að gefa almenningi kost á að kveða upp opinberan listdóm og taka þátt í vali á nýju verki í safneign listasafnsins, var könnunin að sögn Hannesar Sigurðssonar, forstöðumanns safnsins, mótuð með það í huga að afla upplýsinga um myndlistarsmekk almennings, en þar er um að ræða viðfangsefni sem lítið hefur verið rannsakað hér á landi. Þannig var leitað upplýsinga um kyn, aldur, búsetu, pólitískar skoðanir, almenna menntun, mynd- listarmenntun og mánaðartekjur þátttakenda og athugað hvort fylgni væri milli þessara breyta og vals sýningargesta á besta verkinu og hrifningarstuðli á öðrum verk- um. Amí með besta verkið Þátttaka var góð að mati að- standenda könnunarinnar, en við sýningarlok höfðu alls 1.842 gestir af þeim 2.700 sem sóttu sýninguna skilað spurningarlistum, en 88% þeirra tóku þátt í að velja „besta verkið“. Ragnar Friðrik Ólafsson, deildarsérfræðingur hjá námsmats- stofnun, vann úr niðurstöðum könn- unarinnar. Besta verkið að mati sýningar- gesta var sem fyrr segir Minning- ar, akrýlverk á striga, eftir Amí. Alls greiddi 231 gestur þeirri mynd atkvæði sitt eða 14,3%. Næstflest atkvæði komu í hlut Gunnars Kr. Jónassonar fyrir stálskúlptúrinn „Stálblóm“, (12,5%) og í þriðja sæti var verk Margrétar Jónsdóttur „Súlur í brúðarskarti“, sem unnið er með blandaða tækni, (9,8% at- kvæða). Það var því nokkuð mjótt á mununum í efstu sætum og á heild- ina dreifðust atkvæðin á mörg verk. Nokkur munur var á smekk Ís- lendinga og þeirra um 350 erlendu gesta sem sóttu sýninguna. Þeir völdu Stálblóm Gunnars sem besta verkið (15,4% atkvæða), en Amí naut aðeins tæplega þriðjung þess fylgis sem hún hlaut meðal Íslend- inga. Mæling á hrifningu gesta leiddi í ljós mesta meðalhrifningu á Stál- blómum Gunnars. Hvers vegna besta verkið? Niðurstöður könnunarinnar vörpuðu ljósi á ýmsa áhrifaþætti í afstöðu gesta til verka sýningarinn- ar. Við skoðun á innbyrðis tengslum milli hrifningar á verkum listamannanna sextán kom í ljós að flokka mátti verkin í þrjá flokka. Í fyrsta lagi hefðbundin, fígúratív málverk, í öðru lagi afstrakt verk; og í þriðja lagi nýlist, s.s. innsetn- ingar og hugmyndaverk með bland- aðri tækni. Skýringar gesta á vali sínu á besta verkinu, einkenndust af nokkuð ólíkum áherslum eftir flokkum. Umsögn gesta um verk í hefð- bundna flokknum fólu einkum í sér hrós fyrir tækni, fegurð og að- gengileika verkanna. Í þeim flokki eru verkin „Súlur við Akureyri“, vatnslitir á pappír eftir Einar Helg- son; „Málverk um Brekkugötu og Ráðhústorg“, olía á striga, eftir Kristin G. Jóhannsson; og „Rósir“, olía á bólstraðan striga eftir Lauf- eyju Margréti Pálsdóttur; „Á ösku- daginn“, handþrykkt trérista eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur; og Minningar Amíar. Nefndu gestir fallega litameðferð, samsömun og skilning á þeim tilfinningum sem listamaðurinn miðlar og að verkið vekti ljúfar og friðsælar tilfinnn- inar, sem skýringu á því að þeir völdu Minningar besta verkið. Verkunum sem tilheyrðu flokki afstrakt listar var mest hrósað fyrir form, byggingu og litameðferð en einnig þær tilfinningar sem þau vöktu. Í þeim flokki voru verkin „Lóðrétt birta“, olía á striga, eftir Guðmund Ármann Sigurjónsson; „Án titils“, olía á striga, eftir Guð- nýju Þórunni Kristmannsdóttur; og „Golunnar hálfa hending“, akrýl á striga eftir Óla G. Jóhannsson. Verk Gunnars var skilgreint á mörkum fígúratívrar og afstrakt- listar í könnuninni. Þótti mörgum kraftur og fegurð, harka og hlýja renna þar saman í eina heild. Þeir, sem völdu verk úr flokki nýlistaverka sem besta verkið, mátu þau út frá dálítið öðrum mæli- kvörðum en komu fram varðandi tvo fyrrnefndu flokkana. Verkunum „Blíða“, vínyltexti á glugga og ljós- myndir eftir Aðalstein Svan Sigfús- son; „Líf í línum“, hjartalínurit á pappír eftir Ella; „Afurðir, ljós- myndir og líkan úr KEA osti“ eftir Örnu Valsdóttur; og „Akureyrar- kirkja“, „OB tíðatappar“, eftir Jonnu var m.a. hrósað fyrir góðar hugmyndir, húmor, frumleika og hugmyndafræðilega vísun. Þá þótti úrvinnsla á hefðinni áhugaverð í verkinu „Akureyri í myndlist V“, tölvuprent á pappír eftir Stefán Jónsson og Súlur í brúðarskarti eft- ir Margréti. Áhrif ólíkra breytna Könnun á áhrifum mismunandi breytna á hrifningu sýningargesta leiddi margt í ljós. Stálblóm Gunnars nutu mestrar meðalhrifningar meðal bæði karla og kvenna, en almennt gáfu konur verkunum hærri hrifningarstuðul. Mestur kynjamunur var þó á verki Margrétar. Könnun á hrifningu eft- ir aldursflokkum leiddi í grófum dráttum í ljós að nýstárlegri verkin höfðuðu meira til yngri kynslóð- arinnar, en hefðbundin fígúratív málverk til eldri aldurshópa. Eng- inn aldursmunur var þó á hrifningu á verkum Aðalsteins, Guðmundar, Guðnýjar, Gunnars, Laufeyjar, Margrétar, Óla G. eða Stefáns. Hrifning eftir búsetu var ekki marktæk í öllum tilfellum. Þó virð- ast Akureyringar hrifnari af verk- um Einars og Kristins en fólk frá höfuðborgarsvæðinu. Amí naut mestrar hylli meðal þeirra sem bjuggu norðan heiða en Gunnar hlaut hæsta meðalhrifningu fólks frá öllum búsetusvæðum, þ.e. Ak- ureyri, annars staðar í Eyjafirði, á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Ekkert áberandi samband var milli listasmekks og pólitískra skoð- ana. Amý og Laufey nutu mestrar meðalhrifningar meðal þeirra sem staðsetja sig hvergi í pólitík. Einar og Óli G. nutu marktækt mestrar fylgni meðal hægri sinnaðra, Arna, Guðný og Jonna meðal þeirra sem staðsetja sig í miðju og nutu Að- alsteinn og Guðmundur marktækt mestrar hylli meðal vinstri sinn- aðra. Við könnun á meðalhrifningu á einstökum verkum eftir almennri menntun kom í ljós að þeir sem eru með grunnskólapróf eru marktækt hrifnastir af verkum Amíar, Einars, Kristins, Laufeyjar, Nóa og Jonnu. Óli G. höfðar mest til þeirra sem lokið hafa iðnskólaprófi eða annarri fagmenntun en verk Guðmundar höfðar mest til þeirra sem eru með háskólapróf. Ekki reyndist mark- tækur munur eftir menntun á hrifningu á öðrum verkum sýning- arinnar. Könnun á fylgni milli hrifningar og myndlistarmenntunar leiddi í ljós jákvætt samband milli aukinn- ar myndlistarmenntunar og hrifn- ingar á verkum Ella, Guðmundar, Guðnýjar, Margrétar og Stefáns. Neikvætt samband var hins vegar milli myndlistarmenntunar og hrifningar á verkum Amíar, Einars og Kristins. Fylgnistuðlar milli mánaðartekna og hrifningu verkanna voru allir mjög lágir. Þó kom fram að hrifn- ing á verki Amíar og Margrétar hækkaði með lægri tekjum á meðan hærri tekjur tengdust meiri hrifn- ingu á verkum Óla G. Jóhannsson- ar. Könnunin í heild gaf einnig for- vitnilega innsýn í þann hóp sem sótti Listasafn Akureyrar þetta sumar. Hægri sinnaðir í pólitík voru í áberandi minnihluta meðal svarenda, konur voru fleiri en karl- ar, rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu spurningu um menntun var háskólamenntaður. Samband við hinar mismunandi breytur er hins vegar framsett með þeim fyrirvara að margir þátttak- endur kusu að svara ekki tilteknum spurningum. Myndlist frá sjónar- hóli sýningargesta „Minningar“ eftir Amí var besta verk sýningarinnar að mati gesta Listasafnsins á Akureyri. TENGLAR ..................................................... Hægt er að skoða niðurstöður könn- unarinnar í heild á vefsíðu safnsins: www.artak.strik.is. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.