Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ fór betur en á horfðist í gær þegar jeppabifreið fór út af flughálum veginum við Básabrekkur, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og valt niður bratta skriðu og endaði ónýt niðri í fjöru. Við stýrið sat Sigríður Inga Sig- urjónsdóttir héraðsdýralæknir, ásamt Schaef- fer-tíkinni sinni Söru, en hvoruga sakaði. Sig- ríður var á leið heim úr læknisvitjun þegar hún mætti bíl á veginum og hemlaði með þeim afleiðingum að bíllinn rann út af veg- inum. Hann endastakkst og fór tvær veltur en Sigríður var í bílbelti og slapp ómeidd. „Mér leið skelfilega þegar ég var komin út á veg- brúnina og gerði mér ljóst að ég færi niður,“ sagði hún. „Tíminn stoppaði og ég hélt að þetta yrði mitt síðasta enda fékk maður hálf- gert áfall við þetta. Ég bjóst ekki við að standa upp frá þessu en ég fann að ég sat föst í bílbeltinu og það veitti mikla öryggistilfinn- ingu. Ég hafði ekki áhyggjur af því að slas- ast, fremur að ég myndi deyja. En maður er heppinn.“ Þegar bíllinn hafði staðnæmst í fjörunni steig Sigríður alheil út úr flakinu og aðgætti líðan Söru. Skömmu síðar kom ökumaður hins bílsins niður skriðuna og bjóst við þarna hefði orðið alvarlegt slys. Sigríður fékk aðhlynningu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði en fékk einungis kúlu á höfuðið. Hún segist aldrei hafa lent í óhappi sem þessu, en segist oft hafa búist við hinu versta á Hrafnseyrarheiði. „Ég er fegin að óhappið skyldi eiga sér stað hér frekar en þar, því þar er hærra niður af veginum og fá- ir á ferli.“ Þrátt fyrir að bíllinn hafi oltið niður bratta skriðuna var ferð hans fremur hæg að sögn Sigríðar og fóru leikar svo að hann stað- næmdist á hjólunum. „Við komum niður standandi – eins og kettirnir,“ sagði hún. Dýralæknirinn á Ísafirði slapp ómeiddur eftir veltu niður 50 metra skriðu „Hélt að þetta yrði mitt síðasta“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigríður Inga Sigurjónsdóttir héraðsdýralæknir ásamt Schaeffer-tíkinni sinni, Söru, á Ísafirði í gær. Þeim var nokkuð brugðið, en eins og Sigríður Inga sagði: „Við komum niður standandi – eins og kettirnir,“ sem sést á innfelldu myndinni þar sem jeppinn er í fjöruborðinu. HUGMYNDIR eru uppi um það innan heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis að leggja niður stöður héraðslækna en þær eru átta í landinu. Í flestum tilvikum sitja heilsugæslulækn- ar í þessum stöðum í hlutastarfi nema í Reykjavík og á Akureyri þar sem þær hafa verið heilar stöður. Með ýmsum breytingum í heilbrigðisþjónustunni hafa verkefni héraðslækna smám saman verið að breytast. Meðal verkefna þeirra hafa verið sótt- varnir og ýmis mál er snerta heilsugæslu í skólum og málefni fatlaðra svo dæmi séu tekin. Skipun héraðslækna rennur út um mitt næsta ár og sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir meiri fjár- veitingu til þeirra en sem því nemur. Eins og fyrr segir gegna heilsugæslulæknar yfirleitt embætti héraðslækna og með breytingum í heilsugæslunni hafa lækningaforstjórar og yf- irlæknar heilsugæslu tekið yfir ýmis verkefni þeirra, t.d. er snúa að sóttvörnum. Til að unnt verði að leggja niður stöður hér- aðslækna þarf að staðfesta slík- ar breytingar með lagabreyt- ingum sem snerta m.a. heilbrigðismál, málefni fatlaðra og skólamál. Í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu er nú unnið að tillögugerð um hvernig skipa má þessum málum til framtíðar. Stefnt að því að leggja niður stöður hér- aðslækna PRENTSMIÐJURNAR Steindórs- prent-Gutenberg og Grafík verða sameinaðar undir nafni Gutenberg um næstu áramót. Þær eru í eigu prentsmiðjunnar Odda. Grafík varð áður til við sameiningu prentsmiðj- unnar Eddu og Prentsmiðju G. Ben. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, var þessi ákvörðun tilkynnt á starfsmannafundi fyrir- tækjanna í gær. Á fundum sem haldnir voru með starfsfólki beggja prentsmiðjanna í gær kom fram að starfsemi hins nýja fyrirtækis verður rekin í núverandi húsnæði Steindórsprents-Guten- berg í Síðumúla og er stefnt að því að flutningum og endurskipulagningu starfseminnar verði lokið á fyrsta fjórðungi næsta árs. Gert er ráð fyrir að 15–20 manns missi vinnuna og verður allt kapp lagt á að aðstoða hlutaðeigandi við útvegun nýrrar atvinnu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Að endurskipulagningu lokinni er gert ráð fyrir að rúmlega áttatíu manns muni starfa hjá prentsmiðjunni. 15–20 manns missa vinnuna Gutenberg og Grafík sameinuð TILLÖGUR vinnuhóps um niður- skurð útgjalda fyrir fjárlög næsta árs koma við útgjöld allra ráðuneyta og hugsanlega verður gildistöku laga um fæðingarorlof frestað að ein- hverju leyti, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Einnig hefur komið til tals að fresta að hluta til eða öllu leyti gerð hugbúnaðar fyrir ríkisbókhald og Landsskrá fast- eigna, svo og framkvæmdum á sviði vegamála. Fjárlögin verða skorin niður um 3–4 milljarða við lokaafgreiðslu þeirra og mun niðurskurðurinn ná til allra ráðuneyta, að sögn Davíðs Oddssonar í ljósvakamiðlum í gær. Markmiðið er að fjárlög verði af- greidd með hálfs fjórða milljarðs króna tekjuafgangi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að tillögur vinnuhópsins verði ræddar á næstu dögum en ekk- ert sé enn frágengið og þingmenn hafi ólíkar hugmyndir um hvar skera skuli niður. Segir hann enn stefnt að því að halda forsendum fjárlaga, þ.e. að skila tekjuafgangi af ríkissjóði. Önnur umræða um fjárlagafrum- varpið fer fram á Alþingi í dag. Lögin um fæðingarorlof Gildistöku ákvæða hugs- anlega frestað  Tillögur um niðurskurð/10 UNGLINGSPILTAR úr Hagaskóla veittust að tveimur fullorðnum karl- mönnum við Háskólabíó um hádeg- isbil í gær og skemmdu bifreið þeirra. Einn piltanna sló til annars mannsins og samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Reykjavík sló maðurinn hann til baka. Laust fyrir klukkan hálfeitt hringdi annar mannanna og óskaði eftir aðstoð lög- reglu vegna unglinga sem létu snjó- bolta og grjóti rigna yfir þá. Tókst þeim að forða sér inn í Háskólabíó en mennirnir munu starfa sem hljóð- færaleikarar í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Mennirnir fóru síðan áleiðis að Hagaskóla í þeim tilgangi að ræða við starfsmenn skólans og voru á leið sinni þangað grýttir snjóboltum. Á meðan mennirnir töluðu við ganga- vörð skólans sló einn pilturinn til annars mannsins, sem mun hafa slegið piltinn til baka. Er mennirnir héldu til baka að Háskólabíói veittust unglingarnir aftur að þeim. Þeir gátu forðað sér inn í kvikmyndahúsið en unglingarn- ir eltu þá þangað og skemmdu hrein- lætisáhöld og fleira innandyra. Hús- vörður og aðstoðarmaður hans komu þeim út úr húsinu og lokuðu dyrun- um. Unglingarnir fóru þá að bifreið mannanna, brutu í henni rúðu, rifu af bretti og rúðuþurrkur, brutu öll ljós og helltu olíu inn í bifreiðina. Bifreið- in var síðar dregin í burtu, óökufær. Er lögreglan kom á staðinn varð hún einnig fyrir barðinu á ungling- unum er köstuðu í lögreglumennina snjóboltum. Lögreglan handsamaði einn unglinginn og reyndi þá félagi hans að „frelsa“ hann úr höndum lögreglunnar án árangurs. Skóla- stjóri Hagaskóla var kallaður til ásamt fleiri aðilum til að reyna að stilla til friðar. Málið verður líklega sent barnaverndaryfirvöldum Lögreglan hafði í gærkvöldi ekki enn rætt við unglingana sem áttu hlut að máli en samkvæmt upplýs- ingum hennar verður málið að öllum líkindum sent barnaverndaryfirvöld- um til rannsóknar. Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir að málið sé alfarið í höndum lögreglu enn sem komið er þar sem átökin áttu sér stað utan skólalóðar. „Mitt hlutverk var fyrst og fremst að fá unglingana af lóð Há- skólabíós og yfir á lóð skólans, sem getur gengið hægt þegar um múg- æsing er að ræða.“ Einar segir að elstu nemendur skólans hafi fullt ferðafrelsi á skóla- tíma. Hann bendir á að það verði að vera meginlínan að utan skólalóðar séu nemendur ekki á ábyrgð skólans. „Hins vegar komum við oft að mál- um sem gerast utan lóðarmarka og tökum á þeim eftir því sem við get- um.“ Einar býst við að barnavernd- arnefnd taki málið í sínar hendur og hugsanlega verður haft samband við skólayfirvöld í framhaldinu. „Þegar fyrsti snjórinn fellur hleypur oft galsi í mannskapinn en fram að þessu hefur allt farið vel fram,“ segir Einar. „Yfirleitt er það fámennur hópur sem setur svona mál í gang, en hinir eru fljótir að hlaupa til þegar eitthvað fer að ger- ast.“ Veittust að vegfar- endum og frömdu skemmdarverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.