Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 23

Morgunblaðið - 19.10.2001, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 23 HÆTT er við, að átök og innanlandsófriður hefjist aftur í Makedóníu ef stjórnvöld standa ekki við þau fyrirheit, sem gefin voru með undirritun frið- arsamninga milli þeirra og albanskra skæruliða. Kom þetta fram hjá æðstu yfirmönnum Atlants- hafsbandalagsins, NATO og Evrópusambandsins í gær. Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, og Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, komu til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, í gær til að reyna að koma friðarferlinu af stað en Makedón- íuþing þráast enn við að tryggja albanska minni- hlutanum í landinu eðlileg réttindi. Friðarsamningarnir, sem undirritaðir voru í ágúst, bundu enda á misserislöng átök milli stjórnarhersins og skæruliða, sem afhentu síðan eftirlitsmönnum NATO meira en 4.000 vopn. Það gerðu þeir gegn því, að Albanir í landinu, þriðj- ungur landsmanna, fengju full réttindi á við slav- neska meirihlutann. Makedóníuþing hefur samt ekki enn tekið nauðsynlegar stjórnarskrárbreyt- ingar á dagskrá. Með þeim á að taka af skarið um, að öll þjóð- arbrot í landinu njóti sömu réttinda en meirihluti slavanna vill, að tekið sé fram, að þeir séu stærsta þjóðarbrotið og þar með óbeint það mikilvægasta. Harðlínumenn í þeirra röðum boðuðu í gær til fundar til að mótmæla friðarsamningunum. Óttast friðslit í Makedóníu Skopje. AP. Reuters Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO. Þráast við að veita Albönum réttindi BRESKUR yfirréttur hafnaði því í gær, að kona, sem þjáist af banvæn- um hrörnunarsjúkdómi, eigi rétt á að deyja með hjálp eiginmanns síns. Úrskurðaði rétturinn að eig- inmaður konunnar komist ekki hjá ákæru ef hann hjálpar konu sinni að kveðja þennan heim. Mál þetta er hið fyrsta í Bretlandi þar sem dómstólar eru beðnir um að skera úr um lögmæti líknardráps. Konan, sem heitir Diane Pretty og er 42 ára, tveggja barna móðir, hef- ur notið stuðnings mannréttinda- samtaka og fjölskyldu sinnar. Fyrir rétti sagði lögmaður Pretty, að bresk stjórnvöld væru að dæma hana til ómannúðlegrar og niðurlægjandi meðferðar með því að hafna rétti hennar til að deyja með sæmd. Með því móti væri brotið gegn lögvernduðum mannrétt- indum hennar. Neitað um réttinn til að deyja Lundúnum. AFP. FIMM ráðherrar tveggja flokka mótmælenda í stjórn Norður-Ír- lands tilkynntu í gær, að þeir ætluðu að segja af sér á miðnætti. Skýrði David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokksins, frá þessu. Þrír ráðherr- anna eru í Sam- bandsflokknum en tveir í Lýð- ræðislega sam- bandsflokknum, helsta harðlínuflokki mótmælenda. Sagði Trimble, að ástæðan fyrir af- sögninni væri sú, að IRA, Írski lýð- veldisherinn, hefði svikið fyrirheit um að afvopnast og héldi áfram of- beldisverkum. Það væri brot á sam- komulaginu, sem kennt væri við föstudaginn langa, og óviðunandi af hreyfingu, sem ætti ráðherra í stjórn. Í stjórninni verða eftir fimm ráð- herrar, allir kaþólskir. Norður-Írland Mótmæl- endur hætta í stjórn Belfast. AFP. David Trimble SPÆNSKA lögreglan handtók í fyrrinótt sjö félaga í basknesku hryðjuverkasamtökunum ETA. Er það mikið áfall fyrir samtökin en meðal hinna handteknu er Asier Altuna, frammámaður í Batasuna, stjórnmálaarmi samtakanna. Þá var einnig lagt hald á 64 kíló af sprengiefni. Sumir hinna handteknu eru grunaðir um aðild að morðum og morðtilræðum og í húsakynnum Altuna fannst stolin bifreið, sem búin hafði verið fölsuðum númer- um. Líklegt þykir, að hana hafi átt að nota við sprengjutilræði. Spænsk yfirvöld segja, að þetta sýni, að ETA og Batasuna séu einn og sami hryðjuverkahópurinn. Yf- irvöld á Spáni hafa hert mjög róð- urinn gegn ETA eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og þau og stjórn- völd víðar segjast ekki ætla að líða það lengur, að hryðjuverkahópar haldi heilu samfélögunum í gísl- ingu. ETA-sam- tökum greitt þungt högg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.