Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ var lesið eitt-
hvað af 77,0% landsmanna í síðustu
viku október og er mest lesna dag-
blað landsins. Þetta kemur fram í
fjölmiðlakönnun sem Gallup gerði
fyrir samstarf Sambands íslenskra
auglýsingastofa (SÍA) og helstu fjöl-
miðla landsins 25. til 31. október
2001, en niðurstöður voru birtar í
gær.
Fjöldi svara var 1.019 og hefur
aldrei verið meiri í fjölmiðlakönnun.
Ástæða þess er margþætt. Fram-
kvæmd könnunarinnar var með að-
eins öðru sniði en áður, en röðinni
var snúið við frá fyrri framkvæmd-
um, þar sem símamæling á sjón-
varpsáhorfi fór fram fyrir dagbók-
armælinguna. Úrtakið var tvískipt.
Um tveir þriðju hlutar þess voru úr
símakönnun á sjónvarpsáhorfi frá
því í september og þriðjungur var
viðbótarúrtak til að fylla úrtakstöl-
una, 1.500 manns. Til viðbótar voru
114 manns sem tóku þátt í símakönn-
uninni en neituðu þátttöku í dagbók-
armælingunni. Úrtakið var því 1.614
manns. Góða svörun má einnig rekja
til þess að dagbók var einfaldari en í
fyrri mælingum. Auk þess fengu allir
þátttakendur senda happaþrennu
með dagbókinni og virtist það mæl-
ast vel fyrir. Ennfremur virðist sem
ástand í heimsmálum hafi aukið vægi
fjölmiðla í hugum fólks og því hafi
það verið jákvæðara gagnvart fjöl-
miðlamælingum en ella.
Morgunblaðið mest lesið
hjá öllum aldurshópum
Í fyrsta skipti var lestur Frétta-
blaðsins kannaður og reyndust
56,6% landsmanna lesa blaðið eitt-
hvað í vikunni. 62,7% lásu DV eitt-
hvað í vikunni en 77% Morgunblaðið.
Síðast var sambærileg könnun gerð í
mars sem leið og þá lásu 80,3%
Morgunblaðið eitthvað í viku hverri
og 63,5% DV.
Að meðaltali lásu 58,9% hvert
tölublað Morgunblaðsins en voru
60,3% í mars, 38,3% lásu Fréttablað-
ið hvern útgáfudag og 36,8% DV en
voru 35,1% í mars.
Í Reykjavík og á Reykjanesi lásu
84,3% svarenda Morgunblaðið eitt-
hvað, 75,9% Fréttablaðið og 62,4%
DV. Að meðaltali lásu 65,3% Morg-
unblaðið hvern útgáfudag, 53,5%
Fréttablaðið og 35,7% DV.
Morgunblaðið er mest lesna dag-
blað landsins hjá öllum aldurshópum
þá daga sem blaðið kemur út og er
mest lesið á laugardögum og á
sunnudögum hjá 50–67 ára, en 75,4%
aldurshópsins lesa blaðið á sunnu-
dögum og 75,3% á laugardögum.
73,4% í sama aldursflokki lesa Morg-
unblaðið á föstudögum. Lestur á DV
og Fréttablaðinu er yfirleitt mjög
svipaður. Mestur munur er hjá 68–
80 ára á þriðjudögum þegar 59,3%
lesa Fréttablaðið en 27% DV.
Mbl.is mest lesni vefurinn
Íslendingar heimsækja Fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is, að meðaltali
2,8 sinnum á viku. Er þá miðað við
alla svarendur í könnuninni en 21,8%
fólks hafa ekki aðgang að Netinu.
Aðrir vefir, sem spurt var um í könn-
uninni, eru simaskra.is með 1,2
heimsóknir á viku, strik.is með 0,7
heimsóknir og ruv.is og textavarp.is,
en tveir síðasttöldu vefirnir eru með
0,2 heimsóknir á viku. Aðsókn að
mbl.is hefur aukist á síðastliðnu ári
úr 2 heimsóknum á viku í 2,8 heim-
sóknir en hinir vefirnir hafa að
mestu leyti staðið í stað. Þetta er þó í
fyrsta skipti sem simaskra.is tekur
þátt í könnuninni en að þessu sinni
voru Vísir.is og Leit.is ekki með.
Mest horft á Sjónvarpið
Varðandi sjónvarpsáhorf kom
fram að 68% svarenda stilltu á Sjón-
varpið að meðaltali virka daga en
voru 60% í mars, 47% á Stöð 2 en
voru 52% í mars, 37% á Skjá 1 en
32% í mars, 11% á Sýn en 10% í
mars, og 6% á Popp Tíví en voru 4% í
mars.
Samsvarandi tölur um helgar voru
að 68% horfðu á Sjónvarpið en 69% í
mars, 48% (54%) áhorf hjá Stöð 2,
30% (27%) hjá Skjá 1, 13% (11%) hjá
Sýn og 4% hjá Popp Tíví eða óbreytt
áhorf frá því í mars.
Uppsafnað áhorf fyrir vikuna var
mest hjá Sjónvarpinu eða 93%, 74%
horfðu á Stöð 2, 66% á Skjá 1, 29% á
Sýn og 15% landsmanna horfðu á
Popp Tíví.
77% lesa
Morgunblaðið
eitthvað í
hverri viku
!"
#"$%
&!$
'($%
&!$
($%
&!$
)) $%
&!$
* $%
&!$
+$!%
&!$
$""$%
&!$
( $
# * $, (
- .( (
$""
( $
# * $, (
- .( (
$""
/0123
02103
20143
56123
40173
/16
/143
44183
2/1532
512
3
05173/913
//173
07163
66173
/193
27
123
/9103
24183
69
183
0613
221/3
25
193
00163
29153
2415320
1032/
143
((( "&$
91
814 814 814
81 81 81 819 81
!
!
#
$ # 18
12
15
MORGUNBLAÐIÐ kemur best út
úr gæðamati fjölmiðlakönnunar
sem Gallup gerði fyrir samstarf
Sambands íslenskra auglýs-
ingastofa og helstu fjölmiðla
landsins í síðustu viku október.
Svarendur mátu miðlana út frá
fimm ólíkum fullyrðingum og
byggist einkunnin á kvarðanum 1
til 5 eingöngu á þeim sem tóku
afstöðu fyrir hvern miðil.
Morgunblaðið fékk einkunnina
4,1 af 5 við fullyrðingunni „er
miðill að mínu skapi“. Skjár 1
fékk 4,0 í einkunn, mbl.is var í
þriðja sæti með einkunnina 3,8.
Síðan komu Lifandi vísindi, Stöð
2 og Sjónvarpið með einkunnina
3,7. DV, Rás 2 og Bylgjan fengu
3,5, en Fréttablaðið var í 10. sæti
með 3,4.
Morgunblaðið var líka hæst
varðandi fullyrðinguna „er miðill
sem gefur mér mikilvægar upp-
lýsingar um vöru og þjónustu“ og
fékk 4,1 í einkunn. DV kom næst
með 3,8, Sjónvarpið fékk 3,7,
mbl.is, Stöð 2, Rás 2 og Rás 1 3,5,
Fréttablaðið og Hús og híbýli 3,4
og aðrir fjölmiðlar lægri einkunn.
Við fullyrðingunni „það má
treysta fréttaflutningi þess“ fékk
Morgunblaðið einkunnina 4,3 eins
og Rás 2 en Sjónvarpið og Rás 1
fengu 4,4, mbl.is 4,0, Stöð 2 3,9,
Bylgjan 3,8, ruv.is 3,7, textavarp.-
is og Fréttablaðið 3,6, DV 3,5 og
Skjár 1, Fiskifréttir og strik.is
3,3.
Morgunblaðið og Sjónvarpið
fengu 4,0 í einkunn vegna fullyrð-
ingarinnar „er miðill sem ég get
lært af“ en Lifandi vísindi fékk
4,2, Rás 1 3,8, mbl.is 3,7, Rás 2 og
Uppeldi 3,6, Stöð 2, Gestgjafinn
og Hús og Híbýli 3,5, DV 3,4 og
Fréttablaðið 3,3. Fullyrðingin
„nota þegar ég slappa af“ gaf
Morgunblaðinu og Stöð 2 3,6 í
einkunn, Skjár einn fékk 3,8,
Sjónvarpið 3,7, DV og Bylgjan
3,3, Rás 2, Séð og heyrt og Lif-
andi vísindi 3,2, Rás 1, Létt 96,7
og Hús og Híbýli 3,1 og Frétta-
blaðið, Útvarp Saga, Vikan, Nýtt
líf og Mannlíf 3,0 í einkunn.
Morg-
unblaðið
miðill að
flestra
skapi
!
"
#
$ 616
618
616
612
612
217
215
214
21/
21/
210
212
212
212
%& #
()* ( ,
' ()* (
.' /%
# 01
'
#
$ 2*
% 01
%
&
619
214
618
215
214
214
210
210
210
210
216
216
,
' %
.' %& #
3
# 2*
()* ( /%
01
' ,/
SLÖKKVILIÐ Snæfellsbæjar var
kallað út að húsi á Hellissandi síð-
degis í gær en þar logaði í þvotta-
körfu en talið er að eldurinn hafi
kviknað eftir að hún féll á miðstöð í
kjallara hússins.
Að sögn Jóns Þórs Lúðvíksson-
ar, slökkviliðsstjóra sem jafnframt
er bakarameistari og formaður
bæjarráðs Snæfellsbæjar, var
slökkviliðið kallað út um klukkan
fimm. Þegar að var komið var tals-
verður reykur í kjallaranum og
reykur hafði einnig borist á efri
hæð hússins.
Eldurinn teygði sig upp úr
þvottakörfunni og upp með vegg í
kjallaranum. Rafmagnsleiðslur
brunnu í sundur en eftir er að
meta tjón, bæði af völdum elds og
reyks.
Að sögn Jóns Þórs gekk slökkvi-
starf vel og lokið var við að reyk-
ræsta húsið um klukkustund eftir
að slökkviliðið kom á vettvang.
Þvottakarfa
brann í
kjallaranum
Morgunblaðið/Alfons
Húsið var reykræst að
afloknu slökkvistarfi.