Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 17

Morgunblaðið - 19.10.2001, Side 17
Morgunblaðið/Jón Svavarsson Slökkviliðsmenn eru skrúbbaðir og skolaðir í búningum sínum í eiturefnavagninum. SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli notar sérstakan vagn til að afeitra slökkviliðsmenn eftir eiturefnaútköll. Þeir æfðu í vikunni sérstaklega viðbrögð vegna grun- samlegs pósts sem kynni að inni- halda miltisbrand. Slökkviliðið innréttaði eiturefna- vagninn fyrir um það bil tveimur ár- um, að sögn Halldórs Vilhjálmssonar þjálfunarstjóra. Í honum eru þrjár sturtur. Þegar slökkviliðsmenn koma úr útköllum vegna eiturefna eða lífrænna efna, svo sem miltis- brands, eru þeir skrúbbaðir með sápu í fyrstu sturtunni, í fullum her- klæðum, og fara síðan stig af stigi í gegn um sturturnar um leið og þeir fækka fötum og koma afeitraðir út hinum megin. Eytt úr þvottavatninu Þvottavatninu er safnað í tunnur sem eru undir vagninum og taka sér- fræðingar að sér að eyða efnunum úr því. Halldór segir að það sé ábyrgð- arhluti að skola svona efnum niður í holræsin, eins og sést á fréttamynd- um frá Bandaríkjunum, því þau geti verið skaðleg náttúrunni og jafnvel borist aftur í fólk. Æfingin í vikunni var regluleg æf- ing vegna hugsanlegra eiturefna- slysa. Í henni var þó að sögn Hall- dórs sérstaklega hugað að við- brögðum við miltisbrandssmiti sem fólk kynni að fá úr pósti. Viðbrögð við miltisbrandi Keflavíkurflugvöllur SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 17 Snegla listhús Til hamingju með 10 ára afmælið „MÉR líður mjög vel á Íslandi því að hér get ég andað,“ segir Birgitta Jónsdóttir Klasen, nuddari í Kefla- vík. Hún á íslenskan föður en bjó í Þýskalandi þar til á síðasta ári að hún ákvað að flytjast „heim“ til Ís- lands. Birgitta hefur komið víða við á lífsleiðinni en hún er fædd og upp- alin í Þýskalandi og átti þýska móð- ur sem lést fyrir nokkrum árum. Faðir hennar er aftur á móti Íslend- ingur, Jón H. Jónsson, og býr í Keflavík. Birgitta fluttist hingað til lands fyrir rúmu ári. Sjálf segist hún þar með hafa sagt skilið við þann hluta lífsins sem átti sér stað í Þýskalandi og að hún sé nú komin heim, því hún sé mun meiri Íslend- ingur í sér en Þjóðverji. „Ég ætla að sækja um íslenskan ríkisborgararétt á næsta ári en það finnst mér stór þáttur í því að koma heim,“ segir Birgitta, sem talar ótrúlega góða íslensku þótt hún hafi ekki dvalið lengi hérlendis. Hún starfar sem nuddari í lík- amsræktarstöðinni Lífsstíl í Kefla- vík og nuddar þar Keflvíkinga ásamt gestum Hótels Keflavíkur. Auk þess er hún einu sinni í viku í Baðhúsi Lindu í Reykjavík. Sálfræðimeðferð og nudd Birgitta er útskrifuð úr námi í náttúrulækningum, svæðameðferð, sálfræðilegri ráðgjöf og sálfræði- meðferð, auk þess sem hún hefur lokið 1. og 2. námi í reiki. „Ég tengi alla þessa þekkingu saman í með- ferð á fólki og árangurinn hefur reynst ótrúlega góður, jafnt fyrir líkama og sál,“ segir Birgitta. Hún er einnig með kennsluréttindi í svæðameðferð og ZILGREI sem er meðferð á öndun og líkamsstöðu en slík meðferð hefur ekki áður verið í boði hér á landi. „Ég stefni að því að geta blandað saman sálfræðimeðferð og nuddi hér á Íslandi eins og ég gerði í Þýskalandi, en fyrst verð ég að læra tungumálið og kynnast ís- lenskri menningu betur. Það er nefnilega þónokkur munur á ís- lenskri og þýskri menningu. Ég vona að ég nái því markmiði fljót- lega til að ná enn betri árangri fyrir viðskiptavini mína.“ Kortleggur líffærin í iljum Í svæðanuddmeðferðinni byrjar hún á því að opna líkamann og virkja orkustöðvar hans, með léttu nuddi á iljum, ökklum, kálfum og baki, en þannig finnur hún hvað það er sem líkami hvers og eins þarfnast. „Þannig fæ ég líkamann líka til þess að slaka á og vinna með mér í sjálfri meðferðinni. Þá get ég byrjað á þrýstipunktameðferð á ilj- um og ökklum, en hvert líffæri lík- amans er hægt að kortleggja á þessu svæði. Með því að þrýsta á þessa punkta kem ég hverju líffæri í gang og hjálpa því til að hreinsa sig og virka betur. Þetta er áhrifa- rík og hagkvæm aðferð því að hún tekur á orsökum vanlíðunar fólks í stað þess að stöðva einungis ein- kennin,“ segir Birgitta. Meðferð sem þessa er hægt að nota á alla aldurshópa og sem aðal- eða hliðarmeðferð í ýmsum bráðum og langvinnum veikindum, að henn- ar sögn, auk þess sem nota má með- ferðina til þess að auka almenna vellíðan en bati finnst jafnt meðan á meðferð stendur og að henni lok- inni. Hér get ég andað Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Birgitta Jónsdóttir Klasen nuddar Keflvíkinga í Lífsstíl. Reykjanesbær SBK hf. hefur keypt umboðsskrif- stofu Ferðaskrifstofu Íslands í Keflavík og tekur við umboði fyrir Úrval-Útsýn og Plúsferðir um næstu áramót. Skrifstofan verður flutt til SBK í Grófinni 2-4. Ferðaskrifstofa Íslands hf. aug- lýsti nýlega eftir rekstraraðila eða umboðsmanni til að taka við skrif- stofu sinni í Keflavík. Nú hafa náðst samningar við SBK, að sögn Einars Steinþórssonar, fram- kvæmdastjóra SBK hf. Fullt ferðaskrifstofuleyfi „Við munum sameina reksturinn okkar rekstri og flytja skrifstofuna hingað,“ segir Einar. Ferðaskrif- stofan er nú á Hafnargötu 15 og mun starfsfólkið flytjast með starf- seminni til SBK í Grófinni. Skrifstofa Úrvals-Útsýnar hefur fullt ferðaskrifstofuleyfi og mun það færast yfir til SBK. Því fylgir heimild til að gefa út farseðla fyrir flugfélög um allan heim. SBK hefur verið að færa út kví- arnar í ferðaþjónustu á undanförn- um árum. Það er í sérleyfisakstri, hópferðaakstri og annast almenn- ingssamgöngur. Í tengslum við rútubílareksturinn býður það sér- stakar ferðir undir heitinu Dekur og djamm. Þá rekur fyrirtækið bílaleigu og á aðild að fyrirtækinu sem gerir út Hafsúluna til hvala- skoðunar. Einar segir að tími hafi verið kominn til að stíga næsta skref og telur að ferðaskrifstofan falli ágætlega að starfseminni. Hann telur að einkum verði lögð rækt við heimamarkaðinn, að þjóna Suðurnesjamönnum sem best. Ferðaskrifstofa Íslands mun kaupa hlut í SBK hf. í tengslum við þessi viðskipti og eignast um það bil 7% í fyrirtækinu, að sögn Ein- ars. SBK kaupir skrifstofu Úrvals- Útsýnar Keflavík FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.