Morgunblaðið - 22.11.2001, Page 10

Morgunblaðið - 22.11.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BREYTINGATILLÖGUM meiri- hluta fjárlaganefndar við fjárauka- lög fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um 954,8 milljónir króna. Minnihluti nefnd- arinnar segir að tæpur helmingur áætlaðs afgangs fjárlaga ársins 2001 sé horfinn með þessum tillög- um og ýmsir veikleikar séu á tekju- hlið frumvarpsins, þannig að allt stefni í að tekjuafgangurinn minnki enn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir 33,9 millj- arða kr. afgangi á rekstri ríkissjóðs. Önnur umræða um fjáraukalögin fór fram á Alþingi í gær og stóð fram á kvöld. Ólafur Örn Haralds- son (B) formaður fjárlaganefndar mælti fyrir breytingatillögum og áliti meirihlutans í fjárlaganefnd, en Gísli S. Einarsson (S) mælti fyrir áliti minnihluta Samfylkingar og Jón Bjarnason (Vg) fyrir minnihluta Vg. Í breytingatillögum meirihlutans er lagt til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 46 milljónir kr. Stærsti kostnaðarlið- urinn er vegna framkvæmda við fasteignir Alþingis, en gerð er til- laga um að 38 millj. kr. söluandvirði Skólabrúar renni til slíkra fram- kvæmda. Þá er m.a. lagt til 5 m.kr. aukaframlag vegna þátttöku Al- þingis í hátíðarútgáfu á verkum Snorra Sturlusonar sem ákveðin var í tilefni 150 ára afmælis þjóðfund- arins. Rannsóknir á afmörkuðum þáttum efnahagsmála Lagt er til að fjárheimild forsæt- isráðuneytisins verði aukin um 21 milljón, annars vegar til þess að jafna út uppsafnaðan halla á rekstri fasteigna ráðuneytisins undanfarin tvö ár, en hins vegar til þess að standa straum af kostnaði við rann- sóknir á afmörkuðum þáttum efna- hagsmála sem Hagfræðistofnun Há- skólans hefur unnið fyrir forsætisráðuneytið. Alls fara 10 milljónir kr. til þessa verkefnis. Í álitinu er lagt til að fjárheimild menntamálaráðuneytisins verði aukin um 12,2 milljónir kr., aðallega vegna 11 milljóna kr. hækkunar á framlagi til Endurbótasjóðs menn- ingarstofnana. Er það framlag skil- yrt vegna áfallinns kostnaðar við endurbætur að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Vegna dóms- og kirkju- málaráðuneytisins er áætlað að fjár- heimild verði aukin um 21 m.kr., einkum vegna sérstakra ráðstafana í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum 11. september sl., svo sem hertrar öryggisgæslu við sendiráð, vopnaleitar vegna millilandaflugs og tímabundinna aðgerða og lögreglu- samvinnu. Baráttan gegn hryðjuverkum kostnaðarsöm Í tillögunum er lagt til að fjár- heimild utanríkisráðuneytis verði aukin um 133,5 m.kr. Eins og í til- felli dómsmálaráðuneytisins kemur hér baráttan gegn hryðjuverkum til að stórum hluta. Þannig er lögð til 33 m.kr. fjárheimild til Sýslumanns- ins á Keflavíkurflugvelli, 23 millj- ónir til ríkislögreglu á Keflavíkur- flugvelli og 15 milljónum kr. vegna öryggisráðstafana í sendiráðum er- lendis. Stærsti einstaki kostnaðar- liðurinn er þó vegna Þróunarsam- vinnustofnunnar Íslands, en gerð er tillaga um 50 milljóna kr. vegna áhrifa gengishækkana á skuldbind- ingar stofnunarinnar. Til félagsmálaráðuneytis er lagt til að fjárheimild verði aukin um- fram frumvarpið um 98,1 milljón kr. Kemur þar margt til, t.d. aukin framlög til líknarfélagsins Byrgisins vegna meðferðarstarfs í Rockville, atvinnuleysistryggingasjóðs, ríkis- sáttasemjara vegna mikilla anna í kjaradeilum, Styrktarfélags vangef- inna vegna aðkallandi viðhalds á fasteignum og Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins vegna viðvarandi rekstrarhalla. Hjá samgönguráðuneyti er lagt til að fjárheimild verði aukin um 15 milljónir kr. og hjá umhverfisráðu- neyti um 39,5 milljónir kr. Stærsti kostnaðarliður hjá samgönguráðu- neyti er vegna styrkja til innan- landsflugs (12 milljónir) en hjá um- hverfisráðuneyti kemur m.a. til kostnaður við hreinsun á flaki El Grillo og aukinn kostnaður við úr- skurði um mat á umhverfisáhrifum. Mikil hækkun lyfjakostnaðar Til fjármálaráðuneytis og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- is eru lagðar til mestu hækkanir fjárheimilda í áliti meirihluta fjár- laganefndar. Lagt er til að fjár- heimild til heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis verði aukin um 313,5 m.kr. Þar vega þyngst 100 milljónir til að standa undir kostn- aði sjúkratrygginga við læknishjálp og 200 milljóna kr. framlag til að standa straum af auknum útgjöld- um vegna greiðsluþátttöku al- mannatrygginga í lyfjum. Samkvæmt endurskoðaðri spá um útgjöld ríkisins vegna lyfja er gert ráð fyrir að þau verði um 5.750 milljónir króna, um 4.900 milljónir hjá Tryggingastofnun en um 850 milljónir hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Útgjöldin fara tæp- an milljarð króna umfram fjárlög og kemur fram í greinargerð með til- lögum nefndarmeirihlutans að meg- inskýringin sé óhagstæð áhrif geng- is á lyfjaverð. Þá er lagt til 200 milljóna kr. aukaframlag til Landspítalans til að standa undir kostnaði við endur- skipulagningu sjúkrahússins í kjöl- far sameiningar Á móti kemur að gert er ráð fyrir lækkun fjárheimilda upp á 360 millj. kr. frá frumvarpinu vegna fé- lagslegra bóta og lífeyristrygginga. Lagt er til að fjárheimild fjár- málaráðuneytisins verði aukin um 355 m.kr. Gerð er tillaga um 305 milljóna kr. hækkun vegna launa- og verðlagsmála, en auk þess 20 milljóna til Súðavíkurhrepps til að ljúka byggingu stjórnsýsluhúss og 30 milljóna kr. til aðstoðar vegna jarðskjálfta á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að einstökum sveitarfélög- um verði greitt allt að 90% af við- urkenndum útgjöldum þeirra vegna jarðskjálftanna sumarið 2000, en gert er ráð fyrir sveitarfélögin sjálft beri 10% kostnaðar. Þá er gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs lækki um 100 milljónir kr. frá því sem áætlað var í fjárauka- lagafrumvarpinu. Meirihluta fjárlaganefndar skipa þau Ólafur Örn Haraldsson (B) for- maður, Ísólfur Gylfi Pálmason (B), Einar Oddur Kristjánsson (D) vara- formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Kristján Pálsson (D), Drífa Hjartardóttir (D) og Tómas Ingi Ol- rich (D). Aðrir í nefndinni eru Gísli S. Einarsson (S), Margrét Frí- mannsdóttir (S), Einar Már Sigurð- arson (S) og Jón Bjarnason (Vg). Önnur umræða um frumvarp til laga um fjáraukalög á Alþingi í gær Tillögur um tæplega millj- arðs útgjöld til viðbótar Önnur umræða um frumvarp til fjárauka- laga fyrir árið 2001 stóð fram eftir kvöldi á Al- þingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson skýrir breyt- ingar á frumvarpinu í meðförum fjárlaga- nefndar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar, situr sposkur á svip undir umræðum á Alþingi. Þingkonur Sjálf- stæðisflokks, þær Ásta Möller og Sigríður Ingvarsdóttir, rýna hins vegar í gögnin sín. HÖRÐ gagnrýni kemur fram á fjár- málastjórn ríkisstjórnarinnar í tveimur álitum minnihluta fjárlaga- nefndar við fjáraukalagafrumvarpið. Þannig segir í áliti þriggja þing- manna Samfylkingarinnar, að þrátt fyrir að aðeins einn ráðherra beri heitið fjármálaráðherra bendi margt til þess að þeir séu í raun tólf. Allir ráðherrar virðist hafa eigin fjárlög og afleiðingin sé einfaldlega sú að fjármálaráðherra standi oft og tíðum frammi fyrir orðnum hlut og geti lít- ið rökstutt umframkeyrslu einstakra ráðuneyta og stofnana. Því ríki að- haldsleysi í fjármálum ríkisins og agaleysi meðal þeirra sem taka ákvarðanir um útgjöld. Í álitinu er áhyggjum lýst af því að svo virðist sem hið minnsta helming- ur af áætluðum tekjuafgangi ríkis- sjóðs fyrir þetta ár sé „horfinn“. Aukinheldur séu ýmsir veikleikar á tekjuhlið frumvarpsins og mikil óvissa um áform um sölu á eigum ríkisins, en sá liður átti að skila 21,5 milljarði kr. Gangi þessi söluáform ekki eftir, stefni í umtalsverðan tekjuhalla á ríkissjóði. Bent er á ýmsar blikur í efnahags- lífi þjóðarinnar, gengishrap hafi orð- ið og skuldir heimila og fyrirtækja aukist stórlega. Allt bendi til þess að ríkisstjórnin hafi gefist upp við stjórn efnahagsmála og láti nú öðr- um eftir að fást við aðsteðjandi vanda. Bent er á að ríkisfjármálin séu veigamikið stjórntæki í efna- hagsmálum, en þó virðist enginn for- ystumaður ríkisstjórnarinnar vera á vakt í brúnni, hvorki fjármálaráð- herra né forsætisráðherra, enda geti þeir ekki stigið ölduna í þeim ólgusjó sem nú sé í efnahagsmálunum. Í áliti Jóns Bjarnasonar (Vg) er bent á að nú séu miklar óvissuað- stæður í efnahagsmálum. Gengi krónunnar haldi áfram að falla þrátt fyrir aðgerðir Seðlabanka og óvíst sé hvenær gengisfallið muni stöðvast. Kjarasamningar séu í uppnámi, verðbólgan langt umfram markmið og rýri nú hratt kaupmátt launþega. Vextir séu miklu hærri en annars staðar og góðærið margumtalaða sé nú komið að endapunkti. Segir Jón að hættumerkin í þróun efnahagsmála hafi blasað við í hið minnsta tvö ár, mikill viðskiptahalli, erlend lántaka og mikil aukning út- lána í bankakerfinu. Hægt hefði ver- ið að bregðast við þessum hættu- merkjum, en þess í stað hefði ráðherra fullyrt að allt væri í stak- asta lagi og þverneitað allri gagn- rýni. „Í þessari sjálfsblekkingu hef- ur ríkisstjórnin gert röð mistaka í hagstjórninni. Ástandið er enn verra og útlitið enn dekkra en þyrfti að vera ef viðbrögð hefðu verið rétt,“ segir í áliti hans. Jón Bjarnason segir einnig í áliti sínu að endurskoða þurfi lagaum- gjörð fjáraukalaga og ástæða sé til að leggja í framtíðinni fram frum- varp til fjáraukalaga að vori og hausti. Segir hann að frumvarpið nú endurspegli mikla spennu og undir- striki að ríkisstjórnin hafi lítil tök á þróun efnahagsmála. Einstakir ráð- herrar beiti sér fyrir gæluverkefn- um sínum í stað þess að vinna út frá markaðri heildarstefnu í efnahags- málum og fjármálum ríkisins. Nefndarálit minnihluta fjárlaganefndar Fjármálaráðherrar orðnir tólf? ALLS eru 96 heimilis- og heilsugæslulæknar starfandi á höfuðborgarsvæðinu, þar af 16 sjálfstætt starfandi í Reykja- vík. Ekki eru fastar regkur um fjölda þeirra íbúa, sem hverjum lækni er ætlað að sinna, en algeng viðmiðun er 1.500 til 1.750 manns. Fjöldinn er breytilegur eftir landshlut- um og er minnstur í dreifbýli, eða um 1.000 manns. Áður allt að 3.000 manns á skrá heimilislækna Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Rannveigar Guðmunds- dóttur (S) um heilsugæslu- lækna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari ráðherra kemur fram að í sumum héruðum séu um 500 manns á hvern lækni en í þéttbýli geti fjöldinn farið upp í 2.400 manns. Áður hafi verið dæmi þess að allt að 3.000 manns hafi verið á skrá heim- ilislækna. Ráðherra bendir á í svari sínu, að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2002 sé gert ráð fyr- ir 37 millj. kr. framlagi á óskiptum lið ráðuneytisins til að styrkja heilsugæsluna, auka þjónustu og stytta bið, einkum á höfuðborgarsvæð- inu, með því að fjölga heilsu- gæslulæknum. Fjöldi heimilislækna 500 til 2.400 manns á hvern lækni NÆSTI fundur á Alþingi verður ekki fyrr en á þriðjudag í næstu viku. Í dag, á morgun og á mánudag verða nefndafundir en nk. þriðjudag er gert ráð fyrir 1. umræðu um fjár- lagafrumvarp fyrir árið 2002. Hlé á þing- fundum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.