Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 63

Morgunblaðið - 11.10.2001, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 63 Miðbærinn undirlagður Airwaves-hátíðin fer fram á nokkrum tón- leika- og skemmtistöðum í miðborginni, auk þess sem tónleikar verða í Listasafni Reykjavík- ur. Tónleikar verða á Gauki á Stöng, í Leik- húskjallararanum, Spotlight, Thomsen, Hverf- isbarnum, Kaffibarnum, Prikinu, Club 22, Vegamótum, Sirkus og Bar 101. Hljómsveitirnar íslensku leika margar gerðir tónlistar, allt frá hardcore í sveimkennda dans- tónlist. Sumar hafa þær áður leikið á Airwaves- hátíðinni en aðrar eru að taka þátt fyrsta sinni. Hátíðin hefur annars reynst hljómsveitum vel til að koma sér á framfæri og þannig bauðst Sigur Rós samningur eftir að útgefandi sá hljómsveit- ina spila á fyrstu Airwaves-hátíðinni. Quarashi komst einnig í samband við útgáfu vestan hafs í framhaldi af Airwaves. Sigur Rós og fleiri Að þessi sinni leika íslensku hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir Sigur Rós, Singapore Sling, Trabant, Emilíana Torrini, sem kemur með hljómsveit sína, Svanur Kristbergsson, At- ingere, Apparat Organ Quartet, Sólstafir, Fídel, 200.000 naglbitar, Jakob Frímann Magnússon, Vígspá, Klink, Elíza Geirsdóttir forðum liðskona Bellatrix sem kemur fram með nýrri hljómsveit sinni, Dr. Spock, Snafu, Strigaskór #42, Fune- rals, Stjörnukisi, I Adapt, Botnleðja, Ensími, Andlát, Mínus, Lace, Ný dönsk, Sóldögg, Kuai, Jagúar, Óskar Guðjónsson, Sofandi, Nattfari, Lúna, Magga Stína og Hringir, Fúga, Afkvæmi guðanna, Leafes, Bris, Kritikal Mazz, Þórunn Antonía, Stolið, Battery, Dead Sea Apple, Út- ópía, Anthony & Maximum, Cybjorn, Suð, XXX Rottweiler hundar, Maus, Tommi White, Gus Gus dj set, Páll Óskar, The Worme Is Green, Krilli, Prins Valíum, Ampop, Einoma, Skurken, Plastik, Biogen og Ilo og plötusnúðarnir Balli, Ingvi, Hab- it, Margeir, Kári, Árni E, Sóley, Mr. Brown, Tommi White, Sammi, Rampage, Ingó, Mad Erb, Bjossi, Petur, Cory Love og Pétur Sturla. Nýtt efni kynnt Sumar hljómsveitanna eru að kynna nýjar plöt- ur og væntanlegar; Apparat Organ Quartet, Fíd- el, Jakob Frímann Magnússon, Klink, Strigaskór #42, Stjörnukisi, Botnleðja, Ný dönsk, Kuai, Jagúar, Sofandi, Lúna, Hringir, Þórunn Antonía, XXX Rottweiler hundar, Páll Óskar, Prins Valí- um, Skurken, Plastik og Ilo Þess má geta að Sig- ur Rós verður rétt komin úr tónleikaferð til Japan þegar hún treður upp í Listasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 18. október nk. og Cybjörn er hljómsveit Björns „Basta“ Baldvinssonar sem ekki hefur áður leikið hér á landi. Erlendir gestir Átta hljómsveitir koma að utan, þar af sex frá Bandaríkjunum; Big in Japan, Citizen Cope, The Apes, Sparta og Lake Trout, en þess má geta að Sparta er skipuð nokkrum fyrrum meðlimum At The Drive-In sem vakti mikla athygli á síðasta ári. Frá Norgi kemur hljómsveitin Twee- terfriendly Music og kvennasveitin Chicks on Speed frá Þýskalandi, sem leikur rafnagnað poppað pönk. Plötusnúðar koma einnig að utan, Ryan frá Þýskalandi og frá Bretlandi þeir Doc Scott, Jamie & Alex, Paul Hunter, Murray McKee og Andy Weatherall, en Doc Scott er einn helsti drum ’n bass plötusnúður Breta, þeir Jamie & Alex reka Fat Cat útgáfuna sem gefur meðal annars út Múm og Sigur Rós, og Andy Weather- all er einn áhrifamesti plötusnúður Bretlands til margra ára, en undanfarið hefur hann meðal ann- ars rekið hljómsveit sína Two Lone Swordsmen. Upphafstónleikar hátíðarinnar verða í Lista- safni Reykjavíkur miðvikudaginn 17. október og þá koma fram Citizen Cope og Emilíana Torrini með hljómsveit sinni, en síðar um kvöldið verða harðkjarnatónleikar á Gauknum. Hátíðinni lýkur síðan með tónleikum á Club 22 og í Thomsen. Emilíana Torrini hefur leikið vítt og breitt um heiminn undanfarið og verður fróðlegt að sjá það sem hún hefur haft fram að færa. Páll Óskar mun örugglega flytja lög af væntanlegri plötu sem kem- ur út fyrir jól- in. Villi og félagar, 200.000 naglbítar, eru komnir á stjá á nýjan leik og kynna til sögunnar nýjan trommara. Chicks on Speed heim- sækir landann og leikur á Airwaves. Á sjöunda tug hljómsveita Icelandic Airwaves-tónlistarhátíðin 17. OKTÓBER næstkomandi hefst árleg tónlistarhátíð í Reykja- vík sem hlotið hefur nafnið Icelandic Airwaves. helsti tilgangur hátíðarinnar er að gefa íslenskum hljómsveitum kost á að kynna það sem þær hafa fram að færa, en jafnan er mikill fjöldi útsend- ara erlendra útgáfufyrirtækja og blaðamanna gestkomandi á há- tíðinni. Einnig hafa erlendar hljómsveitir troðið upp á Airwaves, sumar býsna vinsælar, en þær eru færri að þessu sinni. Hátíðin stendur fram á sunnudag 21. október. FÓLK Í FRÉTTUM                                                                betra en nýtt Sýnd kl. 6. Ísl tal. Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. FRUMSÝNING FRUMSÝNING Með sama genginu Sýnd kl. 8 og 10. Vit 269Sýnd kl. 8 og 10. FRUMSÝNING www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10.10. Kvikmyndir.com RadioX Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Stór fengur Tveir þjófar Hverjum er hægt að treysta FRUMSÝNING Kvikmyndir.com HK. DV Sýnd kl. 10. Vit270 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245Sýnd kl. 8. X-ið Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 269 MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Frá leikstjóra Romeo & Juliet. Stórkostleg mynd með mögnuðum leikurum og frábærum lögum Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com Empire FRUMSÝNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.