Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 38
✝ Úlfar EinarKristmundsson
var fæddur í Reykja-
vík 30. ágúst 1929.
Hann lést á Landspít-
ala í Fossvogi 11.
október síðastliðinn.
Móðir hans var Hall-
dóra Björnsdóttir
iðnrekandi og hús-
móðir, f. 10.12. 1905,
d. 22.1. 1951. Faðir
hans var Kristmund-
ur Guðmundsson
prentari, f. 18.2.
1903, d. 5.1. 1961.
Bróðir Úlfars er
Björn Kristmundsson, f. 8.12.
1937. Hans kona er Sigríður
Kjartansdóttir, f. 21.3. 1939.
Þeirra börn eru Kjartan Halldór,
f. 28.3. 1957, d. 10.10. 1974, Hall-
dóra, f. 12.4. 1961, og Kristín, f.
13.8. 1974.
Hinn 24. mars 1951 kvæntist
Úlfar Þóru Viktorsdóttur hús-
móður, f. 30.4. 1929. Hennar for-
eldrar voru Viktor Björnsson, f.
4.11. 1901, d. 4.10. 1997, og Frið-
mey Jónsdóttir, f. 14.9. 1904, d.
15.5. 1986. Börn Úlfars og Þóru
eru: 1) Halldór,
starfsmaður Toyota,
f. 13.4. 1952. Eigin-
kona hans er Inga
Jóhanna Birgisdótt-
ir tannfræðingur, f.
17.6. 1957. Þeirra
börn eru Ásdís, f.
5.11. 1979, og Úlfar
Þór, f. 29.3. 1987. 2)
Þóra, skrifstofu-
stúlka, f. 22.6. 1960.
Eiginmaður hennar
Ásgeir Magnússon,
deildarstjóri hjá
Danól. Þeirra börn
eru Magnús, f. 22.12.
1985, Þóra Björg, f. 30.6. 1988, og
Erla, f. 27.1. 1994.
Úlfar tók stúdentspróf frá M.R.
1951 og guðfræðipróf frá H.Í.
1956. Hann vann almenn verzlun-
arstörf 1956-1962, var kennari við
Vogaskóla 1962-1963 og við
Verzlunarskóla Íslands 1963-
2001. Einnig rak hann heildverzl-
unina Satúrnus hf. ásamt eigin-
konu sinni 1962-1989.
Útför Úlfars fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Tengdafaðir minn Úlfar Krist-
mundsson var hjartahlýr maður.
Hann var hreinskiptinn og kom alltaf
til dyranna eins og hann var klæddur.
Hann var gæddur mikilli frásagnar-
gleði sem ég fékk að njóta í gegnum
árin og sögurnar hans, sem voru hver
annarri skemmtilegri, munu seint
gleymast. Ég veit að tengdafaðir
minn var vinsæll stærðfræðikennari í
Verslunarskóla Íslands. Hann var
áreiðanlega strangur kennari en ég
veit að það var hann vegna þess að
hann vildi nemendum sínum það allra
besta í faginu. Það var gott að geta
leitað til afa með aðstoð við stærð-
fræðina, það fékk Ásdís dóttir mín að
reyna í gegnum menntaskólaárin.
Eftir rúmlega tuttugu og fimm ára
samfylgd er margs að minnast og fyr-
ir margt að þakka. Blessuð sé minn-
ing hans.
Inga Jóhanna Birgisdóttir.
Ekkert líf án dauða, enginn dauði
án lífs. Þessi orð komu mér í huga
þegar ég sat hjá bróður mínum sem
barðist fyrir lífi sínu á Landspítala í
Fossvogi. Skákinni lauk með sigri
dauðans að þessu sinni og sitjum við
ættingjarnir eftir harmi slegnir. Ég á
margar minningar um góðan dreng
og ætla ég að rifja nokkrar þeirra upp
hér. Úlfar er mér mikill harmdauði,
ekki bara sem bróðir heldur einnig
sem vinur og jafnvel föðurímynd. Á
unglingsárunum reyndist hann mér
sem annar faðir og ávallt síðan. Úlfar
var átta árum eldri en ég og var góð-
ur eldri bróðir sem gott var að eiga að
ef á móti blés.
Þegar ég var á fermingaraldri kom
fyrsta ógæfan yfir fjölskylduna, en þá
dó móðir okkar skyndilega. Úlfar var
þá búinn að finna konuefni sitt, hana
Þóru Viktorsdóttur, og fljótlega giftu
þau sig og stofnuðu sitt eigið heimili.
Umhyggja Úlfars fyrir mér og pabba
var það mikil að hann lagði það á sig
og sína ungu konu að taka okkur
feðga inn á heimili þeirra. Þegar ég lít
til baka sé ég hvað það hlýtur að hafa
verið erfitt fyrir ungu hjónin að hafa
okkur pabba yfir sér öllum stundum.
Þetta verður seint fullþakkað ef það
verður þá nokkurn tíma hægt og
kemur þar til manngæska og sam-
heldni þeirra hjóna.
Úlfar var mikill keppnismaður og
var í boltaíþróttum á sínum yngri ár-
um og þótti vel liðtækur. Hann var
einnig góður skákmaður og hafðir
gaman af bridge. Úlfar var fé-
lagslyndur með afbrigðum. Kom
hann oft með hóp skólabræðra sinna
heim til að tefla og spila. Þar sem
mikill aldursmunur var á okkur var
ég sendur út og sagt að leika mér
annars staðar þannig að þeir gætu
teflt eða spilað í ró og næði. Sennilega
er það ástæðan fyrir því að ég hef
haft lítinn áhuga á tafli og bridge um
ævina.
Umhyggja Úlfars fyrir mér var
mikil. Hann gerði allt sem hann gat
til þess að ég fengi að njóta þeirra
gæða í lífinu sem hann fékk. Þegar
hann eignaðist sinn fyrsta bíl fannst
honum til dæmis sjálfsagt að lána
mér bílinn sinn ef ég þurfti á að halda.
Úlfar og Þóra voru einstaklega
samrýnd hjón sem sinntu áhugamál-
um sínum í sameiningu. Úlfar átti sér
mörg áhugamál um ævina en yfirleitt
bara eitt í einu. Ég minnist þess þeg-
ar hann fékk hestabakteríuna og þau
hjónin keyptu sér gæðinga og riðu út
um land allt. Oft sagði hann mér sög-
ur af hestaferðum og reyndi að smita
mig um leið. Eitt skiptið bað hann
mig um að aka birgðabílnum þegar
hann fór með Þóru og öðru fólki í
nokkurra daga hestaferð. Ég tók
konuna mína með í ferðina og þegar
við komum upp í Borgarfjörð kom
Úlfar til okkar og sagði okkur að taka
þarna sinn hestinn hvort. Úlfar
keyrði þá bílinn en við riðum inn
Hvítársíðuna. Þetta var virkilega
skemmtileg og eftirminnileg ferð
enda eini reiðtúrinn sem ég hef farið
í.
Næst tóku skíðin við og þá gekk
honum betur að smita mig og áttum
við saman margar gleðistundir í
Kerlingarfjöllum. En síðasta áhuga-
málið var golfið. Á árum áður hafði
Úlfar sagt að golfið væri bara íþrótt
fyrir ellilífeyrisþega. Og þegar hann
náði þeim aldri hellti hann sér út í
golfið og hafði mikla unun af. Að hann
skyldi ekki hafa byrjað fyrr í golfi er
synd því svo mikinn áhuga sýndi
hann íþróttinni og var öllum stundum
á vellinum ef til þess viðraði.
Úlfar rak heildverzlun ásamt konu
sinni og vann ég hjá þeim til margra
ára. Þá gaf hann mér það ráð að reið-
ast aldrei það mikið að ég tapaði á því
sjálfur. Ég hef ætíð reynt að fara eftir
því og ráðlagt dætrum mínum að
gera það einnig.
Nú þegar Úlfar bróðir er horfinn
yfir móðuna miklu munu minning-
arnar um góðan dreng ávallt halda
nafni hans á loft. Ég bið hinn Hæsta
Höfuðsmið himins og jarðar að varð-
veita Úlfar að eilífu. Og um leið og ég
kveð minn kæra bróður vil ég biðja
góðan Guð um að styrkja Þóru, Hall-
dór og Þóru yngri og fjölskyldur
þeirra.
Björn Kristmundsson.
Mig langar að kveðja föðurbróður
minn með fáeinum orðum. Hann fór
fyrr en okkur óraði fyrir, enginn veit
sína ævi fyrr en öll er.
Úlfar var mikill uppáhaldsfrændi,
og hafði sterk áhrif á mig í uppvext-
inum. Á yngri árum var ég tíður gest-
ur á Víðimelnum og síðar í Huldu-
landinu. Það er aðeins tæpt ár á milli
okkar Þóru frænku, dóttur Úlfars, og
samskiptin því mikil. Úlfar fylgdist
alltaf með því sem ég var að gera og
var áhugasamur, þegar ég var að
segja honum frá námi og síðar störf-
um. Oft á tíðum spunnust heitar um-
ræður.
Úlfari var margt til lista lagt; hann
tefldi og spilaði bridge, var vel lið-
tækur í badminton, og var á yngri ár-
um í handbolta með Val. Hann var
mikill ljóðaunnandi og þær voru ófáar
vísurnar sem hann kunni. Mest gam-
an hafði hann af hnyttnum vísum og
húmorískum og hafði oft á orði að
miklu auðveldara væri að læra þær
sem hann átti ekki að læra en hinar!
Þegar Úlfar varð fertugur ákvað
hann að læra á skíðum og skellti sér
með fjölskylduna á skíðanámskeið í
Kerlingarfjöll. Það var upphafið að
mikilli skíðaiðkun því segja má að
þarna hafi Úlfar fengið skíðadellu.
Hann fór í margar skíðaferðir bæði
innanlands og utan og hafði bæði gott
og gaman af. Ég á þeim hjónum Úlf-
ari og Þóru það að þakka að ég lærði
á skíðum. Þær voru ófáar ferðirnar
upp í Bláfjöll, Hveradali, Skálafell og
Kerlingarfjöll sem ég fór með þeim,
já og jafnvel til Noregs. Það kom sér
vel þegar ég var í Versló, og hann
kennari þar, þegar ég þurfti að fá frí
vegna skíðaferða og keppni, Úlfar
bjargaði því. Hann bar jú að vissu
leyti ábyrgðina því hann kom mér á
skíðin í upphafi! Einnig var gott að
eiga Úlfar að á námsárunum, hann
var alltaf boðinn og búinn að aðstoða
frænku sína fyrir próf. Hann var
klókur í stærðfræðinni, sinni
kennslugrein, og sagði oft við mig
hughreystandi, þegar ég var að bug-
ast á talnafléttunum, að við í þessari
ætt værum „svo sem engir stærð-
fræðingar en talnaglögg“ og gætum
vel reiknað!
Fyrir nokkrum árum fékk Úlfar
aðra dellu, að spila golf. Það fór vel
saman að spila golf á sumrin og renna
sér á skíðum á veturna. Hann þurfti
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.
Á bak við oft hrjúft yfirborð var
viðkvæmur og tilfinningaríkur mað-
ur, sem mátti ekkert aumt sjá; það
vita allir sem þekktu hann vel. Hann
bar hag fjölskyldu sinnar ávallt fyrir
brjósti og einnig allra nemenda sinna.
Úlfar var ekki alltaf tilbúinn að tala
um persónuleg mál og hafði ég oft
hugboð um það að hann hræddist sín-
ar miklu tilfinningar.
Úlfar, frændi minn, ég á þér margt
að þakka og alltaf var ég stolt af því
að vera frænka þín. Ég þakka þér
fyrir að hafa verið föður mínum góð-
ur bróðir. Þú og Þóra tókuð við upp-
eldinu á honum þegar hann var rétt
13 ára eftir að móðir ykkar féll frá
snögglega. Þið voruð rétt um tvítugt
og að hefja ykkar búskap. Ég held að
enginn hafi áttað sig á því hvað þetta
var í raun vandasamt verk og mikil
ábyrgð. Ég þakka þér fyrir að hafa
reynst okkur pabba og mömmu vel í
veikindum Kjartans bróður og ég
þakka þér fyrir að hafa reynst Krist-
ínu systur vel. Eftir að hún fór að
kenna var það henni ómetanlegur
styrkur að geta leitað til þín. Hún
fékk ávallt góð ráð, sem undantekn-
ingarlaust reyndust vel. Far þú í guðs
friði, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Þóra stóra, Halldór, Þóra
litla og fjölskyldur. Megi góður guð
vera ykkur styrkur.
Halldóra N. Björnsdóttir.
Fyrir nokkrum vikum síðan var
fjölskyldan öll saman komin í brúð-
kaupinu mínu. Þetta var fallegur dag-
ur, sólin skein og laufin farin að
roðna. Það var langt síðan við höfðum
öll komið saman síðast og ekki óraði
mig fyrir því að við ættum eftir að
sameinast aftur svona fljótt. Samein-
ast til að kveðja föðurbróður minn
hann Úlfar Kristmundsson.
Ég var að blaða í stærðfræðibók-
unum mínum eftir að pabbi hafði fært
mér þær fréttir að Úlfar frændi væri
dáinn. Í miðri bókinni fann ég rúðu-
strikaða örk með skriftinni hans
frænda. Örkin var útkrotuð í ein-
hverjum útreikningum og ennþá var
sterk tóbakslykt af henni. Ég hugsaði
þá til baka til þeirra ótal stunda sem
ég átti með Úlfari við eldhúsborðið í
Huldulandinu. Hann hafði mikil áhrif
á mig og mína framtíð. Ég bar mikla
virðingu fyrir honum, hræddist hann
ofurlítið en þótti alveg óskaplega
vænt um hann. Þegar ég hafði lokið
við þriðja bekk Verzlunarskólans átti
ég að velja mér námsbraut. Úlfar
sagði mér að ég væri enginn stærð-
fræðingur, í besta falli töluglögg og
ætti því alls ekki að velja stærðfræði-
brautina. En auðvitað þurfti ég að
sanna það fyrir honum frænda mín-
um að ég gæti vel útskrifast af stærð-
fræðibraut. Það vita það sennilega
allir að ég hefði aldrei útskrifast ef
Úlfar hefði ekki setið með mér
löngum stundum yfir lexíunum.
Það var virkilega gott að eiga hann
Úlfar að sem frænda. Það var ósjald-
an að ég hringdi í hann til að leita
ráða. Hvar finn ég þessa sögu í Biblí-
unni? Hvernig reikna ég þetta dæmi?
Hvernig kona var hún amma mín?
Hvernig er hann nú skyldur mér
þessi? Þetta voru algengar spurning-
ar sem Úlfar þreyttist aldrei á að
svara. En á allra síðustu árum var
gott að geta leitað til hans varðandi
kennsluna. Hann hjálpaði mér að
leysa flókin dæmi og gaf mér ómet-
anleg ráð sem ég mun ætíð fylgja.
Samkennarar mínir undruðust mjög
að ég reiknaði hvert eitt og einasta
dæmi í reikningsheftinu sem ég var
að kenna. En Úlfar frændi sagði mér
að kennari ætti aldrei að setja sig í þá
stöðu að geta ekki reiknað dæmin
fyrir framan bekkinn. Þetta voru góð
ráð sem reyndust mér vel með erf-
iðum unglingum.
Þóra og Úlfar komu oft heim til
mömmu og pabba um helgar þegar
þau voru að koma heim af skíðum eða
úr golfi. Þá var gaman að setjast með
Úlfari frænda inn í stofu, skiptast á
reynslusögum úr kennslunni og rök-
ræða um gildi tölfræðinnar.
Ég á eftir að sakna þessara stunda
með honum frænda mínum en það er
margt sem ég er honum þakklát fyr-
ir. Fyrst og fremst er ég honum
þakklát fyrir að hafa reynst honum
pabba svona góður bróðir. Hann hef-
ur alltaf staðið með honum og trúað á
hann. Og sýndu Úlfar og Þóra mikinn
styrk þegar þau tóku pabba og afa að
sér eftir að amma dó. Hann hefur
ásamt konu sinni sýnt okkur systr-
unum mikla umhyggju og áhuga á
okkar námi og störfum. Ég er einnig
þakklát fyrir þær stundir sem ég
fékk að byggja mér hús og kastala úr
gömlum pappakössum á Skúlagöt-
unni, samverustundirnar í fjöllunum
og að hafa fengið að fara með þeim
hjónum minn fyrsta hring á Kiðja-
bergi.
Ég vil biðja góðan Guð að varð-
veita og styrkja Þóru, Halldór, Þóru
frænku og fjölskyldur þeirra í sorg-
inni.
Kristín Björnsdóttir.
Það eitt vitum við með fullri vissu
að ævi okkar allra tekur einhvern
tíma enda, og við ölum í hjarta okkar
þá trú og von að þetta jarðneska líf sé
aðeins áfangi á leið til einhverrar enn
betri og varanlegri tilveru. En samt
er eins og fráfall þeirra sem okkur
eru kærir, og sem við höfum átt góða
samleið með, sé alltaf óásættanlegt
og komi á óvart. Þannig urðu við-
brögð mín þegar ég frétti andlát
gamla félaga míns og vinar Úlfars
Kristmundssonar í morgunsárið 11.
október, rétt í þann mund sem við fé-
lagar hans í Oddfellowstúkunni Þor-
geiri vorum að leggja af stað í hóp-
ferð til útlanda. Honum var hins
vegar ætluð lengri ferð, og hugur
okkar allra var hjá honum þennan
morgun og honum fylgdu bænir okk-
ar og óskir um góða ferð um nýjar
víddir og heimkomu í friðsælli heimi.
Raunar er ekki liðinn nema mán-
uður síðan við Úlfar og eiginkonur
okkar lékum golf saman, eins og við
höfðum gert um árabil, og í ár var
ekki slegið slöku við frekar en endra-
nær. En það var ljóst þegar líða tók á
sumarið að hann gekk ekki heill til
skógar, og heilsu hans hnignaði enn
þegar tók að líða á haustið. Heilsufar
Úlfars var hins vegar ekki mál sem
hann bar á torg fyrir aðra. Við félagar
hans urðum að geta okkur til um líð-
an hans, því að hann kvartaði ekki og
hélt sínu striki, þótt hann væri sýni-
lega oft þjáður.
Við Úlfar kynntumst fyrst sem
unglingar í gagnfræðaskóla á önd-
verðri síðustu öld, eins og við vorum
farnir að vitna í það tímabil eftir að
nýja öldin gekk í garð. Síðan vorum
við samtíma í menntaskóla, og fyrir
um aldarfjórðungi lágu svo leiðir okk-
ar saman að nýju í Oddfellowreglunni
sem hann gekk í árið 1975. Eftir það
rofnaði samband okkar ekki fyrr en
hann var kallaður brott – og hver seg-
ir raunar að þráðurinn hafi slitnað
nema rétt svona tímabundið, og þá
miðað við okkar tímaskyn.
Úlfar hlaut marga góða eiginleika í
vöggugjöf, andlega sem líkamlega, og
mér segir svo hugur að hann hafi
ávaxtað þá vel. Hann var mikill náms-
maður og góður stærðfræðingur, og
hann varð afburða kennari á því sviði.
Á sínum yngri árum var Úlfar góður
íþróttamaður því að hann hafði til
brunns að bera gott líkamlegt þrek,
mikið keppnisskap og metnað. Hann
var skapmikill og oft ákafur í mál-
flutningi og lét í ljós skoðanir sínar
tæpitungulaust. Hann gat virst hrjúf-
ur í viðmóti þeim sem ekki þekktu
hann, en ég veit að oftar en ekki var
hann með því að breiða yfir viðkvæmt
hjartalag. Úlfar var drengur góður í
fyllstu merkingu þess hugtaks og
hans verður lengi minnst.
Úlfari er þökkuð þátttaka og störf í
stúkunni nr. 11 Þorgeiri í meira en
aldarfjórðung.
Við Inga Lára sendum Þóru og
fjölskyldu þeirra Úlfars innilegustu
samúðar- og vinarkveðjur.
Ingvi Þorsteinsson.
Foreldrar Úlfars Kristmundsson-
ar og foreldrar mínir byggðu sér hús
á Víðimel í Reykjavík og fluttust í það
skömmu eftir 1940. Mæður okkar
Úlfars voru miklar vinkonur og höfðu
sett á fót iðnfyrirtæki sem þær ráku
af miklum krafti. Móðir Úlfars féll frá
langt fyrir aldur fram og þegar ég
fyrst man eftir mér hafði Úlfar
kvænst Þóru sinni og héldu þau
heimili með föður hans í þessu sama
húsi. Úlfar var á þessum árum að
sjálfsögðu einn af „fullorðna fólkinu“
í mínum augum. Hann hafði samt
ótrúlegan tíma og nennu til að sinna
því sem við strákpollarnir vorum að
fást við, jafnvel áður en Halldór son-
ur hans var tekinn sem fullgildur
meðlimur í strákagengið í húsinu.
Hann tók t.d. upp á því að kenna mér
mannganginn í skák þegar ég var sex
ára, og gerði síðar tilraunir til að gera
úr mér skákmann, sem að vísu voru
dæmdar til að mistakast.
Nokkrum árum eftir að Úlfar lauk
háskólanámi varð hann kennari við
Vogaskólann í Reykjavík. Skömmu
síðar tók hann að sér stundakennslu í
stærðfræði við Verzlunarskólann, og
þar varð hann fastráðinn kennari
sama haustið og ég hóf þar nám. Það
var ótrúlegt að fylgjast með því ást-
fóstri sem Úlfar tók við þetta starf.
Frá fyrsta degi var áhugi hans á
kennslunni, frammistöðu nemend-
anna og námsframvindu þeirra
hreint ótrúlegur, því að hann virtist
fylgjast með þeim í öllum námsgrein-
um og vita nákvæmlega hvar hver og
einn stóð í sínu námi. Hann hvatti
mig mjög mikið í mínu námi og stund-
um fannst mér eins og hann vissi bet-
ur hvernig mér gengi heldur en ég
sjálfur. Gilti þá einu hvort ég var í
„hans“ bekk eða einhverjum öðrum.
Ég ákvað að hætta námi eftir 4.
bekk í VÍ og réð mig í skrifstofu-
vinnu. Úlfari mislíkaði þetta mjög.
Mér fannst það fyrst í stað hrein af-
skiptasemi, þegar hann var að reyna
að tala um fyrir mér, og margsinnis
reyndi hann að hafa áhrif á þetta með
viðræðum við foreldra mína. Og hann
hafði það að lokum – ég fór ári seinna
í skólann aftur. Fyrir þetta stend ég í
ævarandi þakkarskuld við Úlfar. Ég
rifjaði þetta upp við hann fyrir fáein-
um árum og þóttist hann þá ekkert
muna eftir þessu. „Þú hefðir örugg-
lega farið aftur,“ var það eina sem
hann hafði þá til málanna að leggja
um þetta.
Úlfar var framúrskarandi kennari.
Hann hafði afar mikinn metnað til að
ná góðum árangri í starfi sínu, svo
mikinn að mörgum þótti nóg um á
köflum. Hann var allt að því ögrandi í
framgöngu í kennslustundum og lét
nemendur skilja það frá fyrsta degi,
hver það var sem réð í kennslustof-
unni. Mér fannst það næstum því
fyndið þegar ég upplifði það í skól-
anum að sumir nemendur væru allt
að því hræddir við hann, enda þekkti
ég hann betur. Þetta var einhvers
ÚLFAR EINAR
KRISTMUNDSSON
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ