Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isGunnlaugur Jónsson stigahæstur
í einkunnagjöf Morgunblaðsins / B3
Ríkharður Daðason þarf að fara
í uppskurð á nýjan leik / B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
BJÖRN Bjarnason (D), mennta-
málaráðherra, lýsti því yfir í um-
ræðum um fjárhagsvanda Ríkisút-
varpsins á Alþingi í gær, að í ljósi
þeirrar þróunar sem er í byggða-
málum eigi að athuga hvort ekki sé
unnt að nýta krafta og húsrými
RÚV á Akureyri með skipulagðari
hætti á þann veg að Rás 2 verði
breytt í miðstöð svæðisútvarpa með
aðsetur á Akureyri.
„Ég mun beina því til útvarpsráðs
og útvarpsstjóra að þessi kostur
verði skoðaður til hlítar um leið og
lögð eru almennt á ráðin um framtíð
svæðisútvarpanna,“ sagði hann.
Menntamálaráðherra lét þessi orð
falla við umræðu utan dagskrár um
fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins.
Málshefjandi í umræðunni var
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
VG.
Steingrímur sagði RÚV hafa búið
með margvíslegum hætti við
þrengdan hag á undanförnum árum.
Afnotagjaldi hefði verið haldið lítt
breyttu og það engan veginn fylgt
kosnaðarhækkunum í rekstri stofn-
unarinnar eða almennri verð-
lagsþróun. Þar með hafi RÚV verið
þvingað til að keppa með ítrasta
hætti á auglýsingamarkaði.
Ríkisútvarpið rekið
á yfirdráttarheimild
Þá sagði hann að uppsafnaðar líf-
eyrisskuldbindingar og flutningur
Sjónvarpsins í Efstaleiti hafi reynst
Ríkisútvarpinu dýrar og ekki hafi
sérstaklega verið brugðist við því af
hálfu ríkisstjórnarinnar.
„Það er svo komið að Ríkisútvarp-
ið er rekið á yfirdráttarheimild,“
sagði Steingrímur. Sagði hann að-
gerðir til niðurskurðar valda
óánægju meðal starfsmanna.
„Mér finnst það ótrúlegt metn-
aðarleysi, aumingjadómur að standa
þannig að rekstri Ríkisútvarpsins á
þessum tímum að það uppbygging-
arstarf sem þar hefur verið unnið,
t.d. á svæðisstöðvunum, skuli nú
vera að koðna niður,“ sagði Stein-
grímur.
Menntamálaráðherra sagði það
sína skoðun að ekki eigi að draga úr
þessari þjónustu á landsbyggðinni,
nema unnt sé að sýna fram á veru-
legan fjárhagslegan sparnað í ljósi
þess, að Ríkisútvarpið hafi mikla
fjármuni til ráðstöfunar þótt auglýs-
ingatekjur hafi dregist saman um 90
til 100 milljónir kr. í ár.
Þeir þingmenn sem tóku til máls í
umræðunni fögnuðu nær allir hug-
myndum menntamálaráðherra um
flutning Rásar 2 og að Akureyri yrði
miðstöð svæðisútvarpa.
Sigríður Anna Þórðardóttir (D),
formaður menntamálanefndar,
sagði rétt að hafa í huga að heimild
hafi fengist til hækkunar afnota-
gjalda RÚV um 7% um síðustu ára-
mót. Sú breyting hafi tekið gildi 1.
janúar sl. Sú hækkun skili um 280
milljónum kr. í viðbótartekjum á ári.
Sagði hún því ekki rétt að sífellt
væri verið að þrengja að hag stofn-
unarinnar.
„Hins vegar er ljóst að það hefur
þrengt að á auglýsingamarkaði. Það
kemur að sjálfsögðu niður á Rík-
isútvarpinu eins og öðrum fjölmiðl-
um. Á þá að rjúka til og heimila
meiri hækkun á afnotagjöldum? Ég
segi nei,“ sagði hún.
Sigríður Anna sagði RÚV verða
að mæta tekjuskerðingunni með
aukinni hagræðingu í rekstri, rétt
eins og öll önnur fyrirtæki.
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins
Ráðherra vill flytja
Rás 2 til Akureyrar
ENGAR ákvarðanir hafa verið tekn-
ar um hvort íslensk stjórnvöld veiti
Flugleiðum beinan stuðning vegna
erfiðleika í kjölfar hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum en í gær ákvað
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins að víkja frá samkeppnis-
reglum sambandsins og veita ríkis-
stjórnum aðildarlanda ESB heimild
til að aðstoða flugfélög sem orðið
hafa fyrir miklu tjóni. Stjórnvöld í
Bandaríkjunum hafa þegar veitt
þarlendum flugfélögum 15 milljarða
dollara aðstoð í kjölfar árásanna.
Flugleiðir eru aðili að Evrópusam-
bandi flugfélaga (AEA ) sem fór
fram á heimild ESB og er starfsemi
Flugleiða einnig háð samkeppnis-
reglum ESB vegna aðildar Íslands
að EES.
,,Við væntum þess að íslensk
stjórnvöld muni fara yfir þá stöðu
sem upp er komin, líkt og stjórnvöld
Evrópulanda gera nú með helstu
flugfélögum í Evrópu. Ef evrópskar
ríkisstjórnir fara að dæmi ríkis-
stjórnar Bandaríkjanna og nýta al-
mannafé til að renna stoðum undir
flug og ferðaþjónustu hvers lands
eftir þetta áfall, þá hefur það aug-
ljóslega mikil áhrif á samkeppnis-
stöðu Íslands sem ferðamannalands
og Flugleiða, sem heldur uppi flug-
samgöngum til og frá landinu árið
um kring,“ sagði Guðjón Arngríms-
son, upplýsingafulltrúi Flugleiða, í
gær.
Ríkisstjórnum aðildarlanda ESB
verður m.a. heimilað skv. ákvörðun
framkvæmdastjórnarinnar í gær að
bæta flugfélögum upp það tap sem
þau urðu fyrir þá fjóra daga sem flug
lá niðri í Bandaríkjunum og að fram-
lengja ríkisábyrgð vegna hækkaðra
tryggingaiðgjalda.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra vildi í gær ekki tjá sig um
þetta mál að svo stöddu.
Stjórnvöld fari yfir þá
stöðu sem upp er komin
Talsmaður Flugleiða um ákvörðun ESB að heimila
ríkisstuðning við flugfélög
AÐ MINNSTA
kosti tíu Íslend-
ingar eru búsett-
ir í bænum Boca
Raton í Flórída-
ríki í Bandaríkj-
unum, þar sem
tvö tilfelli milt-
isbrands hafa
komið upp síð-
ustu daga. Helgi
Hrannarr Jónsson stundar nám í al-
þjóðasviðskiptum í Florida Atlantic
University í bænum og segir hann
að mikil hræðsla hafi gripið um sig
meðal bæjarbúa, margir hafi birgt
sig upp af mat, mikil spurn hafi ver-
ið eftir gasgrímum og fólk reyni að
halda sig sem mest heima fyrir.
Helgi Hrannarr segir að um 60
þúsund manns búi í bænum en með
úthverfum séu íbúarnir um 200 þús-
und. Hann segir að Boca Raton sé
mjög rólegur bær, þar búi mikið af
eldra fólki og svo nemendum við há-
skólann. Sex Íslendingar stunda þar
nám og segist Helgi vita um a.m.k.
fjóra eldri Íslendinga til viðbótar
sem eru búsettir í bænum hluta úr
árinu.
Hann segir að svæðissjónvarps-
stöðvar hafi hvatt fólk til að birgja
sig upp af vatni, mat og öðrum
nauðsynjavörum. „Fólk heldur sig
mikið meira heima við, meira að
segja við gerum það ósjálfrátt. Sitj-
um inni, horfum á CNN og förum
t.d. ekki í golf eins og flesta daga,“
segir Helgi. Hann segir að færri hafi
mætt í tíma í skólanum síðustu daga
en venjulega. Hann segist þó ekki
telja að fólk hafi lokað sig inni, það
gerist ekki nema stjórnvöld gefi
eitthvað slíkt út. „Þótt þeir segi að
þetta sé ekki smitandi er fólk ansi
hrætt um það og trúir því ekki,“
segir Helgi og bendir á að einhvern
veginn hafi sjúkdómurinn borist
milli þessara tveggja manna sem
hafa smitast. Helgi segir að Banda-
ríkjamenn séu mun órólegri yfir
þessu en þeir útlendingar sem búa í
bænum. Hann segist þó vita um
Norðurlandabúa sem hafa flýtt
heimför vegna ástandsins.
Eins og í kvikmynd
Helgi segir að margir sem hann
þekkir hafi reynt að útvega sér mót-
efni við miltisbrandi en þau hafi ver-
ið kölluð inn á spítalana. Þannig sé
fólk með einkenni lokkað á sjúkra-
húsin þannig að hægt verði að loka
það inni, reynist það veikt. Helgi býr
með frænda sínum, Sigurði Elí Har-
aldssyni sem er í námi við sama
skóla, og segir hann þá frændur
hafa orðið smeyka í upphafi þar sem
þeir hafi verið hálfslappir dagana á
undan en fyrstu einkennin eru svip-
uð kvefi.
Í gær kom fram á sjónvarpsstöð-
inni CNN að talið er að bakterían
sem olli sjúkdómnum hafi verið búin
til í Bandaríkjunum fyrir 50 árum.
„Þetta er nákvæmlega eins og í bíó-
myndunum, þetta er allt mjög fjar-
stæðukennt,“ segir Helgi. Hann seg-
ir að t.d. sé skrýtið að sjá sex bíla
merkta FBI keyra í bílalest um
þennan rólega bæ. Hann segir að
bæjarbúar hafi ekki fengið neinar
upplýsingar um hvernig þeir eigi að
haga sér en fólk hafi sjálft reynt að
bera sig eftir upplýsingum í fréttum
og dagblöðum. „Það eru allir að tala
um þetta. Ég fór í tíma í morgun og
ég held ég hafi heyrt þrjár mismun-
andi sögur. Aðalsagan núna er að
það ætlar enginn að fara í versl-
unarmiðstöðvar og svo er verið að
tala um að það verði sprengjur á
hrekkjavökuhátíðinni, sem er 31.
október.“
Helgi segir að þeir frændur séu
órólegir vegna þessa ástands og að
hann væri að ljúga ef hann segðist
ekki vera smeykur.
Helgi Hrannarr, íbúi í Boca Raton,
þar sem miltisbrandur kom upp
Mikil hræðsla
meðal bæjarbúa
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 18 ára pilt til greiðslu
15 þúsund króna sektar fyrir að slá
lögreglumann í andlitið við skyldu-
störf í miðbæ Reykjavíkur síðastlið-
inn febrúar.
Lögreglumaðurinn hlaut hruflsár
og bólgu á vinstri augabrún og var
pilturinn ákærður fyrir brot gegn
valdstjórninni fyrir verknaðinn.
Atvikið átti sér stað við skemmti-
stað þegar lögreglan færði félaga
ákærða í lögreglubifreið til viðtals.
Ákærði krafðist skýringa á því og
leiddu afskipti hans af lögreglunni
til átaka og var hann handtekinn.
Ákærði sagði verknaðinn hafa
verið óviljaverk en dómara þótti
sannað með framburði vitna að
ákærði hefði slegið lögreglumann-
inn.
Ákærði var einnig dæmdur til
greiðslu alls sakarkostnaðar.
Dæmdur í sekt
fyrir að slá
lögreglumann
ÞEGAR haustið læðist að og sól-
argeislarnir hverfa hraðar með
degi hverjum í hafdjúpið fjölgar
stundunum sem menn og dýr dvelja
innandyra. Þó er rétt af og til að gá
til veðurs og kanna mannlífið úti í
haustinu, eins og þessi seppi gerði í
vesturbænum. Af svipnum má þó
ráða að tilveran sé hálfgert hunda-
líf þessa dagana.
Morgunblaðið/Ásdís
Hundalíf í vesturbænum