Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ef ég mætti kannski bara aðeins fá að kíkja á pleisið? Námstefna fagdeildar hjúkrunarfræðinga Lífsgæði ein- staklinga hafa aukist mjög FAGDEILD hjúkr-unarfræðinga ákrabbameinssviði stendur fyrir námstefnu um geislameðferð í húsi Pharmaco í Garðabæ í dag. Nokkrir fyrirlesarar stíga þar í pontu og flytja erindi um margvíslegar hliðar umræddrar með- ferðar. Svandís Matthías- dóttir, hjúkrunarfræðing- ur á geisladeild krabba- meinslækningadeildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, er formaður undirbúningsnefndar námstefnunnar og Morg- unblaðið sló á þráðinn til hennar í vikunni og kom þá á daginn að tekið verð- ur á ýmsum leyndardóm- um í tengslum við geisla- meðferð og þess freistað að varpa ljósi á og auka áhuga og þekkingu á þessari grein sjúkdómsmeð- höndlunar. – Hver er þessi fagdeild hjúkr- unarfræðinga? „Fagdeild hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði er deild inn- an FÍH. Í fagdeildinni eru 116 hjúkrunarfræðingar enda krabbameinshjúkrun vaxandi og mikilvæg fræðigrein innan hjúkr- unar. Fagdeildin heldur árlega veglega námstefnu um mikilvæg málefni sem snerta þjónustu við krabbameinssjúklinga og að þessu sinni tengist umfjöllunar- efnið geislameðferð.“ – Hvers vegna geislameðferð? Árlega greinast 1.000 til 1.100 einstaklingar með krabbamein og fær um það bil helmingur þeirra geislameðferð. Geislameðferðin er gefin á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut. Með- ferðareiningin samanstendur af geislameðferð og geislaeðlis- fræðideild, alls um 35 manns, þar af tíu hjúkrunarfræðingar. Með því að taka fyrir geislameðferð er fyrst og fremst verið að vekja at- hygli og áhuga fólks á þessari grein innan hjúkrunar sem er eins stór hluti af krabbameins- meðferð og raun ber vitni. Fjallað verður um ástand fólks í geislameðferð og t.d. þurfa að- eins 10% einstaklinga á sjúkra- húsinnlögn að halda meðan á meðferð stendur. 90% koma utan úr bæ. Reynt er að bera niður sem víðast eins og sjá má ef dag- skráin er skoðuð. Aðeins ein geisladeild er í landinu og er bið- tími eftir geislameðferð stuttur miðað við nágrannalöndin og þjónustan einstaklingsmiðuð.“ – Það er talað um mýtur í þessum geira. Hvað er það og er varpað ljósi á þær á námstefn- unni? „Það sem við köllum mýtur eru leyndardómar. Það eru margir leyndardómar varð- andi geislameðferð bæði meðal almenn- ings og fagfólks, enda hefur ekki verið mikið um hana fjallað hér- lendis. Þessi nám- stefna er liður í því að miðla þekkingu og vekja áhuga á málefn- um sem snúa að hjúkr- un sjúklinga í geisla- meðferð. Það er von okkar að það sem fram kemur á þessari nám- stefnu muni varpa ljósi á þá stað- reynd að með aukinni þekkingu og fullkomnari tækni hafa lífs- gæði einstaklinga sem fá geisla- meðferð batnað.“ – Hverjir halda fyrirlestra og um hvað? „Fyrsta erindið verður klukk- an fimm, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Á vaðið ríður Sig- urður Árnason, sérfræðingur í krabbameinslækningum, og ber fyrirlestur hans yfirskriftina „Geislar sem einkennameðferð“. Því næst flytur Jakob Jóhanns- son, sérfræðingur í krabbameins- lækningum, fyrirlesturinn „Geislameðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hring- braut“. Á eftir kemur Stefanía Sigurjónsdóttir með fyrirlestur sem hún kallar „Hjúkrun ein- staklinga í geislameðferð“. Síðan er matarhlé þar sem boðið verð- ur upp á veglegt ítalskt hlaðborð við söng Bergþórs Pálssonar og undirleik Reynis Jónassonar harmonikkuleikara. Eftir matar- hléið byrjar Gillian Holt, hjúkr- unarfræðingur á barnadeild, og flytur fyrirlestur sem hún kallar „Börn og geislameðferð“, því næst kemur Óttar Guðmundsson, sérfræðingur í geðlækningum, í pontuna með fyrirlestur sem heitir „Kvíði fyrir hinu óþekkta“ og loks flytur Árni Ragnar Árna- son alþingismaður fyr- irlestur sem ber heitið „Upplifun mín af því að greinast með krabbamein og fá geislameðferð.“ – Er námstefnan fyrir fagfólk eða al- menning? „Námstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir og ætluð fagfólki. Til að upplýsa og hafa áhrif á umræðuna um geislameðferð sem hefur ekki verið eins mikil á yfirborðinu og önnur krabba- meinsmeðferð.“ Svandís Matthíasdóttir  Svandís Matthíasdóttir fædd- ist 8. ágúst 1953. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1976. Starfaði sem deildarstjóri á lyf- læknisdeild 1-A á Landakotsspít- ala frá 1977–1981. Frá 1983– 1985 vann hún á heilsugæslu- stöðinni í Mosfellsbæ. Hún hóf störf á geisladeild krabbameins- lækningadeildar árið 1985 og hefur starfað þar síðan. Svandís á þrjú börn. Aðeins 10% einstaklinga þurfa á sjúkrahús- innlögn að halda meðan á meðferð stendur SAMKOMULAG um styrk til minningar um prófessor Jón Steffensen var nýlega undirritað en það eru Þjóðminjasafn Ís- lands, Nesstofusafn og Félag áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar sem standa að styrknum. Í fréttatilkynningu frá þessum aðilum segir að það sé Jóni að þakka að til sé gott safn lækningamuna, Nesstofusafn, sem er deild í Þjóðminjasafni Íslands. Tíu ár voru í sumar liðin frá andláti Jóns. Styrknum er ætlað að styrkja há- skólanema til að vinna rannsóknarverk- efni á sviði sögu heilbrigðismála. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kristinn Magnússon, deildarstjóri Nesstofusafns, Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður og Halldór Baldursson, formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Styrkur til minningar um Jón Steffensen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.