Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 47 ÉG VIL ekki trúa því að óreyndu, að þið viljið verða þess valdandi, að ég hætti að trúa á guð minn og skapara, sem þó hefur veitt mér meiri gæsku en ég á skilið. Undanfarin ár hef ég rembst við það, eins og rjúpan við staurinn, að biðja drottin vorn og frelsara að leiða ykkur af þeirri braut, sem þið hafið valið ykkur í lífinu, að koma vitinu fyrir ykkur og lyfta ykk- ur upp úr þeirri ljónagryfju, sem þið hafið fallið í! Ég er sannfærður um, að ykkur hafi ekki verið úthlutað það lít- illi skynsemi í upphafi, í æsku og á þroskaárunum, að þið vitið ekki hvað forðast beri og hvað ekki, til að öðlast heilbrigt og ánægjulegt líf. Þjófar og ræningjar hafa alltaf ver- ið til meðal manna, frá upphafi vega. Þeirra er oftar en einu sinni getið í Biblíunni. En vímuefnaneytendur eru alveg nýtt fyrirbrigði, sem ekki þekktist í mínu ungdæmi. Þá komust menn í vímu með því að vinna hörðum höndum fyrir fjölskyldur sínar, sofna þreyttir á kvöldin og vakna eldhressir að morgni, tilbúnir að hefja heiðarleg störf á ný. Það var kallað að lifa heil- brigðu lífi. Nú er öldin önnur og mað- ur les ekki svo dagblöðin og hlustar á fréttir í útvarpi og sjónvarpi, að ekki sé minnst á svo og svo marga ung- linga og fólk á öllum aldri, sem tekið er með talsvert magn af fíkniefnum, bæði til eigin neyslu og sem söluvarn- ing. Ósjálfrátt verður manni óglatt, þegar maður heyrir slíkar fréttir og verður hugsað með hrolli til þeirra ógæfumanna, sem með ásetningi skapa sér slíkar hremmingar og ekki síður til aðstandenda þeirra: For- eldra, annarra ættingja og vina, sem hlýtur að líða hörmulega, vitandi það, að þið vímuefnaneytendurnir eruð að steypa ykkur í algjöra glötun. Maðu hefur alltaf álitið sauð- kindina vera eina af heimskustu skepnum veraldar, samt mundi hún aldrei láta sér til hugar koma, að inn- byrða ótilneydd slíkt magn af eitri og þið dælið í líkama ykkar daglega, vit- andi það (ef þið beitið almennri skyn- semi), að slíkt eyðileggur ekki ein- ungis heilsu ykkar, heldur ekki síður sálina, sem öllu ræður um skynsam- lega hugsun. Elskulega íslenska æska, látið ekki örfáa, óprúttna og vellauðuga dóp- sala, sem hlæja að heimsku ykkar, leiða ykkur til freistni, með því að telja ykkur trú um, að þeir séu að vísa ykkur veginn til eilífrar sælu, með því að neyta þessara hættulegu efna, sem þeir hafa á boðstólum og eru vísir með að gefa ykkur fyrstu skammt- ana, til að koma ykkur á bragðið, en þá verðið þið eins og fiskar í neti, sem eiga fáar leiðir til undankomu. Spyrn- ið við fótum, áður en allt verður um seinan, því hægara er í að komast en úr að fara! Ég ætla enn um sinn að biðja guð um að frelsa ykkur frá þeim vágesti, sem eiturlyfin eru, og ef það ber eng- an sýnilegan árangur á næstu miss- erum skelli ég skuldinni á ykkur fyrir að koma því til leiðar, að ég hætti að treysta guði mínum og skapara, til að miskunna sig yfir mig og öll börnin sín á voru landi! Fyrir löngu hafði ég gert mér vonir um, að okkar fámenna þjóð, sem býr á fagurri eyju, langt norður í höfum, gæti verið laus við þann ófögnuð, sem eiturlyfin eru, en nú sé ég, að sú von mín hefur ekki orðið að veruleika. En eins og við höfum margoft áður upp- rætt alls konar mein í þjóðfélaginu á okkur, fyrr eða síðar, að takast, að uppræta umrætt þjóðarböl. Við höf- um lifað af móðuharðindi, eldgos, stríðsógnir, svartadauða og margt enn verra, svo ég er bjartsýnn á, að með guðs hjálp og nægilegri upp- fræðslu í skólum og á heimilum get- um við einnig upprætt þetta vanda- mál í eitt skipti fyrir öll. Því fyrr, því betra. SIGURGEIR ÞORVALDSSON Mávabraut 8c, Keflavík. Elskulegu þjófar og vímuefnaneytendur Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: „Elskulega íslenska æska,“ seg- ir í greininni, „látið ekki óprúttna dópsala leiða ykkur til freistni.“ Myndin er sviðsett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.