Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 09.09.2001, Síða 31
til þess að fólk verði ekki undir og sem tekst á við aðstæður þegar fyrirtæki segir kannski upp fólki hér til að ráða starfsfólk á Taív- an.“ Erfiðara kjörtímabil Þú lætur gjarnan þau orð falla að Nýi verkamannaflokkurinn sé ekki til, bara Verkamannaflokkur- inn. Hvað áttu við með því? „Það stendur ekki „Nýi verka- mannaflokkurinn“ á kjörseðlinum, en ef Nýi verkamannaflokkurinn er til þá er ég ekki í honum. Ég er í Verkamannaflokknum. Blair hef- ur ekki minnsta áhuga á Verka- mannaflokknum því vinir hans eru annars staðar. En ég er hræddur um að hann eigi eftir að reka sig á.“ Hvað er að Nýja verkamanna- flokknum að þínum dómi? „Arthur Scargill sagði sig úr Verkamannaflokknum, stofnaði eigin flokk og bauð sig fram, en náði reyndar ekki kjöri. Það var ekki stofnaður neinn nýr Verka- mannaflokkur. Ef flokksleiðtogi klýfur flokk sinn getur hann ekki búist við hollustu. Það er athyglisvert að sjá að í að því er virtist öruggu kjördæmi Verkamannaflokksins var óháður læknir kosinn á þing utanflokka þegar hann hét því að vinna gegn lokun sjúkrahúss, sem Verka- mannaflokkurinn ætlaði að láta loka. Kjör hans sýnir að ef fólk hefur á tilfinningunni að einhver beri hagsmuni þess fyrir brjósti þá kýs það viðkomandi.“ En Nýi verkamannaflokkurinn hefur sannarlega ekki fengið mik- inn mótbyr og verkalýðsfélögin hvorki æmtu né skræmtu þar til eftir kosningar. Hvernig skýrir þú það? „Eftir átján ára stjórnarand- stöðu var viljinn til að flokkurinn sigraði í kosningum auðvitað mikill og eftir kosningarnar voru menn áfram um að stjórnin hefði tæki- færi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Nú eru aðstæður allt aðrar. Hvorki verkalýðshreyfingin né óbreyttir þingmenn hafa áhuga á að koma stjórninni á kné. En það eru margir framtakssamir þing- menn inni og ýmsar raddir berast að utan gegn mörgum stefnumál- um stjórnarinnar. Og Íhaldsflokkurinn á vísast eft- ir að þokast eitthvað til vinstri, sem skapar einnig þrýsting. Margt fólk er líka áhugasamt um þjóðmál þótt það sé ekki í neinum flokki og þrýstingurinn á stjórnina berst víða að. Það verður örugglega mun áhugaverðara að fylgjast með hræringunum á þessu kjörtímabili en því síðasta. Evrópumálin eru í brennidepli og gagnvart evrunni er Verka- mannaflokkurinn jafnklofinn og Íhaldsflokkurinn þótt það sé ekki af sömu ástæðum. Íhaldsflokkurinn er á móti af þjóðernislegum ástæðum, en Verkamannaflokkurinn á þeim for- sendum að við erum á móti því að láta ókosna aðila stjórna okkur.“ Þú spáir meiri sviptingum og þá mun væntanlega reyna á hvort Blair getur annað en fylgt kjós- endum. Er Blair sterkur leiðtogi? „Nýi verkamannaflokkurinn starfar á grundvelli viðmiðunar- hópa, skoðanakannana og spuna- lækna, þar sem allt er borið á borð af þekkingu og tækni gagnvart veikum Íhaldsflokki. Lítil kosn- ingaþátttaka hefur grafið undan trúverðugleika stjórnarinnar, sem er ekki eins sterk nú og á síðasta kjörtímabili. Fjölmiðlarnir eru líka að verða þreyttir á Blair og þá beinist athyglin að Gordon Brown og nýjum leiðtoga Íhaldsflokks- ins.“ Þingið er ekki eins og stjórn í fyrirtæki Eru stjórnmálaleiðtogar núorðið öðruvísi en þeir voru áður? „Það eru hreyfingar, sem koma breytingum í gegn, ekki einstak- lingar. Nöfn forsætisráðherranna gleymast en hreyfingarnar lifa. Og þingið er ekki bara eins og stjórn í fyrirtæki, þar sem stjórn Verka- mannaflokksins er framkvæmda- stjórarnir. Hvað Blair viðvíkur er mönnum boðið að horfa á snilld okkar mikla leiðtoga, en ekki til að hugleiða málefnin. Ég hitti John Major rétt eftir kosningarnar og það fyrsta sem hann sagði var: „Hvað er eiginlega að gerast? Þessi stjórn er að til- kynna aðgerðir, sem ég hefði ekki viljað snerta við.“ Ég svaraði að Peter Mandelson hefði gert Íhaldsflokkinn kjörhæfan með því að koma á hann nýju nafni og Maj- or hló en hafnaði því ekki.“ En var uppstokkunin í Verka- mannaflokknum fyrir kosningarn- ar 1997 og sókn hans inn að miðju ekki nauðsynleg til að flokkurinn næði kosningu eftir átján löng ár í stjórnarandstöðu? „Flokkurinn hefði verið kosinn 1997 með nánast hvaða stefnu sem var. Tony Blair hefði verið kosinn hvort sem var vegna þess að Íhaldsflokkurinn var málefnalega gjaldþrota og Major hafði orð á sér fyrir að vera veikur leiðtogi. Mér finnst það undarlegt að sjá flokksformann minn svona vinsæl- an þótt hann sé að gera hluti, sem Íhaldflokkurinn hefði aldrei kom- ist upp með. Þar á ég við einkavæðingu, að- gerðir í skattamálum, loftárásirnar á Kosovó, aðgerðirnar gegn Írak og nú síðast stuðning við stjörnu- stríðsáætlanir Bandaríkjamanna. En það þýðir ekki að ætla að berj- ast gegn þessu með því að kljúfa flokkinn því samstaða er engu síð- ur nauðsynleg í stjórnmálum en í verkalýðsbaráttunni. Nei, stjórnin hefur ekki gert allt vel.“ Þú trúir ekki á að kljúfa flokk- inn. Hvernig viltu þá berjast gegn stefnu stjórnarinnar? „Í fyrsta skipti á mínum ferli upplifi ég að almenningur er til vinstri við stjórnina, svo mér finnst ég ekki sérlega einangraður, heldur finn þvert á móti fyrir stuðningi víða að. Ég er líka búinn að vera nógu lengi í stjórnmálum til að sjá að pendúllinn sveiflast til. Hann hefur farið langt til hægri í Verkamannaflokknum en hann á örugglega eftir að sveiflast langt til vinstri eftir þetta. Ef það verð- ur reynt að beita þvingunum brýst það bara út í ofbeldi. Þegar al- menningsálitið er andsnúið frekari einkavæðingu þá mun stjórnin efa- laust elta almenningsálitið. Nýi verkamannaflokkurinn er efalaust minnsti flokkur, sem hef- ur nokkru sinni verið kosinn, því hann situr allur eins og hann legg- ur sig í stjórninni. Breska stjórnin hefur engar rætur og getur því auðveldlega dottið um koll. Hún þreifst ekki á öðru en spuna og lít- il kosningaþátttaka er árangurinn. Ég finn á mér að það er eitthvað að gerast og að pendúllinn muni sveiflast aftur til vinstri. Það vil ég gjarnan ýta undir.“ Reuters sd@uti.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 31 Holtasmári 1 Rannsóknir í þína þágu M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.