Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR sem eru á ferli í nágrenni
Neskirkju á miðvikudagseft-
irmiðdögum mega eiga von á að
heyra himneska söngtóna berast
þaðan. Þó að margir gætu haldið
að sjálft almættið hafi sent engla-
flokk til starfa í kirkjunni er sú
ekki raunin, nema þá í frekar
víðri merkingu þess orðs, því
barkarnir sem raddirnar koma úr
tilheyra 35 strákum á aldrinum 7–
14 ára.
Drengjakór í Neskirkju er ný-
mæli en kórinn sjálfur er þó ekki
nýr af nálinni því um er að ræða
sama kór og hefur starfað í Laug-
arneskirkju um ellefu ára skeið.
Nýlega brá hins vegar svo til að
kórinn flutti sig í heilu lagi um set
yfir í vesturbæinn. „Við vildum
breyta til og stækka við okkur og
fá betri húsnæðisaðstöðu,“ segir
Friðrik Kristinsson, stjórnandi
kórsins, en hann var einnig með
kórinn þegar hann starfaði í
Laugarneskirkju. „Þetta var allt í
góðu milli allra – barnið var ein-
faldlega orðið stórt.“
Hann segir drengjunum líka
breytingin vel. „Það hefur mikil
endurnýjun átt sér stað út af þess-
ari breytingu. Það kom fullt af
nýjum strákum úr vesturbænum
hingað í kórinn til okkar og aðrir
hafa hætt.“ Hann bætir því við að
ekki hafi allir þeir sem hættu far-
ið vegna breytinganna. Það hafi
einfaldlega verið kominn tími fyr-
ir marga drengjanna að yfirgefa
hópinn enda alkunna að þegar
vissum aldri er náð missa piltarnir
drengjaraddirnar svo um munar.
Keila, bíó og æfingabúðir
Að sögn Friðriks er það oft svo-
lítið erfitt fyrir þá að yfirgefa
hópinn en þó geta þeir tekið upp
þráðinn aftur síðar sé viljinn fyrir
hendi því eldri deild er starfandi
við kórinn sem strákarnir geta
gengið til liðs við eftir múturnar.
Margir hverjir hafi gert það og þá
syngja þeir tenór og bassa í stað
sóprans og alts eins og raddirnar
eru kallaðar hjá yngri kyn-
bræðrum þeirra.
Friðrik segir mikla aðsókn í
kórinn en reynt sé að halda
stærðinni nokkurn veginn
óbreyttri. Hann segir þó ekki um
ströng inntökupróf að ræða. En
hvað fær kröftuga smástráka til
að flykkjast í kór þar sem krafan
er að standa stilltir eins og englar
og syngja við raust?
„Þetta er búið að vara í 11 ár
og gengið bara vel þannig að það
er eitthvað sem togar í þá,“ segir
Friðrik. „Þeir lenda stundum í
skólakór eða kirkjukór þar sem
kannski eru örfáir strákar. Sumir
gefast þá upp og vilja frekar
koma og vera með strákum. Ann-
ars er þetta bara venjulegur kór
sem æfir tvisvar í viku en hann er
óvenjulegur að því leyti að þetta
eru bara strákar.“
Það kemur líka á daginn að það
er regluleg strákastemmning sem
fylgir því að vera í drengjakór.
„Við gerum alltaf eitthvað
skemmtilegt og förum þá saman í
keilu eða bíó og svo eru kór-
ferðalög og æfingabúðir. Þannig
að það er heilmikið í kringum
þetta,“ segir Friðrik.
Vínarsnitsel
með vínardrengjum
Það næsta á döfinni hjá
Drengjakór Neskirkju, eins og
hann heitir núna, er að sögn Frið-
riks að hitta sjálfan Vínardrengja-
kórinn sem staddur er hér á landi
í tilefni af 25 ára afmæli Garða-
bæjar. Kórarnir munu hittast í
húsakynnum Íslandsbanka á
Kirkjusandi þar sem ungir söng-
fuglar, íslenskir og þýskir, munu
snæða saman hádegisverð og að
sjálfsögðu verður vínarsnitsel á
boðstólum.
Þetta gerist á morgun en á
laugardag munu íslensku dreng-
irnir fara á tónleika með þessari
fyrirmynd allra drengjakóra. Á
sunnudag munu svo strákarnir
sjálfir hefja upp raustina. „Við
ætlum að kveðja Laugarneskirkju
formlega við messu á laugardag-
inn klukkan ellefu,“ segir Friðrik
og bætir því við að lokum að kór-
inn væri alltaf opinn fyrir því að
fá nýja stráka með góðar raddir í
hópinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Strákarnir í Neskirkju eru ósköp venjulegir strákar sem spila bæði keilu og fara í bíó eins og jafnaldrar þeirra, þótt þeir helgi sönggyðjunni drjúgan
hluta af tíma sínum. Þó var hlé tekið á æfingu í gær á meðan söngmennirnir og stjórnandi þeirra stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins.
Strákasöngur í Neskirkju
SJÚKRALIÐAR ákváðu ein-
róma á fjölmennum fundi í
Rúgbrauðsgerðinni í gær að
boða til atkvæðagreiðslu meðal
félagsmanna um frekari verk-
fallsboðun, að sögn Kristínar Á.
Guðmundsdóttur, formanns
Sjúkraliðafélags Íslands. Hún
segir að stefnt sé að því að boða
þrjú þriggja daga verkföll til
viðbótar við þau verkföll sem
þegar hefur verið boðað til.
Vinnustöðvunin verði skipulögð
þannig að fyrsta verkfallið í síð-
ari lotunni hefst tólf dögum eft-
ir að síðasta verkfallinu í fyrri
lotunni lýkur, en tólf dagar eru
milli verkfallanna. Þannig verði
verkföll með tólf daga millibili
fram í miðjan desembermánuð,
verði síðari verkfallslotan sam-
þykkt og náist samningar ekki
fyrir þann tíma. Fjögur hundr-
uð sjúkraliðar víðs vegar að af
landinu sóttu fundinn í gær, að
sögn Kristínar.
Annað þriggja daga verkfall
sjúkraliða af þremur sem þegar
hefur verið boðað til hefst á
mánudag en sjúkraliðar á
Grund og Ási í Hveragerði
leggja niður störf næstu helgi,
frá föstudegi til sunnudags.
Enginn sáttafundur hefur verið
boðaður í deilunni fyrir þann
tíma. Sjúkraliðar áttu fund með
ríkinu á þriðjudag og segir
Kristín að ríkissáttasemjari
hafi þá ákveðið að boða ekki til
fundar fyrr en að loknu næsta
verkfalli.
Frekari
verk-
falls-
boðun?
Sjúkraliðar
Sérstök umræða um
auðlindanýtingu
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins, sá 34. í röðinni, hefst í
Laugardalshöll síðdegis í dag með
setningarræðu Davíðs Oddssonar,
forsætisráðherra og formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Yfirskrift landsfund-
arins er ,,Fleiri tækifæri-farsælla
mannlíf“.
Búist er við rúmlega 1.000 fulltrú-
um á landsfundinn sem stendur fram
á sunnudag. Fyrir hádegi á morgun
föstudag munu allir ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins sitja fyrir svörum
landsfundargesta í fyrirspurnartíma
frá kl. 9-12. Kl. 16 á morgun fer fram
sérstök umræða á landsfundinum um
auðlindanýtingu. Þar munu dr. Birgir
Þór Runólfsson dósent, Rannveig
Rist forstjóri, dr. Hafliði Pétur Gísla-
son prófessor og Tómas Ingi Olrich
alþingismaður flytja framsöguræður
og því næst fara fram umræður.
Skipulagsmál Sjálfstæðisflokks-
ins meðal helstu viðfangsefna
Skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins
verða meðal helstu viðgangsefna
landsfundarfulltrúa að þessu sinni en
sérstök skipulagsnefnd flokksins hef-
ur unnið að endurskoðun flokksstarfs
og skipulags Sjálfstæðisflokksins frá
seinasta landsfundi 1999. Geir H.
Haarde, fjármálaráðherra og vara-
formaður flokksins, var formaður
nefndarinnar og mun hann kynna
greinargerð og niðurstöður nefndar-
innar á landsfundinum eftir hádegi á
morgun. Markmið endurskoðunar-
innar er einkum að aðlaga flokks-
starfið nýrri kjördæmaskipan og að
endurskoða núgildandi skipulags-
reglur, með tilliti til breyttra að-
stæðna.
Starfshópar landsfundarins munu
starfa frá föstudegi til sunnudags en
almennar umræður og afgreiðsla
ályktana fer fram á laugardegi og
sunnudegi. Skv. dagskrá landsfund-
arins fer kosning til miðstjórnar fram
fyrir hádegi á sunnudag og kosning
formanns og varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins kl. 15. Formaður
flokksins mun svo slíta landsfundi
með ræðu kl. 16.
34. landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag
MÁL norskra skipstjóra sem sak-
aðir eru um brot á landhelgi Íslands
var dómtekið fyrir Héraðsdómi
Austurlands um kvöldmatarleytið í
gærkvöld. Réttarhöldin höfðu þá
staðið frá klukkan tíu um morgun-
inn. Dómurinn var fjölskipaður og
verður dómurinn kveðinn upp innan
fjögurra vikna.
Mál útgerðanna þriggja voru tek-
in fyrir í einu og voru skipstjórarnir
á Torson, Tromsøybuen og Inger
Hildi, sem varðskipið Ægir tók í tog
til Seyðisfjarðar hinn 9. júlí síðastlið-
inn, allir mættir fyrir dómi. Þeir eru
sakaðir um að hafa veitt loðnu innan
íslenskrar landhelgi en skráð aflann
innan þeirrar grænlensku. Með
skipstjórunum var norskur lögmað-
ur þeirra og Jónas A. Þ. Jónsson,
lögmaður á Seyðisfirði, sem flutti
málið fyrir hönd norsku útgerðar-
innar.
Helgi Jensson sýslufulltrúi, sem
flutti málið fyrir hönd ákæruvalds-
ins, segir að ákæruvaldið hafi krafist
sakfellingar og sektar á bilinu 2–3
milljónir króna á skip, auk upptöku
afla. Lögmaður norsku útgerðarinn-
ar krafðist aftur á móti sýknu og til
vara lágrar refsingar. Helgi segir að
verði sakfellt sé hámarkssekt 4
milljónir króna lögum samkvæmt og
lágmarkssekt 400 þúsund.
Fjareftirlit Landhelgisgæslunnar
sýndi að skipin hefðu verið innan ís-
lenskrar landhelgi og segir Helgi að
ekki séu fordæmi fyrir því að sjálf-
virka fjareftirlitinu sé beitt sem
sönnun í dómsmáli. Því sé um próf-
mál að ræða. Ákæruvaldið kallaði til
fjögur vitni frá Landhelgisgæslunni
auk þess sem tæknimaðurinn sem
setti fjareftirlitskerfið að stórum
hluta upp hér á landi vitnaði um
hvernig kerfið virkar. Engin vitni
voru kölluð til af hálfu verjanda.
Mál norsku skipstjóranna dómtekið í gær
Krafist upptöku
afla og sektar