Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 47 Kalk Citrate FRÁ Fyrir bein, tennur. maga og ristil. MeðGMP gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN BÖKUNARTILBOÐ ... fyrir jólabaksturinn! KSM 90 Ultra Power hrærivél (hvít) ásamt hakkavél og smákökumótum með 5.200 króna afslætti! Spennandi fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is Ef flú framvísar kortinu tíu sinnum á tímabilinu 20.nóv. til 23.des. áttu tíu „m i›a“ í pottinum á fiorláksmessu. ÁSTANDIÐ í miðborg- inni var fremur rólegt bæði á föstudags- og laug- ardagkvöld enda viðraði ekki vel til útiveru. Þó voru höfð af- skipti af nokkrum unglingum sem áttu að vera komnir til síns heima. Um hádegisbil á föstudag varð harður árekstur á mótum Laugaveg- ar og Suðurlandsbrautar. Ökumaður var fluttur á slysadeild. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti að fjar- lægja þá af slysstað með kranabíl. Mikil hálka var í borginni um helgina og urðu af þeim sökum mörg um- ferðaróhöpp. Um hádegi á föstudag var tilkynnt um innbrot á heimili í Hlaðhömrum í Grafarvogi. Farið hafði verið inn um glugga með því að eyðileggja storm- járn og stolið tölvu og fleiru. Síðdeg- is á föstudag barst lögreglu tilkynn- ing um að manni sem var að þvælast inn í fyrirtæki við Lágmúla hafi verið vísað út, en skömmu síðar hafi fund- ist á salerni vísanótur og fleira. Í ljós kom að maðurinn hafði stolið veski í fyrirtækinu en eigandi þess var far- inn af staðnum og áttaði sig ekki á þjófnaðinum fyrr en samband var haft við hann. Þjófurinn er ekki enn fundinn. Um hádegi á föstudag var tilkynnt til lögreglu að skotið hefði verið á framrúðu bifreiðar. Lögreglumenn sem fóru á staðinn töldu að þarna hefði verið skotið með loftriffli á bif- reiðina. Talið var að þetta hefði gerst á Reykjanesbraut við hesthúsin við Leirdalsveg. Síðdegis á föstudag hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í austurborginni vegna gruns um að hann stundaði sölu á landa. Ökumaðurinn hellti niður landa er hann varð lögreglu var. Ökumaður var fluttur á lögreglu- stöðina til skýrslutöku. Ekki fannst meira áfengi í bifreiðinni. Á föstudagskvöld barst lögreglu tilkynning um ökumann sem trúlega hefði ekki öðlast ökuréttindi sökum ungs aldurs. Lögreglumenn sáu til bifreiðarinnar á Vesturlandsvegi og gáfu ökumanni hennar stöðvunar- merki sem hann sinnti ekki en lög- reglu tókst að stöðva bifreiðina eftir skamma eftirför á Skeiðarvogi. Öku- maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann reyndist vera 15 ára og aðspurður um ferðir sínar kvaðst hann hafði verið á leið í mið- borgina. Hann var sóttur af móður sinni á lögreglustöð. Veittist að læknum á slysadeild Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt til lögreglu um blóðugan og mjög ölvaðan mann á gangi í mið- borginni. Þegar lögregla fann mann- inn var hann á Klapparstíg ásamt tveim öðrum mönnum. Þegar lög- regla var að huga að þeim blóðuga höfðu hinir tveir mennirnir sig mikið í frammi og trufluðu störf lögreglu að því er virtist í þeim tilgangi einum að æsa hinn slasaða upp. Til stymp- inga kom á vettvangi sem lyktaði með því að einn mannanna fékk skrámu fyrir ofan auga. Sá blóðugi var fluttur á slysadeild en þar brást hann ókvæða við og veittist að lækn- um og öðru starfsfólki svo ekki reyndist unnt að gera að sárum hans. Svo illa lét maðurinn að lög- reglumenn sáu sér ekki annað fært en að flytja hann í fangageymslu. Á laugardagskvöld undir miðnætti hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni á reiðhjóli á Skeiðarvogi, sá var á leið heim til sín í Álftamýri. Síð- degis á sunnudag var tilkynnt til lög- reglu um að 13 ára drengur hefði dottið ofan af vinnupalli við Kirkju- stétt. Drengurinn hafði fallið ofan af þriðja vinnupalli sem samsvaraði hæð tveggja hæða húss. Vinir drengsins höfðu stutt hann inn í sófa og ætluðu að láta sem ekkert væri en hann kvartaði sáran vegna eymsla í baki og var þá hringt á sjúkrabifreið. Drengurinn var fluttur á slysadeild. Úr dagbók lögreglu – 23. til 26. nóvember Fremur rólegt ástand vegna veðurs ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Há- skóla Íslands efnir til málþings í dag, þriðjudaginn 27. nóvember, kl. 16.30 í Hátíðarsal Háskólans, Baráttan gegn hryðjuverkamönnum og stríðið í Afganistan. Frummælandi verður Barbara J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Að loknu erindi hennar fara fram pallborðsumræður með þátttöku ráðstefnugesta. Þátttakendur í pallborðsumræð- um verða eftirtaldir: Barbara J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna, John Culver, sendiherra Bretlands, Louis Bardollet, sendiherra Frakk- lands, Hendrik Dane, sendiherra Þýskalands, og Timo Koponen, sendiherra Finnlands, talsmaður Evrópubandalagsins. Stjórnandi umræðna verður Gunnar G. Schram. Barátta gegn hryðjuverkum og stríði TRAUSTI Þorsteinsson, forstöðu- maður skólaþróunarsviðs kennara- deildar Háskólans á Akureyri, held- ur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ miðvikudaginn 28. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg. Í fyrirlestrinum mun Trausti kynna meistaraprófsverkefni sitt sem nefnist Fagmennska kennara? Meginmarkmið verkefnisins var að greina einkenni á fagmennsku grunnskólakennara á Norðurlandi eystra og hvernig þau einkenni sam- ræmast stefnumarkandi ákvæðum í lögum og reglugerðum um nám og kennslu í grunnskólum. Lýst verður bakgrunni rannsóknarinnar, skil- greind þrjú mismunandi snið á fag- mennsku kennara, gerð grein fyrir aðferðum sem stuðst var við í rann- sókninni sjálfri og helstu niðurstöð- um, segir í fréttatilkynningu. Fagmennska kennara FORELDRAHÚSIÐ boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 28. nómember kl. 14.30 í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tilefnið er útgáfa á námskeiðinu Öflugu sjálfs- trausti. Námskeiðið samanstendur af myndbandi, geisladiski og vinnubók. Námskeiðið er öflugt forvarnarverk- efni ætlað öllum foreldrum. Höfund- ar eru sálfræðingarnir Sæmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunn- arsson. Upptöku stjórnaði Egill Eð- varðsson. Ávarp flytur Árni Sigfús- son, stjórnarmaður Vímulausrar æsku. Kynning á námskeiðinu verð- ur í höndum Jóhanns I. Gunnarsson- ar. Foreldri, Sigurður Grétar Sig- urðarson, segir frá. Fundarstjóri er Jóna Hrönn Bolladóttir. Foreldrahúsið boðar til kynningar JEPPADEILDIN verður með deildarfund hjá Útilífi í Glæsibæ kl. 20. Sagt verður frá næstu ferðum Jeppadeildarinnar sem báðar eru inn í Bása – aðventuferð og þrett- ándaferð – auk þess sem drög að ferðum næsta árs verða kynnt. Páll Ásgeir Ásgeirsson kynnir og áritar bók sína „Hálendishandbók- ina“ sem kom út í júní sl. Kynning verður á fatnaði til útivistar. Kaffi og meðlæti. Útilíf leysir fundarmenn út með glaðningi. Fundur hjá Jeppadeild HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í dag, þriðjudaginn 27. nóvember, kl. 20–22 í húsi Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8. Skólakór Kársness syngur jólaög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur les upp. Kaffi og meðlæti. Heimahlynning með opið hús JÓLAFUNDUR Vinafélags Blindrabókasafns Íslands verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 27. nóv- ember, kl. 20 í húsakynnum Blindra- bókasafnsins á Digranesvegi 5, Kópavogi. Á dagskrá verður upplestur úr nýjum bókum og söngur. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur les upp úr „Frá ljósi til ljóss“ og Súsanna Svav- arsdóttir les upp úr bók sinni “Ævi- sögu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddúar“. Þrjár konur úr Félagi eldri borgara í Reykjavík flytja stuttan söngleik, „Lífshlaupið“ eftir Guðlaugu Hrjóbjartsdóttur. Kaffiveitingar verða seldar á fundinum. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Jólafundur Vinafélags Blindrabókasafns KYNNING á Vistvernd í verki verð- ur í kvöld, þriðjudaginn 27. nóvem- ber, kl. 20 í Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ. Í Vistvernd í verki verður fjallað um umhverfismál heimilanna. Leið- beinendur eru Jóhanna og Sigrún. Kynning á vistvernd í verki UM árabil hefur Hans Petersen lát- ið tiltekna upphæð af hverju seldu jólakorti renna til líknarmála. Í ár hefur verið ákveðið að styrkja Götusmiðjuna með sölu jólakorta. Götusmiðjan rekur meðferð- arheimili fyrir ungt fólk í vímu- efnavanda að Árvöllum og aðstoðar þannig ungt fólk, sem hefur leiðst út úr hinum hefðbundna samfélags- ramma og inn í heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig á ný í sam- félaginu og koma lífi sínu í jákvæð- an farveg, segir í fréttatilkynningu. Kristbjörg Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Hans Petersen, og Jón K. Guðbergsson hjá Götusmiðjunni. Hans Petersen styrkir Götusmiðjuna KYNNINGARFUNDUR um bækl- inginn Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði verður haldinn í hátíð- arsal Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember. Fund- urinn stendur frá kl. 16-17:30. Á fundinum verða flutt fræðsluer- indi um undirbúning starfsframa. Kennd verður gerð umsókna, starfs- ferilsskráa og starfsframaáætlana og fjallað verður um mikilvægi markmiðasetningar og símenntunar. Rósa Erlingsdóttir, verkefnis- stjóri jafnréttisátaks Háskóla Ís- lands og jafnréttisstofu, Alda Sig- urðardóttir, fræðslustjóri Verslun- armannafélags Reykjavíkur, Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekk- ingarsmiðju-IMG, og Hjördís Ás- berg, framkvæmdastjóri starfsþró- unarsviðs Eimskipafélags Íslands flytja erindin. Fundarstjóri verður Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. Lykillinn að velgengni á vinnu- markaði er gefinn út af jafnréttisá- taki Háskóla Íslands og Jafnréttis- stofu og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur í samvinnu við Eim- skip, Þekkingarsmiðju-IMG og ráð- stefnuna Konur og lýðræði við ár- þúsundamót. Kynningarfundur í Háskóla Íslands Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði Í BOÐI ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma og Skálholtsskóla verða fræðslu- og orlofsdagar í Skál- holti, 3.–5. desember, með fjöl- breyttri dagskrá. Meðal annars verður fjallað um fjölmiðla og áhrif þeirra á líf eldri borgara, Skálholts- staður skoðaður frá sjónarhorni kirkjusögu og síðustu 70 ár verða skoðuð frá sögulegu sjónarhorni. Skipulagðar verða kvöldvökur og gönguferðir um umhverfi Skálholts. Verð fyrir þriggja daga námskeið er 14.000 kr., innifalið er gisting, fullt fæði, dagskrá og öll þjónusta. Skráning fer fram á skrifstofu elli- málaráðs og í Skálholtsskóla, net- fang rektor@skalholt.is. Fræðslu- og orlofsdagar eldri borgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.