Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÓTASKIPIÐ Súlan EA hélt til loðnuleitar um hádegisbil í gær og að sögn Bjarna Bjarnasonar skip- stjóra var stefnan sett norður í haf. Frekar lítið hefur frést af loðnunni ennþá og Bjarna var ekki kunnugt um að skip hafi verið að leita. „Það er með þennan uppsjávarfisk að hann getur sést annan daginn en ekki hinn, ef ég man rétt,“ sagði Bjarni og bætti við að hann væri farinn að ryðga í þessu, þar sem hann hefði ekki farið á sjó frá því í júlí í sumar. Bjarni sagði til þess vinnandi að reyna að finna loðnuna þar sem markaðurinn fyrir þessa afurð væri mjög góður. „Það er alveg nauðsyn- legt að geta fiskað eitthvað fyrir jól en annars gengur þetta misjafnlega milli ára og í fyrra var liðin vika af nóvember áður en eitthvað fór að gerast.“ Morgunblaðið/Kristján Skipverjar á Súlunni EA taka nótina um borð áður en haldið var á miðin. Haldið norður í haf í loðnuleit KARLAKÓR Akureyr- ar-Geysir sýnir revíuna Allra meina bót eftir þá Jón Múla og Jónas Árnasyni í Lóni við Hrísalund í kvöld, föstudagskvöld, og ann- aðkvöld, laugardags- kvöld. Revían var frum- sýnd um liðna helgi við góðar viðtökur áheyr- enda. Kórinn hefur fengið til liðs við sig vaska sveit ungra leik- listar- og söngáhuga- manna sem fram koma ásamt félögum úr karlakórnum. Söng- stjóri er Erla Þórólfs- dóttir. Revían Allra meina bót sýnd í Lóni Karlakór Akureyrar-Geysir sýnir revíuna Allra meina bót í Lóni um helgina. ÖKUMAÐUR fólksbif- reiðar var fluttur með sjúkabifreið á slysadeild FSA eftir umferðarslys við brúna yfir Fnjóská í S-Þingeyjarsýslu í gær- morgun. Betur fór en á horfðist, því bíllinn fór fram af háum kanti, stakkst í barð 25-30 metrum neðar og endaði á hliðinni ofan í skurði. Ökumaðurinn var að koma að austan og er talið að hann hafi lent á hálkubletti á brúnni og við það misst stjórn á bílnum, sem fór út í kant hægra megin áður en hann hafnaði utan vegar vinstra megin. Meiðsli ökumannsins eru ekki talin alvarleg, hann kvartaði undan eymslum í baki og hálsi en bíllinn er talinn gjörónýt- ur. Samkvæmt tilkynningu um slys- ið, sem barst til Slökkviliðs Akureyr- ar, var sagt að ökumaðurinn væri fastur í bílnum og auk sjúkrabíla var því tækjabíll einnig sendur á staðinn. Ökumaðurinn komst hins vegar út úr bílnum af sjálfsdáðum og var kominn upp á veg þegar sjúkrabíll- inn kom á staðinn. Umferðarslys við Fnjóskárbrú Morgunblaðið/Kristján Bifreiðin hafnaði á hliðinni ofan í skurði. KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri tekur skóflu- stungu að nýju fjölnota íþróttahúsi á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð laugardaginn 20. október kl. 14.00. Fjölnota íþróttahúsið mun rúma knattspyrnuvöll í fullri stærð lagðan gervigrasi, auk 110 metra hlaupa- brautar og atrennubrauta fyrir stangarstökk og langstökk. Gengið hefur verið frá samningi við Ís- lenska aðalverktaka hf. um bygg- ingu hússins og er stefnt að því að húsið verði tilbúið til notkunar í des- ember á næsta ári. Heildarkostn- aður við þessa framkvæmd er áætl- aður um hálfur milljarður króna Akureyrarbær býður öllum Ak- ureyringum að vera viðstaddir at- höfnina sem hefst stundvíslega kl. 14:00. Að athöfn lokinni verður boðið upp á veitingar í Hamri, félagsheim- ili Íþróttafélagsins Þórs. Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi SKIPT verður um sýningu á Kaffi Karólínu á morgun, laugardaginn 20. október. Þá munu nokkrir samferðamenn Jóns Laxdal birtast á veggjum kaffihússins, dvelja, hverfa og aðrir koma í staðinn eftir því sem dagarnir líða. Jón gerir grein fyrir sýningunni kl. 14 stundvíslega á opnunardaginn. Sem kunnugt er hefur Jón stundað niðurrif á þekkt- um bókmenntatímaritum áratugum saman og ítrekað sætt lögbannshót- unum fyrir verk sitt. Að þessu sinni má þó ólíklegt telja að lögmenn landsins sjái sér nokkurn hag í rifr- ildunum en þau kosta 15 þúsund krónur. Jón Laxdal og samferðamenn á Karólínu LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 1l á morg- un, laugardag. Kirkjuskóli í Greni- víkurkirkju kl. 13.30 á morgun. Guðsþjónusta í Grenilundi kl. 16 á sunnudag. Kyrrðarstund í Sval- barðskirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. Kirkjustarf ÍSLANDSFUGL hefur gert tilboð í eignarhlut Dalvíkurbyggðar í hús- eigninni Hafnarbraut 7 á Dalvík. Þá eru hafnar framkvæmdir við bygg- ingu nýs varphúss fyrirtækisins á Ár- skógsströnd, við hlið varphússins sem hefur verið í notkun frá síðasta vetri. Húsnæðið við Hafnarbraut á Dal- vík er um 600 fermetrar að stærð, um 500 fermetrar á jarðhæð og um 100 fermetrar á efri hæð sem snýr út að Hafnarbraut. Ef gengið verður að til- boði Íslandsfugls er m.a. horft til þess að nýta neðri hæð hússins fyrir full- vinnslu kjúklingaafurða og er þar ver- ið að horfa til framtíðaruppbyggingar fyrirtækisins. Á Árskógsströnd er jarðvegsskipt- um í grunni nýs varphúss lokið og fyr- ir liggur að steypa undirstöður húss- ins. Stefnt er að því að hraða framkvæmdum og koma nýjum varpstofni inn í húsið fyrir áramót. Flatarmál hússins er um 640 fermetr- ar og þar verður rými fyrir um 3 þús- und varphænur, líkt og í hinu varp- húsinu. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Íslandsfugl gerir kauptilboð í hús- eign á Dalvík Fram- kvæmdir við nýtt varphús hafnar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.