Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 11.10.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ef ég mætti kannski bara aðeins fá að kíkja á pleisið? Námstefna fagdeildar hjúkrunarfræðinga Lífsgæði ein- staklinga hafa aukist mjög FAGDEILD hjúkr-unarfræðinga ákrabbameinssviði stendur fyrir námstefnu um geislameðferð í húsi Pharmaco í Garðabæ í dag. Nokkrir fyrirlesarar stíga þar í pontu og flytja erindi um margvíslegar hliðar umræddrar með- ferðar. Svandís Matthías- dóttir, hjúkrunarfræðing- ur á geisladeild krabba- meinslækningadeildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, er formaður undirbúningsnefndar námstefnunnar og Morg- unblaðið sló á þráðinn til hennar í vikunni og kom þá á daginn að tekið verð- ur á ýmsum leyndardóm- um í tengslum við geisla- meðferð og þess freistað að varpa ljósi á og auka áhuga og þekkingu á þessari grein sjúkdómsmeð- höndlunar. – Hver er þessi fagdeild hjúkr- unarfræðinga? „Fagdeild hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði er deild inn- an FÍH. Í fagdeildinni eru 116 hjúkrunarfræðingar enda krabbameinshjúkrun vaxandi og mikilvæg fræðigrein innan hjúkr- unar. Fagdeildin heldur árlega veglega námstefnu um mikilvæg málefni sem snerta þjónustu við krabbameinssjúklinga og að þessu sinni tengist umfjöllunar- efnið geislameðferð.“ – Hvers vegna geislameðferð? Árlega greinast 1.000 til 1.100 einstaklingar með krabbamein og fær um það bil helmingur þeirra geislameðferð. Geislameðferðin er gefin á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut. Með- ferðareiningin samanstendur af geislameðferð og geislaeðlis- fræðideild, alls um 35 manns, þar af tíu hjúkrunarfræðingar. Með því að taka fyrir geislameðferð er fyrst og fremst verið að vekja at- hygli og áhuga fólks á þessari grein innan hjúkrunar sem er eins stór hluti af krabbameins- meðferð og raun ber vitni. Fjallað verður um ástand fólks í geislameðferð og t.d. þurfa að- eins 10% einstaklinga á sjúkra- húsinnlögn að halda meðan á meðferð stendur. 90% koma utan úr bæ. Reynt er að bera niður sem víðast eins og sjá má ef dag- skráin er skoðuð. Aðeins ein geisladeild er í landinu og er bið- tími eftir geislameðferð stuttur miðað við nágrannalöndin og þjónustan einstaklingsmiðuð.“ – Það er talað um mýtur í þessum geira. Hvað er það og er varpað ljósi á þær á námstefn- unni? „Það sem við köllum mýtur eru leyndardómar. Það eru margir leyndardómar varð- andi geislameðferð bæði meðal almenn- ings og fagfólks, enda hefur ekki verið mikið um hana fjallað hér- lendis. Þessi nám- stefna er liður í því að miðla þekkingu og vekja áhuga á málefn- um sem snúa að hjúkr- un sjúklinga í geisla- meðferð. Það er von okkar að það sem fram kemur á þessari nám- stefnu muni varpa ljósi á þá stað- reynd að með aukinni þekkingu og fullkomnari tækni hafa lífs- gæði einstaklinga sem fá geisla- meðferð batnað.“ – Hverjir halda fyrirlestra og um hvað? „Fyrsta erindið verður klukk- an fimm, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Á vaðið ríður Sig- urður Árnason, sérfræðingur í krabbameinslækningum, og ber fyrirlestur hans yfirskriftina „Geislar sem einkennameðferð“. Því næst flytur Jakob Jóhanns- son, sérfræðingur í krabbameins- lækningum, fyrirlesturinn „Geislameðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hring- braut“. Á eftir kemur Stefanía Sigurjónsdóttir með fyrirlestur sem hún kallar „Hjúkrun ein- staklinga í geislameðferð“. Síðan er matarhlé þar sem boðið verð- ur upp á veglegt ítalskt hlaðborð við söng Bergþórs Pálssonar og undirleik Reynis Jónassonar harmonikkuleikara. Eftir matar- hléið byrjar Gillian Holt, hjúkr- unarfræðingur á barnadeild, og flytur fyrirlestur sem hún kallar „Börn og geislameðferð“, því næst kemur Óttar Guðmundsson, sérfræðingur í geðlækningum, í pontuna með fyrirlestur sem heitir „Kvíði fyrir hinu óþekkta“ og loks flytur Árni Ragnar Árna- son alþingismaður fyr- irlestur sem ber heitið „Upplifun mín af því að greinast með krabbamein og fá geislameðferð.“ – Er námstefnan fyrir fagfólk eða al- menning? „Námstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir og ætluð fagfólki. Til að upplýsa og hafa áhrif á umræðuna um geislameðferð sem hefur ekki verið eins mikil á yfirborðinu og önnur krabba- meinsmeðferð.“ Svandís Matthíasdóttir  Svandís Matthíasdóttir fædd- ist 8. ágúst 1953. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1976. Starfaði sem deildarstjóri á lyf- læknisdeild 1-A á Landakotsspít- ala frá 1977–1981. Frá 1983– 1985 vann hún á heilsugæslu- stöðinni í Mosfellsbæ. Hún hóf störf á geisladeild krabbameins- lækningadeildar árið 1985 og hefur starfað þar síðan. Svandís á þrjú börn. Aðeins 10% einstaklinga þurfa á sjúkrahús- innlögn að halda meðan á meðferð stendur SAMKOMULAG um styrk til minningar um prófessor Jón Steffensen var nýlega undirritað en það eru Þjóðminjasafn Ís- lands, Nesstofusafn og Félag áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar sem standa að styrknum. Í fréttatilkynningu frá þessum aðilum segir að það sé Jóni að þakka að til sé gott safn lækningamuna, Nesstofusafn, sem er deild í Þjóðminjasafni Íslands. Tíu ár voru í sumar liðin frá andláti Jóns. Styrknum er ætlað að styrkja há- skólanema til að vinna rannsóknarverk- efni á sviði sögu heilbrigðismála. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kristinn Magnússon, deildarstjóri Nesstofusafns, Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður og Halldór Baldursson, formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Styrkur til minningar um Jón Steffensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.