Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.10.2001, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 35 HVERNIG lítur drauma-hverfið þitt út? er lykil-spurning í störfumbandaríska arkitektsins Antons C. Nelessen. Það eru hins vegar hvorki skipulagsfræðingar né arkitektar sem eiga að svara þessari spurningu að mati Nelessen, heldur tilvonandi íbúar hverfisins, þ.e. al- menningur. Í heimsókn sinni hér á landi í boði sendiráðs Bandaríkj- anna ræddi hann við ýmsa aðila sem koma að skipulagsmálum, m.a. um þann lærdóm sem Íslendingar geta dregið af Bandaríkjamönnum hvað varðar skipulagsmál, hvernig gera má almenningssamgöngur sveigjan- legri og um kosti þess að leita hjálp- ar almennings við gerð skipulags. Nelessen hefur á undanförnum árum ferðast víða um heim ásamt samstarfsmönnum í ráðgjafarfyrir- tækinu A. Nelessen Associates, og kynnt hugmyndir fyrirtækisins um það sem þeir kalla „nýja borgarlík- anið“. Líkanið byggist á áralangri reynslu þeirra í skipulagsmálum þar sem þátttaka almennings er lykilat- riði. Það merkilega er, að það er sama hvar Nelessen hefur stigið niður fæti, hvort sem það er í Suður- Afríku, Hollandi eða hér á Íslandi, alls staðar fá hugmyndir hans, um lítil, þéttbyggð hverfi, þar sem verslun, þjónusta, léttiðnaður og íbúabyggð fléttast saman, góðan hljómgrunn. Jarðarbúar virðast vel- flestir hafa sömu skoðun á því hvað einkenna skuli það hverfi sem þeir kjósa að búa í. En nýju hugmynd- irnar eru þó í raun byggðar á göml- um og vel heppnuðum skipulags- hugmyndum og áralangri reynslu Nelessen og samstarfi við fólk um allan heim. „Hugmyndir okkar felast í stórum dráttum í því að byggðin sé þétt og í miðju hennar sé kjarni þar sem ýmsa þjónustu á borð við skóla, íþróttahús og verslun er að finna,“ útskýrir Nelessen. „Í kjarnanum eru hæstu byggingarnar en þær lækka út til jaðranna og sömuleiðis minnkar þéttleiki byggðarinnar út frá miðjunni. Nálægð við græn svæði eða ósnortna náttúru er líka lykilatriði.“ Einföld en árangursrík aðferð Nelessen á gríðarstórt safn ljós- mynda af ólíkum byggingum og um- hverfi þeirra sem hann notar við störf sín. Myndirnar sýnir hann fólki og spyr einfaldlega: Kanntu við þessa byggingu eða þetta umhverfi? Fólki er svo gert að gefa myndefn- inu einkunn. Með þessari aðferð er fundið út hvað það er sem fólk vill hafa í sínu nánasta umhverfi til þess að því líði vel. Nelessen kallar aðferðina „Visual preference Survey“ og er henni ætl- að það hlutverk að fá almenning til að taka þátt í skipulagsferlinu frá upphafi. Unnið er í fámennum hóp- um, 5–12 manns, og felst fyrsta skrefið í því að sýna þeim fjölmargar myndir úr safni Nelessens af hús- um, görðum, skrifstofubyggingum, verslunarhúsum og þar fram eftir götun- um og þeir beðnir að segja af eða á um fyr- irhugað hverfi. Einnig eru lagðir fyrir hópinn spurningalistar og þegar allar upplýsing- ar eru komnar er unn- ið úr gögnunum. „Nær undantekningarlaust er niðurstaðan sú sama, fólk vill lítil hverfi, þétta byggð og kjarna í miðjunni þar sem þjónustu er að finna,“ segir Nelessen. Næsta skref er að leggja hugmyndir hópsins saman til að sjá með lýðræðislegum hætti hvaða áherslur koma oftast fyrir. Síðan er gengið skrefinu lengra og smáatriði úthugsuð. Að því loknu taka skipulagsfræðingarnir við og kanna raunsæi hugmyndarinnar. Ef þær eru samþykktar verða þær mögulega að veruleika og hafa ein- faldað yfirvöldum vinnu sína til muna. Ef ekki eru þær aftur settar á teikniborð hópsins til frekari athug- unar. Að lokum fær hópurinn í hendur skipulagsuppdrætti, byggða á þeirra hugmyndum. „Hugmyndin er einföld og hún virkar,“ segir Nelessen. „Allir hafa skoðun, allir hafa tillögur um hvern- ig draumahverfið lítur út. Almenn- ingur á að fá tækifæri til að segja sína skoðun og þá með öðrum hætti en eingöngu að skoða skipulagsupp- drætti.“ Nelessen segir að því miður strandi góðar hugmyndir oft á úrelt- um reglugerðum innan skipulags- geirans og úr því þurfi að bæta. Út frá þessari vinnu kom það sem Nelessen kallar DNA-skipulag, því sömu áherslurnar koma endurtekið fram. Í nýja borgarlíkaninu er geng- ið út frá því að hverfin, sem eru ekki stór en byggðin þétt, hafi hvert og eitt sína sérstöðu. Sum geti verið þekkingarhverfi, þar sem háskóli eða aðrar stofnanir eru með öfluga starfsemi, áherslan í öðrum getur verið á fjármál, léttan iðnað og svo mætti áfram telja. Sömu mistökin endurtekin Meðan á heimsókn Nelessen stóð skoðaði hann sig um á höfuðborg- arsvæðinu og varð að orði að Íslend- ingar væru að gera sömu mistök í skipulagsmálum og gerð hafa verið í Bandaríkjunum undanfarna ára- tugi. Og þessi mistök eru stór. Telur hann þau helst felast í of dreifðri byggð, mikilli bílamenningu og því hversu rík áhersla er lögð á stóra verslunarkjarna. „Mér finnst miðbærinn ykkar yndislegur og aðalverslunargatan heillandi og ég tel hana bjóða upp á marga möguleika. En ekkert annað sem ég hef séð hérna hefur haft svipuð áhrif á mig.“ Úthverfastefna hefur um langt skeið verið við völd í Bandaríkjun- um og segir Nelessen að undanfarin ár hafi gallar hennar komið berlega í ljós. Nú sé hins vegar þróunin að snúast við og smærri hverfi, þar sem byggð er þétt og stutt í atvinnulíf og alla þjónustu, að fá uppreisn æru. Þetta eru oft hverfi sem byggð voru á fyrstu áratugum síðustu aldar. „Víða í Bandaríkjunum má sjá þessi gömlu hverfi þar sem íbúðarhús- næði er mjög eftirsótt. Við viljum sjá fleiri hverfi sem byggð eru á svipaðan hátt og við hönnun og skipulag slíkra hverfa er þátttaka almennings grundvallaratriði. Burt með stór skrifstofuhverfi og stóra verslunarkjarna og burt með svefn- bæina.“ Að mati Nelessen falla hlutar miðborgar Reykjavíkur vel að nýja líkaninu en víðast annars staðar í borginni og í nágrannasveitarfélög- um hennar eru út- hverfi sem eru byggð eftir skipulagshug- myndum sem Neles- sen er lítið hrifinn af. „Í þessu er lítið að gera héðan af. En ný hverfi ættu alls ekki að vera skipulögð á sama hátt. Frá þessari stundu ætti að leggja slíkar hugmyndir á hilluna. Á höfuðborg- arsvæðið mun flytja mikill fjöldi fólks næstu árin og nýrra hverfa er þörf og góðs skipulags.“ Nelessen hefur sterkar skoðanir á stórum verslunarmiðstöðvum og -kjörnum og segir að reynslan í Bandaríkjunum sýni að tugþúsundir slíkra bygginga standi auðar og stefnan sé nú tekin á að efla smærri kjarna og verslunargötur. Mikil umræða hefur verið hér á landi undanfarið um framtíð mið- borgarinnar sem að margra áliti virðist hafa hnignað. Að mati Neles- sen er þörf á nýrri framtíðarsýn miðborgarinnar, þar sem áherslur eru endurmetnar svo og hlutverk hennar á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan í Bandaríkjunum sýni að þeir miðbæir sem hafa staðist sam- keppni við stórar verslunarmið- stöðvar hafi þróast í þá átt að verða miðstöðvar skemmtanalífs, menn- ingar og afþreyingar. Þá er vænlegt að flétta saman íbúabyggð og þjón- ustu- og verslunarbyggð, í takt við hið nýja borgarlíkan. „Það virðist ríkja mikil samkeppni milli bæjar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og það er miður. Allir ættu að vinna saman að uppbyggingu þessa þéttbýlis. Bæjarfélögin eru einfaldlega ekki nógu stór til að samkeppni sé mögu- leg, eða yfir höfuð þörf.“ Sveigjanlegar samgöngur Íslendingar eru mikil bílaþjóð og komst Nelessen ekki hjá því að sjá það. En hann er með nýstárlegar hugmyndir í sambandi við samgöng- ur í borgum sem hann telur að geti vel gengið á Íslandi. Í hugmyndun- um er notast við staðsetningartækni í gegnum gervihnött og Svíar hafa þegar komið svipuðum hugmyndum í framkvæmd og Þjóðverjar bætast innan skamms í hópinn. Kerfið kall- ast „samgöngur á stundinni“ og byggist á því að stórum svæðum er skipt upp í minni einingar og í hverri þeirra er ein eða fleiri númeraðar biðstöðvar. Notendur kerfisins eiga aldrei að þurfa að ganga meira en fimm mínútur að næstu stöð. Þegar að biðstöðinni er komið er farsíminn dreginn upp, hringt í þjónustu- númer og þar skilin eftir skilaboð um hvar viðkomandi er staddur og hvert ferðinni er heitið. Til baka fær viðkomandi á augabragði skilaboð um hversu langur biðtími er eftir bíl en hentugast gæti verið að notast við smáar rútur eða strætisvagna í þessum tilgangi. Upplýsingarnar fara samstundis inn í gagnagrunn staðsetningarkerfisins og bíll sem staddur er í næsta nágrenni fær skilaboðin. „Þetta er nokkurs konar blanda af leigubíla- og strætis- vagnakerfi,“ segir Nelessen. „Með þessu móti þarf ekki að bíða á ákveðnum tímum eftir fari, leiðir bílanna er síbreytilegar, allt eftir þörfum farþeganna.“ Nelessen segir að með því að nota vetnisdrifna bíla gæti Ísland orðið öðrum löndum til fyrirmyndar hvað varðar sveigjanlegar almennings- samgöngur og að því ætti tvímæla- laust að stefna. „Kjarni málsins er þessi: Lærið af mistökum Banda- ríkjamanna, ekki endurtaka þau. Fáið almenning ykkur til hjálpar.“ Höfuðborgarsvæðið þolir ekki samkeppni í skipulagsmálum Þátttaka almenn- ings lykilatriði Bandaríski arkitektinn Anton C. Nelessen var staddur hér á landi ný- verið og ræddi Sunna Ósk Logadóttir við hann um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu og hugmyndir hans um þéttingu byggðar og lausnir í samgöngu- málum. Anton C. Nelessen sunna@mbl.is ig voru frumuboðefnin og náttúru- legur frumudauði kannaður hjá sjúklingum og einkennalausum mökum þeirra og reyndist hvort tveggja vera til staðar sem Gerður segir benda til samverkandi þátta umhverfis og erfða. Helga Kristjánsdóttir líffræðing- ur hefur einnig ásamt Kristjáni og Gerði unnið að erfðarannsókninni á rauðum úlfum. Í rannsóknum sín- um hefur Helga sýnt fram á að breytileiki í ónæmiskerfinu, nánar tiltekið skortur á svonefndum komplementþáttum sem gegna mikilvægu hlutverki í hreinsun á mótefnum og mótefnafléttum, er af- gerandi áhættuþáttur í sjúkdómn- um. Vísbendingar eru um það að þessar niðurstöður, þ.e. annars veg- ar aukið magn Il-10 og hins vegar skortur á komplementþætti í rauð- um úlfum, geti leitt af sér nýja með- ferð sem dragi á sértækan hátt úr einkennum sjúkdómsins. Helga segir að á næstunni verði áfram unnið með litningasvæðin tvö tján- ing hugsanlegra áhættugena rann- sökuð. Rannsaka lítt þekktan Sjögrens-sjúkdóm Björn Guðbjörnsson hóf nýlega starf á rannsóknastofunni við kennslu og rannsóknir. „Ég hef einkum sinnt rannsóknum á svo- nefndum Sjögrens-sjúkdómi, sem kenndur er við sænska augnlækn- inn Henrik Sjögren, en þessi sjúk- dómur lýsir sér með bólgum í slím- húðarkirtlum og leiðir til þurrks í munni, augum og loftvegum,“ segir Björn og getur þess að sjúkdómur- inn sé ekki mjög þekktur og því stundum vangreindur auk þess sem hann komi fram hægt og rólega, valdi fyrst þurrki sem áður er nefndur og síðar geti komið fram vandi í stoðkerfi með lið- og vöðva- verkjum ásamt þreytu. „Þetta er fjölkerfasjúkdómur af völdum truflana í ónæmiskerfinu eins og í svo mörgum gigtarsjúk- dómum og ekki vitað náið um orsak- ir hans frekar en annarra sjúkdóma í þessum flokki,“ segir Björn og nefnir að Sjögrens-heilkennið virð- ist ekki eins algengt hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Segir hann enga augljósa skýringu á því en algengi hans hérlendis er um það bil 0,5%. Hann segir rannsóknir á Sjögrens-sjúkdómnum snúast um að kanna eðli og meingerð en auk þurrkeinkenna sem áður eru nefnd nefnir Björn einnig að sjúkdómur- inn geti valdið einkennum frá innri líffærum, t.d. í lungum og melting- arfærum en þessi fjölbreytta mynd sjúkdómsins gerir hann áhugaverð- an til rannsókna að sínu mati. Auk rannsóknanna verður fylgst með sjúklingnum sem greinst hafa hér og þeim veitt þjónusta á göngu- deildgigtarskorar. Liðagigt og iktsýki Af öðrum rannsóknum sem nú standa yfir á Rannsóknastofu í gigt- arsjúkdómum má nefna rannsóknir á hryggikt og bólguþáttum í liða- gigt. Þá er unnið að rannsóknum á faraldsfræði, ónæmisfræði og erfðafræði iktsýki sem er eitt al- gengasta og alvarlegasta form liða- gigtar. Er erfðafræðiþátturinn unn- inn í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu en sjö gigtarlæknar hafa unnið að rannsókninni sem tekur til um þrjú þúsund þátttak- enda. Skráð hafa verið einkenni, ættarsaga, blóðsýnum safnað til mælingar á gigtarþætti og ónæm- isfræðilegum þáttum, m.a. frumu- boðefnum svo og erfðaþáttum. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna munu birtast á næstunni í alþjóð- legu gigtartímariti. Önnur umfangsmikil verkefni á sviði gigtarrannsókna hér á landi sem unnið er að og kynnt verða á málþingi Gigtarfélagsins eru á sviði slitgigtar og beinþynningar. Kristján Steinsson segir að á næstunni verði á Rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum áfram unnið að þeim rannsóknum sem þegar eru í gangi og ný verkefni undirbúin eftir því sem fjármagn fæst. að samspil erfða og umhverfisþátta ráði mestu um tilurð hans. Rauðir úlfar eru margþátta sjálfsofnæmis- sjúkdómur sem þýðir að brenglun verður í ónæmiskerfinu og hún get- ur haft áhrif á mörg líffærakerfi, ekki síst liði og stoðkerfi. Þar sem orsökin er óljós beinist meðferðin enn sem komið er fyrst og fremst að einkennunum en ekki orsökinni. Aukin þekking á meingerð sjúk- dómsins ætti að stuðla að bættri meðferð í framtíðinni.“ Ættlægur sjúkdómur „Hérlendis hefur verið safnað miklum efniviði og eru yfir 14 fjöl- skyldur með ættlægan sjúkdóm, þ.e. hann kemur fram í fleiri en ein- um einstaklingi í hverri fjölskyldu. Þessar fjölskyldur hafa verið skoð- aðar mjög ítarlega. Rannsóknirnar snúast um leit að erfðaþáttum sem ráða sjúkdómsmyndinni og hefur skimun á erfðamengi íslenskra og sænskra fjölskyldna sem unnin var í samvinnu við erfðafræðideild Upp- salaháskóla leitt til þess að áhættu- svæði fundust á tveimur mismun- andi litningum, tvö og fjögur, og á litningi tvö hefur í framhaldinu ver- ið skilgreint sérstakt áhættugen, PD-1.“ Gerður segir að athugað hafi ver- ið frumuboðefni í fjölskyldum með ættlæga rauða úlfa sem talið er mikilvægt í meingerð sjúkdómsins. Frumuboðefnið Il-10 hefur fundist í auknum mæli í blóði sjúklinga og ættingja þeirra sem hún segir benda til áhrifa erfðaþátta á ákvörð- un um þetta ákveðna boðefni. Einn- um sem fræði og annsókn- ikilvæga nnsókna- lóðbank- r Gerður torsprófi í Stokk- nnar um f galla í ns sem bólgum í num. Til gja rann- lenskum m fengið erður ís- á Rann- um. mikið um ð er talið m sinna margháttuðum grunnrannsóknum r hafa ra ferli Morgunblaðið/Jim Smart rnir Björn Guðbjörnsson og Gerður Gröndal. joto@mbl.is m, þær eru árlega í iðjuþjálfun og sjúkra- þjálfun. Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigt- arsjúkdóma og þeirra sem eiga á hættu að fá þá. Félagið berst gegn gigtarsjúkdómum með því að stuðla að almennri umræðu, efla meðferð og endurhæfingu, forvarnir, fræðslu og rannsóknir og gæta hagsmuna gigt- arsjúklinga. Deildir félagsins starfa á Norð- urlandi eystra, Suðurlandi og Austurlandi og nokkrir áhuga- hópar um einstaka sjúkdóma hafa einnig verið stofnaðir og hópur foreldra barna með gigt- arsjúkdóma. og hrjáir ð á ega. agna u- g ður. Þá naður um. tofnað gar nú agsins ekin eru ar, ur sér- mur árlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.