Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 25 BANDARÍKJAHER flutti í gær landgönguliða, skriðdreka og stór- skotavopn á eyðimerkurflugvöll sunnan við Kandahar, síðustu borg- ina sem er enn á valdi talibana. Koma landgönguliðanna markar þáttaskil í stríðinu í Afganistan, sem staðið hef- ur í sjö vikur, og greiðir fyrir því að Bandaríkjamenn geti hafið hefðbund- inn landhernað með það að markmiði að elta uppi Osama bin Laden, liðs- menn samtaka hans, al-Qaeda, og for- ystumenn talibana. Hermt er að bandarískar herflug- vélar hafi gert harðar árásir á Kand- ahar meðan hermenn og vopn voru flutt á flugvöllinn, sem er um 20 km sunnan við borgina. Hópar Pastúna gerðu einnig uppreisn gegn talibön- um í grennd við borgina og lokuðu mikilvægum vegi milli Kandahar og grannríkisins Pakistans. Svigrúm Bandaríkjahers eykst Bandaríkjaher hóf liðsflutningana í fyrrakvöld og gert er ráð fyrir því að um 1.200 landgönguliðar verði komn- ir á flugvöllinn í kvöld. Þeir eiga að koma upp herstöð á svæðinu, líklega á flugvelli við Kandahar þar sem al- Qaeda var áður með bækistöðvar. Gert er ráð fyrir því að allt að 2.000 hermenn verði í herstöðinni. Fyrstu landgönguliðarnir voru fluttir á eyðimerkurflugvöllinn með þyrlum eftir að hópur Pastúna náði honum og nálægum bæ á sitt vald. Landgönguliðarnir komu úr herskip- um í Arabíuflóa og voru fyrst sendir til herstöðva í Pakistan áður en þeir héldu til Afganistans. Búist er við að landgönguliðarnir taki þátt í ýmsum aðgerðum sem mið- ast að því að hafa hendur í hári al- Qaeda-liða í Afganistan og forystu- manna talibana og hindra að þeir komist til Pakistans. Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur lagt áherslu á að hann vilji tryggja að liðsmenn al-Qaeda komist ekki undan og geti ekki komið sér upp nýjum bækistöðvum í öðrum löndum. Með því að koma sér upp herstöð nálægt Kandahar eykur Bandaríkja- her möguleika sína til að gera skyndi- árásir á liðsmenn al-Qaeda og talib- ana í suðurhluta Afganistans. Bandaríkjaher verður ekki eins háður afgönskum andstæðingum talibana við leitina að hryðjuverkamönnunum og samstarfsmönnum þeirra. „Þetta snýst allt um að setja þrýst- ing á talibana úr ýmsum áttum og með ýmsum aðferðum,“ sagði hátt settur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Hann bætti við að með því að geta beitt land- gönguliðum í hefðbundnum landhern- aði yrðu aðgerðir Bandaríkjahers ekki eins fyrirsjáanlegar og þegar að- eins væri hægt að beita sérsveitum. Það ætti að minnka líkurnar á mann- falli meðal bandarískra hermanna. Áhættan eykst Ýmsar hættur fylgja því hins vegar að hefja hefðbundinn landhernað í suðurhluta Afganistans. Landgöngu- liðunum getur meðal annars stafað hætta af jarðsprengjum, sprengju- gildrum, leyniskyttum og árásum úr launsátri, einkum ef þeir verða sendir inn í Kandahar. Ekki er þó búist við að bandarísku hermennirnir hefji strax aðgerðir í borginni. Abdullah, utanríkisráðherra Norð- urbandalagsins, kvaðst telja að Kand- ahar félli á næstu dögum og sagði að bin Laden og múllann Mohammad Omar, leiðtogi talibana, væru í grennd við borgina. Hernaðarsérfræðingar spá því þó að það taki margar vikur eða jafnvel mánuði að elta uppi liðsmenn al- Qaeda, sem hafast við í hellum í fjöll- unum norðan við Kandahar og víð- áttumiklum eyðimörkum sunnan og vestan við borgina. Hugsanlegt er að landgönguliðunum verði beitt til að afkróa liðsmenn al-Qaeda og loftárás- ir verði gerðar á þá sem komast ekki úr herkvínni. Bandaríkjamenn hafa til þessa að- allega beitt lofthernaði í stríðinu í Afganistan og aðeins sent þangað nokkur hundruð sérsveitarmanna sem hafa starfað þar með njósnurum leyniþjónustunnar CIA. Þeir hafa einkum gegnt því hlutverki að að- stoða afganska andstæðinga talibana. Um 150 sérsveitarmenn gerðu einnig skyndiárás í suðurhluta Afganistans 19. október. Geta lokað flóttaleiðum Bandarískir embættismenn segja að hægt verði að beita landgöngulið- unum til ýmiss konar aðgerða. Þeir geti til að mynda lokað vegum, und- irbúið loftárásir og dregið verulega úr möguleikum liðsmanna al-Qaeda og talibana til að fara á milli staða. Hugs- anlegt er að þeim verði einnig falið að vernda fámennari sérsveitir, meðal annars með því að umkringja ákveðin svæði í Kandahar meðan sérsveitirn- ar fara inn á þau til að leita að liðs- mönnum al-Qaeda. Landgönguliðarnir geta einnig lok- að líklegum flóttaleiðum til Pakistans þar sem al-Qaeda nýtur verulegs stuðnings meðal íbúanna. Verði hermenn sendir inn í Kand- ahar kann það að reynast umdeild að- gerð, jafnvel þótt margir talibanar flýi úr borginni, því slíkar aðgerðir geta verið mjög vandasamar og hættulegar. Mörg af hátæknivopnum Bandaríkjahers, svo sem stýriflaug- ar, koma að litlum notum þegar berj- ast þarf í návígi á öngstrætum borga. Koma upp herstöð til að þjarma að al-Qaeda Kabúl. The Washington Post, AP, AFP. Bandaríkjaher sendir hundruð hermanna til Afganistans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.