Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 4

Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Audi A4 2.0, f.skr.d. 07.09.2001, ekinn 2 þús. km, 4 d., sjálfsk. multitronic, 15" álf. o.fl. Verð 3.190.000.- Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is FYRSTU niðurstöður úr borunum í gömlu borholuna við Skiphella í Eyjum eru mjög jákvæðar að sögn Friðriks Friðrikssonar, veitustjóra Bæjarveitna Vestmannaeyja. Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að vonast væri eftir því að holan gæfi af sér um 5–10 sekúndulítra af um 60°C heitu salt- vatni. Þetta sé heldur meira en bú- ist hafi verið við. Verið er að dælu- prófa holuna en rannsóknum á henni og hvernig nýta megi vatnið er ólokið. „Þetta er mjög jákvætt,“ segir Friðrik. „Nú eiga jarðeðlisfræð- ingar eftir að reikna út hve mikið þetta gefur til lengri tíma og svo verður eflaust að bora fleiri holur.“ Borholan sem var boruð árið 1964 er 1.564 metra djúp og var á sínum tíma ein dýpsta hola sem hafði verið boruð hér á landi. Síðan þá hefur nokkrum sinnum verið átt við hana og í eldgosinu árið 1973 flæddi vatn upp úr henni vegna gas- þrýstings neðanjarðar. „Hún gaus í sjálfu sér því vatnið var kolsýrt sem kom upp úr henni,“ segir Friðrik. Tappi á tæplega 800 metrum Holan hefur nú verið hreinsuð en um 30-40 metra „tappi“ var í henni á tæplega 800 metra dýpi. Að sögn Friðriks kemur vatnið í holuna á nokkrum stöðum. Neðarlega seytl- ar allt að 100°C heitt vatn inn í hol- una en meginhluti vatnsins kemur í holuna á um 900 metra dýpi og er þá um 60-70°C heitt. Á leiðinni upp kólnar vatnið og blandast jafnframt við kaldari vatnsæðar. Friðrik segir að með því að loka fyrir streymi nokkurra kaldra æða inn í holuna sé búist við því að vatnið verði um 60°C heitt þegar það kemur upp úr holunni en þessa stundina er það um 50°C heitt. Aðspurður hvernig hægt sé að nýta vatnið segir Friðrik að í því sé orka sem t.d. megi nota til að hita upp bakrásarvatn úr hitaveitukerfi bæjarins. Orkan úr holunni nú sam- svari um 500-800 kW. Friðrik segir að menn hafi í gegnum tíðina safnað að sér ýmsum upplýsingum um borholuna en það sé ekki fyrr en nú sem þær séu með markvissum hætti settar í sam- hengi. Þá styðjist framkvæmdir nú við rannsóknir Gríms Björnssonar, jarðfræðings á jarðhitaleit á köld- um svæðum og þekkingu Orku- stofnunar á jarðhitakerfum í Þykkvabæ og undir Eyjafjöllum. Morgunblaðið/Sigurgeir Í gær var gamla borholan við Skipahella í Eyjum látin blása og fylgdust margir með. Jákvæðar niðurstöður úr heitavatnsleit í Eyjum SKÓLABÍLL rann út af Eyrar- bakkavegi, skammt vestan við Stokkseyri upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi munaði litlu að rútan ylti en til þess kom þó ekki. Um 30 börn voru í rútunni sluppu þau og bílstjórinn ómeidd. Slabb og hálka var á veginum þeg- ar óhappið varð. Rútan rann skáhallt út af veginum og sat föst þar til í gærkvöldi. Skólabíll rann út af veginum VERÐ á gasolíu frá dælu á Íslandi hefur ekki lækkað til jafns við lækk- un á verði erlendis undanfarin miss- eri, að mati hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Kemur þetta fram í töflu á heimasíðu samtakanna þar sem sýnd er verðþróun hérlendis og í Bandaríkjunum og telja þau það sýna að álagning hafi hækkað hér- lendis. Að sögn Þorsteins Þorgeirssonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, hefur munurinn sem hlutfall af inn- lendu verði farið stighækkandi frá því í nóvember 2000 þar til í nóv- ember í ár. Segir hann það benda til þess að álagning hafi farið hækk- andi. Þorsteinn segir að verð á gas- olíu vegi þungt hjá mörgum aðild- arfyrirtækjum SI, t.d. jarðvinnu- verktökum. Þessir aðilar hafi mátt þola meiri en tvöföldun á verði dísil- olíu síðustu þrjú árin.                   !                        "                    #    $%  &   !   '    ()                            '  * +          ! +      , - . / 0 1 2      , - . / 0 1 2    3   Samtök iðnaðarins segja gasolíuverð lækka minna hér en í Bandaríkjunum Telja að álagning- in hafi hækkað Samtök iðnaðarins hafa bent á þessar staðreyndir og óskað eftir því við stjórnvöld að Samkeppnisstofn- un hraði yfirstandandi athugun sinni á verðlagningu eldsneytis hérlendis. Í útreikningum sínum hefur Þor- steinn aflað sér upplýsinga um gas- olíuverð í Bandaríkjunum. Er það borið saman við verð frá dælu hér- lendis án virðisaukaskatts. Í nóvem- ber í fyrra var lítraverðið í Banda- ríkjunum 0,28 dollarar en í þessum mánuði 0,16 dollarar. Hérlendis eru sambærilegar tölur 0,47 dollarar í nóvember í fyrra en nú 0,40 dollarar. Verðmunurinn í nóvember í fyrra var því 41% sem hlutfall af innlendu verði samkvæmt upplýsingum Þor- steins en er nú í nóvember orðinn 61%. Íslenska verðið er umreiknað í dollara. Dollarinn var 87,61 kr. að meðaltali í nóvember í fyrra en 105,65 fyrrihluta nóvember í ár. FORSTÖÐUMAÐUR Suðurbæjar- laugar í Hafnarfirði, Daníel Péturs- son, segir að verið sé að fara yfir þau viðbrögð sem starfsfólk sundlaugar- innar sýndi þegar fjórar 12 ára stúlk- ur tilkynntu um kynferðislega áreitni í lauginni 17. nóvember. Áreitnin hef- ur verið kærð til lögreglu og skýrsla tekin af stúlkunum. Samkvæmt frásögn móður einnar stúlkunnar mun erlendur karlmaður hafa snert stúlkurnar ósæmilega í heitum potti lauganna, sannarlega á þann hátt sem þær vildu ekki. Í bréfi til Morgunblaðsins, sem birtist síðasta laugardag, þar sem sagt er frá viðbrögðum starfsfólks laugarinnar, þegar atvikið var til- kynnt, er eftirfarandi haft eftir tveim- ur starfskonum: „Voruð þið ekki bara að brosa sætt til hans?“ Þá sneru stúlkurnar sér til vaktmanns sem, samkvæmt frásögn móðurinnar, mun hafa beðið þær „vinsamlegast um að gera ekki svona mikið mál úr þessu“. Mun hann hafa spurt stúlkurnar m.a. hvort hann ætti „kannski að fara út og berja manninn?“ Einn þeirra þátta sem þarf að vera á varðbergi gagnvart Daníel Pétursson segist ekki geta tjáð sig um þessi ummæli en segir að ef rétt reynist að starfsfólk sitt hafi brugðist við með þeim hætti sem hér var lýst, sé um ámælisverðan hlut að ræða. „Ég er búinn að fara í gegnum það hvort starfsmenn mínir hafi verið að fylgjast með á vaktinni og get ekki betur séð en svo hafi verið,“ segir hann. „Ég á hins vegar erfitt með að tjá mig um ummæli starfsmanna minna sem ég heyri ekki. En ef það er rétt haft eftir þeim, þá er það nátt- úrlega ámælisvert. Þetta eru við- kvæm mál og við sem stöndum í rekstri sundstaða gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta er einn þeirra þátta sem við þurfum að vera vel á varðbergi gagnvart.“ Hann segir að verið sé að rannsaka hvort viðbrögð starfsfólksins hafi ver- ið í samræmi við það sem því ber að sýna þegar upp koma tilvik af þessu tagi. Hann segir að það sé skýrt kveð- ið á um í reglum sundlaugarinnar að starfsfólki beri að taka fullt mark á kvörtunum frá sundlaugargestum. Ef ummæli starfsfólksins voru með þeim hætti sem fyrr var lýst, sé ljóst að þessar reglur voru þverbrotnar. Ítrekað aðspurður hvort hann hafi fengið umrædd ummæli staðfest eða ekki við þá rannsókn sem staðið hefur yfir síðan 17. nóvember, eftir samtöl við hvern og einn starfsmann, segist Daníel ekki geta tjáð sig um þau. Er ekki löngu búið að spyrja starfs- fólkið hvað það sagði við stúlkurnar þegar þær tilkynntu um áreitnina? „Að sjálfsögðu.“ Er samt ekki hægt að fá fram hvort viðbrögðum starfsfólksins sé rétt lýst? „Ég ítreka að ég vil ekki tjá mig um samtöl sem þarna fóru á milli.“ Þannig að þú getur ekki staðfest hvort þær setningar sem hafðar eru eftir starfsfólkinu séu réttar eða rangar? „Ég var náttúrlega ekki á staðnum en ég er búinn að fara í gegnum þetta. Það var gert alveg um leið.“ Er þá ekki vitað hvort starfsfólkið sagði þetta við stúlkurnar þegar þær tilkynntu áreitnina? „Ég get ekki tjáð mig um það. Það er hinsvegar fyrsta skylda okkar að hlusta á kvartanir og taka þær alvar- lega.“ Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi Hafnarfjarðar tekur undir það með Daníel að ummæli starfsfólksins séu ámælisverð, reynist þau rétt, enda sé þess krafist að starfsfólk bregðist rétt við kvörtunum s.s. um alvarlega hluti eins og ofbeldi, sem kynferðisleg áreitni sé. Námskeið fyrir starfsfólk séu haldin árlega þar sem farið er yfir öryggisatriði og einnig farið inn á ein- elti á sundstöðum og fleira. Kennt er að bregðast við tilkynn- ingum sem snúa að alvarlegum hlut- um s.s. ofbeldi þ.m.t. kynferðislegri áreitni þó ekki sé kennsla í viðbrögð- um við tilkynningum um áreitni sér- grein í námskeiðahaldinu. Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur heldur svipuð námskeið þar sem reynt er að flétta kennslu í við- brögðum við kynferðislegri áreitni inn í grunnnámskeið en sérstök nám- skeið á þessu sviði eru ekki haldin. Tilkynning 12 ára stúlkna um kynferðislega áreitni í heitum potti Ummæli starfsfólks ámæl- isverð ef rétt reynist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.