Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 26
RÁÐIST GEGN HRYÐJUVERKAMÖNNUM/ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK afganskra kvenna, sem hafa um árabil barist fyrir réttind- um kynsystra sinna og þurft að starfa í leynum á síðustu árum, hafa notað tækifærið þegar athygli heimsbyggðarinnar beinist að landi þeirra til að afla málstað sínum stuðnings á Vesturlöndum. Hreyfingin nefnist Byltingarsam- tök afganskra kvenna, skammstafað RAWA. Samtökin voru sett á fót fyrir tveimur áratugum, en þá var staða afganskra kvenna þó mun betri en nú. Virkir meðlimir eru um 2.000, bæði í Afganistan og Pakist- an. Fulltrúi RAWA, sem kallar sig Tahmeena Faryal, hélt nýlega til Washington til að vekja athygli á baráttu samtakanna. Hún kom til Bandaríkjanna í gegnum Pakistan, en neyðist til að ferðast undir dul- nefni og hylja andlit sitt vegna ótta við talibanastjórnina. Hún þorir ekki að gefa neitt upp um sjálfa sig annað en að hún sé á þrítugsaldri og frá Kabúl. „Afganskar konur eru mjög, mjög reiðar,“ sagði Faryal í viðtali við dagblaðið The Washington Post, til að útskýra hvers vegna meðlimir samtakanna leggi sjálfa sig í mikla hættu til að berjast fyrir rétti kyn- systra sinna. „Þær eru vonlausar, hjálparlausar, en jafnframt mjög reiðar.“ Taka áhættu með leynilegu starfi Í byrjun síðasta áratugar gengu afganskar konur í vestrænum klæð- um, sýndu andlit sitt á almannafæri, sóttu háskóla og gegndu störfum ut- an heimilis. Til dæmis var nær helmingur allra lækna í landinu kvenkyns, sem og meirihluti kenn- ara. En sem kunnugt er hafa konur í Afganistan mátt sæta hræðilegri kúgun síðan talibanar komust þar til valda árið 1996. Þær verða nú að klæðast svokölluðum burqa á al- mannafæri, en það er eins konar skikkja sem hylur allan líkamann frá toppi til táar og er aðeins með lítilli grisju fyrir vitunum. Stúlkum er meinað að sækja skóla, konur mega ekki stunda vinnu og þær geta ekki farið út fyrir heimili sitt nema vera í fylgd karlkyns ættingja. Mála verður fyrir glugga svo enginn geti séð konur óhuldar innandyra. RAWA-samtökin hafa á laun reynt að koma konum í landinu til hjálpar. Þau reka meðal annars leynilega skóla og vinnustaði og veita aðstoð þeim þúsundum kvenna og barna, sem hafa flúið undan talib- önum og hafast við í flóttamanna- búðum innan landamæra Pakistans. Leggja sig í mikla hættu með því að taka myndir Samtökin hafa einnig tekið mikla áhættu með því að taka myndir af hörmungarástandinu í landinu og birta á vefsíðu sinni, www.rawa.org, en myndatökur eru bannaðar á þeim svæðum sem eru undir yfirráðum talibana. Meðlimir hafa lagt sig í mikla hættu með því að taka myndir á laun með myndavélum sem smygl- að hefur verið inn í landið, meðal annars af aftöku konu á íþróttaleik- vangi í Kabúl. Tahmeena Faryal segir að RAWA-samtökin vilji koma þeim skilaboðum á framfæri á Vestur- löndum að almenningur í Afganist- an sé enginn óvinur; óbreyttir borg- arar séu sjálfir fórnarlömb grimmdarverka eigin stjórnvalda. Hún varar einnig við því að Banda- ríkjastjórn styðji Norðurbandalag- ið, hersveitir andstæðinga talibana, til valda í landinu, því liðsmenn þess hafi ekki síður gerst sekir um of- beldisverk og lögbrot en talibanar. „Það er mikilvægt að Norður- bandalaginu verði ekki færð stjórn landsins. Við viljum ríkisstjórn sem byggir á lýðræðislegum gildum. Það er ekki mögulegt þegar bókstafs- trúarmenn eru við völd,“ segir Far- yal í viðtali við The Washington Post. Afganskar konur leita stuðnings við málstað sinn á Vesturlöndum The Washington Post. AP Konur klæddar í „burqa“ í flóttamannabúðum í Norður-Afganistan. MYNDIRNAR sýna Garmabak Ghar-búðirnar í Afganistan en í þeim hafa hryðjuverkamenn Osama bin Ladens fengið þjálfun. Efri myndin sýnir búðirnar fyrir árásir bandarískra herflugvéla fyr- ir nokkrum dögum en sú neðri sýn- ir þær eftir árásirnar. Sams konar árásir hafa verið gerðar á aðrar þjálfunarbúðir en samkvæmt upplýsingum, sem Rúss- ar létu Atlantshafsbandalaginu, NATO, í té, voru þær yfir 50 talsins víðs vegar um Afganistan. Í þeim hafa þúsundir manna fengið þjálfun í hryðjuverkum, einkum öfgamenn frá arabaríkjum, Pakistan og víðar að, til dæmis Tsjetsjníu. Flestar þessara búða höfðu verið yfirgefnar áður en loftárásir Bandaríkjamanna og Breta hófust en talið er, að talibanar noti einnig jarðhýsi eða hvelfingar, sem grafn- ar voru inn í fjöll á sovéttímanum. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir, að þeir séu búnir að eyðileggja 85% af öllum skotmörkum í landinu og því má búast við að hernaðurinn breyt- ist á næstu dögum. Árás á búð- ir hryðju- verka- manna Reuters KHALEDA Zia sór í gær emb- ættiseið sem forsætisráðherra Bangladesh. Zia hefur tvisvar áð- ur gegnt embættinu. Flokka- bandalag hennar vann mikinn sig- ur í þingkosningum fyrir skömmu og tókst henni því að velta úr sessi erkióvini sínum, Sheikh Hasina Wajed, sem einnig er kona. Sheikh Hasina hefur hótað að hunsa þingið ásamt stuðning- mönnum sínum vegna meintra kosningasvika. Í Bangladesh búa nær 130 milljónir manna og það er eitt af fátækustu löndum jarðar. Zia sagði að forgangsverkefnið yrði að bæta efnahaginn. Flestir Bangladeshmenn eru múslímar og í nýju stjórninni eru nokkrir fulltrúar íslamsks heittrúarflokks. Stjórn Zia tekur við Dhaka. AFP. ÞRÍR Bandaríkjamenn fá Nóbels- verðlaunin í hagfræði í ár og tveir Bandaríkjamenn og einn Japani skipta með sér verðlaununum í eðl- isfræði. Var skýrt frá því í Stokk- hólmi í gær. George A. Akerlof við Kaliforn- íuháskóla í Berkeley, A. Michael Spence við Stanford-háskóla og Joseph E. Stiglitz við Kólumbía-há- skóla fá verðlaunin fyrir „greiningu á mörkuðum með tilliti til ólíkra upp- lýsinga“ og er þá verið að vísa til þess, að sumir búa yfir betri upplýs- ingum um markaðinn en aðrir. Segir í tilkynningu sænsku vísindaaka- demíunnar, að með starfi sínu hafi þeir lagt grunninn að „nútímaupp- lýsingahagfræði“. Hefur bætt lyfjaöryggi Bandaríkjamaðurinn William S. Knowles og Japaninn Ryoji Noyori skipta með sér helmingi eðlisfræði- verðlaunanna og hinn helminginn fær Bandaríkjamaðurinn Barry Sharpless. Verðlaunin fá þeir fyrir að ná betri stjórn á efnahvörfum en það hefur til dæmis rutt brautina fyrir framförum í lyfjaframleiðslu. Við rannsóknir sínar fengust þeir við þann vanda, að margar sameindir birtast í tveimur myndum, sem eru spegilmynd hvor af annarri. Yfirleitt bregðast frumur aðeins rétt við ann- arri myndinni og hin getur beinlínis verið stórhættuleg. Með aðferðum verðlaunahafanna er nú unnt að framleiða aðeins þá mynd eða það efni, sem sóst er eftir. Sem dæmi um þetta janusarhöfuð sumra frumeinda er nefnt lyfið thali- domide, sem ófrískum konum var gefið á sjöunda áratugnum. Önnur myndin vann gegn ógleði en hin olli alvarlegum fæðingargöllum. Skýrt frá Nóbelsverðlaununum í hagfræði og eðlisfræði Upplýsingahag- fræði og nákvæm efnahvörf Stokkhólmi. AP. KOMIÐ var með rússneska kjarn- orkukafbátinn Kúrsk til hafnar í Rosljakovo, skammt frá Múrm- ansk, í gær en honum var lyft upp af hafsbotni fyrr í vikunni. Verður bátnum komið fyrir í þurrkví og þá verður loks unnt að ná í lík skipverjanna 118 og kanna til hlít- ar hvað olli því, að hann sökk 12. ágúst fyrir ári. Fylgdust tugir bæjarbúa með er risastór pramm- inn, sem Kúrsk hangir neðan í, var dreginn inn í höfnina en margir hafa áhyggjur af, að kjarnakljúfar bátsins séu skemmdir og geti vald- ið geislamengun. Rússnesk yf- irvöld fullyrða, að engin hætta sé á því. AP Kúrsk til hafnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.