Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 49

Morgunblaðið - 11.10.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 49 Nýlátinn er í Reykjavík dr. Friðrik Einarsson, fyrrverandi yfirlæknir við skurð- lækningadeild Borgar- spítalans. Er þar genginn einn af merkari mönnum íslenskrar lækna- stéttar á síðari hluta tuttugustu ald- ar. Að loknu kandidatsprófi í lækn- isfræði vorið 1937 fór hann utan til Kaupmannahafnar til sérfræðináms í skurð- og þvagfæralækningum og fékk sérfræðiviðurkenningu í þeim greinum skurðlæknisfræðinnar stuttu eftir heimkomu sína til lands- ins, en í Danmörku dvaldist hann öll stríðsárin. Doktorsritgerð sína, sem fjallaði um upphandleggsbrot, varði hann við læknadeild Háskóla Ís- lands árið 1958 og hlaut lof inn- lendra og erlendra starfsbræðra fyrir. Strax eftir heimkomu hóf Friðrik störf í sérgreinum sínum af fullum krafti, enda harðduglegur, ósérhlífinn og vel kunnandi. Fór brátt orð af hæfni hans. Fyrstu ára- tugina starfaði hann sem sérfræð- FRIÐRIK EINARSSON ✝ Friðrik Einars-son fæddist á Hafranesi við Reyð- arfjörð 9. maí 1909. Hann lést á Land- spítala á Landakoti 27. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 5. októ- ber. ingur við handlækn- ingadeild Landspítal- ans en er Borgar- spítalinn tók til starfa 1963 var hann ráðinn yfirlæknir skurðlækn- ingadeildar þessa nýja spítala og gegndi hann því starfi næstu 15 ár- in. Hann kenndi og í áratugi sérgreinar sín- ar sem dósent við læknadeild Háskóla Ís- lands og þótti afbragðs kennari. Það var einmitt á þessum starfsvettvangi á Borgarspítalanum sem kynni okk- ar dr. Friðriks hófust fyrir rúmum 40 árum. Misserin áður höfðu bæði leikir og lærðir unnið kappsamlega að því að koma upp fyrstu háls-, nef- og eyrnadeild landsins og voru þar margar góðar hendur að verki. Lausn virtist í sjónmáli og var und- irritaður, sem þá starfaði við sjúkra- hús erlendis, kallaður heim til skrafs og ráðagerða með þessu ágæta fólki. Því miður reyndist sú aðstaða sem boðin var ekki fýsileg og kvöddust menn daprir í bragði enda málið í óleysanlegum hnút og fórnfúst starf margra áhugamanna að engu orðið að því er virtist. Var nú brottför ákveðin næsta dag. En örlagadísirn- ar spinna sinn vef, iðulega á ólýs- anlegan máta. Hringt var í undirrit- aðan síðla það kvöld og í símanum var dr. Friðrik Einarsson. Þekkti ég hann af góðu orðspori einu, en við höfðum aldrei átt tal saman. Hann þéraði mig og sagði þessu eftir- minnilegu orð: „Þér farið hvergi, nýr liðsmaður úr læknastétt hefur í kvöld rætt ítarlega við mig um þessi mál. Þennan hnút leysum við. Ég hringi til yðar á morgun.“ Daginn eftir hringdi dr. Friðrik: „Þið fáið tíu legurúm af skurðdeildinni fyrir ykk- ar sérgrein. Það ætti að nægja tveimur sérfræðingum. Einn aðstoð- arlækna minna mun sinna ykkar deild eftir þörfum.“ Þar með leystist hnúturinn og deildin var stofnuð. Þessi viðbrögð dr. Friðriks lýsa einkar vel forystuhæfileikum hans og framsýni í sjúkrahúsrekstri. Hann hafði einsett sér í upphafi að gera Borgarspítalann að sérhæfðum spítala í nútímaskurðlækningum, m.a. með stofnun nýrra deilda svo sem heila- og taugaskurðlækninga- deildar ásamt þeirri sem áður er getið, sem og gjörgæsludeildar og bráðamóttöku og stuðlaði mjög að sérhæfingu í skurðlækningum á sinni eigin deild, svo eitthvað sé nefnt. Má því með sanni segja að hann sé faðir þessara sérdeilda öðr- um fremur. Dr. Friðrik var agaður persónu- leiki sem gerði kröfur til samstarfs- manna sinna en ekki síst til sjálfs sín. Ég kveð hann með virðingu og þökk fyrir mína hönd og samstarfs- manna minna fyrir forystuhlutverk- ið og samstarfið. Genginn er einn af brautryðjendum nútímaskurðlækn- inga á Íslandi meir að starfa Guðs um geim. Eftirlifandi eiginkonu, frú Inge- borgu, og fjölskyldu sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Stefán Skaftason. ✝ Anna StefaníaJóhannsdóttir fæddist á Hrana- stöðum í Svarfaðar- dal 30. mars 1915. Hún lést 31. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Pálsdóttir og Jóhann Jónsson og var hún eitt af þremur börnum þeirra hjóna. Hinn 8. nóvember 1930 giftist Stefanía Skarphéðni Jóns- syni frá Dalvík, d. 2. júní 1996. Dætur Stefaníu og Skarphéðins eru: 1) Inga Krist- ín, maður hennar Jón Tryggva- son, dætur þeirra eru Björk og Ingibjörg Hanna, 2) Anna Vil- fríður, maður henn- ar Hallgrímur Þór- hallsson, látinn, börn þeirra eru Leifur, Ólöf Þórelf- ur, Dagný og Þur- íður Anna, og 3) Lilja Jónheiður, ógift og barnlaus. Stefanía fluttist með foreldrum sín- um til Akureyrar 1915, gekk þar í barnaskóla og vann síðar ýmis störf. Lengst af bjó hún í Ægisgötu 12, flutt- ist á dvalarheimilið Skjaldarvík 1988 og að dvalarheimilinu Kjarnalundi 1998. Útför Stefaníu fór fram mánu- daginn 10. september. Elsku amma, þú kvaddir þennan heim 31. ágúst sl. Þú varst orðin gömul kona og búin að sinna þínu hlutverki vel. Þú náðir háum aldri, 96 árum, þú lifðir í næstum heila öld. Tíu ára fluttist þú til Akureyr- ar með foreldrum þínum eftir að hafa verið með þeim í húsmennsku í Svarfaðardal. Þú hlaust hefð- bundið barnaskólanám á þeim tíma og vannst síðan að því loknu hin ýmsu störf. Á Siglufirði kynntist þú afa og þið hófuð búskap á Ak- ureyri. Þið eignuðust þrjár dætur, Ingu, Villu og Lilju. Þið bjugguð lengst af í Ægisgötunni ásamt Palla bróður þínum. Þar bjó líka pabbi þinn, hann Jóhann langafi, en hann lést 1961. Eftir að yngsta dóttirin fæddist vannstu eingöngu inni á heimilinu. Þú varst nokkuð hress líkam- lega, þar til þú dast nú í haust og lærbrotnaðir, þá var eins og allt gæfi sig og nú væri komið að því, þú varst farin að huga að brottför úr þessum jarðneska heimi. Heimi þar sem svo margir eru í stöðugu lífsgæðakapphlaupi, keppast við að eiga allt það nýjasta og dýrasta. Lífsgæðakapphlaupið snerti þig ekki, þú varst aldrei að keppast við lífsgæðin sem felast í dauðum hlutum. Þú vildir umfram allt vera þú sjálf, vera heiðarleg og reyna að láta gott af þér leiða. Þú lifðir fremur einföldu og fábrotnu lífi miðað við marga í dag. Þú ferðað- ist svo til ekkert, fórst stöku sinn- um til Dalvíkur og austur í Mý- vatnssveit, en það var allt og sumt. Þið afi eignuðust aldrei bíl, þið fór- uð allra ykkar ferða gangandi. Lengi vel áttuð þið ekki síma, þvottavél eða ísskáp þegar slík tæki voru komin á svo til öll heim- ili og þetta fannst mér afar und- arlegt en ég held að þessir hlutir hafi skipt þig frekar litlu máli. Þú söngst í kirkjukór Akureyrar- kirkju og starfaðir í kvenfélagi kirkjunnar. Þú varst mikil hann- yrða- og saumakona, gerðir ýmsa fallega muni sem þú gafst á basara bæði í kirkjunni og í KFUK. Þú varst nýtin kona og nýttir alla hluti til hins ýtrasta, hvort sem um var að ræða pappír, mat eða klæði, stundum fannst mér nýtni þín of mikil, en þetta var þinn lífsstíll. Hver og einn verður að hafa sinn lífsstíl. Þú hafðir svo sannarlega þinn stíl, hann var fábrotinn, ein- faldur og reglulegur. Þegar árin fóru að færast yfir og ellikerling að setja mark sitt á líf þitt og afa fluttuð þið á Skjaldarvík 1988. Afi kvaddi þennan heim í júní 1996 en þú hélst áfram og ellikerling varð þaulsætnari í huga þér. 1998 flutt- ir þú þig um set og fórst í Kjarna- lund. Síðustu árin þekktir þú fáa af þínum nánustu en þér leið vel, þú gast gengið, þú raulaðir gamlar vísur sem margar hverjar eru mönnum löngu gleymdar og grafn- ar en þú hafðir lært sem ung stúlka. Þú spurðir um veðrið og hvaða dagur væri í dag. Ég er viss um að þú kvaddir þennan heim södd lífdaga og tilbúin að hverfa á annað tilverustig. Þú ert svo sann- arlega búin að gegna þínu hlut- verki á þessari jörð. Elsku amma hafðu þökk fyrir allt. Þín Björk. STEFANÍA JÓHANNSDÓTTIR við Nýbýlaveg, Kópavogi )$" <      7>?6>; @-:?,A>B;                &     !  "  ! 1! ! 4 &>2>" " E($ '=FF? & &2  ( )$" ,$      ! ,   C ? &    &     !  "  ! )!     7>?6>; @-:?,A>B;      ! !2305$2B 205$2B 305$2B 1> .(05$2B( >   /      %     %      $    &  $     $       !  ):  '  ) 5$2 )>( ;   /        ;             !"%"/   / 9A"$  .1   &     %  "  .  2$ +2"$  9>2% 4   37 "$ +2'$ 9A  2 23% "  /2   2 $  4>2&3%""  23 A$   "  /7 /""$ ' '  $ ' ' '  ( >   /      %      %      $  (        $    $ !  !*    0/ -00  3"'=E %( ;   /       - "     0         "$ 22 "    "  /&2%"    "$  ""$  '  ' '  $ ' ' '  ( >   /     /   %            $  $     $       !:*   0/  .> 22&? / 2 "&(   3  1  $ $   3$  +2'$ #   &  3$ /2% '$ .>"   !"1 $       ' '  $ ' ' '  ( >   /      %        %      $  (    &  $   $    /)!  )1 5&&G 1%( 4%! 2   "   7 4 $ ! "$ H5$3 "$ 4%H52$!   *23 ! $ 2 "$ !"3  3>   3> -%"2 $ - 3 2   /%"$  "   "/%$ 4%/%  &>/%$ !%2"$   "2   "2 !%2$ !"'1   .1   (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.