Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 31 u filmurn- við erum ma okkar form um afar stórt erður svo ð þurfum tum.“ s gagna- andakorta gn bætast á að setja ræðilegar rður síðan M-símum. fram ná- tiltekinna eð viðeig- öguleikar na eru í Magnús- dæmi að kort af ninum af ki þarf að u korta- ag. axandi nar nninn hef- Landmæl- sl. sumar Kaliforníu pulag og legu upp- stafræna leg breyt- tilkomu stafrænu tækninnar og maður þarf eiginlega að hugsa alla hluti upp á nýtt. En þessi breyting í kortum hefur kannski tekið lengri tíma en í öðrum verkefnum í samfélaginu, af því það er svo gríðarlega dýrt að koma þessum kortaupplýsingum yfir á stafrænt form,“ segir Magn- ús, en áætlaður heildarkostnaður við gerð stafræna kortagrunnsins er um 230 milljónir króna. Auk vinnu við stafræna korta- grunninn er útgáfa og sala á kort- um og gögnum stór þáttur í starf- semi Landmælinga. Að sögn Magnúsar gefur stofnunin út fjöl- marga kortatitla og þar eru ferðakortin vinsælust og seljast mest. Þá er útgáfa geisladiska vaxandi þáttur í starfseminni og nýlega var gefinn út diskurinn „Á flugi yfir Íslandi“ en diskurinn markar tímamót sem fyrsti geisladiskurinn sem gerir kleift að fljúga yfir og skoða landið í þrívíddarmynd frá ýmsum sjón- arhornum. Þá segir Magnús að stofnunin líti á vefinn sem öflugt verkfæri við miðlun upplýsinga og hefur vefsíða stofnunarinnar, www.lmi.is, verið endurskipulögð frá grunni. Þá leggur stofnunin mikla áherslu á samstarf og samvinnu við aðrar stofnanir og fyrirtæki í land- inu. Þannig hafa LMÍ gert tíma- mótasamning við Náttúrufræði- stofnun um gagnkvæma notkun á stafrænum landfræðilegum korta- gögnum og um fjarkönnun og jafn- framt hafa LMÍ gert samstarfs- samning við Örnefnastofnun um gerð gagnagrunns íslenskra ör- nefna. Magnús segir stofnunina einnig leggja út hnitakefi fyrir allt landið og sjá um að tryggja viðhald og nákvæmni mælistöðva í grunn- stöðvanetinu, en punktar í því neti eru nú 119. Að sögn Magnúsar er mikið verk framundan hjá stofnun- inni við að safna saman öllum til- tækum grunnupplýsingum um hnitakerfi og mælingar sem til eru af hinum ýmsu stöðum á landinu og gera þær aðgengilegar, m.a. á Net- inu. Það verkefni krefst náins sam- starfs við stofnanir eins og Vega- gerðina, Orkustofnun, Siglinga- stofnun og Landsvirkjun. Eignir landsmanna skráðar með hnitum í landskrá Að sögn Magnúsar sinnir stofn- unin jafnframt tveimur þróunar- verkefnum. Annars vegar er það fjarkönnun sem felst í því að þróa notkun á gervitunglamyndum í rannsóknum og praktískum verk- efnum og er það verkefni unnið í samvinnu við Háskóla Íslands. Hins vegar vinna Landmælingar með Fasteignamati ríkisins að því að byggja upp landskrá fasteigna og segir Magnús að verkefnið verði væntanlega mjög stórt í framtíð- inni, en verkefnið tengist m.a. því að koma upp skipulagi á því hvernig eignir landsmanna eru skráðar með hnitum inn í landskrá fasteigna. „Það vantar töluvert á að þar sé nauðsynleg regla á hlutunum og víða er mikil óvissa um mörk. Það er til mikið af jörðum á landinu þar sem landamerkjum er aðeins lýst með orðum, hvar þau liggja. Þegar þeir sem muna hvar mörkin liggja falla frá verða landamerki oft deilu- efni, eins og menn þekkja,“ segir Magn- ús. Hann segist sjá fyr- ir sér að stofnunin muni þróast áfram í þann farveg að sinna grunnstarfsemi fyrir samfélagið og gögnin sem þar eru framleidd verði hluti af innra skipulagi þess. „Það eru ærin verkefni en við þurfum auðvitað að sníða okkur stakk eftir vexti. Við erum ekki nema 36 manna fyrirtæki og þess vegna þurfum við á miklu samstarfi við önnur fyrirtæki að halda og stofn- anir sem hafa svipaða starfsemi og því höfum við unnið mikið að því að opna leiðir í samstarfi við aðrar stofnanir, eins og t.d. Náttúrufræði- stofnun, Fasteignamatið og Orku- stofnun,“ segir Magnús. mælinga Íslands upp á Akranes rkari stofn- u sinni fyrr“ Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands. Morgunblaðið/Þorkell dóttir, forstöðumaður kortasviðs LMÍ, fer yfir gasyni, sem er sérfræðingur í kortagerð og r við framleiðslu nýrra korta. epj@mbl.is LMÍ gert tíma- mótasamning við Náttúrufræði- stofnun KRISTINN H. Gunnars-son, þingmaður Fram-sóknarflokksins og for-maður stjórnar Byggðastofnunar, segist sjálfur hafa haft frumkvæði að því að láta vinna skýrslu um áhrif kvótasetningar með afla smábáta fyrir landið allt. Skýrsluhöfundar hafi þegar lokið at- hugun sinni á áhrifum kvótasetning- ar á smábátaútgerð á Vestfjörðum og þess vegna hafi þær niðurstöður verið kynntar sérstaklega í fyrri viku. LÍÚ gagnrýnir skýrslu Byggða- stofnunar harðlega og segir hana illa unna og stofnuninni til vansa. Árni R. Árnason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, undrar sig á því að ekki skuli í skýrslunni metin áhrif af frumvarpi sjávarútvegsráðherra um auknar aflaheimildir fyrir smábáta og ekki hafi með sama hætti verið fjallað um áhrif kvótasetningar á aðra landshluta. Í skýrslunni, sem unnin var af starfsmönnum Byggðastofnunar, kemur m.a. fram að við blasir veru- legur niðurskurður aflaheimilda og fækkun starfa á sjó og í landi. Miðað við landaðan afla á síðasta fiskveiði- ári og úthlutað krókaaflamark megi áætla að afli vestfirskra krókaafla- marksbáta verði 6.200 tonnum minni á þessu fiskveiðiári en á því síðasta, miðað við slægðan afla, fyrirsjáan- legt sé að samdráttur í aflaverðmæti hjá vestfirska krókabátaflotanum muni nema rúmum milljarði á ný- höfnu fiskveiðiári vegna kvótasetn- ingar ýsu, ufsa og steinbíts, miðað við meðalverð á fiskmörkuðum í síð- asta mánuði, og miðað við samdrátt í afla til vinnslu upp á 6.200 tonn af slægðum afla, vegna kvótasetningar ýsu, steinbíts og ufsa, megi gera ráð fyrir því að ársverkum í landvinnslu á Vestfjörðum fækki um 93. Ekki tekið tillit til áhrifa viðbótarúthlutana Í skýrslu Byggðastofnunar er sér- staklega tekið fram að samantektin hafi verið unnin áður en frumvarp um breytingar á lögum um veiðar krókabáta, sem nú liggur fyrir Al- þingi, var lagt fram. „Miðað við þær viðbótarúthlutanir sem kynntar eru í frumvarpinu má gera ráð fyrir því að veiðiheimildir krókabáta verði 5.470 tonn í ýsu og 6.414 tonn í stein- bít á núverandi fiskveiðiári og að samdrátturinn verði því 40% frá síð- asta fiskveiðiári. Þetta mun þýða að þau neikvæðu áhrif kvótasetningar- innar á byggð á Vestfjörðum sem lýst er í samantekt Byggðastofnun- ar minnka verulega,“ segir um þetta í skýrslunni, enda þótt tekið sé fram að ekki séu forsendur til að reikna þetta út með nákvæmum hætti. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenska útvegsmanna (LÍÚ) hefur sent forstjóra Byggðastofnunar bréf vegna skýrslunnar þar sem kemur fram hörð gagnrýni á vinnubrögð stofnunarinnar. Segir Friðrik þar m.a. að skýrslan sé „illa unnin“ og hún sé „stofnuninni til vansa“. Farið fram á endurskoðun skýrslunnar og leiðréttingu Framkvæmdastjóri LÍÚ gagn- rýnir að gengið sé út frá áður gild- andi veiðiheimildum krókabáta í ýsu, steinbíti og ufsa í stað þess að líta til þess að stjórnvöld hafi lýst því yfir að aflahlutdeildin verði aukin. „Að meta áhrif þess ekki í skýrsl- unni er verulega ámælisvert,“ segir um þetta í bréfinu. Þá gagnrýnir Friðrik einnig að gengið sé út frá því að afli krókabáta á Vestfjörðum minnki um 6.200 tonn, enda þótt vitað sé að stór hluti afla krókaaflamarksbátanna sé ekki unninn á Vestfjörðum. Þess sé held- ur í engu getið að minnkun á þeim afla sem krókaaflamarksbátar veiða leiði til aukins afla fyrir aflamarks- skipin, einnig þau sem eru á Vest- fjörðum. „Ýmislegt fleira má tína til, s.s. að ekki skuli reiknað út hver áhrif mik- ill fjöldi útlendinga, sem vinna við fiskvinnslu á Vestfjörðum, hefur á fjölskyldustuðla. Allt framangreint leiðir til þess að niðurstöður og ályktanir sem dregnar eru í skýrsl- unni eru bæði rangar og villandi. Þess er hér með farið á leit að Byggðastofnun endurskoði og leið- rétti skýrsluna og komi þeim leið- réttingum rækilega á framfæri við fjölmiðla,“ segir að lokum í bréfi LÍÚ til forstjóra Byggðastofnunar. Segir skýrsluna ekki unna að frumkvæði stjórnarinnar Árni R. Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, hefur ritað Byggðastofnun bréf vegna skýrslunnar þar sem segir að það kynni að auðvelda einhverjum að greina áhrif frumvarps sjávarút- vegsráðherra um aukningu króka- aflamarks ef skýrslur á sömu for- sendum og skýrslan um Vestfirði væri fyrirliggjandi um fleiri byggð- arlög og landssvæði. Veltir hann því t.d. upp hvort til sé slík skýrsla um Sandgerði, því þaðan hafi á nokkr- um árum flust nær allar aflaheim- ildir í aflamarkskerfinu, nær allt vegna sameiningar og flutnings fyr- irtækja. „Vonandi fær sjávarútvegs- nefnd slíkar skýrslur á sömu for- sendum um áhrifin á fleiri landssvæði og byggðarlög, helst áður en lokið verð- ur umfjöllun um frumvarpið. Enn betra væri að fá skýrslu um áhrifin af frumvarpinu sjálfu,“ segir í erindi þingmannsins til Byggðastofnunar. Árni sagði í samtali við Morgun- blaðið að umfjöllun Byggðastofnun- ar um áhrif kvótasetningar á Vest- fjörðum hefði ekki verið unnin að frumkvæði stjórnar stofnunarinnar, heldur aðeins stjórnarformannsins, Kristins H. Gunnarssonar. Hann segir að stjórn stofnunarinnar hafi ekki staðfest skýrsluna. Þá hafi skýrslan verið lögð fram sem fylgi- skjal við frumvarp sjávarútvegsráð- herra um auknar veiðiheimildir, en í henni sé þó ekki fjallað um áhrif ákvæða frumvarpsins. Kristinn H. Gunnarsson staðfesti við Morgunblaðið að hann hefði sem stjórnarformaður Byggðastofnunar óskað eftir því að skýrslan yrði gerð. Hann hefði ekki borið málið undir stjórn stofnunarinnar, enda hefði hann sem stjórnarformaður fullt vald til þess að láta vinna úttektir og skýrslur í tilteknum málum. Hann sagði beiðni um skýrsluna hafa farið gegnum forstjóra stofnunarinnar, Theódór Bjarnason sem síðan hefði fengið sérfræðinga til verksins. Það væri hinn eðlilegi háttur í slíkum málum og hann sem stjórnarfor- maður hefði því engin áhrif á efn- istök eða niðurstöður skýrslunnar. „Ég hafna því alfarið að hér sé um pantaðar niðurstöður að ræða og mér finnst slík ummæli fela í sér að- för að starfsfólki Byggðastofnunar. Sl. vor þegar umræður stóðu sem hæst um kvótasetningu smábáta óskaði ég eftir því að Byggðastofnun léti vinna allsherjar úttekt á áhrifum þessa á landið allt. Það verk er nú á lokastigi og niðurstöður þegar ljósar fyrir einstök svæði, einkum þó Vest- firði,“ sagði hann. Kristinn segir að stjórn Byggða- stofnunar hafi fjallað um skýrsluna á stjórnarfundi 2. nóvember sl. og þar hafi komið fram að mikilvægt væri að gera sambærilega úttekt fyrir önnur svæði landsins þegar mót- vægisaðgerðir væru orðnar skýrar. Samþykkt hefði verið að senda skýrsluna til sjávarútvegsráðherra og sjávarútvegsnefndar Alþingis. „Vinna við gerð skýrslunnar var langt komin þegar ráðherra kom fram með frumvarp sitt um mótvæg- isaðgerðir. Það er sér mál og ekki til- gangurinn að meta þær aðgerðir sem slíkar,“ segir Kristinn. Hann bendir á að oft komi fyrir að stjórnarformaður Byggðastofnunar hafi frumkvæði að skýrslugerð á borð við þessa. T.d. sé nú í vinnslu skýrsla um ríkisstuðning við al- menningssamgöngur í Noregi í ljósi versnandi skilyrða innanlandsflugs hér á landi. Hann hafi sjálfur haft frumkvæði að þeirri skýrslu, en falið forstjóra að fá sérfróða aðila til verksins. Síður en svo sé nokkuð at- hugavert við slíkt verklag. LÍÚ segir skýrslu Byggðastofnunar um áhrif kvótasetn- ingar meðafla smábáta á Vestfirði stofnuninni til vansa Skiptar skoðanir eru um skýrslu Byggða- stofnunar um áhrif kvótasetningar meðafla á smábátaútgerð á Vestfjörðum. Stjórn- arformaður stofnunar- innar hafnar því í sam- tali við Björn Inga Hrafnsson að þetta sé pöntuð niðurstaða. bingi@mbl.is Árni R. Árnason Friðrik J. Arngrímsson Kristinn H. Gunnarsson Stjórnarformaður hafði frumkvæði að gerð skýrslunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.