Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BREYTINGATILLÖGUM meiri- hluta fjárlaganefndar við fjárauka- lög fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um 954,8 milljónir króna. Minnihluti nefnd- arinnar segir að tæpur helmingur áætlaðs afgangs fjárlaga ársins 2001 sé horfinn með þessum tillög- um og ýmsir veikleikar séu á tekju- hlið frumvarpsins, þannig að allt stefni í að tekjuafgangurinn minnki enn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir 33,9 millj- arða kr. afgangi á rekstri ríkissjóðs. Önnur umræða um fjáraukalögin fór fram á Alþingi í gær og stóð fram á kvöld. Ólafur Örn Haralds- son (B) formaður fjárlaganefndar mælti fyrir breytingatillögum og áliti meirihlutans í fjárlaganefnd, en Gísli S. Einarsson (S) mælti fyrir áliti minnihluta Samfylkingar og Jón Bjarnason (Vg) fyrir minnihluta Vg. Í breytingatillögum meirihlutans er lagt til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 46 milljónir kr. Stærsti kostnaðarlið- urinn er vegna framkvæmda við fasteignir Alþingis, en gerð er til- laga um að 38 millj. kr. söluandvirði Skólabrúar renni til slíkra fram- kvæmda. Þá er m.a. lagt til 5 m.kr. aukaframlag vegna þátttöku Al- þingis í hátíðarútgáfu á verkum Snorra Sturlusonar sem ákveðin var í tilefni 150 ára afmælis þjóðfund- arins. Rannsóknir á afmörkuðum þáttum efnahagsmála Lagt er til að fjárheimild forsæt- isráðuneytisins verði aukin um 21 milljón, annars vegar til þess að jafna út uppsafnaðan halla á rekstri fasteigna ráðuneytisins undanfarin tvö ár, en hins vegar til þess að standa straum af kostnaði við rann- sóknir á afmörkuðum þáttum efna- hagsmála sem Hagfræðistofnun Há- skólans hefur unnið fyrir forsætisráðuneytið. Alls fara 10 milljónir kr. til þessa verkefnis. Í álitinu er lagt til að fjárheimild menntamálaráðuneytisins verði aukin um 12,2 milljónir kr., aðallega vegna 11 milljóna kr. hækkunar á framlagi til Endurbótasjóðs menn- ingarstofnana. Er það framlag skil- yrt vegna áfallinns kostnaðar við endurbætur að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Vegna dóms- og kirkju- málaráðuneytisins er áætlað að fjár- heimild verði aukin um 21 m.kr., einkum vegna sérstakra ráðstafana í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum 11. september sl., svo sem hertrar öryggisgæslu við sendiráð, vopnaleitar vegna millilandaflugs og tímabundinna aðgerða og lögreglu- samvinnu. Baráttan gegn hryðjuverkum kostnaðarsöm Í tillögunum er lagt til að fjár- heimild utanríkisráðuneytis verði aukin um 133,5 m.kr. Eins og í til- felli dómsmálaráðuneytisins kemur hér baráttan gegn hryðjuverkum til að stórum hluta. Þannig er lögð til 33 m.kr. fjárheimild til Sýslumanns- ins á Keflavíkurflugvelli, 23 millj- ónir til ríkislögreglu á Keflavíkur- flugvelli og 15 milljónum kr. vegna öryggisráðstafana í sendiráðum er- lendis. Stærsti einstaki kostnaðar- liðurinn er þó vegna Þróunarsam- vinnustofnunnar Íslands, en gerð er tillaga um 50 milljóna kr. vegna áhrifa gengishækkana á skuldbind- ingar stofnunarinnar. Til félagsmálaráðuneytis er lagt til að fjárheimild verði aukin um- fram frumvarpið um 98,1 milljón kr. Kemur þar margt til, t.d. aukin framlög til líknarfélagsins Byrgisins vegna meðferðarstarfs í Rockville, atvinnuleysistryggingasjóðs, ríkis- sáttasemjara vegna mikilla anna í kjaradeilum, Styrktarfélags vangef- inna vegna aðkallandi viðhalds á fasteignum og Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins vegna viðvarandi rekstrarhalla. Hjá samgönguráðuneyti er lagt til að fjárheimild verði aukin um 15 milljónir kr. og hjá umhverfisráðu- neyti um 39,5 milljónir kr. Stærsti kostnaðarliður hjá samgönguráðu- neyti er vegna styrkja til innan- landsflugs (12 milljónir) en hjá um- hverfisráðuneyti kemur m.a. til kostnaður við hreinsun á flaki El Grillo og aukinn kostnaður við úr- skurði um mat á umhverfisáhrifum. Mikil hækkun lyfjakostnaðar Til fjármálaráðuneytis og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- is eru lagðar til mestu hækkanir fjárheimilda í áliti meirihluta fjár- laganefndar. Lagt er til að fjár- heimild til heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis verði aukin um 313,5 m.kr. Þar vega þyngst 100 milljónir til að standa undir kostn- aði sjúkratrygginga við læknishjálp og 200 milljóna kr. framlag til að standa straum af auknum útgjöld- um vegna greiðsluþátttöku al- mannatrygginga í lyfjum. Samkvæmt endurskoðaðri spá um útgjöld ríkisins vegna lyfja er gert ráð fyrir að þau verði um 5.750 milljónir króna, um 4.900 milljónir hjá Tryggingastofnun en um 850 milljónir hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Útgjöldin fara tæp- an milljarð króna umfram fjárlög og kemur fram í greinargerð með til- lögum nefndarmeirihlutans að meg- inskýringin sé óhagstæð áhrif geng- is á lyfjaverð. Þá er lagt til 200 milljóna kr. aukaframlag til Landspítalans til að standa undir kostnaði við endur- skipulagningu sjúkrahússins í kjöl- far sameiningar Á móti kemur að gert er ráð fyrir lækkun fjárheimilda upp á 360 millj. kr. frá frumvarpinu vegna fé- lagslegra bóta og lífeyristrygginga. Lagt er til að fjárheimild fjár- málaráðuneytisins verði aukin um 355 m.kr. Gerð er tillaga um 305 milljóna kr. hækkun vegna launa- og verðlagsmála, en auk þess 20 milljóna til Súðavíkurhrepps til að ljúka byggingu stjórnsýsluhúss og 30 milljóna kr. til aðstoðar vegna jarðskjálfta á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að einstökum sveitarfélög- um verði greitt allt að 90% af við- urkenndum útgjöldum þeirra vegna jarðskjálftanna sumarið 2000, en gert er ráð fyrir sveitarfélögin sjálft beri 10% kostnaðar. Þá er gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs lækki um 100 milljónir kr. frá því sem áætlað var í fjárauka- lagafrumvarpinu. Meirihluta fjárlaganefndar skipa þau Ólafur Örn Haraldsson (B) for- maður, Ísólfur Gylfi Pálmason (B), Einar Oddur Kristjánsson (D) vara- formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Kristján Pálsson (D), Drífa Hjartardóttir (D) og Tómas Ingi Ol- rich (D). Aðrir í nefndinni eru Gísli S. Einarsson (S), Margrét Frí- mannsdóttir (S), Einar Már Sigurð- arson (S) og Jón Bjarnason (Vg). Önnur umræða um frumvarp til laga um fjáraukalög á Alþingi í gær Tillögur um tæplega millj- arðs útgjöld til viðbótar Önnur umræða um frumvarp til fjárauka- laga fyrir árið 2001 stóð fram eftir kvöldi á Al- þingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson skýrir breyt- ingar á frumvarpinu í meðförum fjárlaga- nefndar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar, situr sposkur á svip undir umræðum á Alþingi. Þingkonur Sjálf- stæðisflokks, þær Ásta Möller og Sigríður Ingvarsdóttir, rýna hins vegar í gögnin sín. HÖRÐ gagnrýni kemur fram á fjár- málastjórn ríkisstjórnarinnar í tveimur álitum minnihluta fjárlaga- nefndar við fjáraukalagafrumvarpið. Þannig segir í áliti þriggja þing- manna Samfylkingarinnar, að þrátt fyrir að aðeins einn ráðherra beri heitið fjármálaráðherra bendi margt til þess að þeir séu í raun tólf. Allir ráðherrar virðist hafa eigin fjárlög og afleiðingin sé einfaldlega sú að fjármálaráðherra standi oft og tíðum frammi fyrir orðnum hlut og geti lít- ið rökstutt umframkeyrslu einstakra ráðuneyta og stofnana. Því ríki að- haldsleysi í fjármálum ríkisins og agaleysi meðal þeirra sem taka ákvarðanir um útgjöld. Í álitinu er áhyggjum lýst af því að svo virðist sem hið minnsta helming- ur af áætluðum tekjuafgangi ríkis- sjóðs fyrir þetta ár sé „horfinn“. Aukinheldur séu ýmsir veikleikar á tekjuhlið frumvarpsins og mikil óvissa um áform um sölu á eigum ríkisins, en sá liður átti að skila 21,5 milljarði kr. Gangi þessi söluáform ekki eftir, stefni í umtalsverðan tekjuhalla á ríkissjóði. Bent er á ýmsar blikur í efnahags- lífi þjóðarinnar, gengishrap hafi orð- ið og skuldir heimila og fyrirtækja aukist stórlega. Allt bendi til þess að ríkisstjórnin hafi gefist upp við stjórn efnahagsmála og láti nú öðr- um eftir að fást við aðsteðjandi vanda. Bent er á að ríkisfjármálin séu veigamikið stjórntæki í efna- hagsmálum, en þó virðist enginn for- ystumaður ríkisstjórnarinnar vera á vakt í brúnni, hvorki fjármálaráð- herra né forsætisráðherra, enda geti þeir ekki stigið ölduna í þeim ólgusjó sem nú sé í efnahagsmálunum. Í áliti Jóns Bjarnasonar (Vg) er bent á að nú séu miklar óvissuað- stæður í efnahagsmálum. Gengi krónunnar haldi áfram að falla þrátt fyrir aðgerðir Seðlabanka og óvíst sé hvenær gengisfallið muni stöðvast. Kjarasamningar séu í uppnámi, verðbólgan langt umfram markmið og rýri nú hratt kaupmátt launþega. Vextir séu miklu hærri en annars staðar og góðærið margumtalaða sé nú komið að endapunkti. Segir Jón að hættumerkin í þróun efnahagsmála hafi blasað við í hið minnsta tvö ár, mikill viðskiptahalli, erlend lántaka og mikil aukning út- lána í bankakerfinu. Hægt hefði ver- ið að bregðast við þessum hættu- merkjum, en þess í stað hefði ráðherra fullyrt að allt væri í stak- asta lagi og þverneitað allri gagn- rýni. „Í þessari sjálfsblekkingu hef- ur ríkisstjórnin gert röð mistaka í hagstjórninni. Ástandið er enn verra og útlitið enn dekkra en þyrfti að vera ef viðbrögð hefðu verið rétt,“ segir í áliti hans. Jón Bjarnason segir einnig í áliti sínu að endurskoða þurfi lagaum- gjörð fjáraukalaga og ástæða sé til að leggja í framtíðinni fram frum- varp til fjáraukalaga að vori og hausti. Segir hann að frumvarpið nú endurspegli mikla spennu og undir- striki að ríkisstjórnin hafi lítil tök á þróun efnahagsmála. Einstakir ráð- herrar beiti sér fyrir gæluverkefn- um sínum í stað þess að vinna út frá markaðri heildarstefnu í efnahags- málum og fjármálum ríkisins. Nefndarálit minnihluta fjárlaganefndar Fjármálaráðherrar orðnir tólf? ALLS eru 96 heimilis- og heilsugæslulæknar starfandi á höfuðborgarsvæðinu, þar af 16 sjálfstætt starfandi í Reykja- vík. Ekki eru fastar regkur um fjölda þeirra íbúa, sem hverjum lækni er ætlað að sinna, en algeng viðmiðun er 1.500 til 1.750 manns. Fjöldinn er breytilegur eftir landshlut- um og er minnstur í dreifbýli, eða um 1.000 manns. Áður allt að 3.000 manns á skrá heimilislækna Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Rannveigar Guðmunds- dóttur (S) um heilsugæslu- lækna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari ráðherra kemur fram að í sumum héruðum séu um 500 manns á hvern lækni en í þéttbýli geti fjöldinn farið upp í 2.400 manns. Áður hafi verið dæmi þess að allt að 3.000 manns hafi verið á skrá heim- ilislækna. Ráðherra bendir á í svari sínu, að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2002 sé gert ráð fyr- ir 37 millj. kr. framlagi á óskiptum lið ráðuneytisins til að styrkja heilsugæsluna, auka þjónustu og stytta bið, einkum á höfuðborgarsvæð- inu, með því að fjölga heilsu- gæslulæknum. Fjöldi heimilislækna 500 til 2.400 manns á hvern lækni NÆSTI fundur á Alþingi verður ekki fyrr en á þriðjudag í næstu viku. Í dag, á morgun og á mánudag verða nefndafundir en nk. þriðjudag er gert ráð fyrir 1. umræðu um fjár- lagafrumvarp fyrir árið 2002. Hlé á þing- fundum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.