Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Jólasveinarnir tóku forskot á sæluna og brugðu sér í bæinn en ekki er von á góðgæti í
skóinn frá fyrsta jólasveininum, Stekkjarstaur, fyrr en eftir rúmar tvær vikur.
Lítill kyndilberi í jólaskapi gengur niður ljósum skrýddan Laugaveginn á laugardag.
MIKIL stemmning var í mið-
bænum á laugardag þegar
jólaljósin á Laugaveginum
voru tendruð.
Fyrir mörgum markar
ljósafjöldinn upphaf jólaund-
irbúningsins og voru því háir
sem lágir, ungir og gamlir
samankomnir á Hlemmtorgi
þar sem kveikja skyldi á jóla-
ljósunum. Eftirvænting
skein úr augum ungviðisins
síðustu andartökin áður en
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri ýtti á kveiki-
hnappinn og eflaust voru
þeir nokkrir sem krosslögðu
fingurna og vonuðu að
hvergi væri skammhlaup eða
sprungin pera. Allar áhyggj-
ur reyndust til óþurftar þar
sem glaðlogaði á hverri ein-
ustu jólastjörnu niður allan
Laugaveginn. Yngstu börn-
unum var þó ekki alveg létt
fyrst í stað og höfðu þau nán-
ar gætur á svolítið skugga-
legum hjúum sem hreiðruðu
um sig á Hlemmi. Voru þar á
ferð hjónakornin Grýla og
Leppalúði sem höfðu ákveð-
ið að bregða sér bæjarleið
ofan úr fjöllum til að dást að
ljósadýrðinni í mann-
heimum. Þau hjónin gerðu
þó engan usla þrátt fyrir
ófrýnilegt yfirbragð enda
hafa þau sjálfsagt viljað
haga sér vel þar sem synir
þeirra jólasveinarnir voru
einnig með í för nokkrum
dögum fyrir áætlaðan komu-
tíma.
Laugavegurinn
kominn í jólabúninginn
Miðbærinn
Morgunblaðið/Sverrir
Það var hátíðarblær yfir
Rimaskóla á föstudag
þegar hann var vígður og
flaggað í tilefni dagsins.
HÚSNÆÐI Rimaskóla var
vígt við hátíðlega athöfn á
föstudag en lokið var við síð-
asta áfanga skólabyggingar-
innar í haust. Með þessum
síðasta áfanga er heildarflat-
armál skólans orðið 7.500 fer-
metrar.
Það var Sigrún Magnús-
dóttir, formaður fræðsluráðs,
sem tók bygginguna formlega
í notkun en að því loknu var
kynning og sýning á skólahús-
næðinu. Arkitektar eru Egill
Guðmundsson og Þórarinn
Þórarinsson en byggingin er á
tveimur hæðum. Fyrsti áfangi
skólans, þ.e. tvær kennslu-
álmur, var tekinn í notkun
haustin 1994 og 1995.
Stjórnunarálma var tilbúin
árið 1997, mötuneyti, hátíða-
salur og tónlistarstofa árið
1998 og íþróttasalur árið 1999.
Um 800 nemendur eru í
Rimaskóla og er hann sá fjöl-
mennasti í Reykjavík ásamt
Árbæjarskóla.
Rimaskóli
fullgerður
Grafarvogur
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORVAL fyrir alútboð vegna bíla-
stæðahúss undir botni Tjarnarinnar
verður væntanlega auglýst í næstu
viku að sögn borgarverkfræðings.
Ekki eru taldar lagalegar heimildir
fyrir því að borgin semji beint við
verktakafyrirtækið Ístak sem unnið
hefur tillögur að slíkri bílageymslu.
Skipulags- og bygginganefnd og
samgöngunefnd Reykjavíkur hafa
nú fjallað um tillögur um að byggja
bílastæðageymslu undir botni
Tjarnarinnar og fallist á þær.
Hingað til hefur bílageymsla und-
ir botni Tjarnarinnar verið talin of
kostnaðarsöm framkvæmd en ný-
lega vann Ístak á eigin vegum til-
lögur um byggingu slíks húss og er
kostnaður við framkvæmdina ekki
talinn hærri en í öðrum lausnum
fyrir bílastæðahús í Kvosinni. Í
bréfi Stefáns Hermannssonar borg-
arverkfræðings til borgarráðs fyrr í
mánuðinum kemur fram að kostur
slíks mannvirkis sé að það hafi mjög
lítil áhrif á ásýnd miðborginnar þeg-
ar búið sé að reisa það enda sé það
algerlega neðan við botn Tjarnar-
innar.
Lagaheimildir skorti
Ístak hefur boðist til að byggja
húsið og annaðhvort selja borginni
það eða leigja en athugun Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkurborgar
leiddi í ljós að lagalegar heimildir
skortir til að semja beint við Ístak.
Að sögn Stefáns hefur nú verið
ákveðið að efna til lokaðs alútboðs
um framkvæmdina. „Þar setjum við
fram ákveðnar gæðakröfur en bind-
um ekki útfærsluna neitt sérstak-
lega mikið og breytum ekki deili-
skipulaginu fyrr en niðurstaða
útboðsins liggur fyrir. Það fyrsta
sem við gerum er að vera með for-
val og þá gefa sig vonandi einhverjir
fram sem telja sig hæfa í þetta
verkefni og við veljum einhverja
örfáa eða þá hæfustu.“
Hann segir nokkuð gefið að Ístak
sé álitlegur þátttakandi í alboðinu
en fleiri gætu komið til greina. For-
valið verði vonandi auglýst í næstu
viku en útboðið sjálft gæti síðan
orðið í janúar, febrúar.
Ákveðið hefur verið að efna til lokaðs alútboðs í byrjun
næsta árs vegna bílastæðahúss undir botni Tjarnarinnar
Forval væntanlega
auglýst í næstu viku
Miðborg
NÝ álma við hjúkrunarheim-
ilið Sunnuhlíð í Kópavogi var
formlega vígð á laugardag. Sá
hluti nýbyggingarinnar sem
tekinn var í notkun er um 850
m² með 20 hjúkrunarrýmum
sem öll eru einstaklingsher-
bergi auk nauðsynlegra stoð-
rýma.
Framkvæmdir við stækkun
Sunnuhlíðar hófust í nóvem-
ber á síðasta ári og hafa þær
gengið samkvæmt áætlun,
bæði hvað varðar tíma og
kostnað. Áætlaður byggingar-
kostnaður við nýbygginguna í
heild er 265 til 270 milljónir
króna.
Frá því Sunnuhlíð tók til
starfa hefur íbúum fjölgað
mjög og öldruðum fjölgað tvö-
falt. Samkvæmt upplýsingum
frá Sunnuhlíð bíða nú um 30
umsóknir um vistrými á hjúkr-
unarheimilinu afgreiðslu og er
opnun nýju álmunnar því mik-
ilvægur áfangi fyrir aldraða,
sjúka Kópavogsbúa.
Efnt var til opnunarhátíðar í
Sunnuhlíð á laugardag þar
sem Jón Kristjánsson, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
og Bragi Mikaelsson, fyrsti
varaforseti bæjarstjórnar,
fluttu ávarp. Séra Ægir Sigur-
geirsson, sóknarprestur í
Kársnessókn, blessaði heimil-
ið. Ýmsir listamenn, sem jafn-
framt starfa við heilbrigðis-
þjónustu, sýndu listaverk auk
þess sem Guðrún Lóa Jóns-
dóttir sópransöngkona söng
við undirleik Guðlaugar Þórs-
dóttur en þær starfa báðar í
Sunnuhlíð þar sem Guðrún
Lóa er sjúkraliði og Guðlaug
læknir.
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum á neðri hæð hússins
verði lokið í mars á næsta ári,
en þar verða sjö hjúkrunar-
rými til viðbótar auk sjúkra-
þjálfunar og aðstöðu fyrir
starfsfólk.
Stækkun Sunnuhlíðar
Morgunblaðið/Jim Smart
Það var glatt á hjalla þegar ný hjúkrunarálma Sunnuhlíð-
ar var formlega tekin í notkun á laugardag.
Kópavogur