Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.10.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4 og 6 með ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10.30. Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 FRUMSÝNING Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. 15% afsláttur af öllum vörum föst., lau. og sun. MINI : MALT er önnur safn- skífa Thule-fyrirtækisins en árið 1998 kom platan Fishcake – The sound of Thule út. Mini : Malt prýðir naumhyggjulegt tæknó eftir ýmsa íslenska tæknólistamenn; t.d. á Exos hér lag, tekið af frábærri og umtalaðri plötu hans, Strength, sem út kom á þessu ári en einnig eiga menn eins og Thor (listamanns- nafn Þórhalls Skúlasonar, eig- anda Thule) Ozy og Octal lög (sá síðastnefndi er víst faðir Exosar). Lögin sem hér er að finna hafa verið að koma út á hinum ýmsu tólftommum síðastliðin misseri en útflutningur Thule á íslenskri raf- tónlist, þá helst til Þýskalands, er töluverður. Tæknóið sem hér að finna á það það sammerkt að vera mjúkt og sefandi. Kalt og stálkennt en samt hlýtt og notalegt. Ég veit að þessi hughrif eiga ekki að geta farið sam- an í einu og sama augnablikinu en engu að síður er það svo, eins ein- kennilegt og það nú er. Allt er þetta prýðisvel unnið; hljómurinn ríkur og fullur. Sannkallað gæða- tæknó hér á ferð. Dansbitarnir eru látnir víkja hér að mestu fyrir „vitrænu stofu- tæknói“ og það er heldur ekki handónýtt að svífa inn í drauma- heiminn með fulltingi Maltsins. Helsti munurinn á milli laga felst kannski helst í mismikilli tilrauna- gleði og mismiklum drunga. T.a.m á Exos bjart og hreint lag, „Sur- vivor“, á meðan Octal á þunga og torræða stemmu, „Heavier Pett- ing“. Torul V. fer hins vegar ein- hvers konar milliveg með opnunar- laginu, „Logui“. Skífa þessi er á heildina litið mjög jöfn að gæðum þó framlag Exosar standi upp úr ef úr þyrfti að velja. Mini : Malt þjónar mjög vel sem inngangur fyrir þá sem vilja það „hreint, einfalt og minimalískt“ en einnig er hér frábært sýnishorn af þeirri fjölbreyttu og litskrúðugu tónlistarsköpun sem fram fer á Ís- landi um þessar mundir. Tónlist Ýmsir Mini : Malt Thule Mini : Malt, safndiskur frá íslensku tæknóútgáfunni Thule. Fram koma Torul V., Ozy, Den Nard Husher, Exos vs. Ohm, Thor vs. Torul V., Ohm vs. Torul V., Thor, Exos og Octal. 72.24 mínútur. Tæknó frá landinu týnda Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jim Smart Þórhallur Skúlason, eigandi Thule-útgáfunnar, á lög á Mini : Malt undir nafninu Thor. AF SKILJANLEGUM ástæðum eru þær fáar hljómsveitirnar sem bera eins óheppilegt nafn þessa dagana og keyrslurokkssveitin langlífa Anthrax, eða Miltisbrandur. Í ljósi viðburða síðustu daga í Bandaríkjunum þar sem hvert milt- isbrandstilfellið rekur annað eru liðsmenn sveitarinnar nú alvarlega að íhuga að skipta um nafn. Segja þeir það aðallega velta á því hversu mikið mannfallið verður af völdum þessa skaðræðisfaraldurs sem held- ur bandarísku þjóðinni í heljar- greipum þessa dagana. Allt síðan fyrstu tilfellin komu upp hafa menn velt fyrir sér hvern- ig sveitin hygðist bregðast við en liðsmenn hafa ekki viljað tjá sig fyrr en nú í vikunni. Söngvari sveitarinnar John Bush segir þá félaga hins vegar ansi trega til að breyta rótgrónu nafni sínu: „Þetta er bara hljómsveit- arnafn og við sjáum enga ástæðu til þess að breyta því að svo stöddu. Anthrax hefur verið starfandi und- ir þessi nafni í nær tvo áratugi og nafnið var eingöngu valið því mönnum fannst það vera ekta þungarokksveitarnafn þá, árið 1981.“ Hann viðurkennir þó að þróun mála gæti vissulega breytt afstöð- unni til nafnsins umdeilda: „Ég meina, okkur gæti snúist hugur ef fjöldi manns fellur í valinn af völd- um miltisbrandssýkingar.“ Breytir An- thrax um nafn? „Miltisbrandur“ hefur átt sér dyggan hóp unnenda á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.