Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.09.2001, Qupperneq 31
til þess að fólk verði ekki undir og sem tekst á við aðstæður þegar fyrirtæki segir kannski upp fólki hér til að ráða starfsfólk á Taív- an.“ Erfiðara kjörtímabil Þú lætur gjarnan þau orð falla að Nýi verkamannaflokkurinn sé ekki til, bara Verkamannaflokkur- inn. Hvað áttu við með því? „Það stendur ekki „Nýi verka- mannaflokkurinn“ á kjörseðlinum, en ef Nýi verkamannaflokkurinn er til þá er ég ekki í honum. Ég er í Verkamannaflokknum. Blair hef- ur ekki minnsta áhuga á Verka- mannaflokknum því vinir hans eru annars staðar. En ég er hræddur um að hann eigi eftir að reka sig á.“ Hvað er að Nýja verkamanna- flokknum að þínum dómi? „Arthur Scargill sagði sig úr Verkamannaflokknum, stofnaði eigin flokk og bauð sig fram, en náði reyndar ekki kjöri. Það var ekki stofnaður neinn nýr Verka- mannaflokkur. Ef flokksleiðtogi klýfur flokk sinn getur hann ekki búist við hollustu. Það er athyglisvert að sjá að í að því er virtist öruggu kjördæmi Verkamannaflokksins var óháður læknir kosinn á þing utanflokka þegar hann hét því að vinna gegn lokun sjúkrahúss, sem Verka- mannaflokkurinn ætlaði að láta loka. Kjör hans sýnir að ef fólk hefur á tilfinningunni að einhver beri hagsmuni þess fyrir brjósti þá kýs það viðkomandi.“ En Nýi verkamannaflokkurinn hefur sannarlega ekki fengið mik- inn mótbyr og verkalýðsfélögin hvorki æmtu né skræmtu þar til eftir kosningar. Hvernig skýrir þú það? „Eftir átján ára stjórnarand- stöðu var viljinn til að flokkurinn sigraði í kosningum auðvitað mikill og eftir kosningarnar voru menn áfram um að stjórnin hefði tæki- færi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Nú eru aðstæður allt aðrar. Hvorki verkalýðshreyfingin né óbreyttir þingmenn hafa áhuga á að koma stjórninni á kné. En það eru margir framtakssamir þing- menn inni og ýmsar raddir berast að utan gegn mörgum stefnumál- um stjórnarinnar. Og Íhaldsflokkurinn á vísast eft- ir að þokast eitthvað til vinstri, sem skapar einnig þrýsting. Margt fólk er líka áhugasamt um þjóðmál þótt það sé ekki í neinum flokki og þrýstingurinn á stjórnina berst víða að. Það verður örugglega mun áhugaverðara að fylgjast með hræringunum á þessu kjörtímabili en því síðasta. Evrópumálin eru í brennidepli og gagnvart evrunni er Verka- mannaflokkurinn jafnklofinn og Íhaldsflokkurinn þótt það sé ekki af sömu ástæðum. Íhaldsflokkurinn er á móti af þjóðernislegum ástæðum, en Verkamannaflokkurinn á þeim for- sendum að við erum á móti því að láta ókosna aðila stjórna okkur.“ Þú spáir meiri sviptingum og þá mun væntanlega reyna á hvort Blair getur annað en fylgt kjós- endum. Er Blair sterkur leiðtogi? „Nýi verkamannaflokkurinn starfar á grundvelli viðmiðunar- hópa, skoðanakannana og spuna- lækna, þar sem allt er borið á borð af þekkingu og tækni gagnvart veikum Íhaldsflokki. Lítil kosn- ingaþátttaka hefur grafið undan trúverðugleika stjórnarinnar, sem er ekki eins sterk nú og á síðasta kjörtímabili. Fjölmiðlarnir eru líka að verða þreyttir á Blair og þá beinist athyglin að Gordon Brown og nýjum leiðtoga Íhaldsflokks- ins.“ Þingið er ekki eins og stjórn í fyrirtæki Eru stjórnmálaleiðtogar núorðið öðruvísi en þeir voru áður? „Það eru hreyfingar, sem koma breytingum í gegn, ekki einstak- lingar. Nöfn forsætisráðherranna gleymast en hreyfingarnar lifa. Og þingið er ekki bara eins og stjórn í fyrirtæki, þar sem stjórn Verka- mannaflokksins er framkvæmda- stjórarnir. Hvað Blair viðvíkur er mönnum boðið að horfa á snilld okkar mikla leiðtoga, en ekki til að hugleiða málefnin. Ég hitti John Major rétt eftir kosningarnar og það fyrsta sem hann sagði var: „Hvað er eiginlega að gerast? Þessi stjórn er að til- kynna aðgerðir, sem ég hefði ekki viljað snerta við.“ Ég svaraði að Peter Mandelson hefði gert Íhaldsflokkinn kjörhæfan með því að koma á hann nýju nafni og Maj- or hló en hafnaði því ekki.“ En var uppstokkunin í Verka- mannaflokknum fyrir kosningarn- ar 1997 og sókn hans inn að miðju ekki nauðsynleg til að flokkurinn næði kosningu eftir átján löng ár í stjórnarandstöðu? „Flokkurinn hefði verið kosinn 1997 með nánast hvaða stefnu sem var. Tony Blair hefði verið kosinn hvort sem var vegna þess að Íhaldsflokkurinn var málefnalega gjaldþrota og Major hafði orð á sér fyrir að vera veikur leiðtogi. Mér finnst það undarlegt að sjá flokksformann minn svona vinsæl- an þótt hann sé að gera hluti, sem Íhaldflokkurinn hefði aldrei kom- ist upp með. Þar á ég við einkavæðingu, að- gerðir í skattamálum, loftárásirnar á Kosovó, aðgerðirnar gegn Írak og nú síðast stuðning við stjörnu- stríðsáætlanir Bandaríkjamanna. En það þýðir ekki að ætla að berj- ast gegn þessu með því að kljúfa flokkinn því samstaða er engu síð- ur nauðsynleg í stjórnmálum en í verkalýðsbaráttunni. Nei, stjórnin hefur ekki gert allt vel.“ Þú trúir ekki á að kljúfa flokk- inn. Hvernig viltu þá berjast gegn stefnu stjórnarinnar? „Í fyrsta skipti á mínum ferli upplifi ég að almenningur er til vinstri við stjórnina, svo mér finnst ég ekki sérlega einangraður, heldur finn þvert á móti fyrir stuðningi víða að. Ég er líka búinn að vera nógu lengi í stjórnmálum til að sjá að pendúllinn sveiflast til. Hann hefur farið langt til hægri í Verkamannaflokknum en hann á örugglega eftir að sveiflast langt til vinstri eftir þetta. Ef það verð- ur reynt að beita þvingunum brýst það bara út í ofbeldi. Þegar al- menningsálitið er andsnúið frekari einkavæðingu þá mun stjórnin efa- laust elta almenningsálitið. Nýi verkamannaflokkurinn er efalaust minnsti flokkur, sem hef- ur nokkru sinni verið kosinn, því hann situr allur eins og hann legg- ur sig í stjórninni. Breska stjórnin hefur engar rætur og getur því auðveldlega dottið um koll. Hún þreifst ekki á öðru en spuna og lít- il kosningaþátttaka er árangurinn. Ég finn á mér að það er eitthvað að gerast og að pendúllinn muni sveiflast aftur til vinstri. Það vil ég gjarnan ýta undir.“ Reuters sd@uti.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 31 Holtasmári 1 Rannsóknir í þína þágu M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.