Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 28

Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 28
Á ÞRIÐJA þúsund manns unnu við lokafrá- gang Smáralindar síðastu klukkustundirnar fyrir opnun. Kjartan Þorbjörnsson ljósmynd- ari stóð vaktina með hundruðum iðn- aðarmanna og verslunarfólks síðasta sólar- hringinn og fylgdist með því hvernig verslunarmiðstöðin breytti hratt og örugglega um svip frá einum klukkutímanum til annars. Síðasti sólarhringurinn S MÁRALIND, ný og glæsileg verslunarmið- stöð í Kópavogi, var opnuð formlega í gær- morgun þegar Smári Páll Svavarsson, 11 ára úr Smára- hverfi, og Linda Margrét Gunn- arsdóttir, 9 ára úr Lindahverfi, hleyptu straumi á bygginguna, ljós lifnuðu og rúllustigar fóru í gang, tíu mínútur yfir tíu hinn 10.10 árið 2001. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í ræðu sinni við opn- unarhátíðina að Smáralind væri glæsileg bygging sem auka myndi fjölbreytni í stórum stíl og treysta mætti því að með tilkomu þessara nýju verslunarmiðstöðvar myndi samkeppni í verslun aukast neyt- endum í hag. Í Smáralind eru um 70 verslanir og þjónustufyrirtæki sem flest voru opnuð í gær, en nokkrar verslanir verða opnaðar síðar í mánuðinum. Smáralind er eitt stærsta hús á Íslandi með um 63 þúsund fermetra gólfflöt þar sem verslunarrýmið er um 33 þúsund fermetrar og Vetrargarðurinn um níu þúsund fermetrar. Fólk tók að streyma snemma morguns að Smáralind og um átta- leytið var orðið fjölmenni í Vetr- argarðinum þar sem formleg vígsluathöfn fór fram. Innan um prúðbúna gesti mátti þó víða sjá iðnaðarmenn og verslunarfólk ljúka síðustu verkunum áður en verslanirnar voru opnaðar, sópa ganga og gólf, mála síðasta vegg- inn og ganga frá vörum og merk- ingum í hillur. En þrátt fyrir að margir væru á síðasta snúningi leyndi sér ekki að menn höfðu náð takmarkinu; að opna á tilsettum tíma þennan tiltekna dag. Smáralind yfirbyggður miðbær Íslands Athöfnin hófst með því að Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, skil- aði byggingunni formlega til Hannesar Smárasonar, stjórn- arformanns Smáralindar, með því að afhenda honum eftirlíkingu af kennileiti Smáralindar, 40 metra háum turni sem stendur við bygg- inguna. Sagði Páll að ekki væri hægt að afhenda hefðbundinn lykil að Smáralind þar sem skrá fyrir slíka lykla væri nánast ekki að finna í þessari nýtískulegu versl- unarmiðstöð. Hannes sagði að verkið hefði gengið undrafljótt fyr- ir sig og miklum áfanga væri nú náð. Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, sagði nýja hugsun í íslenskri verslun fel- ast í byggingu Smáralindar, því einnig væri um að ræða menning- ar- og afþreyingarmiðstöð með fjölbreyttri þjónustu í formi kvik- myndahúsa, ráðstefnumiðstöðvar og barnaskemmtigarðs. Þá myndu menningarviðburðir listamanna og félagasamtaka í Vetrargarðinum koma á óvart. „Frá og með þess- um degi verður Smáralind yf- irbyggður miðbær Íslands, spegill þjóðarinnar þar sem hún getur komist í snertingu við sjálfa sig,“ sagði Pálmi. Þá kvaðst Pálmi vænta þess að Smáralind myndi efla samkeppni í verslun og þá ekki síst við útlönd. „Smáralind er verslunarmiðstöð á heimsmælikvarða sem eflir verslun í landinu, bæði á þann hátt að Ís- lendingar kaupi frekar vörur hér á landi en erlendis og að útlendingar kaupi meira á Íslandi en þeir myndu ella gera. Við höfum því kosið að kalla Smáralind nýjan áfangastað,“ sagði Pálmi. Ánægjuefni að verða vitni að slíkum stórhug Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt ræðu við opnunina og sagði húsið hafa risið á undraskömmum tíma þar ekki væri verið að hrófla upp einhverju hreysi, heldur glæsilegu mannvirki þar sem ekk- ert væri til sparað. „Mikill metn- aður og mikill kraftur býr að baki þessari framkvæmd og það er mik- ill myndarbragur á öllu hér. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir okkur öll að vera vitni að slíkum stórhug og dug þeirra manna sem hér hafa haldið um stjórnvölinn,“ sagði Davíð. Þá vék forsætisráðherra að við- horfum manna til verslunar og við- skipta og sagði þá hugmynd sumra fjarri veruleikanum, að viðskipti og verslun væri „andlaust prang“ þar sem einn græddi á kostnað annars. „Torg verslunar og við- skipta er ekki völlur þar sem einn fær sex og annar núll, heldur vett- vangur þar sem einn svarar þörf- um annars, báðum til hagsbóta og saman auðga þeir mannlífið og gera það margbreytilegt og blóm- legt. Og glæsilegra markaðstorg en þetta hefur ekki kallað fólk til viðskipta saman á Íslandi fyrr,“ sagði forsætisráðherra. Davíð sagði verslunarfrelsi og lýðfrelsi hafa verið samtvinnuð baráttumál Íslendinga og sigur í öðru þeirra hefði verið ófullnægj- andi ef ekki næðist sigur í hinu. Því hafi ekki verið tilviljun að for- ystumenn í þjóðfrelsisbaráttu Ís- lendinga lögðu höfuðáherslu á að þjóðin fengi notið frjálsrar versl- unar. Fákeppni er fjand- maður neytandans „Verslunarfrelsi var ekki fengið kaupmönnum sérstaklega til handa. Þeir sem halda það myndu líka halda að flugvélar væru aðeins fyrir flugmenn en ekki farþega. Verslunarfrelsi er fyrst og fremst og fyrst og síðast í þágu alls al- mennings og þá dugar það frelsi best þegar sem flestir keppast um að fá að þjóna almenningi á sem ódýrastan og liprastan og glæsi- legastan hátt, eins og hér verður gert. Smáralind eykur fjölbreytni í stórum stíl og við getum treyst því að hún muni einnig auka sam- keppni en fákeppni er fjandmaður neytandans, eins og dæmin sanna,“ sagði Davíð. Gunnar I. Birgisson, forseti bæj- arstjórnar Kópavogs, sagði að þessarar stundar hefði lengi verið beðið í Kópavogi. Í ræðu hans kom fram að á níunda áratug síðustu Stærsta verslunarmiðstöð landsins, Smáralind, formlega opnuð í Kópavogi í gærmorgun Glæsilegt markaðstorg Morgunblaðið/Þorkell Það voru þau Smári Páll Svavarsson, 11 ára, og Linda Margrét Gunnarsdóttir, 9 ára, sem opnuðu versl- unarmiðstöðina Smáralind formlega tíu mínútur yfir tíu. Á milli þeirra stendur Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, og til vinstri er Sigmundur Ernir Rúnarsson, kynnir á opnunarhátíðinni. FRÉTTIR 28 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kl. 10.15 Kl. 12.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.