Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.10.2001, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 43 Fiskvinnslutæki til sölu Kínverskur plötufrystir Árg. ´97, 1000 kw. Verð 2.000.000. Baader 198-V flökunarvél Verð 2.200.000 kr. Baader 410 bolfiskhausari Verð 150.000 kr. 10 manna flæðilína Verð 200.000 kr. 10 manna vinnsluborð Verð 200.000 kr. Viktarbúnaður frá Eltak Verð 240.000 kr. Brontec ísþykknivél Árg. ´99. Verð 1.500.000. Snjóhorn Verð 300.000 kr. Ross S 3180 pökkunarvél Verð 1.250.000 kr. Kracher háþrýstidæla HD 895S Verð 50.000 kr. Soco System færibönd Verð 50.000 kr/stk. Soco System snúningsborð Verð 70.000 kr. Atlas Copco loftpressa Verð 260.000 kr. Steinhöj loftpressa Verð 220.000 kr. TMC rafmagnslyftari Árg. ´97 m/snúningi. Verð 1.100.000 kr. Toyota rafmagnslyftari Árg. ´98, með snúningi. Verð 1.250.000 kr. Yale disellyftari Árg. ´98, með snúningi. Verð 1.600.000 kr. Upplýsingar gefur Birgir í síma 560 8834 eða gsm 861 6919. TILKYNNINGAR Auglýsing, um tillögur til breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kjalarness, breytinga á deiliskipulags- áætlunum og tillögur að deiliáætlunum í Reykjavík. Í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010, tillögur að deiliskipulagáætlunum og breytingum á deilskipulagsáætlum í Reykjavík. Miklabraut milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Tillögurnar gera ráð fyrir að heimilt verði að byggja göngubrú yfir Miklubraut, austan Kringlunnar og íþróttasvæðis Fram. Deiliskipulagstillagan gerir jafnframt ráð fyrir nokkrum breytingum á legu göngustíga vegna brúarinnar. Hólmsheiði/Nesjavallavegur, deiliskipulag lóðar fyrir móttöku- og gæsluvarðhalds- fangelsi. Um er að ræða u.þ.b. 35.000 fm lóð á Hólmsheiði norðan Nesjavallavegar, skammt suðvestan við spennuvirkið að Geithálsi.Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að reisa móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi á allt að tveimur hæðum ásamt tengdum byggingum og mannvirkjum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður allt að 0,2. Efstaland 26 (Grímsbær), svæði gæsluvallar sunnan Grímsbæjar og bílastæðalóðir að Efstalandi 2-24 og Gautlandi 1-21, deiliskipulag. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja eina hæð ofan á verslunarmiðstöðina Grímsbæ að Efstalandi 26, í stað gæsluvallar sunnan Grímsbæjar verði afmörkuð um 2000 fm lóð og heimilt verði að byggja á henni tveggja deilda, um 350 fm, leikskóla. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir breytingum á bílastæðalóðum Efstalands 2-24 og Gautlands 1-21. Skálafell, skíðasvæði, deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi Kjalarness. Um er að ræða deiliskipulagsáætlun fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, þar sem gerð er grein fyrir framtíðarskipulagi svæðisins, afmörkun lóða, byggingaráformum og mannvirkjum tengdum skíðaiðkun. Jafnframt er auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 sem gerir ráð fyrir stækkun skíðasvæðisins. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja um 2000 fm þjónustumiðstöð, þjónustuhús að grunnfleti 80 fm og 10 smáhýsi að grunnfleti um 30 fm. Tillögurnar verða til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 19. október til 16. nóvember 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 7. desember 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 19. október 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU NÝ stjórn ITC-samtakanna á Ís- landi hefur hafið störf, en hafin er starfsemi samtakanna í tíu deildum víðs vegar um landið. Október er kynningarmánuður ITC og eru þá haldnir sérstakir kynningarfundir í flestum deild- um en allir deildarfundir eru opnir og gestir ávallt velkomnir á fundi án skuldbindinga. Útbreiðslustjóri Landssamtaka ITC á Íslandi er Guðrún S. Viggósdóttir ITC Fífu (netfang itc@simnet.is), en nánari upplýs- ingar um ITC og fundartíma deilda má sjá á heimasíðu ITC á Íslandi, www.simnet.is/itc. Í nýrri stjórn Landssamtaka ITC á Íslandi eru Magnea G. Gunnarsdóttir (ITC Írisi) gjald- keri, Arnþrúður Halldórsdóttir (ITC Hörpu) ritari, Ingibjörg Vig- fúsdóttir (ITC Hörpu) varaforseti, Fanney Úlfljótsdóttir (ITC Mel- korku) kjörforseti og Edda M. Halldórsdóttir (ITC Írisi) forseti. Ný stjórn ITC-sam- takanna á Íslandi Ný stjórn ITC á Íslandi. Frá vinstri: Magnea G. Gunnarsdóttir (ITC Írisi) gjaldkeri, Arnþrúður Halldórsdóttir (ITC Hörpu) ritari, Ingibjörg Vig- fúsdóttir (ITC Hörpu) varaforseti, Fanney Úlfljótsdóttir (ITC Melkorku) kjörforseti og Edda M. Halldórsdóttir (ITC Írisi) forseti. DEILDIR Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu æfa og kynna viðbrögð sín á neyðar- og hættutím- um laugardaginn 20. október kl. 11– 14 með því að opna sjö fjöldahjálpar- stöðvar á svæðinu. Almenningi er boðið að koma í fjöldahjálparstöðv- arnar til þess að kynna sér viðbrögð deildanna, þiggja veitingar og fylgj- ast með margvíslegri dagskrá. Deildir Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu eru sex talsins. Hundruð virkra sjálfboðaliða taka þátt í verkefnum deildanna og þær hafa innan sinna raða um 11.500 fé- lagsmenn. Rauðakrossdeildirnar opna fjölda- hjálparstöðvar sínar laugardaginn 20. október kl. 11–14 sem hér segir: Bessastaðahreppsdeild: Fjölda- hjálparstöðin í íþróttahúsi Bessa- staðahrepps. Garðabæjardeild: Fjöldahjálparstöðin í Garðaskóla. Hafnarfjarðardeild: Fjöldahjálpar- stöðin í Lækjarskóla. Kjósarsýslu- deild: Fjöldahjálparstöðin í Varm- árskóla. Kópavogsdeild: Fjölda- hjálparstöðin í Digranesskóla. Reykjavíkurdeild: Fjöldahjálpar- stöðvarnar í Langholtsskóla og Fellaskóla. Neyðarvarna- dagur Rauða- krossdeilda GIGTARFÉLAG Íslands er með þriggja kvölda námskeið um vefja- gigt sem byrja bæði sama kvöld, miðvikudaginn 24. október, kl. 19.30. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, 2. hæð. Áhersla verður lögð á fræðslu um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf. Fjallað verður um mik- ilvægi þjálfunar, slökun, aðlögun að breyttum aðstæðum, tilfinningalega og samfélagslega þætti. Leiðbein- endur á námskeiðunum verða Arnór Víkingsson og Árni Jón Geirsson gigtarsérfræðingar, Sólveig Hlöð- versdóttir sjúkraþjálfari, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir iðjuþjálfi, Jónína Björg Guðmundsdóttir og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjaf- ar. Gigtarfélags Íslands veitir frek- ari upplýsingar. Að lifa með vefjagigt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.