Morgunblaðið - 22.11.2001, Síða 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 23
KOSTNAÐUR við raflýst leiði
hefur hækkað um 20% hjá Raf-
þjónustunni Ljósum frá því í fyrra,
eða úr 5.500 krónum í 6.600 krón-
ur.
Rafþjónustan Ljós sér um að
raflýsa leiði í Gufuneskirkjugarði
og segir Sigríður Sigurjónsdóttir,
einn eigenda fyrirtækisins, að
skýringin sé sú að gjald fyrir um-
rædda þjónustu hafi ekki hækkað
síðastliðin átta ár. „Meginástæðan
er hærri launa- og efniskostnaður,
auk þess sem við þurfum að greiða
virðisaukaskatt, sem og aðstöðu-
gjald til kirkjugarðanna. Við hefð-
um þurft að hækka fyrr en reynd-
um að sitja á okkur. Þegar upp er
staðið hefðum við þurft að hækka
minna og oftar á þessu tímabili,“
segir hún.
Um er að ræða raflýsta krossa
og er gjaldið fyrir uppsetningu og
viðhald í fimm vikur, það er frá
fyrsta sunnudegi í aðventu til 6.
janúar. Starfsmenn Rafþjónust-
unnar sjá um viðhald leiðisins á
hverjum degi á umræddu tímabili,
segir Sigríður, og skipta jafnframt
um perur ef með þarf.
Mistök gerð við
vinnslu gíróseðla
Starfsmenn hjá Rafþjónustunni
eru fjórir upp í 18 þegar mest er
að gera, segir Sigríður ennfremur,
og telur hún að fyrirtækið hafi sett
upp og annast hátt í 1.800 krossa í
kirkjugarðinum í Gufunesi í fyrra.
Sigríður segir að endingu að
mistök hafi orðið við gerð gíró-
seðla fyrirtækisins í ár og að þeir
sem greiða fyrir lýsingu hjá ást-
vinum með sameiginlegan legstein
hafi af þeim sökum fengið fleiri en
einn gíróseðil sendan. „Á seðlinum
átti jafnframt að standa: „Sért þú
leyfishafi fyrir tvö samliggjandi
leiði og greiðir þennan gíróseðil
munum við setja einn ljósakross
milli leiðanna.“ Þetta gleymdist að
taka fram núna en verður leiðrétt
á næsta ári og biðjumst við vel-
virðingar á þessu,“ segir hún.
Sigríður vill einnig benda þeim
sem fengið hafa fleiri en einn gíró-
seðil sendan að hafa samband við
Rafþjónustuna Ljós til þess að
koma í veg fyrir misskilning.
Símanúmer símaversins sem ann-
ast svörun fyrir fyrirtækið fylgir
gíróseðlinum.
20% hækkun á
raflýsingu leiða
Margir vitja leiða ástvina sinna í desember.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að næsta
kortatímabil hefjist 8. desember
næstkomandi að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá Sam-
tökum verslunar og þjónustu.
Gildir þetta um þær verslanir
sem gert hafa samninga um þetta
við Visa og Eurocard. Samtök
verslunar og þjónustu, Þróun-
arfélag miðborgarinnar, Kringlan
og Smáralind óskuðu sameig-
inlega eftir því við kortafyr-
irtækin að kortatímabilið yrði
lengt með þessum hætti. Með
þessu fyrirkomulagi nást þrjár
verslunarhelgar fyrir jólin, sem
dreifir álaginu á kaupendur og
verslunarfólk.
Nýtt korta-
tímabil
8. desember
Nýtt kortatímabil hefur verið
fært framar í desember.