Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 57

Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 57 hreppur). Þótt allt landið og allir landsmenn skipuðust þannig í hreppa, yrði eftir sem áður talað um borgina Reykjavík, um bæina Selfoss og Seyðisfjörð og um sveitirnar Fljótshlíð og Bárðardal, svo að dæmi séu tekin. Hreppanafnaskrá: Grindavíkur- hreppur, Keflavíkurhreppur, Sand- gerðishreppur eða Miðneshreppur, Hafnarfjarðarhreppur, Garðahrepp- ur, Kópavogshreppur, Reykjavíkur- hreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellshreppur, Akraneshreppur, Reykholtshreppur, Borgarnes- hreppur, Borgarhreppur eða Mýra- hreppur, Snæfellshreppur, Eyrar- hreppur eða Grundarfjarðar- hreppur, Helgafellshreppur, Stykk- ishólmshreppur, Dalahreppur eða Búðardalshreppur, Patrekshreppur, Ísafjarðarhreppur, Hvammstanga- hreppur, Blönduóshreppur, Sauðár- krókshreppur, Siglufjarðarhreppur, Ólafsfjarðarhreppur, Dalvíkur- hreppur, Hörgárhreppur, Akureyr- arhreppur, Laugalandshreppur eða Eyjafjarðarhreppur, Húsavíkur- hreppur, Jökulsárhreppur eða Brúaráshreppur, Egilsstaðahrepp- ur, Seyðisfjarðarhreppur, Neshrepp- ur, Hafnarhreppur, Vestmannaeyja- hreppur, Selfosshreppur, Þorláks- hafnarhreppur og Hveragerðis- hreppur. Þegar fjallað er um tilgreinda staði, kallast stjórn sveitarfélags nú ýmist hreppsnefnd, sveitarstjórn, bæjarstjórn eða borgarstjórn. Reyndar er algengt, þegar fjallað er um hrepp, að segja stjórn sveitarfé- lagsins, má vera til að forðast orðið hreppur. Ef alls staðar héti hreppur, mundi alls staðar heita hreppstjórn og hreppsráð, og tilfinningamunur, sem nú tengist ólíkum heitum, hyrfi. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Kleppsvegi 40, Reykjavík. LANDSBYGGÐIN á undir högg að sækja, það ætti ekki að dyljast neinum manni. Það er altalað að tilhögun fiskveiðistjórnunarmála í landinu eigi þar stóra sök á. Það vantar ekki hafnirnar allt í kring- um landið, en nú eru þær að verða víða eins og dauðs manns gröf. Þar sem áður sló lífæð byggðarlagsins er nú fátt um að vera. Þegar stjórnvöld afhenda útvöldum gæð- ingum lífsbjörg þjóðarinnar á silf- urfati sérhagsmunastefnunnar er ekki von á góðu. Við stöndum því í þeim sporum að vera síst betur sett en meðan útlendingar óðu hér með botnvörpur sínar upp í land- steina. Þeir voru skilgreindir sem sjó- ræningjar og ógn við þjóðlega hagsmuni og allir höfðu það á hreinu. Þeir tóku fiskinn og lífs- björgina frá okkur og við gátum lengi vel ekki rönd við reist. Þá hefði sannarlega þurft að hafa Vogavarðskip allt í kringum land- ið. En þjóðin náði smám saman tökum á hafrétti sínum og átti merkilegt hlutverk í því að koma alþjóðlegri viðurkenningu á land- grunnsrétti þjóða í gegn. Eftir að landhelgin varð öll í okkar höndum töldu margir að mikil gósentíð rynni upp á Íslandi, en reyndin varð önnur. Sterk sérhagsmunaöfl unnu markvisst að því að tryggja sér umráðarétt yfir auðlind þjóð- arinnar og með atfylgi stjórnmála- manna tókst að koma því kerfi á sem var og er eins og blaut tuska í andlit þeirrar þjóðar sem barðist fyrir landhelgishugsjóninni. Þegar innlendir aðilar fengu leyfi til að stimpla auðlindina sem séreign sína mátti segja að staðan væri komin í mjög svipað far og hún var meðan útlendingar óðu hér uppi. Nú eru það innlendir hákarlar sem vaða uppi og kerfið allt þjónar hagsmunum þeirra með dæma- fáum vinnubrögðum. Skítt með þjóðina og frelsi manna til lífs- bjargar. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur löngum talið sig halda á lofti gildi einstaklingsfrelsisins og sagst vilja vernda framtaksréttindi manna, hefur brugðist algerlega varðandi þessi grundvallaratriði stefnu sinnar, þegar kvótakerfið hefur verið annars vegar. Menn hafa verið gerðir að milljarðamæring- um á nokkrum árum með stjórn- valdsaðgerðum, en aðrir hafa verið sviptir því frelsi sem feður þeirra og afar höfðu og töldu sjálfgefið að yrði til frambúðar. Vinnubrögðin eru svo ógeðsleg að þeim verður ekki jafnað við annað en það sem gerist í harðsvíruðum einræðis- ríkjum. Og nú er almenningur far- inn að stimpla tiltekna þingmenn sem fulltrúa þessa og hins sæ- greifaveldisins. Hvar er lýðræðið í þessu landi þegar fólk er farið að ganga út frá því sem bláköldum veruleika, að löggjafarvaldið í landinu sé undirgefið auðmjúkri þjónustu við hin stjórnvaldssköp- uðu peningaöfl kvótagreifanna? Ég bara spyr. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Kvótakerfið – ljóta kerfið Frá Rúnari Kristjánssyni: Styrkir og verndar NAGLASTYRKIR Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433 Fallegar úlpur Kr. 7.900  Innilegar þakkir færum við þeim sem heiðruðu okkur með nærveru sinni, gjöfum og hlýhug í afmælisfagnaði okkar 7. okt. sl. Sérstakar þakkir til hreppsnefndar Gerðahrepps og kvennfélagsins Gefnar. Guð varðveiti ykkur. Sólveig Sigrún Oddsdóttir Jón Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.