Morgunblaðið - 22.11.2001, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 57
DAGBÓK
Opið virka daga frá kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 10-14 Sími 567 3718
LAGERÚTSALA
Buxur, pils og peysur
Stendur til 5. desember
Mikil
verðlækkun
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
Ullar- og kasmírkápur
Flottir aðskornir heilsársfrakkar
Opið laugardaga frá kl. 10-15
Útsölumarkaður
á Langholtsvegi 130
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
NÁTTFÖT
Mikið úrval fyrir börn og fullorðna
Barnanáttföt frá kr. 1.000
Hvernig á að teikna
hefðbundnar búddamyndir?
Laugardaginn 24. nóv. og sunnudaginn 25. nóv. kl. 17 til 22.
Ani - la Kelsang Kunphen, ensk búddanunna, heldur námskeið um
hvernig eigi að teikna hefðbundnar búddamyndir.
.
Skráning fram að hádegi
föstudaginn 23. nóv.
í síma 568 3417 og 694 9680.
Gjald fyrir námskeiðið er kr. 7.000
en kr. 5.000 fyrir námsmenn og öryrkja.
www.karuna.is
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
VORIÐ GÓÐA
Það seytlar inn í hjarta mitt
sem sólskin fagurhvítt,
sem vöggukvæði erlunnar,
svo undurfínt og blítt,
sem blæilmur frá víðirunni,
– vorið grænt og hlýtt.
Ég breiði út faðminn, – heiðbjört tíbrá
hnígur mér í fang.
En báran kyssir unnarstein
og ígulker og þang. –
Nú hlæja loksins augu mín,
– nú hægist mér um gang.
Því fagurt er það, landið mitt,
og fagur er minn sjór.
Og aftur kemur yndi það,
sem einu sinni fór.
Og bráðum verð ég fallegur,
og bráðum verð ég stór...
Jóhannes úr Kötlum
Árnað heilla
95 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22.
nóvember, er níutíu og fimm
ára Jensína Sveinsdóttir,
Austurbrún 6, frá Gillastöð-
um í Reykhólasveit. Hún
tekur á móti vinum og
vandamönnum í safnaðarsal
Áskirkju v/Vesturbrún laug-
ardag kl. 16.30.
80 ÁRA afmæli. Áttræðverður laugardaginn
24. nóvember Sigurlaug
Magga Guðmundsdóttir,
Orrahólum 7, 7d, Reykja-
vík. Hún tekur á móti vinum
og ættingjum á heimili sínu
á afmælisdaginn frá kl. 15–
18.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5
4. Bg5 Be7 5. e3 h6 6. Bh4
O-O 7. Dc2 b6 8. cxd5 exd5
9. Bd3 c5 10. dxc5 bxc5 11.
Bxf6 Bxf6.
Staðan kom upp í
kvennaflokki í Evrópumóti
landsliða í Leon á Spáni.
Pólski kvennastórmeistar-
inn Monika Socko (2.375)
hafði hvítt gegn albönsku
stúlkunni Rozana Gjergji
(2.026). 12. Rxd5!
Bxb2 Riddarinn
var friðhelgur
vegna 12... Dxd5
13. Be4 og hvítur
vinnur skiptamun.
Í framhaldinu fær
hvítur tvo létta
menn fyrir hrók.
13. Hd1 Da5+ 14.
Dd2 Dxd2+ 15.
Hxd2 Be5 16.
Re7+ Kh8 17. Be4
Bc3 18. Rxc8 Rc6
19. Rd6 Bxd2+ 20.
Ke2 Had8 21. Rc4
Rb4 22. Rxd2 Rxa2
23. Bc2 a5 24. Rgf3 Rc3+
25. Ke1 Hb8 26. Rc4 Hfd8
27. Rfd2 a4 28. f3 Hb4 29.
Hf1 Rb5 30. Re5 Hd5 31.
Rd3 Hh4 32. Rf4 He5 33.
Kf2 Rc3 34. Re4 g5 35.
Rxc3 gxf4 36. e4 Hxh2 37.
Rd5 f5 38. Rxf4 Kg7 39.
Kg3 og svartur gafst upp.
Lokastaða efstu liða í
kvennaflokki varð þessi: 1.
Frakkland 12½ vinning af
18 mögulegum. 2.–3. Mol-
dovía og England 12 v.
4.–5. Þýskaland og Pólland
11½ v. 6.–8. Júgóslavía,
Rúmenía og Azerbadsjan
10½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.637 kr. fyrir Rauða kross
Íslands. Þær heita Védís Rúnarsdóttir og Brynhildur
Sörensen.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
EKKI er alltaf einfalt að
meta sök og sakleysi þegar
illa fer í vörn. Sú tilhneiging
er rík í spilurum að skella
skuldinni á þann aðilann
sem tekur síðustu ákvörðun,
en oft er það mjög ósann-
gjarnt. Lítum á varnarklúð-
ur í AV, þar sem böndin
beinast að vestri í upphafi:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ Á76
♥ 10863
♦ D1052
♣ÁK
Vestur Austur
♠ DG1083 ♠ K952
♥ Á7 ♥ 54
♦ Á93 ♦ K7
♣G84 ♣109652
Suður
♠ 4
♥ KDG92
♦ G864
♣D73
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 tígull Pass 1 hjarta
1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Vestur kom út með spaða-
drottningu. Sagnhafi tók
með ás og spilaði hjarta á
kónginn og ás vesturs. Nú
þarf tígul undan ásnum til
að hnekkja spilinu, en vestur
reyndi spaðagosann svo
sagnhafi komst að til að taka
trompin og gaf aðeins tvo
slagi í viðbót á tígul.
„Þú verður að spila tígli
undan ásnum, makker; þá
fæ ég stungu,“ sagði austur
upplýsandi að spilinu loknu.
Vestur hafði auðvitað gert
sér grein fyrir því, en sá
ekki hvernig hann gæti
fundið þá vörn af öryggi:
„Ég var að vona að við fengj-
um slag á spaða og vildi ekki
hreyfa tígulinn ef þú ættir
gosann,“ maldaði hann í mó-
inn.
Tvennt er athyglisvert við
þessi orðaskipti. Í fyrsta
lagi, að báðir virðast sann-
færðir um að vestur eigi að
taka á sig mistökin. Austur
hefur mál sitt á afgerandi
hátt með „ÞÚ verður…“ og
vestur tekur undir með því
að réttlæta gerðir sínar.
Ástæðan er sú að vestur var
„framkvæmdastjóri“ varn-
arinnar. En „stjórnin“ var í
austur. Umræðan á með
réttu að snúast um fyrsta
slaginn. Hvaða spil lét aust-
ur þá? Í reynd kallaði austur
í spaða (af gömlum vana), en
það voru meginmistök varn-
arinnar. Ef hann frávísar –
og neitar þar með spaðaslag
– sér vestur að tígulstunga
er eina leiðina að fjórum
slögum. Þetta er gamla lög-
málið: Frávísun í einum lit
ber að líta á sem kall í öðr-
um. Austur veit að vörnin á
engan slag á spaða og ætti
að geta séð að eina von varn-
arinnar liggur í tígulstungu
og hjartaslag hjá makker.
FRÉTTIR
SAMTÖK lungnasjúklinga og SÍBS
standa sameiginlega fyrir fræðslu-
fundi sem haldinn verður í Safnaðar-
heimili Hallgrímskirkju í Reykjavík
í dag, fimmtudag, kl. 20. Gestur
fundarins: Þórarinn Gíslason, yfir-
læknir á lungnalækningadeild Land-
spítala – Háskólasjúkrahúss. Erindi
sitt nefnir hann: Framtíðarskipulag
lungnalækninga.
„Fundarefnið er afar mikilvægt
fyrir lungnasjúklinga í ljósi þeirra
miklu breytinga sem verða, þegar
Vífilsstaðaspítala verður lokað í
byrjun næsta árs. Lungnasjúklingar
og aðstandendur eru ákaflega óör-
uggir vegna ófullnægjandi upplýs-
inga um það hvað tekur við. Samtök
lungnasjúklinga og Reykjavíkur-
deild SÍBS ætla með þessu framlagi
til umræðu um framtíðarskipan
lungnalækninga að leggja sín lóð á
vogarskálarnar og efla umræðu og
tengsl milli sjúklinga, starfsmanna
sjúkrahúsa og sjúklingafélaganna.
Að loknu erindi mun Þórarinn svara
spurningum fundarmanna,“ segir í
fréttatilkynningu.
Fundurinn er öllum opinn.
Framtíðarskipulag
lungnalækninga
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert sjálfstæður og vilt
sem minnst afskipti annarra
af þínum högum. Þetta er
lofsverð afstaða en getur þó
stundum valdið árekstrum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er sjálfsagt að vera for-
vitinn um framandi slóðir,
menningu og þjóðir því alltaf
má eitthvað læra þótt margt
sé síst til eftirbreytni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur reynst þrautin
þyngri að þurfa að fást við
verk annars manns sem hefur
allt önnur viðhorf til hlutanna
en þú. Sinntu þessu verkefni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu það ekki slá þig út af
laginu þótt vinir þínir segi
þér eitt og annað um sjálfan
þig sem þér kann að falla mið-
ur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nú verðurðu að taka þig á og
koma betra skipulagi á störf
þín bæði heima fyrir og á
vinnustað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það getur alveg gengið í
stuttan tíma að leggja svona
mikið á sig eins og þú gerir en
galdurinn er að þekkja tak-
mörk sín og létta byrðina
þegar nauðsyn er.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Öllum er hollt að líta um öxl
og orna sér við gamlar minn-
ingar um leið og þær sárs-
aukafullu hafa verið afgreidd-
ar og fljóta hjá.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú átt að gefa þér meiri tíma
til að umgangast vini og
vandamenn því þeir eru nú
einu sinni kjarni lífs þíns og
tímanum með þeim því vel
varið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu ekki undan minnstu
löngun til lausungar í fjár-
málum því allt slíkt hefnir sín
grimmilega. Taktu þér tíma
til að sinna heilsurækt og
íhugun.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Láttu það ekki fara í taugarn-
ar á þér þótt fólk sæki svo
grimmt í félagsskap þinn að
þú eigir bágt með að sinna
störfum þínum þess vegna.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu lítið fyrir þér fara og
sinntu störfum þínum að
tjaldabaki eins mikið og þér
er fært.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er gott að eiga trúnaðar-
vin sem að maður getur deilt
draumum sínum og löngun-
um með. Og ekki ætti að
skaða að leggja tvö höfuð í
bleyti í stað eins.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Miklir átakatímar eru fram-
undan en þeir eru þó ekkert
til þess að hafa áhyggjur af.
Þú hefur alla burði til að
standast þær kröfur sem til
þín verða gerðar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.